Lið áratugarins

Á mínum daglega NewsNow rúnti rakst ég á síðu þar sem verið var að velta fyrir sér hvernig besta byrjunarlið Liverpool myndi líta út miðað við þennan áratug. Auðvitað ekki svo ýkja langur tími en mig langar engu að síður að henda upp því liði sem ég myndi velja úr út frá þessum áratug:

Reina

Babbel – Carragher – Hyypia – Riise

Alonso – Hamann

Benayoun – Gerrard – Garcia
Torres

Bekkur: Finnan, Fowler, Kuyt, Super Danny Murphy, Henhcoz, Mascherano, Dudek.

Markmaður – Reina: Engin spurning þarna, meira að segja árið sem Dudek var hetja okkar átti hann í basli allt tímabilið með að halda sæti sínu í liðinu og átti ekki séns í Reina.

Vinstri bakvörður – Riise: Eins mikið og mig langar frekar að setja Zige eða Arbeloa, eða bara einhvern þá held ég að Riise taki þetta. Spilaði nánast alla leiki okkar og var solid lengi vel. Samt alltaf of takmarkaður leikmaður og er klárlega einn veikasti hlekkurinn í þessu liði.

Hægri bakvöðrur – Babbel: Johnson gæti tekið þetta seinna og Finnan var mjög traustur, en að mínu mati var Babbel mikið betri en þeir áður en hann veiktist auðvitað.

Miðvörður – Hyypia: Þarf ekki að skýra þetta frekar.

Miðvörður – Carragher: Ekki þetta val heldur.

DM – Hamann: Það sem maður væri til í að hafa eitt stk. Hamann upp á að hlaupa núna! Rosalega traustur og góður leikmaður. Var ekki nógu hættulegur frammávið þó hann væri ekki alveg vonlaus heldur og amk nokkrum ljósárum betri frammávið heldur en Mascherano. Hamann gat tekið besta leikmann andstæðinganna og bara slökkt á honum. Það eru til fjölmörg dæmi um hvað Liverpool saknaði Hamann illa ef hann var ekki með í leikjum og þau dæmi sem ég man best eftir er þegar Houllier reyndi að gera útaf við mig í frægum útileik gegn Leverkusen í 8 – liða úrslitum meistaradeildarinnar, hann tók Hamann útaf sem var alveg fáránleg ákvörðun og það kostaði okkur sigurinn þar. Hitt dæmið er leikur frá því seint í maí 2005 er honum var skipt inná í hálfleik, var alveg sæmilegur þann dag og lét t.am. þennan Kaka bara hverfa líkt og Dossena náði að láta mest alla aðdáendur á Old Trafford hverfa á síðasta tímabili.

DM – Alonso: Þetta tímabil er bara alveg fínasti mælikvarði á það hversu illa við máttum við því að missa Alonso.

Free Role – Gerrard: Það er hægt að setja hann í flestar stöður á vellinum og hann væri samt í liðinu. Hann hefur verið svakalegur í holunni þegar hann hefur einhvern af viti til að senda á sig eða til að senda á og þar myndi hann nýtast best í þessu liði. Besti leikmaður áratugarins by far.

Hægri kantur – Benayoun: í 4-4-2 kerfi hefði Gerrard farið á kantinn. Eins var hægt setja Murphy eða Garcia þarna hægramegin ásamt auðvitað Kuyt. Satt að segja hafa kantarnir verið bölvað vesen hjá Liverpool og bara enginn sem hefur verið áberandi bestur fyrir utan Gerrard auðvitað. Kuyt hefur alveg skilað sínu en mér hefur bara aldrei þótt hann nógu góður og vill frekar sjá Benayoun týpu í þessari stöðu. Ég vel Benayoun þarna bara út af síðasta tímabili þar sem hann var áberandi besti leikmaður þessarar stöðu sem hefur spilað hjá okkur. Sá Benayoun mætti alveg fara að stimpla sig inn aftur.

Vinstri kantur – Garcia: Ég er næstum ekki sammála þessu vali mínu sjálfur. Þessi staða hefur verið hroðalegur höfuðverkur hjá okkur þrátt fyrir að hafa átt mest allann tímann frábæran vinstri kantmann.  Málið er bara að Houllier spilaði ekki mikið með kantmenn og Kewell var bara ALLTAF meiddur. Því vel ég Luis litla, hann var ekki neitt sérstakur í deildinni en hann svo gott sem kom okkur í úrsllit CL 2005 og átti þess utan auðvitað alveg sín moment. Riera var nálægt því að komast í liðið sem segir nú eitthvað um hvað við höfum átt marga góða vinstri kantmenn. Já og auðvitað verð ég að taka það fram að Berger var alltaf meiddur eftir aldarmótin, annars hefði hann auðvitað verið þarna. Hvort sem maður setur Garcia eða Benayoun á hægri eða vinsti kantinn er svo aukaatriði.

Frammi – Torres: Þetta þarf ekkert að ræða. Varðandi Owen þá breytti ég kerfinu til að hann kæmist ekki í liðið og hvað Fowler varðar þá var hann ekki upp á sitt besta hjá okkur eftir aldamótin.

Hvað finnst ykkur? Ég var ekki að eyða of mörgum heilasellum í þetta og gæti því vel verið að gleyma einhverjum augljósum.

55 Comments

  1. Mér finnst Gary McAllister alveg eiga heima í þessu liði. Allavega á bekknum.

  2. — — — Keane – Cissé — — —
    — — — — Diouf — — — —
    Berger – Litmanen – McAllister – Murphy
    Ziege — Henchoz — Biscan — Song
    — — — — Westerweld — — — —

    Keane og Cissé baneitraðir saman frammi. Hraðinn þeirra helsta vopn. Diouf í holunni fyrir aftan alltaf stórhættulegur. Miðjan ógnarsterk með þá Berger, Litmanen, McAllister og Murphy. Allt vel spilandi menn sem kunna að halda boltanum og koma honum frá sér en eru jafnfram þrælsterkir varnarlega. Vörnin þarfnast síðan engra útskýringa og ekki markmaðurinn heldur. Þetta lið hefði pottþétt orðið meistari ef allir þessir snillingar hefðu spilað fyrir klúbbinn á sama tíma.

    Bekkur: Redknapp, Heskey, Barmby, Traore, Heggem

    Stúka: Gerrard, Carragher, Torres, Fowler, Reina, Alonso, Johnson, Hyypia

  3. Nr. 4 Haukur, það sér það hver maður það þetta lið myndi ekki einu sinni tapa leik í handbolta !

  4. Reina – Finnan, Carragher, Hyypia, Riise – Gerrard, Hamann, Alonso, Murphy – Torres, Owen.

    Hræðilega kantlaust, en þannig hefur Liverpool líka verið þennan áratug. Langaði til að setja L. Garcia en hann spilaði nú bara 2 og 1/2 tímabil. Owen er fífl, en hann hélt nær einsamall sóknarleik liðsins uppi í byrjun áratugarins áður en Gerrard varð að þeim leikmanni sem hann er í dag. Einnig langaði mig til að setja Babbel en 1 tímabil er ekki nóg fyrir mig, jafn frábært og það var.

  5. Reina
    Vörn: Babbel – Hyypia – Agger – Carragher (var flottur í vinstri bakverðinum!)
    Miðja: Gerrard – Hamann – Alonso – Berger
    Sókn: Torres – Owen
    Bekkur: Dudek – Fowler – Mascherano – McAllister – Glen Johnson – Finnan – Henchoz – Super Danny.

  6. Það má nefna Own á nafn hér á síðunni en ekki The Sn?
    Þarf ekki að vera samræmi á milli þess skíts sem skal ekki nafngreina á þesusum vef?
    Er ekki sammála að hafa Alonso í liðinu, eina tímabilið sem hann hefði getað komist þangað var það síðasta og það er ekki nóg til að komast í lið áratugarins.

    Mitt lið.
    ————-Reina
    Finnan Hyypia Carra Riise
    ————Hamann
    ——–Gerrard Mcallister
    ————–Garcia
    ———-Torres Voronin

  7. sammála diddanum með berger. man ekki eftir þessum Offen.
    mark: reina vörn: Johnson- Hyypia -Carra – Aurelio miðja; Kuyt – Gerrard – Hamann – Alonso- Berger. frami: Tores
    bekkur: Finnan, Fowler, Agger, Murphy, Garcia, Rise, Dudek

  8. Finnst menn alveg ótrúlega barnalegir ef þeir setja ekki Owen á blað!!

  9. McGamlister á klárlega að vera þarna, a.m.k. á bekk. Berger var líka eini maðurinn sem gerði e-ð af viti á tímabili í þessu liði.

    Svo verð ég að segja að það fer ansi mikið í taugarnar á mér að menn séu að gera lista yfir lið áratugarins þegar það er ennþá heilt ár eftir af honum…

  10. Þetta er auðvelt, við tökum hefðbundið 4-4-2 á þetta

    Mark: Reina – einfaldlega bestur
    H-bak: Babbel- frábær leikmaður sem átti stórkostlegt tímabil 2001.
    Miðverðir: Carragher og Hyypia einfaldlega flottir saman
    V-bak: Ég verð að láta Riise þarna því það hefur eiginlega enginn staðið sig þarna.
    H-kant: Garcia – annaðhvort skelfilegur eða stórkostlegur. En alltaf skemmtilegur
    Miðsvæðið: Alonso og Gerrard. Alonso er heimsklassa miðjumaður og Gerrard einn besti leikmaður í heimi.
    V-kant: Berger- góður skot maður, leikinn og duglegur.
    Frami: Torres og Fowler. Ég held að þeir myndu ná að skora nokkur.

    Bekkur: Dudek, Henchos, Haman,Mascerano, Owen, Benayoun og Heskey(sem var stórkostlegur á árunum 2000-2002).

    • Svo verð ég að segja að það fer ansi mikið í taugarnar á mér að menn séu að gera lista yfir lið áratugarins þegar það er ennþá heilt ár eftir af honum…

    Vá sorry…

    • Það má nefna Own á nafn hér á síðunni en ekki The Sn? Þarf ekki að vera samræmi á milli þess skíts sem skal ekki nafngreina á þesusum vef?

    Það sem Owen gerði var óhugsandi slæmt…en þó ekki í ætt við það sem the S*n gerði til að vinna sér inn þetta hatur.

  11. Með fullri virðingu en til samans þá eiga Fowler og Owen aldrei séns í Torres. Lýður ekki á löngu áður en King Kenny fer að fara fá áritun frá honum 😀

  12. “Með fullri virðingu en til samans þá eiga Fowler og Owen aldrei séns í Torres. Lýður ekki á löngu áður en King Kenny fer að fara fá áritun frá honum”
    Ég held að Torres þarf að vinna enskudeildina,meistaradeildina og bikarinn áður en að King Kenny fer að byðja hann um að skrifa nafnið sitt.
    Það er nefnilega munur á frábærum leikmönum sem vinna ekkert og þeim sem vinna. Þeir eru kallaðir sigurvegarar hinir eru bara kallaðir frábærir.

  13. lélegasta liðið?

    mark: Itjande. Vörn: kromkamp-pellegrino-kyrgiakos-traore Miðja: Nunez-Diao-Kewell-Gonzales Sókn: Morientes-Diouf

  14. Þessi umræða um Owen er svolítið sérstök, ég skil þá sem eru reiðir, sárir og svekktir út í hann (og ég er það auðvitað líka) en hann er samt sem áður hluti af sögu klúbbsins, hann var ein skærasta stjarna liðsins og skoraði ógrynni marka (það er hægt að fletta því víða upp og sú tölfræði er engin lygi) – þess vegna þykir mér sérstakt að sjá Babu segja að hann hafi breytt kerfinu svo Owen kæmist ekki í liðið. Ég veit að þetta er bara skoðun Babu en staðreyndin er sú að hann skoraði öll þessi mörk. Við getum við ekki afneitað staðreyndum og látið sem Owen hafi ekki verið til.
    Kannski er þetta sambærilegt því að trúa á jólasveininn, þegar maður var yngri var jólasveinninn æðislegur og gladdi mann með því að gefa manni í skóinn o.s.frv. Svo hætti maður að trúa á jólasveininn en minningin um hann er samt til staðar og hvernig hann gladdi mann, þrátt fyrir að maður trúi ekki lengur á hann.

    • þess vegna þykir mér sérstakt að sjá Babu segja að hann hafi breytt kerfinu svo Owen kæmist ekki í liðið.

    Ofboðslega eru menn alltaf til í tuðið hérna!
    Já ég sagðist hafa breytt kerfinu til að Owen kæmist ekki inná, þetta er ímyndað lið og hugsað meira á léttu nótunum!! Owen er aumkunarverður lítill kall sem fór til United. Þar með langar manni að gleyma honum.

    Auðvitað vita allir að hann var einn af okkar bestu leikmönnum, annars væri ekki svona mikil óvild í hans garð og annars hefði ég ekki tekið fram að ég hefði breytt kerfinu til að losna við hann.

  15. Sammála, Owen á heima í þessu liði. Hann er kemur mikið við sögu þessa liðs. Bara eitt dæmi er þegar Owen sá um að vinna Arsenal í úrslitum FA bikarsins 2001.

  16. Þótt að Owen hafi farið til Man Utd, þá breytir það því ekki að hann á heima í liði áratugarins. Menn afskrifa ekki bara fortíðina.

  17. Gott lið. Ég hefði kannski einna helst sett Finnan þarna í staðinn fyrir Babbel – hann gaf okkur mun fleiri góð ár.

    Annars er ég sáttur við þetta, en skil ekki hvernig menn nenna þessu Owen tuði alltaf hreint. Ef þetta væri 4-4-2 þá væri Gerrard á hægri kantinum, Garcia á vinstri og Owen & Torres frammi.

    En þetta er 4-5-1 og í því kerfi er bara ekki pláss fyrir Owen.

  18. Mér hefur alltaf þótt hundfúlt að hugsa um kantmenn Liverpool á meðan ég horfi á menn eins og Giggs – C.Ronaldo(Beckham), J.Cole/Duff – Robben eða Ljungberg – Pires vera algjöra lykilmenn í að tryggja liðum sínum meistaratitilinn.

  19. Einar, í svona vali reyna menn yfirleytt að aðlaga leikkerfið að mönnunum sem að eiga skilið að vera í liðinu. Það er ekki eins og þetta lið sé að fara spila einhvern úrslitaleik. Það er greinilegt að Babu velur 4-5-1 til að sleppa við að velja Owen. Ég hélt að það væri verið að velja bestu leikmennina ekki hverjir hefðu stærsta Liverpool hjartað.

  20. Ég er nokkuð sammála þessu byrjunarliði sem Babu stillir upp, nema að mér finnst Kátur vera búinn að afreka meira en Yossi á þessum áratug. Eins myndi ég vilja setja Finnan inn fyrir Babbel skv. sömu rökum. Svo ætti gamli kóngurinn Gary McAllsister að vera á bekknum. Svo á litli svikarinn líka heima í þessu liði. Mitt lið væri þá s.s.

    ————————–Reina————————–
    Finnan———-Carra———–Hyypia————-Riise
    ——————Hamann———Alonso—————–
    Kuyt———————Gerrard——————Garcia
    —————————Torres————————–

    Bekkur: McAllister, Fowler, Owen, Murphy, Yossi, Mascherano, Kewell, Dudek.

  21. Ekki veit ég af hverju þetta hliðraðist svona hjá mér þarna. Vonandi skilst þetta.

    • Það er greinilegt að Babu velur 4-5-1 til að sleppa við að velja Owen. Ég hélt að það væri verið að velja bestu leikmennina ekki hverjir hefðu stærsta Liverpool hjartað

    Kannski hélstu bara rangt! Þetta er mitt lið, þér er frjálst að koma með þína skoðun án þess að væla yfir barnaskap í mér og öðrum. Þess utan er ég hreint ekki viss um að ég myndi stilla upp 4-4-2 með liði Liverpool á þessum áratug. Benitez og Houllier voru ekki mikið að því heldur.

    Annars er ég sammála því að með því að skoða þetta sést hversu illa mannað liðið hefur verið bæði hvað bakverði og kantmenn varðar. Hryggsúlan er hinsvegar góð og hefur verið það að mestu hjá bæði Rafa og Houllier.

    • Ég hefði kannski einna helst sett Finnan þarna í staðinn fyrir Babbel – hann gaf okkur mun fleiri góð ár.

    Sammála því, Finnan reyndist okkur mjög vel og mun lengur en Babbel. En ég myndi alltaf velja heilan Babbel fram yfir hann. Í lok þessa árs held ég að Johnson verði hinsvegar talinn okkar besti hægri bak. Okkur hefur allann þennan tíma vantað svona fljótan bakvörð sem getur sótt af eitthverju viti.

  22. Voðalega nenna menn að grenja hérna inni endalaust. Babu setti bara upp sitt lið og til hvers þurfa menn að vera röfla eitthvað yfir því. Auðvitað er Owen hluti af Liverpool sögunni og á að vera í liðinu að mati einhverja hérna inni en Babu setti bara upp sitt lið svona og til hvers að skíta það eitthvað út. Svo er ég sammála nánast öllu sem hefur komið með liðsuppstillinguna. McCallister var frábær á sínum tíma og ég myndi líka vilja hafa Finnan þarna í hægri bak. Þegar Aurelio er heill er hann samt töluvert betri varnarmaður og sóknarmaður heldur en Riise því miður. Það situr líklega ennþá í mér sjálfsmarkið á móti Chelsea, hehehe.

  23. Ég er bara feginn að leikskýrlan um síðasta leik er farin af forsíðunni. Búinn að vera bíða eftir nýrri frétt.

  24. “Auðvitað er Owen hluti af Liverpool sögunni”

    Er sagan ekki gerð af mönnunum. Er eitthvað mál fyrir mennina að breyta sögunni. Er eitthvað mál að taka Own úr sögunni. Þarf Own þá auðvitað að vera hluti af LIVERPOOL sögunni? Ég afsaka þetta tuð samt en þetta skrípi Ow*n fór af því að vera mitt uppáhald í að stinga mann gjörsamlega í bakið. Fyrir mér er þessi maður ekki í sögu LFC hvort sem það er barnalegt af mér eða ekki. Þetta er núna ekkert nema félagi Gary Neville og Paul Scholes.

    “Það sem Owen gerði var óhugsandi slæmt…en þó ekki í ætt við það sem the S*n gerði til að vinna sér inn þetta hatur.”

    Jú vissulega er það sem Sn gerði viðbjóðslegt og verðskuldar eilíft hatur. En fyrir mér eiga gjörðir Own einnig verðskuldað eilíft hatur og afmánun úr sögu hins yndislega LIVERPOOL liðs þótt verknaður hans jafnist aldrei við það sem ónefndur soramiðill segir.

    Er samt sammála fólki að Finnan á meiri rétt á veru í þessum hóp en Babbel og enn og aftur sýnir það okkur hve sorglega lélegt lið við höfum haft á þessum áratugi þegar Riise, Kuyt, Garcia, Kewell, Berger og Murphy hafa komist í það, með fullri virðingu fyrir þeim leikmönnum. Ef við berum saman lið áratugarins hjá Arsenal, Chelsea og Man Utd þá finnst mér það einfaldlega ótrúlegt að við höfum einhverntímann á þessum áratug komist ofar en 4. sæti.
    Ég er á því máli að til að vinna EPL þarf heimsklassa bakverði og kantmenn sem geta teygt varnir andstæðingana og leytt til fleiri marka og þ.a.l til fleiri sigra og þ.a.l til fleiri stiga og þ.a.l til fleiri Englandsmeistaratitla. You get the point.

  25. Sammála mönnum með það að félagið hefur varla átt boðlega kantmenn og bakverði allan áratuginn og sennilega megnið af þeim tíunda á síðustu öld líka. Það er með ólíkindum að ekki hafi gengið að kaupa almennilega kantmenn. Kewell var sennilega sá eini sinnar tegundar sem var keyptur en menn muna hvernig það fór allt saman. Mitt lið væri svona – út frá gæðum leikmanna, ekki hversu lengi þeir spiluðu/hafa spilað fyrir liðið:

    Reina (óumdeilt)

    Johnson – Carragher – Hyypia – Aurelio

    Hamann

    Gerrard – Alonso

    Garcia

    Torres – Anelka

    Bekkur: Dudek, Fowler, Heskey, Mascherano, Kewell, Henchoz, Babbel

  26. Það er nú alltaf ávísun á rifrildi að lesa færslu frá Babú. Hans persónulega skoðun er náttúrulega svo kolvitlaus að það hálfa væri nóg. Ef Babbel kemst í liðið á einu góðu tímabili afhverju ekki Johnson sem hefur verið besti leikmaður ykkar á timabilinu? Og Garcia þumalsjúgandi pissudúkka í úrvalsliði áratugarins, Berger, Heskey, McAllister, Danny Murphy, Anelka, Owen og Crouch eiga nú frekar heima þar heldur en Garcia.

    Þetta “lið áratugarins” gæti ekki einu sinni unnið fjórða besta lið United eða Chelsea.

  27. Ef skoðun hvers og eins fær ekki að vera skoðun hvers og eins af hverju er fólk þá að koma með sínar skoðanir á málum.

    máser, reyndu að virða skoðanir annarra á hlutunum og þá kannski er hægt að taka mark á þér.

  28. Markvörður: Reina

    Bakverðir: Johnson og Arbeloa

    Miðverðir: Carra og Hyypia

    Miðjumenn: Hamann og McAllister (Vega hvorn annan fullkomnlega upp, Hefðum þurft að fá Macca 10 árum fyrr)

    Kantar: Gerrard og Garcia

    Framherjar: Torres og Owen

    Vissulega ákveðnir aðilar sem banka þarna á dyrna eins og Babbel, Finnan, Riise, Alonso, og Fowler.

    En þegar maður skoðar þetta heilt yfir þá eiginlega hryllir manni hversu illa liðinu hefur gengið að manna ákveðnar stöður og ótrúlegustu miðlungsskussar komu sterklega til greina í þetta lið. Vinstri bakvarðarstaðan og kantarnir eru áberandi veikir hlekkir í gegnum tíðina. Á móti kemur að hryggsúla liðsins þ.e. mark, miðverðir, miðja og framherjastaða hefur verið gríðarlega sterk.

  29. Tek undir með Elíasi # 37. Máser vertu málefnalegur eða vertu úti…

    Annars væri mitt lið
    Mark: Reina
    Vörn: Finnan-Carra-Sami-Rise
    Miðja: Murphy-Hamann-Alonso-Garcia
    Frammi: Torres og Owen

    Auðvitað er Johnson betri bakvörður en Finnan, en hann er búinn að vera í klúbbnum í hálft ár á meðan Finnan var mjög stabíll leikamaður í mörg tímabil. Og ef þetta hefði verið besta lið síðustu 15 ára hefði Fowler verið frammi með Torres, en Owen var betri ef maður tekur síðustu 10 ár með 118 mörk í 216 leikjum sem er helvíti gott hjá litla svikaranum.

  30. Tek undir með Kela #39. Nema hvað að ég vil setja Gerrard í staðinn fyrir Murphy, finnst hann hreinlega ekki nógu góður. Vinstri bakvörðurinn hefur vissulega verið ákveðið vandamál hjá okkur og skásti kosturinn yrði þá Riise. Ég er ekki að segja að við höfum bara átt lélega bakverði heldur höfum við ekki átt bakvörð sem er virkilega hættulegur fram á við fyrr en Johnson kom til liðsins í sumar.

  31. Afsakið þráðránið en það eru tveir punktar sem mig langar að minnast á:

    1. Rafa hefur staðfest að Aquaman byrjar inná á móti Fiorentina, allt í einu langar mig að sjá þann leik.

    2. James Beattie er á leiðinni frá Stoke eftir slagsmál við Pulis þjálfara, vilja menn fá hann til Liverpool? Einusinni gat hann skorað á færibandi og svo gæti hann í versta falli lamið vit í hausinn á Rafa þegar á þarf að halda 🙂

    Enn og aftur afsakið þráðránið 🙂

  32. Hafliði (#41) – James Beattie? Ertu ekki að grínast? Ég gæti ekki verið meira ósammála þér. Þá vil ég frekar fá Duncan Ferguson í okkar lið. Geturðu ímyndað þér hvað Everton-menn myndu stríða okkur Púllurunum?

  33. Aquilani fær ekkert að spila í leikum sem skipta máli því hann á að vera svo brothættur en svo byrjar hann í leik sem skiptir ENGU helvítis máli. Hvað verður sagt ef hann meiðist í þessum leik? Hefði hann meiðst gegn Blackburn eða Everton hefði ekkert verið sagt en þegar hann er látinn byrja í tilgangslausum leik þá verð ég ekki kátur.

  34. Kristján #42. Já, held það sé alveg ljóst að þessu var slegið upp sem léttmeti 🙂

    • máser, reyndu að virða skoðanir annarra á hlutunum og þá kannski er hægt að taka mark á þér.

    Ég myndi ekki vera að eyða of miklu púðri í smá wind-up frá fyrverandi vini mínum honum Máser 😉 Maður í miðjum prófum/verkefnum er eki talinn með, sérstaklega ekki í byrjun desember.

    • Afsakið þráðránið en það eru tveir punktar sem mig langar að minnast á:

    Ekki mikill skaði skeður Hafliði. Ákvað t.d. að sleppa sér færslu um þetta svo Steini hefði eitthvað til að tala um í upphitun 😉 Annars sammála KAR, vona innilega að standardinn sé ekki svo lítill hjá okkur að við viljum 31 árs James Beattie sem er að fara frá Stoke þar sem partý-ið hans var skemmt.

  35. Er einhver annar að horfa á Marseille vs Real Madrid? Ronaldo með þrumuskot úr aukaspyrnu. Þvílíkt mark!

  36. Hér sé fjör 🙂 Djöfull myndi ég elska það að fá fyrrum Everton vitfirringinn Beattie til okkar…NOT. En er sammála mönnum hérna með þessar blessuðu skoðanir hérna, þar virðast ansi margir gleyma því oft á tíðum að þetta er BLOGG, þar segja pistlahöfundar skoðun SÍNA. Hann ákvað í pistli sínum að stilla upp liðinu þannig að litli liðhlaupinn yrði ekki þar á meðal, og hann er í fullum rétti með það. Ég er svo hjartanlega sammála honum í þessu og bara so sorry, Michael Owen mun aldrei komast á blað hjá mér í neinu tengdu Liverpool FC, nema kannski ef útbúið yrði skúrkaliði aldarinnar.

    Ég myndi einnig velja þetta á svipaðan hátt og Ívar Örn stillir upp sínu liði, þ.e. bestu leikmenn í hverja stöðu. Mitt yrði þá svona Reina, Johnson, Carra, Hyppia, Aurelio, Hamann, Xabi, Gerrard, Kewell, Fowler og Torres.

    Bekkurinn: Dudek, Agger, Finnan, Mascherano, Kuyt, Benayoun og Anelka.

    Það er líka hárrétt að kantmenn okkar hafa ekki verið upp á marga karfa á þessum áratug, Stevie laaaang besti kantur okkar og sá sem kemst næst honum í hæfileikum var meira og minna meiddur. Þetta eitt og sér segir sitt um hvað við höfum verið að berjast við á þessum árum, og heimtað titilinn. Kannski hafa væntingar okkar verið afar óraunhæfar öll þessi ár?

  37. Garcia gat verid okkur godur, en ad setja hann i lid aratugarins en ekki Kuyt skil eg bara alls ekki. Margir sem fila ekki Kuyt, gott og vel. En i samanburdi vid Garcia sem stabilan byrjunarlidsmann er tetta frekar harkalegt. Garcia skoradi tonokkur mikilvaeg mork, en yfir heildina litid var hann hitt or miss, hann var i besta falli godur i tridja hverjum leik. Byrjunarlid aratugarins aetti ad vera menn sem voru stodugt ad performa.

    Tad er natturlega skandall ad Riise skuli komast i lidid, en tad er erfitt ad traeta fyrir tad. Aurelio vaeri tar ef hann vaeri ekki alltaf meiddur.

  38. Júdas með þrennu í kvöld. Gaupi að missa sig í lýsingunni, talar um hvað Ferguson er svakalega klár stjóri. Man Utd á ekki eftir að vinna neina titla í ár. Mark my word.

  39. Já, það er hugsanlega meiri óskhyggja en raunveruleiki nr.50, ekki gleyma því að Utd spilaði á grínliði í kvöld og vann þennan 1 – 3 sigur í Þýskalandi… Segja að United vinni engan titil er djúpt í árina tekið en vonandi rétt… Owen sýndi okkur á Kop og Benitez miðjuputtan! Búinn að spila örfár mínútur en samt með 6 – 7 mörk á tímabilinu! Ngog búinn að spila miklu fleiri og ekki með þennan fjölda! I rest my case!

  40. 51#
    Robbi, við skulum ekki gleyma því að Ngog er heldur ekkert að vaða í færum allan leikinn.
    Leikmenn í kringum Owen er að spila mun betur en okkar ástkæru leikmenn í dag og fær því mun betri þjónustu. Ngog er ungur leikmaður sem er að öðlast reynslu og er að skora mörk (hefði mátt setjann gegn Blackburn).
    Rest my case

  41. Ég hef sagt og segi það enn BIG mistake að taka Owen ekki frítt tilbaka sem back up fyrir Torres…..

    Fullyrði að staða Liverpool væri betri í dag að hafa tekið Owen fyrir frítt sem back up fyrir Torres en að hafa Ngog eða Kuyt í senternum. Skil ekki þessa ákvörðun hjá Benitez að hafa ekki tekið kappan þrátt fyrir forsöguna. Það eru ekki til betri klárar en Owen og það sést best á tölfræðinni.
    Verð að játa að manni svíður í hvert sinn sem maður sér kappann skora fyrir Utd. ekki síst þegar maður veit til þess að fyrsti kostur hans var að koma aftur heim.

  42. 53 einare

    Algjörleg sammála þér, svíður sérstaklega að sjá hann skora þrennu og slútta wolfsburg.

  43. sorry að ég pluggi hérna skammlaust .. enn mig virkilega langar að sjá leikinn í kvöld þrátt fyrir að ekkert sé í boði fyrir okkur, nema skoða aquilani og jafnvel nokkra unga stráka sem eru að koma upp. En til þess vantar mig smá hjálp 😀 nenniði að fara inn á http://tv2sport.dk/frontpage og sjá hvort þið getið kosið hægrameginn um að liverpool leikurinn verði sýndur frekar enn inter leikurinn ? 😀

Skýring frá Babel

Fiorentina á morgun