Að kaupa eða kaupa ekki

Það er orðið ljóst að ekki bættust við fleiri leikmenn í leikmannahóp Liverpool í janúar, umfram Maxi Rodriguez. Ég held að flestir stuðningsmenn Liverpool hafi vonast eftir að fá framherja til liðsins, sér í lagi þar sem Fernando Torres hefur verið í postulínsleik meira og minna í 2 ár. Mikið lifandis skelfing hefði verið gott að hafa hann heilan allan þennan tíma. Er nokkuð viss um að staða okkar væri talsvert betri, en það þýðir ekki að fást um það, meiðsli eru hluti af þessu öllu og sumir eru bara óheppnari en aðrir þegar kemur að þeim. Við höfum þurft að stóla á unglinginn David Ngog, en þó svo að hann sé efnilegur, þá er ég nokkuð viss um að flestir, ef ekki allir, hefðu kosið að hafa öflugra “back-up” til taks.

Ég er einnig nokkuð viss um að Rafa Benítez er sammála okkur, ef hann hefði kost á að kaupa góðan framherja, þá myndi hann gera það. Það eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir því að það hefur ekki gerst. Peningaleysi er aðal ástæðan, og hin er svo afleidd ástæða, eða sú að þetta er janúar glugginn, erfiðara er að ná um góða leikmenn og þeir kosta enn meira en venjulega. Lið eru hreinlega lítið fyrir það að veikja lið sín, ég tala nú ekki um alvöru lið sem eru að berjast um titla eða Evrópusæti í sínum deildum. Það er jú bara þannig að flestir af þeim framherjum sem eru í þeim klassa sem við viljum fá, eru að spila með góðum liðum.

Þetta er enn einn gluginn sem við komum út úr í plús þegar kemur að leikmannaviðskiptum. En segjum sem svo að við hefðum getað eytt þessum rúmum 8 milljónum punda sem fengust inn í kassann, í framherja. Hvers lags framherjar fást á 8 milljónir punda? Kenwyn Jones hjá Sunderland átti að kosta heilar 12 milljónir punda og í mínum huga er hann örlítið upgrade af Emile Heskey. Svei mér þá, ef ég er ekki bara sáttur við að hann kom ekki til liðsins. Það er nefninlega alveg ljóst að leikmenn eru ekki keyptir til 4 mánaða og ég hef akkúrat enga trú á því að lið eins og Sunderland myndi lána okkur hann (eins og kom svo í ljós). Einhverjir vildu fá Ruud Van Nistelrooy, en honum var boðinn feitur 2ja ára samningur hjá Hamborg og talsverð áhætta hefði verið að fara út í slíkan samning.

Aðal málið er nefninlega peningalegs eðlis. Mönnum hefur verið tíðrætt um lánssamninga, þeir kosta líka peninga og þeir eru eitthvað sem hafa verið vandfundnir á Anfield undanfarið. Eitthvað sem maður er auðvitað drullu fúll með, ég er algjörlega drullufúll yfir því að fá ekki góðan framherja inn í janúar, en ég er þó á því að við erum betur settir með að sleppa því, heldur en að kaupa einhvern innan okkar “budget” eins og staðan er núna. Torres er væntanlegur í lok mánaðarins, en það tekur jú alltaf einhvern tíma líka fyrir nýjan mann að koma inn í liðið, þannig að fyrst ekki var hægt að kaupa inn hreinlega mann sem við ætlum að nota næstu árin, þá er kannski bara betur heima setið en af stað farið.

En það er ljóst, sumarglugginn næsti þarf að vera ansi hreint öflugur, svo mikið er víst. Það verða að vera peningar til taks þá ef við ætlum okkur að keppa á toppnum.

32 Comments

 1. Og svo má ekki gleyma því að ef við ætlum að fá betri senter en N´Gog og Kuyt þá kosta þeir eflaust vel yfir 10 milljónir. Ég er ekki viss um að Kenwyne Jones sé það mikið betri en N´Gog, t.d.

  79 leikir og 23 mörk fyrir Sunderland er ekkert alveg geggjaður árangur.

 2. Það á ekki að kaupa bara til að kaupa. Stundum detta inn dílar sem eru góðir en í þessum glugga var fátt gott í boði. Helst RVN en hann er orðinn hálf gamall kallinn og “sjúskaður” og því spurning hvort það hefði virkað.

  Maxi kemst vonandi í takt við leikinn fljótlega og þá á hann sjens í Argentínska landsliðið sem hlýtur að vera hans mission núna. Kuyt fær þá e.t.v. minni sjens eða er notaður á toppnum, hversu gáfulegt sem það er, á meðan Babelinn uppfærir Twitterinn sinn ….

  En … vonandi náum við þessu magnaða fjórða sæti. Somehow, en City verður sjálfsagt óþægur keppinautur. Sjáum til hvað setur.

 3. Nú ef að Benitez hefði tekið tilboði Birmingham í Babel sem gerir hvort eð er ekkert annað en að taka laun frá félaginu þar sem að Benitez spilar honum ekki þá hefði Benitez átt um 18 millur til þess að kaupa og hefði ekki verið hægt að fá heimsklassa leikmann fyrir það ? JÚ.
  Mér finnst Liverpool ekki hafa gert nóg til þess að reyna að styrkja hópinn í jan því það hefði vel verið hægt að gera meira en þetta.

 4. Mistökin varðandi backup striker voru gerð síðasta sumar þegar enginn slíkur var fenginn til liðsins. Þetta verður vonandi leiðrétt næsta sumar. Ef Liverpool hefur ekki efni á að vera með tvo topp strikera þá skulum við bara strax afskrifa það að vera í fremstu röð. Ekkert lið getur sett sér það markmið að berjast um stærstu titlana með aðeins einn gæða striker innanborðs. Punktur.

 5. Hvernig fór þetta með hann Chamack? Var ekki verið að tala um að við vorum búnir að næla í hann fyrir næsta sumar? Svo held ég að Rafa þurfi að vera rosalega sniðugur næsta sumar og fá góða leikmenn sem passa beint inn í leik liðsins og þurfa ekki mikin aðlögunartíma.

 6. Í mínum huga er þetta einfalt. Starf Rafa er ekki öruggt og eigendurnir vilja ekki láta hann fá pening á meðan svo er. Bæði RvN og Luca Toni fóru frítt í þessum glugga og hefðu heldur betur getað hjálpað okkur.

  Mér finnst á þessari síðu rosalega mikið gert til að réttlæta gjörðir Rafa. Pistlahöfundar eru margir hverjir mjög góðir hérna, og SSteinn klárlega einn af þeim, en eiga það þó allir til að detta í þessa gryfju.

  Rafa getur af vissu leyti réttlætt peningaleysisgrátur sinn en þegar við gerum uppá bak á móti Wolves, Reading, Fulham og fleirri stórliðum sem hafa úr mun minni peningum að ráða en við þá er eitthvað annað að og þar verður Rafa að bera ábyrgð. Ég stend algjörlega við þá skoðun mína, í það minnsta þar til annað kemur í ljós, að eigendurnir einfaldlega vilja ekki láta Rafa fá pening því hann muni hugsanlega/líklega fara í sumar og ég skil þann hugsunarhátt mjög vel.

 7. Alveg ljóst að Luca Toni var vonlaus kostur og RVN einfaldlega alltof dýr. Að sama skapi er vandinn í janúar að TOPPleikmenn eru flestir á fullu með sínum stórliðum og eru ekki tilbúnir að fara eitthvað annað. Þannig að þó við hefðum fengið 9 millur fyrir Babel er ekki víst að þessar 15 milljónir hefðu nýst okkur.

  Skulum ekki gleyma því að það voru eiginlega engin kaup hjá risunum í janúar, utan Spurs sem losaði ruslið sitt á láni og keypti enn fyrrum leikmenn sína.

  Janúar er greinilega vonlaus tími til alvöru leikmannakaupa…

 8. Ég held að það hafi verið laukrétt að kaupa ekki. K. Jones er ágætis leikmaður, en þegar hann er orðinn “besti” bitinn er líklega best að hvíla budduna.

  Eins og KAR og fleiri hafa bent á þá er útlit fyrir að sumarið verði ansi róstursamt á Melwood. Youssi, Dirk, Lucas, Aurelio, Skrtel, Babel ofl ofl. Gera sér örugglega fulla grein fyrir að afgangurinn af tímabilinu snýst ekki bara um 4 sætið. Þeir þurfa einnig að sýna og sanna að þeir séu verðugir þess að klæðast merkilegustu fótboltatreyju veraldar.

  Því ég held að það sé deginum ljósara að Rafa er að fá í sínar hendur, fjármagn sem hann hefur aldrei áður haft. Þar að auki er greinilegt að pressan úr unglinga og varaliðinu er að stóraukast.

  Í gær hitti ég man frá “Mansteftirborg” og gallharðan Rooney Utd. stuðnigsmann. Hann sagði mér að á þeim slóðum væru menn í síauknum mæli að líta til LFC og hvaða starf Rafa er að vinna þar. Þvert á það sem ég áður hef heyrt sagði hann að menn væru ekki lengur 100% á bakvið Mr. Ferguson. fótboltinn hans sé orðinn alltof fyrirsjánlegur og eina ástæða þess að liðið er ennþá topp-klassa lið er að núverandi leikmenn þess eru leikmenn sem voru fengnir til liðsins fyrir fáheyrðar upphæðir. Nú þegar farið er að sjást til botns í buddunni líta málinn alls ekki svo vel út. Þar að auki eru enginn teikn á lofti um nýja menn úr varaliðunum.

  Ef við berum þetta saman við stöðuna hjá LFC held ég að við megum una býnsa sáttir. Purslow er orðinn ansi ákveðinn í tali sínu um nýja fjárfesta. Rafa er að vinna algerlega brillíant starf með varaliðunum. Og loksins er eitthvað að fara af stað í leikvangamálum.

  Svei mér þá. Ég hef ekki verið svona bjartsýnn síðan daginn fyrir Spurs leikinn í haust.

 9. Ásmundur #3. Benitez tók það skýrt fram að hann hafi tilkynnt Babel um fyrsta tilboð Birmingham í leikmanninn. Babel ákvað sjálfur að vera áfram hjá félaginu til þess að berjast fyrir stöðu sinni í liðinu og því neitað að fara til Birmingham.

  Persónulega las ég úr orðum RB að Babel hafi verið til sölu fyrir þetta verð en leikmaðurinn sjálfur tekið ákvörðun um að vera áfram hjá liðinu.

  Get því miður ekki fundið link á greinina þar sem þetta kom fram. Minnir meira að segja að þetta hafi komið á official síðunni.

  Það sem mér fannst svo áhugavert í kjölfarið af þessu þá var Babel ítrekað hafður á bekknum eða settur út úr liðinu (twitter ævintýrið fylgdi í kjölfarið) og fékk ég á tilfinninguna að RB væri að þvinga Babel í burtu.

 10. 10 Gummi

  Sjáðu þetta viðtal við Harry sjálfan.

  Og þá sérstaklega þessi ummæli

  And you’ve been back to Australia for some operations, is that right?

  Yes, I went back to have four operations. Liverpool knew exactly what was happening all the way through during that time. They were only a phone call away. Rafa was calling me to see how things were going. I think, putting football aside for one minute, he’s a genuinely nice guy. He cares for his players. I just can’t wait to get back on the pitch and show him what I’m capable of doing.

  Hvor veit meir um málið, Harry sjálfur eða umbinn ?

 11. Ég hefði viljað sjá Jones koma í janúar. Hjá Liverpool hefði Jones haft betri leikmenn í kringum sig heldur en hjá Sunderland svo markatalan hjá honum þar segir ekki alla söguna. Jones er stór og öflugur og ég fíla stílinn hans, ekki jafn þungur á sér og Heskey. Hann hefði komið með nýja möguleika inn í liðið. En það þíðir lítið að tala um það núna. 🙂 YNWA

 12. Ég held að það sem útskýri þennan 30 m punda TOTAL janúarglugga í ár, sé afskaplega einfalt. Það er minna fjármagn í gangi en hefur verið undanfarin ár. Klúbbarnir eiga í meiri erfiðleikum með að losa fjármagn/fá fjármagn til að fjárfesta.
  Félögin hafa fjárfest gríðarlega á undanförnum árum, og rétt eins og annarsstaðar þá kreppir að. Það þarf að fara að borga, og eyða minna. Það er kreppa allstaðar. Liverpool er ekkert í verri málum held ég, en flest önnur félög á Englandi..svona hvað varðar aðgengi að fjármagni um þessar mundir. Trúðarnir sem eiga klúbbinn er svo bara allt önnur umræða, þótt skyld sé.

  Ég átti ekki von á neinum kanónum í þessum glugga, og ég er eiginlega bara feginn að menn keyptu ekki einhvern, bara til að kaupa einhvern. Svoleiðis kaup, bera sjaldan gæfu til að vera góð kaup. !

  Hvað gerist svo í sumar, er svo allt annað mál. Vonandi verður ákveðinni óvissu eytt, varðandi fjármálaheiminn, eigendurna og þessháttar hluti sem eru að hafa áhrif á bæði klúbbinn, og okkur stuðningsmennina.
  Hvaða stjóri sem verður við völd, þarf vinnufrið og þarf að vita hvað hann er með í höndunum..bæði leikmannahóp, og fjármagn.

  Ég tel okkur alveg vera með nægilega sterkan hóp til að ná þessu fjórða sæti,og hugsa ekki einu sinni til þess að það náist ekki. Ég er alveg sannfærður um að það náist.

  Nú er bara að vinna Everton um helgina, og þegar það hefur tekist, þá verðum við komnir með 10 stig af síðustu 12 mögulegum. Það er allavega eitthvað sem vel er hægt að byggja á, og ég vona að sjálfstraustið komi smám saman hjá leikmönnum og starfsliði… Þetta er alls ekkert óyfirstíganlegt.

  Insjallah…Carl Berg

 13. Til viðbótar við Harry Kewell umræðuna hér að ofan: Hversu oft gerðist það að Kewell var við það að verða heill en var þá kallaður inn í einhverja æfingaleiki, tilgangslausa að manni fannst, einungis til þess að láta löng flug gera ökklana hans enn verri og koma almennt hálf laskaðan til baka?

 14. Sælir félagar

  Í fyrsta lagi: Gunnar Ingi #6. Rafa hefur gefið afdráttarlaus yfirlýsingu um að hann hafi ekki áhuga- né hafi rætt við önnur lið um starf í sumar. Ég er kominn á þá skoðun að Rafa verði – og eigi að vera áfram. Það uppbyggingarstarf sem hann og hans menn eru að vinna er langtímaprógramm og mun á komandi árum verða það sem sigurganga okkar manna mun byggjast á. Og það er trúa mín að sú ganga mun hefjast innan skamms tíma. Ett til tvö ár.

  Ég trúi því líka að við munum ná fjórða sætinu ef ekki því þriðja. Hvort það verða Arsenal eða MU sem eiga eftir að trítla niður töfluna veit ég ekki en þessi lið munu eiga eftir að verða í erfiðleikum seinni hluta tímabilsins. Hjá MU þarf ekki annað en Rooney meiðist til að leikur liðsins hrynji. Arsenal sýndi það á móti MU að liðið er mjög brothætt og stenst ekki álagið með ungan lekmannahóp sem er án leiðtoga og bærilegs framherja.

  Sigur á Everton mun koma okkur á beina braut til 4. – 3. sætis. Tottenham kortir stöðugleika til að halda sér í efstu fjórum. Þar hefi ég meiri trú á Villa sem er geysivel skipulagt lið og erfiðir öllum andstæðingum og sýnir miklu meiri stöðugleika en t. d. Tottenham.

  Með tilkomu Torres og Gerrard ómeiddan og í formi höfum við alla möguleika nú seinni hluta tímabilsins. Maxi hefur mikla hvatningu frá landsliði sínu til að ná árangri og sýna hvað í honum býr. Ef það er rétt að Babel hafi neitað að yfirgefa Liverpool þá mun hann auðvitað leggja sig allan fram um að sýna fram á að hann eigi þar heima. Annars verður hann seldur í sumar.

  Af þessu má sjá að leið liðsins getur ekki annað en legið uppá við. Við getum þó reiknað með einhverjum áföllum á þeirri leið en þá er um að gera að fara ekki á límingunum við þau áföll heldur safna liði og berjast.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 15. nr 15, þú ert nú að gleyma man city sem ég er nú hræddastyr við í þessari baráttu um 4 sætið. þeir eru jafnir okkur á stigum, eiga tvo leiki á okkur, eru að skora meira en við og eru að tapa miklu færri leikjum ! og við eigum þá ekki einu sinni eftir á anfield.. þeir eru miklu stöðugri en við. Maður er skíthræddur fyrir hvern leik sem við spilum, erum við að fara að tapa á móti portsmouth eða rústa þeim, eða rústa united, eða eiga eitt skot á markið hjá wolves. okkur vantar stöðuleika en það er líklega útaf öllu meiðslaruglinu. ég vona innilega og trúi að við getum hirt þetta 4 sæti!!! verðum að fara að fá menn heila og komast á góða sigurbraut.

  en ætli þessi völlur verði einhvað kláraður, það gengur nú einhvað illa að finna fjárfesta. af hverju getur þetta Hicks ógeð ekki hent einhvað af þessum hafnabollta peningum í að koma þessu af stað? þetta er jú liðið hans. það gæti verið að við verðum bara á anfield eg liðið þarf að fara í plan “B” vonum ekki ! http://visir.is/article/20100202/IDROTTIR0102/529830390

 16. Finnst nú a.m.k. að við hefðum getað reynt að eltast við Benjani frá Manchester city, að mörgu leyti líkur Kenwyne jones, fljótur sterkur tuddi, og ekkert allt of lítill, í staðinn er sunderland að fá hann að láni út tímabilið(skv. nýjustu fréttum), trúi ekki öðru en Benjani hefði verið til í að vera 2.-3. senter hjá liverpool (þegar allir eru heilir) í staðinn fyrir að vera 3.-4. senter hjá sunderland (á eftir kenwyne og darren bent)

  Var hrifinn af honum hjá portsmouth á sínum tíma, þó það sé vissulega svolítill heskey blær yfir honum þegar hann kemst nálægt markinu.

  Er reyndar orðið frekar slæmt ástand þegar maður er byrjaður að vilja 5.-6. senter hjá liði sem telst til þess að vera samkeppnisaðili okkar um þetta blessaða 4. sæti…segir reyndar ýmislegt um stöðuna í framherjamálum hjá okkur…

 17. Sammála um að það er ManC sem maður er hræddur við. Það væri virkilega gott að ná fjórða sætinu í vor en ég spái mikilli baráttu við þá sem ég er hræddur um að við munum tapa. Tökum 5 sætið næsta örugglega.

 18. Ég varð fyrir vonbrigðum með þennan Januar glugga, Gerð mér miklar vonir um að sterkur framherji eða senter myndi koma, Aðeins Maxi sem kom og sá var ekki búinn að gera góða hluti undanfarið í Madrid.

  Ég vonast til að sumarið eigi eftir að verða öflugt í kaup og sölu. Macherano dæmið á eftir vinda upp á sig næstu mánuðum og ég myndi vilja pening og Yaja Toure, þar að segja Máskerano myndi fara. Fynnst liðið þurfa styrkja sig með 1-2 framherja í viðbót upp á að hafa meiri breidd en Torres – Kuyt – Ngog. Marouane Chamakh væri frábær kaup en þar sem við erum að keppa við mörg lið þá hef ég ekki miklar vonir um að fá hann. Milan Jovanovi? Fyrst Ac Milan – Valenica og Fiorentina eru á eftir honum þá fynnst mér líklegt að við náum að landa honum, gæti reynst okkur öflugur.

  Einning fynnst mér vanta öflugan vinstri kant, eftir að enn einn leikmaðurinn tók upp á því að verða meiðslapési við að ganga til liðs við liverpool. Riera er ágætis leikmaður en let´s face it hann á orðið erfitt með halda sér heilum. Juan Mata frá Valenica gæti verið frábær kaup sterkur leikmaður og hefur verið að gera góða hluti þar. Arda Turan það er verið að orða hann við okkur og ég veit ekki mikið um hann. plús leikmenn frá tyrklandi hafa oftast ekki verið að gera góða hluti utan heimlandsins síns :S

  Sú staða sem þarfnast virklega Back up player er klárlega Hægri bak. Þótt Carra sé búin að vera öflugur fyrir okkar þennan áratug, þá er hann engin super bakvörður sóknarlega séð, Degen er ekki treyst fyrir þessari stöðu og Darby hefur bara ekki heillað mig sérstaklega, Hvaða leikmaður mun koma hef ég ekki grænan en Carra á ekkert erindi í þessa stöðu lengur sé hann ekki fara verjast Lennon – Walcott eða A Young á sprettinum.

  Ef ég myndi lýsa Draumgluggan minn í sumar þá myndu
  Dirk Kuyt fara til Juventus Degen aftur til Bundeslige. Ryan Babel.
  Leikmenn sem ég væri til í sjá koma til liverpool í sumar
  Milan Jovanovi?
  Juan Mata
  Rafel Van der Vart
  Yaja Toure ef Macerhano hverfur
  Og einhver öflugan hægri bakvörð sem sættir sig við bekkjarsetu.

  5 leikmenn inn og 3 leikmenn út, Creative leikmenn sem myndu koma til liðs við okkur og bjóða upp á meiri breidd og fleiri möguleika í sóknarleiknum sem virðist oft fyrirsjánlegur, og hundleiðinlegur í þokkabót. Byrjunarliðið á næsta tímabil eins og ég vil sjá það

  Reina – Johnson – Agger – Kyriagos – Aurelio – Macherano – Aquilani – Mata – Gerrard – Van der Vart – Torres og Subs – Caveliari – Carra – Lucas – Maxi – Benni jón – Jovanovi? – Riera.

  Tel þetta verða öflugan hóp ef Kanarnir standa við þessi orð um að það verði miklu eytt í sumar, en miðað við sumt sem maður les þá er maður ekki bjartsýn :S

 19. Beggi # 20

  Já já, margir okkar vilja fá sterka menn til liðs við okkur, og við erum margir sem teljum að við þurfum að styrkja okkur á ýmsum sviðum. En umræðan snýst nú frekar um hvort það hefði verið skynsamlegt að fjárfesta á þessum tímapunktu, og better yet, hvort við höfum yfirhöfuð getað það. Fjármagnið virðist bara ekki vera til staðar.
  Þá þýðir nú lítið að lýsa einhverjum draumakaupum og segja; ég vildi fá þennan eða hinn, eða við þurfum að kaupa svona eða hinseginn mann.

  Það gera sér flestir grein fyrir því að við þurfum annan sterkan striker, en fjármagnið er bara ekki til staðar.

  C.B

 20. Við gætum kannski fengið Giuseppe Rossi frá Villarreal enda mikið efni þótt hann hafi spilað fyrir Man Utd í gamla daga.

 21. Sælir, ég var að leika mér að því að taka saman nokkrar tölur. Þessar tölur sýna prósentuhlutfall af mögulegum stigafjölda í janúar og svo í maí á hverju tímabili og svo í hvaða sæti liðið lenti. Afsakið uppsetninguna ég bara nenni ekki að setja mig inní það hvernig hægt er að setja þetta upp í töflu. (Lið:jan08-maí08 sæti: jan09-maí09 sæti: jan10) Man Utd: 77%-76% 1: 70%-79% 1: 73% 2; Ars: 77%-73% 3: 58%-63% 3: 68% 3; Che: 71%-75% 2: 67%-73% 2: 78% 1; Liv: 61%-67% 4: 75%-75% 2: 57% 5; AstV: 59%-53% 6: 63%-54% 6: 58% 7; ManC: 59%-48% 9: 37%-44% 10: 62% 6; Tott: 36%-40% 11: 33%-45% 8: 58% 4; Svo er hægt að fara spá og túlka. Ég hef bent á það áður að liðin hans Martin O´Neill dala alltaf eftir áramót og ætla ég að leyfa mér að halda því fram að svo verði líka í ár. Þeir enda með ca. 55% stigahlutfall. Harry Redknapp hefur nú síðustu tímabil átt góðu gengi að fagna eftir áramót og er ég hræddur um að svo verði líka í ár og hann haldi sér við svipað hlutfall í maí og Tott. er í dag þ.e. 58%. Man. City er svolítið óskrifað blað en eru að hala inn góðan hluta af mögulegum stigum. Ef tekið er mið af breidd og styrk hópsins verður að ætla þeim það að þeim takist a.m.k. að halda þessu hlutfalli eins og það er í dag 62%. Arsenal tókst ekki að halda 77% tímabilið 2008 og féll það niður í 73%. Tímabilið 2009 voru þeir í 58% og risu í 63%. Arsenal er í 68% núna og er ég nokkuð viss um að það hlutfall eigi eftir að haldast út tímabilið með kanski smá lækkun, segjum að þeir detti niður í 65%. Man.Utd og Chelsea eru klárlega að fara berjast um titilinn og er þetta bara spurningin um hvort Man.Utd. nái sama “runni” og í fyrra, þegar þeir hirtu af okkur titilinn. Ég vona að Chelsea hafi þetta af því annars eru Man. Utd einir með 19 titla. Liverpool hefur oftast halað inn fleiri stig eftir áramót og verður þar engin breyting á núna. Ég ætla að spá því að hlutfallið rísi úr 57% í 63%. Ef þessi spá gengur eftir náum við 4 sætinu. Eeeeeen ég er rosalega hræddur um að Man. City eigi eftir að hækka sitt hlutfall, það er í dag 62%, og hrifsa af okkur 4 sætið. Treysti á að Mancini klikki.

 22. Er alls ekkert að lýsa draumakaupum, Hicks og Gillet hafa báðir lofað miklu fjármagni í sumar, sem ég dreg stórlega í efa að við séum að fá fyrst við erum að berjast um alla sem eru Free transfers. leikmennirnir sem ég nefni á kauplistanum eru alls ekki óraunveruleg miðað við leikmenn sem eru á sölulista.

  En Liverpool er í virklega slæmum málum þessa stundinna miklar líkur á að Anfield Road verði okkar vígi næstu 10-30 árin sem segir kannski alla sögunna hvernig þetta lið er statt fjarhagslega. Málið er það er búið að ljúga svo miklu að okkur stuðningsmönnum liverpool að það sárnar að vita ekki hvernig þetta félag er statt í dag, Ein fréttinn er að við séum besta rekna liðið í Englandi og skuldastaðan ekki slæm meðan næsta er að við eigum ekki fyrir vöxtunum á ofurláninnu sem Kop holdings tók. Gott dæmi líka 4 glugginn í röð sem við komum í hagnaði eitt sinn var sagt að við myndum eyða hagnaði í kaupum á leikmönnum. Þannig veit einhver hvað er í gangi þessa daganna með liverpool?

 23. Beggi, Kyrgiagos í stað Carra? Annar búinn að vera einn besti/stöðugasti miðvörður deildarinnar og hinn búinn að eiga þrjá sæmilega leiki fyrir Liverpool? Virðingaleysi sumra Liverpool manna gagnvart Carra finnst mér með eindæmum. Hann er 32 ára gamall og á nóg eftir til að spila á top level í mörg ár til viðbótar. Björn Tore Kvarme var besti leikmaður Liverpool tímabilið sem hann kom til Liverpool en þannig er það bara menn geta átt nokkra góða leiki, form is temporary, class is permanent sagði einhver.

 24. Seinni hluti athugasemdar 8 frá Sigurjóni Njarðarsyni er hugsanlega það veruleikafyrrtasta sem ég hef lesið á langri og strangri ævi minni.

 25. Royal Bank of Scotland fékk neyðarlán frá breska ríkinu á sínum tíma. Á breska ríkið þá ekki í rauninni liverpool óbeint í gegnum RBS? RBS hótar að setja liverpool á hausinn ef þeir redda ekki 100 milljónum punda í hvelli til þess að lækka skuldir sínar. Þarf kannski að redda 100 m. punda svo að stjórnendur RBS geti fengið bónusana sína fyrir næstu jól. RBS á bara að að yfirtaka félagið og reka það þangað til að það kemur eigandi sem getur ráðið við að reka klúbbinn.

  Ótrúlegt að liðið sé stórskuldugt, það hefur ekki verið vaninn að kaupa 2-3 rándýra leikmenn í hverjum leikmannaglugga, það er búið að ná mjög góðum árangri á vellinum síðastliðin ár miðað við mannskapinn. Við höfum ekki hingað til verið með lið þar sem hver og einn er með í kringum 80-130 þ pund á viku. Við erum ekki búnir að skuldsetja félagið fyrir nýjum leikvangi.
  David Moores hefði kannski ekki átt að selja klúbbinn, hann hefði frekar átt að hefja framkvæmdir á leikvanginum, kaupa bestu bitana á markaðinum og fengið lán hjá RBS fyrir þessu. Moores væri eflaust í svipað ef ekki betri málum en núverandi eigendur að því gefnu að við værum með tilbúinn leikvang og samkeppnishæft lið í toppbaráttunni

 26. Jóhann Mín skoðun á Carra að hann hefur verið að dala undanfarin 2 ár :S hann mun aldrei ná að spila eins lengi Hyppia. Á sínum tíma var Carra ótrúlegur leikmaður en hann hefur oft ekki að verið sannfærandi núna upp á síðkastið, Enn ég vil alls ekki missa hann upp á keppnisskapið og baráttunna í honum, tek það fram þetta er mín skoðun þar sem við erum jú allir framkvæmdastjórar liverpools 😀

 27. Sælir, þar sem að ég hef dálitlar áhyggjur af þessu 4. sæti að þá skoðaði ég hvaða leiki liðin sem við verðum að öllum líkindum að keppa við spila í síðustu 5 umferðunum. Tottenham á Ars(H), Che(H), ManUtd (A) Bolt(H) og enda á Burnley (A). Erfitt prógram og held ég mig við spánna hér að ofan og þeir ná ekki 4. sætinu. Aston Villa á Ever (H), Port (A), Birm (H), ManC (A) og Bla (H). Ætti að vera þægilegt en ég held mig við þá skoðun og reynslu að liðin hans Martins dala alltaf seinni hlutan og þeir verða í vandræðum undir lokin og ná ekki 4. sætinu. Man. City á Birm (H), ManUtd (H), Ars (A), AstV (H) og enda á WestH (A). Þetta ætti að hjálpa Liverpool og vona að taugarnar gefi sig hjá City-mönnum og þeir misstígi sig í þessum leikjum. Liverpool leikur við Fulh (H), WestH (H), Burn (A), Che (H) og enda á Hull (A). Þetta eru allt leikir sem liðið á að klára, nema að sjálfsögðu Chelsea leikurinn, og þegar 15 stig verða eftir í pottinum að þá er þetta prógram vel til þess fallið að ná góðum stigafjölda. Það væri síðan bara alveg grátlegt ef að til þess kæmi að Liverpool myndi hjálpa ManUtd að vinna 19. titilnn með því að leggja Chelsea að velli í næst síðustu umferðinni. Ég var ekki búin að skoða leikjaniðurröðunina þegar ég tók saman stigahlutfallið hér að ofan. Mér líst vel á þetta og ætla hér með að taka undir með Rafa og segja ” það er pottþétt að við náum 4. sætinu”.

Síðari hluti tímabils – eftir gluggann.

Miðar til sölu á Liverpool-Blackburn