Leikmenn annarra liða

Þvílíkur mánudagur. Bikarhelgi nýafstaðin og Meistaradeildin á næsta leiti … og Liverpool að keppa í hvorugri keppninni. Æðislegt. Auðvitað er svo Evrópudeildin á fimmtudaginn og okkar menn spila þar og svo er stórleikur við Man City um næstu helgi, en á meðan er óþægilega hljóðlátt í kringum okkar lið.

Ég átti skemmtilega umræðu við United-mann um helgina þar sem við rökræddum um leikmenn annarra liða en okkar eigin. Spurningin er einföld: ef þú gætir valið fimm leikmenn úr Úrvalsdeildinni til að styrkja þitt eigið lið, hvaða lið myndirðu velja? United-vinur minn sagðist vilja fá Torres, Gerrard og Reina í sitt lið, sem kom mér á óvart, auk Fabregas og Drogba. Ég íhugaði valið vel fyrir hönd Liverpool og ákvað á endanum að velja eftirfarandi fimm leikmenn:

**Wayne Rooney** Af því að hvern langar ekki til að sjá Rooney og Torres saman í liði? Það yrði sennilega banvænasta framherjapar plánetunnar. Það þarf svo sem ekkert að fjölyrða um það af hverju ég myndi vilja Rooney, hann er stórkostlegur leikmaður og ekki skemmir að United myndu þá missa eina sóknarmanninn sem gerir eitthvað af viti hjá þeim þessa dagana.

**Cesc Fabregas** Við elskum Gerrard og Giggs var valinn bestur í öllu í fyrra en menn vanmeta oft hversu stórt framlag Fabregas er. Hann er kominn í tveggja stafa tölu í bæði markaskorun og stoðsendingum í deildinni í vetur, þrátt fyrir að hafa misst úr einhverja leiki vegna meiðsla. Hann er líka búinn að vera í Arsenal-liðinu í sex ár núna … og hann er bara 22ja ára! Gerrard er að verða þrítugur og ef ég gæti valið einhvern í heiminum sem arftaka hans á næstu árum væri það Cesc.

**Michael Essien** Talandi um góða miðjumenn. Það hefur tekið mig langan tíma að fyrirgefa honum hroðatæklinguna á Didi Hamann á fyrsta eða öðru tímabili hans með Chelsea, en það breytir því ekki að Essien er, líkt og Gerrard okkar, einstakur að því leyti að hann er frábær í flestu ef ekki öllu sem miðjumaður á að gera. Hann getur spilað alls staðar í miðju og vörn, svipað og Gerrard, og verið frábær í öllum stöðum.

**Emmanuel Adebayor** Þetta er eina valið sem ég var ekki 100% viss um. Hæfileikarnir eru klárlega til staðar og hann er á flottum aldri, auk þess er hann stór og líkamlega sterkur en okkur vantar að mínu mati einmitt svoleiðis leikmann við hlið Torres (og Rooney þá væntanlega 😉 ). Það eina sem ég set spurningarmerki við er hugarfarið. Hann virkaði ekki neitt sérstaklega gáfulega á mann í deilunum við Arsenal og launakröfunum á þeim bænum en ef hann gæti hagað sér væri þetta leikmaður sem ég myndi alveg vilja stilla upp í mitt lið.

**Thomas Vermaelen** Sá síðasti af fimm sem ég vel í mitt lið. Ég hef horft talsvert á Arsenal í vetur og hrifist mikið af Vermaelen. Hann er ekki hávaxinn en ég sé alveg hvað Wenger sá í honum. Hann er, ásamt Vidic, sennilega besti dekkarinn í deildinni (á þó eftir að reyna á það með Torres almennilega eins og Vidic komst að á endanum) og þar að auki er hann mjög vel spilandi og skorar sinn slatta af mörkum. Þá er einnig mikilvægt að hafa mann sem getur spilað bakverðina líka og er fjölhæfur í vörnina, okkur vantar að mínu mati slíkan mann í dag.

Hvernig væri svo okkar sterkasta lið ef ég gæti sett þessa fimm í liðið okkar? Ég hugsa að ég myndi stilla því svona upp:

Reina

Johnson – Agger – Vermaelen – Insúa

Mascherano – Essien – Fabregas
Gerrard
Torres – Rooney/Adebayor

Ekki slæmt lið, er það? Eða er ég alveg úti á túni?

45 Comments

  1. Ég er nokkuð sammála jgp – myndi bara taka út Evra og setja inn Ashley Cole. Ef ég þyrfti að styðja lið með helvítis Wayne Rooney og Didier Drogba í þá gæti ég alveg eins bætt við Ashley Cole.

    Semsagt Rooney – Drogba – Essien – A. Cole – Fabregas –

  2. fullmikið af central miðjumönnum fyrir minn smekk hjá KAR…. mundi frekar velja menn í stöður sem þarf að styrkja frekar en að velja 5 bestu leikmenn deildarinnar…. Arshavin, Tevez, Fabregas, Terry og Evra…. liðið: Reina, Johnson, Terry, Agger, Evra, Masch, Cesc, Stevie, Tevez, Arshavin, Torres

  3. Fabregas – Rooney – Evra – Lennon og Tevez.

    Hérna hugsa ég um að fá leikmenn á góðum aldri en ekki ellismelli á borð við Drogba og Essien.
    Liðið:
    Reina
    Johnson – Carragher – Agger – Evra
    Gerrard Fabregas Mascherano
    Rooney Torres Tevez
    Bekkurinn: GK, Aurelio, Kyrgiakos, Lennon, Benayoun, Maxi, Kuyt.

  4. Fabregas, Essien, Aron Lennon, Drogba og Vermalen. Lið sem enginn myndi vinna !

  5. Jónsi (#3) – ég var langt því frá að velja fimm bestu leikmenn deildarinnar. Þeir væru að mínu mati (utan LFC-leikmenn): Rooney, Fabregas, Drogba, Lampard, Own Goal.

    Ég var frekar að reyna að velja leikmenn sem gætu bætt liðið okkar og hentuðu kerfinu sem við spilum. Essien og Fabregas yrðu framför á Lucas og Aquilani, Rooney yrði framför á Kuyt og Adebayor flottur aukakostur, og Vermaelen yrði framför á Carra/Skrtel/Kyrgiakos eins og staðan er í dag.

    Ade valdi ég svo fram yfir Drogba vegna aldurs … og vegna þess að ég get ekki einu sinni sett Drogba í mitt lið í fantasíuheimi. Bara meika það ekki.

  6. Skemmtileg pæling á ferðinni og alltaf spurning hvað liggur að baki þegar kemur að svona vali. Á maður að hleypa tilfinningum inn í spilið (útilokar strax Rooney og Drogba) eða á bara að hafa þetta kalt mat. Eins líka góður punktur hjá jgp, ætti maður að velja 5 bestu eða hugsa um hvaða stöður megi bæta? Væri þokkalega sáttur við að sjá eftirfarandi í rauðu treyjunni:

    Ashley Cole, Nemanja Vidic, Cesc Fabregas, Andrey Arshavin og Carlos Tevez.

    Liðið væri þá svona:

    Reina

    Johnson – Vidic – Agger – Cole

    Mascherano – Fabregas

    Gerrard – Tevez – Arshavin

    Torres

    Eina sem mér finnst mjög hæpið hjá KAR er valið á Adebayor, finnst hann ekki vera nálægt því í sömu deild og aðrir sem nefndir hafa verið.

  7. ÞessiLeikmenn sem ég mundi velja væru:
    Fabregas einn besti miðju maður í ensku deildinni:
    Carlos Tevez: þvílíkt vinnuhestur og fyrrmyndarleikmaður
    James Milner: Einn besti Leikmaður Aston Villa og getur spilað alla stöðu í miðjuna og framtíða stjarna enska landsliðið.
    Thomas Vermaelen: Hefur staði sig mjög vel með Arsenal og einn besti dekkari í ensku deildinni.
    Jack Wilshere: Enda Framtíðarstjarna að ræða um!!
    Svona Lítur Liðið út.
    Reina
    Johnson-Agger-Vermaelen-Insua
    Mascherano – Fabregas
    Gerrard-Tevez-Milner
    Torres
    bekkur:Jack Wilshere

  8. Myndi alltaf velja John Terry. Svo Cole og þá er vörnin góð. Fabregas við hliðina á Mascherano væri geðveikt og svo auðvitað Rooney. Ég myndi líka taka Arshavin en síðasti er höfuðverður. Einhver kantmaður, líklega Tevez á endanum. Sumsé, sama og Steini nema Terry inn fyrir Vidic.

  9. Lolli #5:
    Þú segir:
    “Fabregas – Rooney – Evra – Lennon og Tevez.
    Hérna hugsa ég um að fá leikmenn á góðum aldri en ekki ellismelli á borð við Drogba og Essien.”

    Essien er 27 ára og þér þykir hann gamall en þú velur Evra. Hann er 28 ára.

  10. ef ég ætti að velja 5 menn til þess að styrkja LFC úr liðum á englandi væri liðið mitt svona:

    Reina
    Johnson-Vidic-Agger-Cole
    Lennon-Gerrard-Essien-Riera
    Torres-Rooney

    semsagt ég tæki vidic,cole,lennon,essien,rooney

  11. Fabregas, arshavin, rooney, evra, terry… Byrjunarlið mitt væri:
    Reina – johnson – terry/Carra – agger – evra – Kuyt – fabregas – Gerrard – Arshavin – Rooney – Torres.
    Ég myndi vilja hafa Fabregas í svipuðu hlutverki og alonso var því ég tel Fabregas vera besta alhliða fótboltamann í heiminum í dag, hann verst vel og sækir frábærlega. Hafa Gerrard við hliðina á honum torres í hlaupunum og rooney gæti verið aðeins aftar en Torres.

  12. mitt væri Rooney, Essien, fabregas, Asley cole og Rio eða Terry. já ég tæki Ronney. alveg sammála þér hann og Torres eru bara bestir í dag, (þegar Torres er heill). Fabregas er bara 22ára og einn besti miðjumaður í heimi. Essien er líka mikilvægasti leikmaður chelsea þannig að það segjir nú margt.
    En svo kæmi nú Asley cole, ég veit ekki skemmtilegur maður en hann er besti vinsri bakvörður deildarinnar.

    Þannig að liðið væri
    Reina

    Johnson Terry/rio Agger Cole

              Essien      Macherano
    
     Fabregas    Rooney   Gerrard 
    
                        Torres
    
  13. Óraunhæfir möguleikar: Ashley Cole, Luka Modric, Nemanja Vidic, Carlos Tevez og Cesc Fabregas

    Raunhæfir (raunhæfari) möguleikar: Brede Hangeland, Nikola Kalinic, Charles N’Zogbia, Scott Parker og Jack Collison

  14. Addorri #17, séu þetta raunhæfu kostirnir, þá segi ég nú bara pass, höldum frekar því sem við höfum 🙂

  15. Tæki John Terry, Frank Lampard, Micheal Essian, Wayne Rooney og síðan sem backup striker Crouch.

  16. Hangeland er ca. inf betri en Skrtel. N’Zogbia er búinn að vera mjög góður með Wigan og Kalinic er fáránlega efnilegur og Collison er sennilega mesta efni sem komið hefur úr hinni frægu West Ham akademíu undanfarin ár.

    Það sorglega er að eins mikið og okkur langar í menn af efri listanum, þá eigum við sennilega ekki efni á neinum á neðri listanum heldur. Hangeland var að skrifa undir nýjan samning við Fulham þrátt fyrir að Arsenal hefðu borið víurnar í hann, N’Zogbia kostaði Wigan 6 milljónir + Ryan Taylor, Kalinic kom til Blackburn í sumar fyrir 6 milljónir og West Ham eru ekki að fara að selja Collison eða Parker nema þeir fái mjög mikinn pening fyrir þá.

    Þannig að ég ætti kannski að gera þriðja flokk með leikmönnum eins og George Boateng, David Nugent og Ricardo Fuller áður en ég minnist á Kalinic eða Hangeland.

    En við þyrftum þó sennilega að selja áður en við færum að reyna að kaupa menn í Nugent-klassanum. Helvítis kanar.

  17. Reina

                              jhonson     Vidic       agger       A.cole
    
                            gerrard    essien   Mascherano  Arshavin
    
                                            Rooney      Torres
    

    Væri gersamlega óstöðvandi lið.

  18. Ég væri til í að sjá Terry, A.Cole, Fabregas, A.Lennon og Rooney í LFC. Set Rooney á vinstri en hann verður að vera mjög ofarlega. Held að Rooney væri betri valkostur en Arshavin í þessari stöðu.

                Reina
    

    Johnson-Terry-Agger-Cole
    Fabregas-Macherano
    Lennon-Gerrard-Rooney
    Torres

  19. Mitt val yrði eftirfarandi; Ashley Cole, Thomas Vermaelen, Cesc Fabregas, Wayne Rooney og Carlos Tevez. Það sem ég hafði í huga við valið var að styrkja vörnina, með þessum leikmönnum værum við komin með solid bakverði og 2 miðverði sem eru góðir á bolta og geta nelgt á markið. Fabregas er betri en Lucas og því þarf ekki að hafa fleiri orð um það, Gerrard og Fabregas gætu skipst á að vera í holunni og á miðjunni. Rooney og Tevez í stað Kuyt og Riera þarf ekki einu sinni að ræða, þar erum við bæði komin með menn sem klára færin sín betur og geta einnig búið meira til fyrir aðra.
    Starting XI: Reina, Johnson-Vermaelen-Agger-A.Cole, Macherano-Fabregas-Gerrard, Teves-Rooney-Torres. Subs. Cavalieri, Kyrgiakos, Insua, Carragher, Maxi, Riera, Kuyt.
    Ég verð nú að segja að ég gæti alveg sætt mig við þetta lið. 🙂

  20. Sælir félagar
    Hvílikir draumar 🙂 Svona væri liðið hjá mér

    Reina

    Johnson – Carra – Terry – A. Cole

    Gerrard – Macherano – Fabregas – Teves

    Torres – Rooney

    Gæti ekki hugsað mér LFC án Carra meðan hann getur stigið í lappirnar.

    Það er nú þannig

  21. Ætla nú ekkert að fara að spá í þessum draumum ykkar, en einn er sá piltur sem ég vil að okkar menn tryggi sér þjónustu frá.
    Ég vil fá Simon Kjær og það eins fljótt og mögulegt er, hann og Agger saman væri yndislegt. Þar væri vörnin okkar skotheld for years to come 🙂

  22. Verð að segja að Rooney, Fabregas, Essien, A Lennon og Teves. Væru virkilega góðir í okkar lið. En að raunveruleikanum þá er það ekki central mid sem er vandamál hjá okkur. svo Fabregas essien eru out. Kanntarnir eru vandamál svo A Lennon kæmi vel inn og Shaun Wright-Phillips gætu reddað þeim vandamálum. svo er það vinstri bak hjá okkur sem eru ekki nógu góður fyrir þann liverpool standard sem á að vera. svo evra myndi taka hana. Miðvörður í staðinn fyrir því miður gamlan carra og/eða alltof oft meidda agger væri Terry rosalega góður kostur en vísu ekki mörg ár eftir svo ég myndi velja Vermaelen. meðhjálpari torres væri Rooney eða þegar torres væri meiddur eins og því miður hann er of oft tæki hans stöðu því en og aftur eigum við ekki nógu góðan sub fyrir hann miðað við LIVERPOOL standard.

  23. Hmm,
    1) J. Terry
    2) Fabregas
    3) Teves
    4) Arsavin

    Og svo einhvern góðan hægri bakvörð.
    Veit svo svosem að Terry er ekki neitt unglamb en hann er bara svo rosalega góður hafsent kallinn.

  24. Ég veit ekki hvort að Terry væri góð viðbót við hópinn, ættli hann myndi ekki stinga undan einhverjum í liðinu eða eitthvað álika 😛

    Annars væri ég til í að fá Joe Cole (ómeiddan), Aron Lennon og….. tja, miðað við núverandi kerfi tel ég okkur ekki þurfa meira. Liðið myndi þá líta svona út

    ————————————Reina—————————–
    ———-johnson——-Carra————Agger——–Insúa——
    —————————–Masch———-Aquillani—————-
    —————Lennon————Gerrard————-J.Cole——-
    ————————————-Torres—————————

  25. er ekki alveg að átta mig á adebayor þarna, skil ekki afhverju drogba er ekki þarna, að minu mati besti strikerinn i dag… segi það vegna þess að hann er ekki allataf meiddur !! torres… hættu nú að meiðast, plíííís

  26. Hmmm…. hugsi hugsi hugs…

    Ég bara get ekki, bara alls ekki hugsað mér Drogba og Rooney í LFC treyju. Sorry þröngsýnina en þetta er bara full mikið fyrir mig.

    Minn listi

    Patrice Evra. Besti left-back í deildinni finnst mér.

    Vermahlen/Hangeland. Er rosalega hrifinn af þessum spilurum. Get ekki gert upp á milli. Annan hvorn takk.

    Cesc. Þvílíkur partner með monster-masch á miðjunni

    Tevez. Á sínum tíma var ég brjálaður yfir að fengum þennan andskotans Torres, en reyndum ekki almennilega við Tevez. Sem betur fer hlustaði enginn á mig þá. En það breytir því ekki að Tevez er meiriháttar spilari.

    Jimmy Bullard. Gerir lífið skemmtilegra.

    Liðið:

    Reina

    Johnson-Hangeland/Vermahlen-Carra-Evra

    Monster-Fabregas-
    Gerrard

    Kuyt- Tevez
    Liverpool’s no. 9

    Svo fengu myndavélarnar eitthvað annað að horfa á á bekknum (Bullard að fíflast) en Rafa að skrifa í stílabók 😀

    P.s.

    Smá pæling til ritstjórnar…

    Hvernig væri að hafa aðgengilegar upplýsingar um hina og þessa “fítusa” sem athugasemdarkerfið býður upp á. T.d. Hvernig hægt er að setja upp lið eins og það birtist í upphitunum og leikskýrsum, hvernig hægt er að setja upp tengla sem vísa beint á aðrar vefsíður eða setja fram tilvitnanir í önnur komment? Bara svo ég nefni eitthvað.

    Segi þetta í fullri vinsemd. Svo ég tali fyrir sjálfan mig, þá legg ég stundum töluverða vinnu í athugasemdirnar mínar, ég held að það eigi við um fleiri. Það er samt óneitanlega leiðinlegt þegar þú ert búinn að setja eitthvað upp og leggja tíma og vinnu í það og útkoman lítur út eins og teikning af Óla prik.

    Bestu kv.

  27. Fabregas: með Mascherano, spila Alonso role – myndi skora töluvert meira og sennilega leggja upp fleiri
    Evra : alltaf á straujinu upp og niður vinstri kantinn úr bakverðinum
    Vidic: Þegar hann er on-form er hann besti varnarmaður i heimi, hann yrði í tæklingunum og að negla boltanum upp en Agger meira í að spila út, plús nautsterkur í hornum
    Rooney – markahæstur, alltaf sterkur og hættulegur, hættir ekki að berjast og hefur þetta never-say-die attitude
    Arshavin – flair leikmaður sem gæti spilað vinstri kant í 4-4-2, 4-2-3-1 eða spila sem framherji ef menn eru úti

    Reina – GJ – Vidic – Agger – Evra – hægri Gerrard – Fabregas – Masch – vinstri Arshavin – Rooney Torres

    og í stóru leikjunum 4-2-3-1 þar sem Gerrard/Fabregas spilar aftar

  28. Afsakið þráðránið. Hér segir í frétt frá fótbolti.net “vonast Johnson til að geta snúið aftur í þeim leik og hjálpað liðinu í átt að eina titlinum sem þeir eiga möguleika á í ár. “

    Hér er verið að ræða um Unirea leikinn á fimmtudaginn. Átti Johnson ekki að vera frá vegna meiðsla í lengri tíma ?? Ef þetta reynist rétt þá er það bara frábært en á maður ekki að taka þessu með fyrirvara, eða er þetta bara rangt í fréttinni ??
    http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=87357

  29. Reina
    Johnson A/S/C Terry Evra
    Mascherano Fabregas
    Lennon Gerrard Rooney
    Torres

  30. Að þið skulið velja þessa ógeðslegu Man… menn í liðið er til hábornar skammar. Ekkert nema vesalingar í þessu ógeðslega liði!!!

  31. Hvernig væri að hafa aðgengilegar upplýsingar um hina og þessa “fítusa” sem athugasemdarkerfið býður upp á. T.d. Hvernig hægt er að setja upp lið eins og það birtist í upphitunum og leikskýrsum, hvernig hægt er að setja upp tengla sem vísa beint á aðrar vefsíður eða setja fram tilvitnanir í önnur komment? Bara svo ég nefni eitthvað.

    Já, þetta er leeeeengi búið að vera á to do listanum mínum. Ég skal fara í þetta. Ég lofa þessu einhvern tímann í febrúar. 🙂

  32. Sigurjón Njarðarson (#31) – dammit, ég gleymdi Jimmy Bullard! Væri til í að troða honum einhvers staðar í fimm manna hópinn minn … en Own Goal er allt of drjúgur og iðinn við kolann til að ég tími að fórna honum.

    Grellir (#34) – við erum að ræða fótbolta hérna. Stundum er gaman að bauna á erkifjendurna en stundum er líka gaman að ræða fótbolta, og í fótbolta hafa United verið bestir í þrjú ár. Staðreynd. Óþarfi að láta eins og þeir séu samansafn aumingja, þótt það fari óendanlega í taugarnar á okkur þegar þeim gengur vel.

  33. Er ég sá eini sem kem hérna inn og kann ekki við að smettið á Rooney taki á móti mér ? 🙂

    Karlinn er góður í fótbolta og það væri gaman að vera með einhvern í Liverpool með svipaða hæfileika, en mikið afskaplega leiðist mér að horfa á manninn og búningin sem hann klæðist !! Er ekki bara kominn tími á nýja og ferska færslu, með kannski mynd af einhverjum púlara eða bara einhverju sem er ekki í utd galla !

  34. Sammála Magga Ey. Svo er Tæknimiðlun líka með mynd af Jolla Sverris á meðan hann var landsliðsþjálfari.

  35. Gæti ég fengið nafn og heimilisfang hjá þessum United manni sem myndi velja Gerrard yfir til okkar? Þarf að ræða aðeins við hann… (og skil ekki alveg hvernig hann ætlar að spila með Rooney, Torres og Drogba saman frammi)
    Ég myndi líklega pikka Ra; T*s; Essien og Fabregas. Ekki viss um að fleiri kæmust í liðið hjá United. Er einhver hægri bakk þarna úti sem getur eitthvað? Man ekki eftir neinum.
    Annars vel ég hvorki Chelsea menn né Liverpool menn í fantasy. Meikaðaekki að fagna því að fá stig frá þeim. Þannig er það bara í fótboltanum.

  36. Sammála Björn Friðgeir, hef aldrei og mun aldrei velja Everton eða ManYoo menn í mitt lið í Fantasy af sömu ástæðum og þú kemur inná.

  37. Það verður aldrei hægt að setja kalt mat á þessa gaura sem við elskum að hata. Þeir eru nú nokkrir ansi góðir og kannski 7-8 manns sem kæmust í lið hjá Liverpool í dag. Svo þyrfti maður að pæla í hópnum og back-uppi osfrv.
    Sá fyrsti sem ég myndi velja væri Fabregas. Hann er bara ótrúlegur fótboltamaður og á a.m.k. 10 góð ár eftir í boltanum. Þá væri líka miðjan orðin fullmönnuð – tveir góðir varnartengiliðir og tveir góðir all-round miðjumenn.

    Næstur er líklega Tevez. Þótt hann hafi spilað hjá Júnæted. Okkur vantar stræker sem getur bæði spilað einn uppi á topp og líka með Torres. Með þá báða heila þá myndi ég spila 4-4-2, en með annan þeirra heilan þá er það 4-3-3.

    Luka Modric væri líklega þriðji kostur. Hann getur spilað alls staðar fyrir aftan senterinn/senterana. Á köntunum og líka í holunni. Hann er líka tiltölulega ungur ennþá og gæti leyst Dirk Kuyt af þótt það mundi aldrei gerast undir Benítez.

    Ashley Young er fjórði. Öðruvísi týpa á kantinn, fljótur og öflugur sprettari sem tekur menn á og krossar vel.

    Ætli helvítið hann Drogba fengi ekki að vera fimmti. Segi ekki meir. Annars er ég með ítarlegri og aðeins öðruvísi færslu á þetta hérna:

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  38. LOL….Það er gott að láta sig dreyma stundum…Sérstaklega þegar á móti blæs..Mig dreymir um 1.300.000.000.- í lóttoinu og ég hef meiri líkur á því en að W.Rooney spili nokkurntíman fyrir Liverpool !!!!

  39. Úff, slakt þegar menn kommenta en virðast ekki gera tilraun til að lesa pistilinn og fá út hvað hann fjallar um, getur sett c.a. átta LOL fyrir aftan það.

Hvílum Torres

Eruð þið spennt fyrir Man City?