Dossena farinn til Napoli (staðfest) og Voronin að fara

Andrea-Dossena-002

Jæja jæja. Það má gagnrýna margt við Rafa Benitez, en hann má eiga það að hann er oft fljótur að viðurkenna mistök sín í leikmannamálum. Enn eitt dæmið um það kom í dag þegar að Liverpool seldi Andrea Dossena til Napoli fyrir 4,25 milljónir evra (um 3,8 milljónir punda).

Dossena var keyptur sumarið 2008 og menn bjuggust við að hann yrði okkar aðal vinstri bakvörður – kom í raun í staðinn fyrir John-Arne Riise. En honum gekk illa frá upphafi og náði sér aldrei almennilega á strik í enska boltanum.

Hann náði þó að skora eftirminnilegt mark í 4-1 sigrinum á Manchester United. Það var skemmtilegt.

Andriy Voronin er líka á leið frá Liverpool til Dynamo Moskvu fyrir 2 milljónir evra (1,8 milljón punda). Hann kom fyrir núll pund. Voronin verður aðallega minnst fyrir ljóta hárgreiðslu.

Ég efast um að margir muni sakna þessara leikmanna.

Já, og leiknum á sunnudaginn hefur verið frestað.

28 Comments

  1. En þá hlítur hann að vera orðinn nokkuð öruggur um að fá 1-2 leikmenn í jan.
    Ég einfaldlega trúi því ekki að hann minki þennan hóp án þess að vera 100% að geta fyllt upp í hann aftur.
    Nógur þunnur er hann fyrir. 🙂

  2. Má karlmaður ekki vera með sítt hár án þess að vera sagður með ljóta hárgreiðslu af flest öllum Liverpool aðdáendum á Íslandi? Lucas fékk til að mynda ekki frið fyrir þessu heldur. Heimsborgari eins og þú Einar ættir ekki að vera með svona stæla. Hvað með öll frábæru mörkin sem hann skoraði í æfingarleikjum? Eða snjóþvegnu gallabuxurnar sem hann mætti í til að skrifa undir, gleymist þetta bara sí svona?

  3. Þú segir hann má þó eiga það að hann er fljótur að viðurkenna mistök sín.
    Já vissulega er það rétt en væri þá ekki eðlilegra að reyna þá kannski frekar að reyna að einbeita sér að fá Enska leikmenn sem þurfa ekki að venjast Enska boltanum ?
    (Já ég man eftir Robbie Keane)
    En það er fínt að losna við þessa 2 farþega og minnka launakostnaðinn enda þarf Liverpool að selja leikmenn til þess að geta gert samninga við núverandi leikmenn og það hélt ég að bara meðallið þyrftu að gera. Spurning í hvaða klassa við teljumt í dag. Allavega eigum við minni peninga en t.d lið eins og Villa, Sunderland, Tottenham og fleiri lið.
    En vonandi að Benitez verði klókur á markaðnum núna því að það eru nokkrir virkilega góðir leikmenn sem hægt væri að fá frítt.

  4. Þetta hefur engin áhrif á breidd liðsins. Fjöldi leikmanna sem geta skilað sama dagsverki og þessir tveir. Er bara ánægður með peningana sem fást fyrir þá, held þetta séu góðir dílar.

  5. Það hefði jafnvel verið góður díll að borga með Voronin kallinum bara til að laga lúkkið á liðinu. Enn betra að fá einhvern pening fyrir hann.

    Það mun klárlega bæta geðheilsuna til muna að þurfa ekki að eiga von á því að karlkvölinni verði skipt inná þegar maður á síst von á.

  6. Má karlmaður ekki vera með sítt hár án þess að vera sagður með ljóta hárgreiðslu

    Jú, menn mega alveg vera með sítt hár. En þetta er ekki að virka fyrir mig.

  7. Sem og áður verð ég að taka upp hanskann fyrir Voronin. Þeir sem gátu horft framhjá taglinu sáu það að þarna var alvöru knattspyrnumaður á ferð. Mér sýnist menn vera helst til að dæma hann eftir Fiorentina leiknum , frekar en Lyon þar sem hann var með mestu skituna í stærstu skitu LFC síðustu ára. Hann fékk aldrei “rönnið” sem þarf til að geta metið leikmann, sama finnst mér um Babel. Voronin hafði það samt fram yfir alla leikmenn liðsins sem fengu bara sýnishorn af leiktíma, að hann lagði sig allan fram. Dapur leikur liðsins fram á við lifnaði oft við þegar hann kom inná. Þið getið ímyndað ykkur að leikmaður labbi inní LFC og taki treyju númer 10 án þess að eitthvað sé í hann spunnið. Fyrir leiktímabilið sást merkilegur samanburður á Voronin og Robbie Keane, þar sem Voronin hafði vinninginn hvað skoruð mörk og stoðsendingar varðar, miðað við leiknar mínútur. Treyja númer 10 er komin uppá vegg.

    Númer 10 með Tagl og rakað undir.

    Gersemi

  8. Êg er hêr ütí fokking bretlandi, fokking peningalaus og mêr er skítkalt. Êg fêkk ádan ad vita thad ad BARA studningsmenn liverpool sem keyptu mida fá thetta ekki endurgreitt…….FOKKKKKING FÁVITAR !!!!! Hér med er êg Carl Berg hættur ad halda med liverpool—ÊG ER EKKI AD FOKKING GRÍNAST

  9. Farið hefur fé betra.

    Virkilega sáttur við að losna við þessa kappa, ekki síst að fá 1,8 milljón punda fyrir Voronin. Báðir þessir leikmenn fengu nóg að tækifærum til að sanna sig og það þurfti enga spekinga til þess að sjá að þeir voru báðir rétt tæplega miðlungsmenn.

    Dossena klárlega vonbrigði. Maður var virkilega spenntur fyrir kauða þrátt fyrir að hafa aldrei heyrt á hann minnst ekki síst í ljósi þess að maður var himinlifandi að hafa losnað við Riise. Það kom hins vegar fljótt í ljós að kappinn fittaði aldrei í enska boltann, virkaði þungur og hægur og alls ekki sterkur sóknarlega.

    Voronin….engar væntingar, engin vobrigði, einhver pirringur en góðar tekjur af sölu…

  10. Carlberg:
    I feel your pain. En ætlaru að láta fjármálakerfi Gillet og Hicks svipta þig ástríðunni af Anfield, YNWA og Andreyi Voronin?
    Ef ég væri í þínum sporum væri ég FURIOUS!

  11. Jæja, er einhver að þykjast vera Carl Berg eða á maður að trúa þessu?
    Og ég er ekki alveg að skilja þetta, fá stuðningsmenn Liverpool ekki endurgreit og hvernig datt þér í hug að fara til Bretlands án þess að taka peninga með þér og afhverju ferðu ekki inn á hótel og hlýjar þér??

  12. “Ég efast um að margir muni sakna þessara leikmanna.”

    Af hverju þetta skítkast? Af hverju ekki segja frekar: Þökkum þeim fyrir dvölina og óskum þeim góðs gengis.

  13. Af hverju þetta skítkast? Af hverju ekki segja frekar: Þökkum þeim fyrir dvölina og óskum þeim góðs gengis.

    Hvaða voða viðkvæmni er þetta?

    Þessir menn eru búnir að vera á fáránlega háum launum, hærri launum en nokkur okkar á nokkurn tímann eftir að fá – fyrir að gera nákvæmlega ekki neitt fyrir Liverpool í tvö ár. Á ég að þakka þeim sérstaklega fyrir það?

    Hvað á ég að þakka Dossena fyrir – fyrir utan þetta eina mark? Gerði hann eitthvað af viti? Hvað með Voronin? Hann var á launum hjá Liverpool á strönd á Miami í síðasta mánuði. Hver borgaði þessi laun? VIÐ!

    Þeir eiga engar sérstakar þakkir inni hjá mér. Bara þótt þeir hafi verið á launaskrá hjá Liverpool þá eiga þeir ekkert inni hjá mér sem aðdáenda.

  14. Ég tel gott að Voronin sé að fara, virtist aldrei passa inn í þetta lið og fátt gott sem maður man eftir honum frá því hann kom…með dossena þá fannst mér liverpool svosem átt verri leikmenn en hann, gerði marga hluti ágætlega… þetta atvik var mér t.d. alltaf frekar minnistætt http://www.youtube.com/watch?v=PJjwBi9CXOQ&feature=related
    + mörk gegn United og Real..ef við hefðum ekki verið peningaþurfi þá hefði ég alveg verið til í að halda honum sem backup í þessa stöðu. En svona er þetta.

  15. jájá og fyrir örfáum dögum sagði Balague að Maxi væri ekki að koma. Ekkert að marka þennan mann.

  16. Komment 14 er gott. Lítil ástæða til að þykja eitthvað vænt um þessa tvo kóna. Mér fannst skondið að sjá Voronin og skutluna hans vappa þarna um ströndina en þegar ég hugsa út í það er það auðvitað fáránlegt þegar liðið þarf á öllum styrk að halda að gæinn sé þarna í sandinum að hirða milljónirnar sínar. Kannski maður ætti að gefa nr. 14 þumal upp í staðinn fyrir að vera að röfla þetta hér 🙂

  17. Þetta getur ekki verið góð auglýsing fyrir klúbbinn að endurgreiða ekki miða þegar leiknum hefur verið frestað. Hvernig er þetta þurfið þið að kaupa miða á leikinn aftur eða virkar núverandi miði á leikinn þegar hann verður spilaður?

  18. þetta er hluti af yfirlýsingu frá Liverpool í kjölfar frestunar á leiknum í dag:

    ,,Allir miðar munu gilda á leikinn þegar hann fer fram síðar. Við munum einnig bjóða endurgreiðslu og gefa út dagsetningu sem verður endurgreitt á þegar búið er að ákveða hvenær leikurinn fer fram, svo við höfum tíma til að endurselja þá miða sem verður skilað inn til annarra stuðningsmanna.”

    spurning um að vera bara rólegur og hætta að skíta yfir LIVERPOOL !!!!!!!!!!

    1. Góa: Flottar fréttir ef þær reynast réttar og sýnir að Benitez er einsog versti Skoti í samningaviðræðum (líklega vegna tómlegrar buddu).

    2. Halli:

      • jájá og fyrir örfáum dögum sagði Balague að Maxi væri ekki að koma. Ekkert að marka þennan mann.

    Hann talaði um að að RVN mundi ekki koma fyrir örfáum(7) dögum, en ég hef ekki séð hann skrifa það um Maxi.

    Er orðinn drullu-spenntur fyrir þessum liðsstyrk.

    • jájá og fyrir örfáum dögum sagði Balague að Maxi væri ekki að koma. Ekkert að marka þennan mann.

    Það er ekki allt steypt í stein sem hann segir en hann virðist hafa mjög góða heimildarmenn og situr á sér að segja slúðrið nema það sé eitthvað að marka. Ég tek allavega meira mark á honum en flestum öðrum.

  19. Á Morgun flytur Kristján Gauti til Liverpool og verður búsettur í sömu götu og Litli Snillingurinn Javier Mascherano 😀
    Vildi bara deila þessu með öllum hérna

  20. kaldhæðni drepur engan og ef Michel Platini er alvöru fótbolta áhugamaðurað Meistaradeildin á eftir að Loka stóru Liðin af því að þeir af alltof háa skuld þá um áhorf vera minna en evrópudeildin og enginn mun vilja keppa í henni ef lið einsog Real Madrid,AC milan, Liverpool FC og Chelsea og Man utd, Inter, Barcelona eru ekki með útaf háum skuld.

  21. Siggi, hvernig væri að njóta bjórsins í hópi góðra vina í stað þess að vera á netinu.

  22. Málið er einmitt það að öll stærstu lið álfunnar eru að mestu rekin með tapi og þeir munu seint þora að henda þeim út.

Frestun á leik og Maxi

Úr einu í annað