Liðið gegn Reading komið

Þá er LOKSINS komið að því að Liverpool leiki einhverja knattspyrnu á nýjan leik. Rafa hefur valið í lið fyrir leik kvöldsins gegn Reading og er það sem hér segir:

Cavalieri

Degen – Carragher – Agger – Insúa

Lucas – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres

**BEKKUR:** Gulacsi, Aurelio, Skrtel, Spearing, Pacheco, Ngog, Babel.

Bekkurinn er blanda af aðalliðsmönnum og ungum strákum en fyrir utan Pepe Reina og menn í meiðslum er þetta sennilega okkar sterkasta byrjunarlið í dag.

Þetta lið einfaldlega á að vera nógu gott til að klára Reading á Anfield í kvöld.

Koma svo! YNWA!

76 Comments

  1. Sendi mína strauma…

    Mikilvægur leikur sem þyrfti að vinnast vel og örugglega uppá framhaldið

    kv. S.

  2. Verðum einfaldlega að vinna!

    Skil reyndar ekki Degen málið, hélt að Darby fengi annan séns og alltaf er skjálfti þegar skipt er um markmann, en þetta lið á að sjálfsögðu að vinna þennan leik!

    KOMA SVO!!!!

  3. Reading: Federici, Gunnarsson, Mills, Ingimarsson, Bertrand, McAnuff, Cisse, Karacan, Sigurdsson, Rasiak, Church.
    Subs: Hamer, Tabb, Matejovsky, Long, Kebe, Pearce, Howard.

    Sömu 11 og síðast.

  4. Jæja,,,25 mín búnar og Liverpool heppið að vera ekki 0-1 undir.

    Vonandi að menn fari nú að byrja leikinn.

  5. Hvað er eiginlega að gerast með þetta lið okkar, spyr ég??

    Liðið búið að vera lélegri aðilinn á móti Reading í einum og hálfum leik.

    Hvernig stendur á því í þessu einvígi hefur enginn Liverpoolmaður komist framhjá Brynjari Birni í bakverðinum?….
    Endalaust miðjuhnoð og þegar boltinn er kominn inná síðasta þriðjung veit enginn hvað hann á gera með boltann eða hvert hann á að hlaupa.

  6. Ok ok… er ekki að horfa á leikinn en miðað við það sem ég hef lesið þá erum við óverðskuldað yfir í hálfleik. Auðvitað býst maður við því fyrirfram að Liverpool rúlli yfir lið eins og Reading en gleymum því ekki að Man Utd duttu út fyrir Leeds. Ef það segir okkur ekki allt sem segja þarf um þessa keppni þá veit ég ekki hvað. Þetta er stærsti leikur tímabilsins fyrir þessa kalla og því ekki ólíklegt að þeir spili frábæran leik. Slökum því aðeins á og njótum þess að vera yfir, óverðskuldað eða ekki.

  7. Sælir félagar

    Þetta er eins og ég bjóst við. Andlaust hnoð og ömurlegir okkar menn. Enginn þar undanskilinn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Ensku þulirnir skilja lítið í þessari skiptingu á Torres þar sem hann skokkaði útaf. Segja að Benitez þurfi sífellt að geðjast þeim þeim félögum Gerrard og Torres ef marka má body language-ið hjá stjóranum.

  9. Jæja…bæði Torres og Gerrard farnir útaf….vonandi ekki alvarlegt :S

  10. 🙂 Var að lesa kommentin og leit á tölurnar neðst… hélt að menn væru að gefa upp stöðuna… en fannst þetta eitthvað skrítið hvernig staðan varð allt í einu 1-1 og svo 0-0 í !!!!! —__—

  11. Torres sneri eitthvað uppá hnéið og Gerrard fann eitthvað fyrir vöðvanum aftan í læri og báðar þessar skiptingar voru varúðanarráðstafanir

  12. Mér finnst við spila miklu betru núna eftir að Gerrard fór af vellinum.
    Er hann orðinn of stór fyrir liðið ???

  13. Aquilani er að láta allt flæða vel á miðjunni, besti leikur hans hingað til.
    Einnig kemur Degen soldið á óvart….merkilega góður bara?

  14. Oh…. my god! Þetta átti að vera mark hjá Reading! Úfffffffffffffff…….

  15. Miklu meiri barátta og leikgleði í liðinu eftir að Torres og Gerrard fóru út af!

  16. Erum við að tala um að Brynjar Björn KLOBBAÐI Daniel Agger all hrottalega?

  17. Síðustu 10 mínútur eru Readings…. Þvílík barátta í þessu liði!! Maður næstu því vorkennir þeim að fá ekki meir út úr þessu…. 🙂 Næstum því..

  18. Guð minn góður hvað Aquilani er lélegur. Þetta er sorglegt að horfa uppá.

  19. Eruð þið ekki að grínast!! Svei mér þá ef þeir eiga þetta ekki skilið!

  20. Þeir áttu þetta algjörlega skilið !!! Hrikalega lélegt að liggja í vörn síðustu 20 mínúturnar á móti liðið í fallbáráttu í Coca Cola deildinni. Get ekki með nokkru móti séð hver eigi að skora fyrir okkur í framlengingunni.

  21. Mér er öllum lokið! Ekki fleiri ummæli frá mér í bili. Og gef mér niðurputtann á þetta… $%$%$%#$$##3#3&4&464&% Akkúrat þegar ég hélt að lukkudísirnar væru orðnar ástfangnar af Liverpool!!!

  22. Verð að játa að ég sé ekki hvernig Liverpool á að vinna þennan leik??

  23. Guð minn almáttugur hvað þetta er lélegt hjá Liverpool . Þeir liggja í vörn á móti lélegu liðið í coca cola deildinni.
    Ég held að við dettum út á eftir.

  24. Ef við dettum út úr þessari keppni fyrir B deildarliði í fallbaráttu þá eru fá rök til að halda þjálfaramálum á Anfield óbreyttum. Afhverju var ekki markið sett á sóknarbolta? Sorglegt.

  25. Þessi leikur er lélegasta frammistaða Liverpoolliðs á Anfield í tugi ára!

    Óásættanlegt með fullkomlega öllu og án vafa sterk rök nú að nóg sé komið. Í fyrsta sinn síðan Houllier hætti ætla ég ekki að klára leik með LFC, mér dettur ekki í hug að eyða meiri tíma af þessu kvöldi í svona afspyrnuömurlega …….. ég ætlaði að segja skemmtun, en það er ekki hægt að kalla þetta því orði.

    Ömurlegt!

  26. Þetta er sorglegt svo ekki sé meira sagt en samt hrikaleg óheppni þetta víti !

  27. Þetta er bara ööööööömurlegasta djöfulsins andskoti í heimi !!! 1 – 2 fyrir Reading !! Pælið aðeins í því !

  28. Liverpool getur ekki rekið 20 manns þannig að Benitez verður að víkja, ekkert annað í stöðunni!!!!!

  29. Hvenær ætla menn að átti sig á að rótin að vandanum er Benítez? Þegar Brynjar Björn Gunnarsson lítur út eins og Ronaldo þá er eitthvað mikið að!

  30. Eru þessir menn að þiggja laun fyrir þennann viðbjóð sem á að vera fótbolti!!!!

  31. Þetta er ekki hægt, það er ekkert hungur í mönnum til að ýta á Reading og ná marki, öll barátta um 50/50 bolta hefur tapast.
    Dapurlegt í einu orði, dapurlegt.

  32. Ég á bara ekki til aukatekið orð, ég er að verða jafn geðveikur og Eimí Vænhás

  33. Er of seint að fresta þessum leik og jafnvel nokkrum leikjum í viðbót.

  34. Af hverju gaf bennayoun ekki tuðruna….markið var opið og maðurinn frír…..#$%

  35. jæja ég segi það bara núna reka þetta helvitis fifl, hvað er eiginlega að gerast djöfull eru menn ógeðslega lélegir i fótbolta tapa á móti liði i deild fyrir neðan okkur maður sér það bara þegar að youssi klúðrar þessu hvar er helvitis einbeitinginn ég held að mér hafi aldrei verið manni meira til skammar en núna hvað var maður að gera grín af man utd svo erum við ekkert betri þetta er eini helvtiis tittillinn sem við áttum séns á að taka og þeir klúðra því

  36. Afhverju að eyða hátt í tuttugu kúlum í Glen Johnson þegar Brynjar hefði getað fengist fyrir slykk ?!?

  37. leið og það er búið að reka þennan þjálfara þá er hægt að hreinsa aðeins til hvað erum við að gera með kuyt i fótbolta og ngog.babel skrtel.lucas.insua og fleiri leikmenn djöfull eru menn lélegir i fótbolta er ekki hægt að sekta svona menn

  38. BBC Radio 5 live’s Mark Lawrenson: “Yes, there would be calls for Rafa Benitez to leave if Liverpool lose tonight.”

  39. jæja þá getur maður sagt upp áskriftinni. Eyði ekki tíma í þetta lið meira. Sorglegt!

  40. Mér fynnst stórskemmtilegt að horfa á þetta. Þetta lið í rauða er eitt það lélegasta sem ég hef séð. 10 hauslausar hænur og einn í markvarðarbúningi.

    Hvað er samt málið með þessar löngu sendingar? Þetta er ömurlegt og skömmustulegt! Brynjar Björn lítur út fyrir að vera eitthvað superstar í þessum leik og Insua á rassgatinu alveg eins og miðverðirnir okkar. Held að ég gæti sólað alla vörnina með bundið fyrir augun og í buffalo skóm. SKÖMMUSTULEGT!

  41. strákar strákar…. hversu sorglegt er þetta… eða má ekki segja svoleiðis hér það kemur bara , dislike, á þetta komment

  42. Það ætti að sekta alla þessa leikmenn sem spiluðu þennan leik um mánaðarlaun eða meira

  43. Ég man ekki eftir því að það hafi verið púað á Liverpool á heimavelli áður. Er mælirinn fullur?

  44. Hvernig væri að áhangendur myndu baula svona einu sinni til að vekja menn til lífsins !

  45. Það eru fleiri rök fyrir að ráða barnaníðing á leikskóla en að hafa Rafa ennþá við stjórnvölinn. BURT MEÐ RAFA OG ÞAÐ STRAX!!!

  46. Jæja nú verður Rafa að fara. Það er bara einfaldlega ekkert annað í stöðunni. Þetta var síðasti naglinn.

  47. Ætli Rafa hafi sagt við Carra…. og reyndu nú að þruma boltanum einu sinni fram ? ? ? ? wtf…

  48. Smá feill í greininni hérna fyrir ofan þar sem byrjunarliðið var birt, þar er sagt að Liverpool leiki knattspyrnu á nýjan leik, vil benda á að það gerðu þeir ekki í þessumn leik svo við þurfum að bíða lengur og líklega fram á næsta haust allaveganna

  49. ég sver það ég var að fara benda á það…. það hefur eitthvað misskilist að koma þeim skilaboðum til þeirra…

Uppfært: Búið að semja við Maxi Rodriguez

Liverpool 1 – Reading 2 (eftir framlengingu)