Liðið gegn Stoke

Ég verð að játa það að ég er ekki spenntur fyrir þessum leik. Ég var að spá í því í alvöru áðan hvort ég ætti einfadllega að sleppa því að horfa á leikinn. En svo mundi ég það að ég á leikskýrslu, þannig að ég verð að hætta þessu væli og setjast fyrir framan sjónvarpið og senda okkar mönnum alla þá strauma sem ég get.

Eftir sjokkið í bikarnum þá á maður það til að gleyma því að við getum í dag unnið þriðja leikinn okkar í deildinni í röð og að við unnum þetta Stoke lið 4-0 fyrr í vetur. Þrátt fyrir að ýmsir menn séu meiddir þá væri nú erfitt að halda því fram að maður myndi taka marga leikmenn Stoke fram yfir þá leikmenn sem eru mættir til leiks fyrir Liverpool. Rafa stillir þessu svona upp:

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insua

Degen – Lucas – Mascherano – Aurelio

Kuyt – Ngog

Á bekknum: Cavalieri, Pacheco, Darby, Spearing, Riera, Rodriguez, Aquilani.

Ég segi bara ÚFFFF. Agger er víst meiddur líka. Tveir bakverðir á köntunum. Aquilani og Maxi á bekknum. Þetta lið á að vera nógu sterkt til að vinna Stoke, en ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn. Mjög langt því frá.

*At the end of the storm is the golden sky*

83 Comments

  1. Held við gætum að vera sjá 352 með þetta lið.

    Lucas – Masch og Aurelio þá á miðjunni.

    Hver á að skora?

  2. Sammála með 3-5-2, lýst ágætlega á bekkinn þráttfyrir allt, nánast bara sóknarþenkjandi leikmenn…a.m.k. möguleiki á að breyta leiknum ef þetta er ekki að ganga…

  3. eina sem mig hlakkaði til við leikinn í dag væri að sjá Rodriguez og Aquilanispila… en ég fæ ekki einusinni það … minsta kosti ekki fyrstu 70 mín :(……. en upp með brosið … fer 1-2

  4. Þetta sýnist mér vera 3-5-2 leikkerfi, með Carra, Skrtel og Kyrgiakos í miðri vörninni, Insúa og Degen sem vængbakverði, Aurelio, Lucas og Masch á miðjunni og Kuyt & Ngog frammi.

    Það er allavega varnarsinnað og líkamlega sterkt lið, upp á að ráða við Stoke-liðið, og eins er ágætt að fá Kyrgiakos inn í skallaboltana og Delap-innköstin, getur ekki staðið sig mikið verr en Carra/Agger/Skrtel undanfarið í þeim málum.

    En sókndjarft er þetta ekki. Maður sér varla hvaðan mörkin eiga að koma.

    Stend við mína spá, því miður. 2-0 eða 3-0 tap. Og af hverju í fjandanum er Maxi ekki látinn byrja þennan leik?!?

  5. Gæti verið að hann spili þetta svona

    —————————-Reina———-

    —————Carra—-Skrtel——Kyrgiakos————

    —-Degen——————————————–Insúa—

    —————–Lucas/Aurelio———–Masch————————-

    ————————Aurelio/Lucas—————————–

    ————————-Kuyt—–Ngog—————

    En hvað um það hvernig liðinu sé stilt upp, ég geri bara kröfu um að við skorum einu marki meira en Stoke, punktur.

  6. Ég ætla að reyna að vera bjartsýnn og spá okkar mönnum 0-2 sigri , bæði mörk í seinni , Maxi og Aquilani með mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamenn

    YNWA

  7. Guð minn góður ! Það eru 8 varnamenn inná !!! Ég er farinn aftur að sofa……….

  8. Við fyrstu sín má segja að þetta sé ótrúlega varfærnislega sett upp hjá Mr. Benites en ég held að þetta lið eigi eftir að koma á óvart. Sendir Rodriguez, Aquilani inn á í seinni ásamt Pacheco/Riera og við klárum þetta 3:1.
    YNWA

  9. Og svo ég bæti við smá, ef þetta verður 352 uppstilling þá kæmi mér ekki á óvart að við fengjum fleiri krossa af köntunum. Degen og Insúa eru hreint ekki slæmir þegar kemur að því og þeir sem eiga að taka við boltanum á hinum endanum hafa ágætishöfuð til að nota í svoleiðis sendingar 😛

  10. Hver ands..(pípp pípp) frábært byrjunarlið hjá spánjóla (pípp pípp)

  11. Það eru svona uppstillingar sem gera það að verkum að ég vil sjá Rafa fara.
    Hver stillir upp 8 varnamönnum gegn fokking Stoke ?! eða bara einhverju liði yfirhöfuð. Þessi uppstilling segir mér bara að hann verður sáttur með 0-0 jafntefli. Málið er einfaldlega að þú vinnur aldrei neitt nema þú farir og sækir það sjálfur, það er jú hægt að gera endalaust af jafnteflum og sleppa við tap en svona háttalag skilar aldrei titlum og sigrum. Þetta er í besta falli aumingjaskapur. Það eru svona uppstillingar sem eru búnar að koma okkur í þá stöðu sem við erum í í dag.

    Af hverju í fjandanum þarf að hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn gegn Stoke, af því að þeir sækja svo mikið eða ? Þetta er það sem er búið að vera vandamálið allt tímabilið, að sóknarlega kemur núll út úr miðjunni. Og það kemur ekkert á óvart þar sem þar er ávallt stillt upp tveimur varnarmiðjumönnum. Þetta gekk með Xabi Alonso þar sem hann hafði ímyndunarafl og vilja til að sækja en það hafa bara hvorki Lucas né Masch. Þetta verður eitthvað skrautlegt, vona að þeir láti mig éta orðin mín en ég hef rosalega litla trú að Liverpool muni skapa sér mörg, ef einhver, færi í þessum leik …

  12. Hvað er þetta??????? ÉG SPÁI 3-0 FYRIR STOKE. Það er ekki lengur stoke er djók því miður er það liverpool sem er djókið í augnablikinu.

  13. Ágætur pistill hjá þér Einar (eins og vanalega), Líst bara ekki svo illa á þetta lið nema ég hefði viljað sjá Aquilani inn á, en hann og Rodriges koma inn á þannig að þetta legst bara vel í mig…. Við skulum ekki gleima því að Liverpool hefur oft spilað vel þegar það hefur vantað þessa svo kölluðu lykil menn, en hver er ekki lykilmaður í fótbolta liði í dag… Og Maggi við höfum fullt af mönnum sem geta skorað… þú ættir að vita þetta manna best sem fyrverandi leikmaður og þjálfari að það þarf að dreifa markaskorunninni, og þétta held ég að sé tilvalin leikur til þess… Ef Liverpool getur spilað góða leiki á meðan Gerrard er frá þá væri það bara viðskiptalega skinsamlegt að selja hann fyrir góðann pening meðan það er hægt og kaupa yngri góða menn í staðinn…. Áfram Liverpool við vinnum 0- 2 í dag…

  14. Ég skil ekki þessa uppstillingu, bara það að Rodriguez og Aquilani séu báðir á bekknum kallar fram pungsvita :/
    Hef nákvæmlega eingar væntingar til þessa liðs sem stillt er upp.

    Svartsýnin ríður rækjum 🙁

  15. Erum við að fara spila við Stoke og með 6 varnarmenn inná 2 varnarsinnaða miðjumenn og 2 vanhæfa menn frammi sem eiga að kallast sóknarmenn ???

  16. Þetta kemur ótrúlega lítið á óvart. Enginn Aquilani, enginn Maxi, 8 að verjast og tveir slakir að sækja. Engin sendingargeta og enginn sóknargeta. Ég skil svosem að Kyrgiakalakalos sé inná sem turn í teignum en þegar Mascherano er orðinn með betri sendingarmönnunum í liðinu erum við í skrítnum málum.
    Ætli maður fari ekki bara að skúra frekar, við erum allavega ekki að fara að fá mikinn markaleik.

  17. Maður bíður ekki slefandi eftir tæknitröllunum svosem.

    En það var eiginlega vita að Aquilani myndi ekki byrja, sá var náttúrulega búinn eftir 120 mínútur á miðvikudaginn og mér skilst að Maxi hafi ekki náð æfingu með liðinu nema í gær.

    Ég var að vona að fengjum bara að sjá Pacheco byrja og Dalla Valle á bekknum.

    En auðvitað styðjum við! KOMA SVO!!!

  18. Það er algjör della að ráðst svona á Benitez. Það þjónar engum tilgangi fyrir Liverpool og aðdáendur þess að ráðst gegn sínum eigin.

    Menn eru stressaðir fyrir Stoke leikinn, það er gott því menn eiga ekki að vera of sigurvissir.

    Við vinnum Stoke og lendum í fjórða sæti. Svo þegar Benitez vinnur ensku deildina þá vil ég að þið munið hver hafði trú þegar þið misstuð ykkar.

  19. hneykslið heldur áfram það er greinilega uppleggið að hanga á 0-0 alls ekki sækja og búa eitthvað til sóknarlega

  20. Rosalega eru margir þunglyndir, þið vitið að það eru til pillur við þessu.

  21. Yfirleitt margir ad horfa a Liverpool leiki a pöbbnum her i Bergen. Nuna sit eg her einn asamt einhverri feitri fyllibyttu. Margir bunir ad gefast upp greinilega.

  22. Vá……………..mér brá að sjá þetta lið. Það getur enginn verið ánægður með þetta byrjunarlið.

  23. 10 varnarsinnaðir leikmenn og Ngog.
    Er þetta eitthvað fokking grín? Vill Rafa tapa og spila leiðinlega. Er hann að vonast eftir því að vera rekinn til að fá fínan starfslokasamning. Hvað er í FOKKING GANGI?

  24. 100% metnaðarleysi ! 2 bakverðir á köntunum og 2 varnarsinnaðir miðjumenn á miðri miðjunni. Og eigum við að skora?

    Ég hef alla tíð stutt við bakið á Rafa Benitez og talið hann rétta manninn til þess að snúa við gengi liðsins. Þetta verður í síðasta skiptið sem Rafa stýrir Liverpool, ég ábyrgist það!

  25. Það eru 9 varnarmenn í byrjunarliðinu, einn markmaður og einn sóknarmaður… Ngog.

    Þetta er alveg hrikalegt. Benitez er gjörsamlega búinn að tapa glórunni. Degen og Aurelio á köntunum!!! Lucas og Mascherano saman á miðjunni!!! Var í alvörunni ekki hægt að nota Rodriguez og Aquilani? Til hvers var verið að kaupa þá ef ekki á að nota þá í þeirri stöðu sem liðið er í dag?

    Ég er hrikalega svartsýnn. Held í alvörunni að ég hafi aldrei á ævinni verið svartsýnni á Liverpool leik.

    Vona bara að mér skjátlist.

  26. Úff, eins gott að ég er með Sörensen í liðinu mínu í fantasy… 6 örugg stig þar.

  27. hvar er helvitis pungurinn á þessum þjálfara ég hef aldrei séð neinn þjálfara vera svona hrikalega hræddur við lið sem heitir stoke hann er með 10 varnarsinnaðamenn inná alla nema Ngog, útafhverju var hann ekki rekinn fyrir þennan leik

  28. Fokk, var búinn að gleyma þessum innköstum hjá Delap. Þvílíkt rugl.

  29. afhverju í andskotanum er Rory Delap eini leikmaðurinn í deildinni sem fær hálfa minutu i að taka hvert einasta innkast… handklæði í hvert einasta skipti.. fkn rugl.

  30. Er þessi dómari vangefinn? Lucas straujaður í teignum og fær gult spjald fyrir leikaraskap. Oh, hvað ég þoli ekki svona rugl.

  31. Af BBC: Liverpool want a penalty, but Brazilian midfielder Lucas is booked instead for diving – and there might not be a worse decision this weekend. Lucas plays a gorgeous one-two with Philipp Degen and Danny Higginbotham takes him out, nowhere near the ball. It’s another stonewall penalty, but Lucas picks up a caution that will mean a suspension for him. Shocking refereeing from Lee Mason.

  32. Lee Mason er auðvitað einhver allra mesti víðáttuhálfviti sem farið hefur í dómarabúning síðan Graham Poll var og hét.
    Svo ákkurat núna er Rafa að tuða á hliðarlínunni þegar illa gengur, afhverju getur hann ekki brosið þegar vel gengur?

  33. omfg Ngog getur ekki tekið á móti boltanum jesús kristur..Mascherano gaf út í loftið wtf? Degen þarf að skoran hann er snillingur, Dómarinn Var Abused By His Mother.. áttir að vera víti..

  34. þETTA ER SKELGILEGT.
    Það er ekkert sjálfstraust í liðinu, hversu oft hafa leikmennirnir hlauoið útaf með boltann? Mér finnst agalegt að sjá þetta.

  35. Þetta er varnarsinnaðasta uppstilling sem ég hef nokkurn tíman séð og það er að skila sér í gæðum leiksins. 3 skot yfir heildina í fyrri hálfleik. Þessi leikur er dæmdur til að enda 0-0 nema einhver skori sjálfsmark !

  36. Lee Mason er faviti. Tad var tad eina sem vantadi vid tessa vitleysu i tengslum vid lidid ad vanhaefur domaro myndi skita uppa bak i leiknum. Algjorlega faranlegur domur.

  37. Það sem einkennir þennan fyrri hálfleik er að menn eru alltof fljótfærir. Þeir hafa oft meiri tíma en í staðinn fyrir að taka sér smá tíma þá fara menn alltaf alltof ótímabæra sendingu sem Stoke menn eru búnir að lesa. Alltof mikið af kýlingum fram völlinn, N’gog og Degen er bara ekki með líkamsburði til að spila í PL og því miður þá er þetta ekki nógu gott. Skrtel er bara ekki sami maðurinn og í fyrra og liðið okkar er ekkert að gera fram á við.
    Af öllum slökum held ég að Kuyt sé að standa sig svona la la í þessum leik. Má samt ekki gleyma því að Stoke er ágætislið sem er erfitt heim að sækja.

  38. Lee Mason hefur sýnt rauða spjaldið 4 sinnum í vetur. 3 af þeim skiptum hafa verið Liverpool-menn. Við fáum enga sanngirni hjá honum, svo mikið er víst.

    Annars er þetta ágætis staða í hálfleik. Við erum ekki að tapa. 🙂

  39. Jæja, hvernig væri að fá smá sóknarpúður inn snemma í seinni hálfleik. Jafnvel eitt stykki Maxi Rodriguez. Annars stefnir þetta í steindautt 0-0 jafntefli.

  40. jaja bæta við, ekki getur kallinn sett mikið af varnarmönnum til að halda stigum

  41. jújú spearing og darby gætu komið inná og bara taka 6-0 handboltavörn á þetta 🙂

  42. jæja nú þarf bara þrjár skiptingar…
    Pacheco fyrir N’Gog
    Maxi fyrir Degen
    Aquilani fyrir Mascha…

  43. Ok, miðað við hvað ég var ógeðslega svartsýnn fyrir þennan leik þá get ég ekki verið annað en sáttur við stöðuna eins og hún er núna.

    Ég ætla ekki að taka til baka neitt af gagnrýni minni á Benitez og liðsuppstillinguna fyrir leikinn. Finnst maðurinn ennþá alveg út á þekju og vill losna við hann sem fyrst.

    En það má ekki gleyma því að það er ekki auðvelt að fara til Stoke og hirða þrjú stig (sem vonandi stefnir í að gerist, 7, 9, 13). Það yrði þá þriðji deildarleikurinn í röð sem vinnst og gefur manni smá von um að fjórða sætið verði okkar í lok leiktíðar.

  44. Já og djöfull er ég ánægður með Reina. Klárlega maður leiksins hingað til. Kannski ekki að taka neinar meistaravörslur en hrikalega öruggur í öllum aðgerðum og duglegur að grípa inn í sendingar og kýla boltann frá.

  45. Þá er Maxi númer 17 kominn inná.

    Síðustu 10 mínúturnar orðnar að veruleika og Stoke er að pressa með 7-8 menn í teignum. Hefur Liverpool einhverntímann gert það?
    Er skíthræddur því þessar síðustu 10 hafa ekki verið frábærar fyrir okkur.
    Þarf að taka það fram hvað N´gog hefur verið slakur í leiknum, nær voðalega lítið að halda boltanum.

  46. Við skulum bara ekkert eyða fleiri orðum í að tala hvað N’Gog er búnað vera alveg svakalega lélegur í þessum leik…

  47. HVAÐ ER Í FOKKING GANGI. HELVÍTIS TAUGAVEIKLUN Í ÞESSARI ÖMURLEGU VÖRN. ALLIR AÐ BIÐJA UM EITTHVAÐ FOKKING BROT

    FOOOOOOOOOOKKKKK!!!!!!!!!!

    DRULLAÐU ÞÉR BURT RAFA

  48. Af hverju heldur Stoke áfram að pressa en við að reyna að halda jöfnu?

  49. Af hverju hlaupa menn út þegar boltinn er skallaður aftur fyrir? Og biðja svo um rangstöðu!?!

  50. útafhverju getur þetta helvitis lið sem maður heldur með ekki unnið svona djöfulsins skíta verðum að kaupa framherja i dag og reka þetta filf þá er kannski eitthvað hægt að vona fyrir þar næsta leik því við eigum ekki break i tottenham það er sko alveg á hreinu hvaða helvtis tökahrúur eru þetta þegar það er komið 80 min þá erum við bara hættir þetta eru aumingjar og glæsilegt hjá insuna að spila hann réttstæðan

  51. Var ekki víti á gaurinn sem hékk á Aquilani eins og bakpoki í seinustu sókninni? Er þessi Mason svona Benitez breskra knattspyrnudómara?

  52. sos júbb þetta var púra víti, áttum að fá tvö víti í þessum leik…

  53. Hvað getur maður sagt eftir svona hörmung………en samt munaði svo ógeðslega litlu að sigurinn hefði dottið Liverpool megin.

  54. Ótrúlegt þetta mark sem við fáum á okkur. Málið er það að ef menn ætla að hlaupa út og gera menn rangstæða þá þurfa allir að gera það. Það vantar alla samstillingu í varnarmennina. Insúa situr eftir á línunni og Carragher er ennþá að taka sinn mann á markteignum þegar restin af liðinu hleypur út. Alveg ótrúlega lélegt.

  55. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Þau einu skiptin sem við ógnuðum markinu í 90 min. var markið og Kuyt með skallann. Engin hornspyrna sem gerir kanski ekki mikið til því það kemur sárasjaldan eitthvað út úr þeim. Ég bjóst ekki við þessu byrjunarliði og er mjög óánægður.

  56. Eitt hérna. Ég hef ekki séð marga Stoke leiki í vetur. Ég er ekki að leita af afsökunum. Fá þeir alltaf að ýta svona mikið frá sér með höndunum og hoppa inn í menn?

  57. Ef við hefðum verið með klassa framherja í staðinn fyrir Kuyt að þá væri sigurinn okkar 2-1, það ÞARF annan framherja og það strax!

  58. Mig langar að slá bara á létta strengi hérna og vera nokkuð sáttur við úrslitin… búinn að lesa hérna inni svo miklar dómsdagspár að ég var farinn að trúa því að leikurinn færi 2 til 3 núll fyrir Stok!!! en ekki ætla ég að segja að leikurinn væri skemtilegur áhorfs.. svo lang frá því en jafntefli ágætis úrslit á leiðilegum leik sérstaklega þegar mið er tekið af því að við áttum að fá klárar 2 vítaspyrnur í leiknum!!! og ef mig minnir rétt þá var jafntefli á þessum leik í fyrra líka þegar liðið var á flugi!!

    hlakka mikið til að sjá til Maxi í framtíðinni … verður góð viðbót við hópinn 😉
    YNWA

  59. liverpool verður að kaupa framherja i dag því þeir eru alveg skelfilegoir þeir ngog og kuyt það koma ekekrt hjá þeim

  60. Ngog hefur enga burði í svona lið eins og Stoke, algjör kerling og væri örugglega fínn á spáni.

    En mikið rosalega spila Stoke leiðinlegann bolta og þessi endalausu innköst, taka örugglega 10min í leik í þetta rugl. Þeir eru einnig alveg svakalega harðir/grófir og það er nú bara staðreynd að það er erfitt að fara til Stoke og rúlla yfir þá. Held að Benitez hafi gert það sem hann gat og mér fannst þetta frekar skynsamlegt hjá honum í dag. Grikkinn kom mjög vel út verð ég að segja og át þá skallabolta sem hann fór í og ekki voru þeir fáir.

    já og ég hlakka nú ekki beint til Tottenham á miðvikudaginn, það verður einhver steypa.

  61. Hvernig getur hr, Benitez sagt að leikmenn Liverpool hafi verið stórkostlegir? Hann er alveg búinn að missa það. Samt gott að skora með 9 varnarmenn í byrjunarliðinu og kjúkling sem hefur ekki burði til þess að slá í gegn á Englandi. Þetta hlýtur að fara að taka enda fyrst hr Benitez þorir ekki að taka sénsa verður stjórnin að gera það.
    Það tekur á að horfa á eina af ástunum sínum sökkva í ruglið

Stoke City á morgun

Stoke 1 Liverpool 1