Liðið gegn Fulham

Góðan og blessaðan daginn! Vörnin í dag inniheldur Degen, Guðmávitahvaðopolus Kyrgiakos ásamt Carra og Insúa. Ekki neinn Skrtel, Agger eða Johnson sem þó var vitað að yrði frá.
Í sóknina kemur síðan Voronin og verður hann þar ásamt Torres! Þeir Kuyt og Benayoun eru svo þar fyrir aftan og blanda sér líklega í sóknarleikinn með Torres og Voronin.

Byrjunarliðið

Reina

Degen – Kyrgiakos – Carragher – Insua

Kuyt – Masherano- Lucas- Benayoun

Voronin – Torres

Bekkur: Gulacsi, Babel, Spearing, Plessis, Dossena, Eccleston, Ayala.

Ég veit ekki með ykkur en ég held að ég renni yfir faðirvorið….og ég er ekki einu sinni trúaður!

Engu að síður er þetta auðvitað solid 1-3 sigur með mörkum frá Voronin 2 og Torres.

136 Comments

  1. Spurning með þessa vörn, er ekkert alltof ánægður með að Agger sé ekki þarna inni. En jákvæðni, við tökum þetta!!!

  2. Eigum við ekki bara að spá því að Agger sé meiddur, spái bakmeiðslum…

  3. jesús er ekki hægt að fá menn sem geta spilað 2-3 leiki án þess að meiðast þetta er að verða rosalega þreytt allt saman !!!!!!!! það þarf greinilega að fara endurskoða þjálfunar programið !!!

  4. Sýnist að bekkurinn hjá varaliðinu hafi óvart slæðst inn í þessa færslu. Við erum nú ekki með það þunnan hóp að við þurfum að sporta Gulacsi, Spearing, Plessis, Eccleston, Ayala OG Dossena.

  5. hmm ekki bara Agger. Ngog, Aurelio og Skertel ekki í hóp, hvað er það?

  6. WTF. hvaða lið er þetta. Degen????? Kyrgiakos??????? Voronin?????
    Ngog????? Agger??????? Aurelio???????? Skrtel??????????? Aquilani?????

  7. Ef liðið lendir í vandræðum í þessum leik þá getum við allavega huggað okkur við það að bekkurinn er gríðarlega sterkur. Fullt af mönnum sem geta komið inná og breytt gangi leiksins.

  8. Annaðhvort erum við að tala um hvíld fyrir Lyon leikinn eða massíva svínaflesnu!! Cavallieri er ekki einu sinni í hóp!

  9. 10 Kaldhæðni? Já er samt semi sammála, eins gott að við spilum ekki eins og 12 ára aumingjar í val 🙁

  10. ég var að sjá á lfctv að þessir menn eru allir með vírus sem er líklega svínaflensa.

  11. Er þvi miður á því að við séum að sjá að meistaradeildin og peningarnir þar eru það sem markið er sett á og við erum að hvila menn fyrir það. Sé td hvergi neitt um meiðsli Agger, aurelio og fl i viðtali við rafa þar er hann er spurður sértaklega um meiðsli fyrir Fulham leikinn. ´Gott að sjá Torres og ég vona að við sleppum með þetta og náum 3 stigum en ef ekki þá þarf að svara fyrir þessa liðsuppstillingu.

  12. Af Guardian clockwatch:
    2.43pm “I’m sure I’m not the only person that would take at least half of the benches of the other teams playing right now over Liverpool’s, right?” says Tony Ling. “And that’s even BEFORE we get to Dossena. What a hot bunch of garbage that Liverpool bench is.”

    Bekkurinn væri ekki betri þó að Degen og Voronin væru þar. Þetta er án nokkurs vafa slakasti bekkur sem ég man eftir að hafa séð hjá Liverpool. Gaman að sjá yngri leikmenn fá að vera á bekknum en kannski ekki sniðugt að hafa þá eingöngu á bekknum þegar þeir hafa mjög litla sem enga reynslu.

  13. Ég er með í maganum. Líst eiginlega bara eiginlega ekki neitt á vörnina….

    plssssssssssssssssssssssssssss ekki eitthvað disaster í dag!

    YNWA

  14. Verð bara að endurtaka það sem Andy Gray sagði um Voronin eftir síðasta leik:

    “And here is Andriy Voronin, a player that Liverpool would have accepted air-miles for last summer!”

    Verð að viðurkenna að eins og hann hefur verið að spila þá er erfitt að vera ósammála honum.

  15. Róið ykkur nú niður. Bekkurinn er slakur jú. En þetta verður öruggur sigur

  16. Voronin skorar svo pottþétt tvö í dag að ég sé eftir að hafa ekki sett hann í fantasy liðið

  17. Þetta verður ansi forvitnilegt…..vonandi að minni spámenn noti tækifærið og sanni sig fyrir stjóranum.

  18. Er einhver með betri straum en þetta sem virkar ??? sop://broker.sopcast.com:3912/74174

  19. Fuck….eitt skot á markið og 1-0…..
    Common Insua….byrjendamistök í bakvarðarstöðu

  20. Ansans… Varnarlína okkar getur nú ekki talist í neitt sérstaklega háum klassa í dag, Zamora er allt í einu orðinn ógnvekjandi framherji.

  21. Skrítin uppstilling…. úff, vona það besta.. Vona bara að þessir leikmenn sem eru að fá tækifæri núna sýni hvað í þeim býr. Nú er þeirra tími,, reynið nú að sýna eitthvað …………. 0-1,,, Voronin

  22. Maður hefur séð spilað hraðar í skák en Liverpool í þessum leik. Allt of hægt gegn liði sem situr svona aftarlega.

  23. Það sem einn leikmaður getur breytt miklu fyrir eitt lið. Thank god for Torres.

  24. Djöfull er þessi drengur góður!

    Fulham voru farnir að bakka alveg fáranlega mikið. Báðir miðverðir okkar voru komnir vel yfir miðju. Þá getur þetta bara endað með marki.

  25. Mér finnst Degen bara koma ágætlega út. En er Babel virkilega ekki betri valkostur en Voronin?

  26. þetta er alls ekkert svo slæmt jafnvel bara nokkuð gott fulham skoraði úr einu sókn sinni í fyrri hálfleik .. liverpool er að spila vel finnst mér , það vantar aðeins uppá hraðann en það kemur í seinni 🙂 klárlega nokkur getu munur á þessum liðum ég held að það sé deginum ljósara .. GO LIVERPOOL torres setur 2 í viðbót

  27. Torres farin útaf,, það er ekki hægt að búast við miklu af Babel,, en vonandi hef ég rangt fyrir mér þar,,, tími til komin að hann sýni eitthvað.

  28. Loksins skiptir Benitez fyrr inn á en venjulega en þá er það Torres út af og Babel inn á þegar við þurfum að skora og nauðsynlega á sigri að halda. Vegir Benitez eru órannsakanlegir.

  29. Hvenær þarf Liverpool ekki nauðsynlega á sigri að halda? Torres var tæpur fyrir þennan leik.

  30. Kannski extra þörf á því núna þegar við eigum á hættu að tapa 6. leiknum af 7.

  31. Veit einhver hvað varð um Ngog?
    Ég hef því miður enga trú á því að þetta endi með sigri okkar manna.

  32. DIRK KUYT VERÐUR AÐ FARA Á BEKKINN !!!!!!!!!!!!!!!!! HVAÐ ER MAÐURINN AÐ GERA !!!!!!!

  33. Hvað í andsk…var Kuyt að bjarga boltanum og sparka honum blindandi inná síðasta vallar þriðjung????…..

  34. Tók einhver annar eftir því að þegar Kuyt var búinn að bjarga boltanum inná þá sat hann bara á rassinum. Eccleston inná fyrir Benayoun, hvað er í gangi?

  35. Benayoun út af og Eccleston inn á???????? Mest skapandi leikmaðurinn útaf? Hvað er Benitez að spá serioiusly?

  36. Benayoun útaf????…..eini leikmaðurinn eftir sem getur skapað eitthvað uppá eigin spýtur…

  37. Torres að biðja um skiptingu? Mér sýndist Torres nú bara vera drullufúll með að fara út af, og Benayoun var ekki sáttari með að fara út af.

    Svo er þetta rauða spjald nú fáránlegt, klárt gult en aldrei rautt. Hann bara sópar undan manninum en er ekki nálægt því að fara í lappirnar á honum.

    Hvað sem hægt er að segja er það allavega ekki sanngjarnt að Liverpool sé undir í þessum leik.

  38. Ég held að Benitez vilji láta reka sig. Algjör hörmung að horfa upp á þetta.

  39. Hrynur eins og spilaborg – þetta er samt eiginlega það besta sem er búið að gerast í dag, nú þarf bara Kuyt að fá frí líka

  40. Þetta lítur hreinlega ömurlega út. Kannski ósanngjarnt að vera tveimur færri og marki undir, en svona er þetta. Liðið hefur ekki spilað vel og Fulham hefur látið eftir fullt af svæði sem Liverpool hefur ekki nýtt sér. Hef sjaldan séð Kuyt svona slakan.

  41. Skandall, dauði og djöfull.
    Ég hlakka næstum til að sjá Benitez réttlæta mannavalið í dag.

  42. flott að vinna man utd um daginn, menn komu brjálaðir til leiks og völtuðu yfir meistarana, því þeir ætluðu sér það og höfðu vilja og baráttugleði.

    í dag mæta þeir fulham, af hverju koma menn ekki til leiks með sama hugarfari? ef það væri e-ð drápseðli, vilji, sjálfstraust eða barátta í þessum leikmönnum þá værum við ekki að skíta á okkur á móti FULHAM!

    liverpool skortir sjálfstraust, sjá leikmennina þegar þeir ætla að sækja á mótherjann, það er vandræðalegt, leikmenn taka við boltanum og búa sig undir að tapa honum aftur. sjálfstraustið í þessum hóp er í algeru lágmarki.

    dómari leiksins er samt held ég búinn að setja met í að taka slakar ákvarðanir, en það er ekki við hann að sakast í dag. liðið er í molum og vinnur ekki marga leiki með þessu áframhaldi. líta út eins og miðlungslið á craven cottage í dag og hverjar eru kröfurnar, titill? það gerist allavega ekki í ár, held ég geti fullyrt það.

  43. Skítt með mannavalið, þetta lið er bara eðlilegt, fyrir utan kannski Voronin. Það eru skipingarnar sem trufla mig meira, ekki endilega Torres, heldur hinar. Kommon.

    Sex töp í sjö leikjum staðreynd!

  44. jæja nú er um að gera að kveikja á dælunni og láta allt flakka því að það er allt sem þetta lið á skilið þvílíkur horbjóður og skandall !!!!!!!! hvað er meistari benitz að gera með þetta lið !!!!?? er maðurinn haldinn sjálfseyðingarhvöt eða hvað það er ekki nokkur leið að skilja þennan mann !!!!!

  45. Hvað getur maður sagt. Helgin ónýt og maður skilur ekki neitt í neinu, byrjunarliðið, skiptingarnar, annað rauða spjaldið allavega og auðvitað Benitez. Er farinn að skalla vegg.

  46. REAL MADRID…….Gerið okkur stóran greiða og kaupið upp samning Benitez!!!!

  47. Gleymum þessum titli í deildinni, ætla ekki einu sinni að reyna að halda í vonina, þar sem við erum með 5 töp og 6 sigurleiki, hryllingur!!!!! PS. Það er enn október…fucking 5 TÖP!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  48. Þetta er hálfgert deja vu frá tíma Houllier hjá Liverpool. Ná öðru sætinu og skíta svo á sig tímabilið eftir.

    Skítt með skiptingarnar og brottrekstrana….Fulham voru búnir að ná tökum á þessum leik fram að því og vorum við aldrei líklegir til þess að skora í seinni hálfleik. Algjört andleysi í þeim seinni. algjört!

  49. Ég á bara ekki til stakt orð yfir þessum hörmungum!!!!! erfit að vera LFC maður þessa dagnan… en það er alltaf endir á nátúruhörmungum….. þetta verður bara að fara að hætta!!!! hörmulegur leikur hjá Kuyt skil ekki alveg þessa lægð sem maðurinn er í … og Rafa gafst upp á þessum leik eftir seinna markið!! eini ljósi púnturinn í þessum leik var að þegar við vorum 9 á vellinum og 2 mörkum undir þá hljómaði stúkan á útivelli með fallegu lagi okkar stuðningsmanna…. við erum ekki eins og Rafa… við gefumst ekki upp!!!

  50. ég er gráti næst að horfa uppá þetta burt séð frá öllum veikindum og meiðslum þá þarf maðurinn að gera eitthvað með hópinn sem hann er með á milli handanna !!!!!!!! þessar skiptingar fara í sögubækurnar það er á hreinu benitez er að grafa sína eigin gröf á einstaklega fáránlega heimskulegan hátt !!!!!!

  51. Miðað við formið á Carragher á þessu tímabili gæti kannski verið ágætt að hann fái að hvíla sig svolítið. Annars skrifast þessi úrslit 100% á Benitez í dag.

  52. Rúnar Geir, hvernig getur flensufaraldur liðsins skrifast á Benítez?

    Ég bið menn að anda með nefinu í kjölfarið á þessum leik. Þetta var lélegt og um margt að ræða en takið tillit til meiðsla og svo þess að einhverjir fimm leikmenn sem hefðu líklegast byrjað þennan leik duttu út með flensuna nóttina fyrir leik. Við vorum einfaldlega fáránlega óheppnir í dag.

  53. Ég vil meina að þetta sé sangjarn sigur Fulham þeir voru einfaldlega töluvert betri í síðari hálfleik

  54. hvenær má benitez skipta ? fáum það á hreint núna 🙂

    skiptingarnar fínar miðað við form leikmanna

  55. skil ekki afhverju hann hefur voronin þarna inna hann suckar svo mikið frekar að hafa babel með torres væri svo miklu betra og eg er gjörsamlega sammála #78( sigga )

  56. Ósammála rauðspjöldunum tveimur. Aldrei rautt á Degen og svo var leikmaðurinn rangstæður sem Carra átti að hafa brotið á.

    þetta er rugl.

  57. Æja félagar hvað segið þið um miðjuna hjá þessu liði. Lið sem getur nota Lukas leva í sínu liði er miðlungs lið. Skil reyndar ekki þá sem eru í forustu fyrirþessari síðu sem reyna að réttlæta veru hans í liðinu. Eina sem getur bjargað okkur er að REAL M bjargi okkur og taki við Benítes.

  58. sorglegt, eina sem hægt er að segja eftir svona þurraftanítekningu

  59. Fellur bara allt með okkur…
    Er ekki einu sinni fúll út í leikmenn né stjóra núna.

  60. kristján atli það er að verða rosalega leiðinlegt að hlusta alltaf á þig eftir tapleiki það er eins og menn megi ekki setja útá liðið hérna AUÐVITAÐ skrifast þessi leikur á meistara benitez en ekki hvað ??? hann var með leikmenn þarna sem geta klárað svona leiki en ákvað að passa þessar dúkkur og spara þær fyrir peninga deildina !!!!! það er nákvæmlega ekkert sem afsakar þessar skiptingar hjá benna og hvernig er hægt að setja andlausan og huglausan mann eins og babel er inná fyrir torres !!!!!!!??? útskýrðu þetta fyrir okkur kristján atli !!!!!!!

  61. Ég er hættur að skilja Babel, hann er vælandi allan sólarhringinn að fá ekki að spila og síðan þegar hann fær loksins tækifærið gerir hann ekki neitt. Svona skil ég ekki, myndi maður ekki láta finna fyrir sér inná vellinum?
    Síðan Lee Mason þetta fyrra rauða spjald var bara fáránlegur dómur, gult spjald hefði verið allt í lagi eða maður hefði sætt sig við það.
    En æjji ég skil þetta ekki lengur, menn geta ekki klárað heilan leik án þess að meiðast.!
    Kannski er bara fínt að Carra fari í smá frí þó svo hann hafi verið byrjaður að finna sig aftur!
    YNWA

  62. Benitez verður að fara .. þetta gengur ekki !!! 6 töp seinusutu 7 leiki !!! Kýs voronin staðinn fyrir babel það er algjört rugl. maður hlakkar ekki til að horfa á leikina . maður nennir ekki að horfa á leikina ! ég nenni ekki að halda með liði sem gerir ekkert annað en að tapa. ég held ekki með þessu liði meðan benitez er við stjórn eða gillet & hicks SÆLAR

  63. Sammála #90 Real Madrid geri ykkur svo vel. Ég er orðinn verulega þreyttur á þessu, ég sem að ávallt hef bakkað upp RB, en nú er nóg komið. Alveg sama um einhverja flensu núna í dag, ég bakka hann ekki upp. Nóg þýðir nóg, far vel Rafa

  64. Jú fann eitthvað til að vera fúll yfir. Þetta flóð af misvitrum kommentum hérna, hefði mátt vita það.

  65. Þeir leikmenn sem byrjuðu leikinn voru fengnir til liðsins af Benitez. Degen, Voronin, Lucas, Kuyt, Babel og hvað þeir heita. Hvort sem það vantar einhverja 5 leikmenn afsakar það ekki að tapa eins liðið gerði í dag. Benitez kaupir þá leikmenn og fær menn liðsins sem hann hefur trú á að geti bætt liðið. Þeir leikmenn eru einfaldlega í slíkum gæðaflokki að þeir eru ekki nokkru úrvalsdeildarliði bjóðandi, hvað þá liði eins og L’pool.

    Það að gefast upp í stöðunni 2-1 er aljörlega óafsakanlegt. Tel að Benitez sé kominn á leiðarenda og það væri óskandi að Real Madrid myndi kaupa upp samninginn hans. Ekki gleyma því að tímabilið gæti endað líka í CL í vikunni.

  66. Sælir félagar
    Mér er nákvæmlega sama um þessa brottrekstra gjörsamlega glórulauss dómara. Ég skrifa þetta tap alfarið á Rafael Benitez. Skiptingar hans í leiknum voru með þeim hætti að hann gaf leikinn.

    Hvað fram fer í hausnum á spánverjanum þegar hann skiptir leikmönnum inná hlýtur að vera áhugavert fyrir géðlækna og og aðra í þeim geira sálarfræðinnar. Undantekningarlaust tekur hann þá menn útaf sem eru að gera það sem þarf inná vellinum til að vinna leikinn. Fyrst skiptingin Torres – Babel í stöðunni 1 – 1. Fullkomlega óskiljanleg skipting ef aumingja maðurinn hefur einhverjar hugmyndir um að vinna leikinn og halda L‘pool inni í baráttu um titil. Skiptingin Benayoun- Eccleston var ef mögulegt er ennþá dularfyllri. Eini maðurinn sem var að búa eitthvað til fyrir framherjann tekinn af velli.

    Þetta tók allt bit úr sóknarleik okkar manna (sem var nú ekki mikið fyrir) og Babel sem er ekki öflugast sóknarmaður í heimi fékk þar með enga þjónustu og var hún þó ekki merkileg fram að því.

    Knattspyrnugoðið Voronin er inná leik eftir leik og passar vandlega að taglið sé í lagi. Annað sér maður hann ekki gera.

    Insúa virðist mér vera fullkomlega að gera í nytina sína. Varnarleikur hans í báðum fyrri mörkunum var með fádæmum lélegur. Hann og gríska nautið áttu fyrsta markið skuldlaust.

    Hitt er líka annað að sendingar L‘pool á eigin vallarhelmingi voru að líkindum helmingi fleiri en sendingar á samherja framan miðlínu. Þetta segir nokkuð um leikskipulag og mótiveringu og hugmyndir Rafaels Benitez um leik á útivelli gegn liðum sem við verðum að vinna hvað sem tautar og raular.

    Sem sagt ég gef RB þetta tap skuldlaust. Og hvað sem menn segja þá verður það þannig að sæti hans hlýtur að vera farið að hitna verulega. Það er líklegt að Benitez sé að ná sér í einhverja hlýju frá eigendum liðsins með því að reyna að spara menn fyrir leikinn gegn Lion. Ömurlegt ef svo er. Baulið sem maðurinn??? fær í skiptingum hans segir allt sem segja þarf.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  67. Ég skil ekki hvað er misviturt að láta í ljós skoðanir sínar og kvarta yfir frammistöðu liðs sem tapar 6 af síðustu 7 leikjum og manninum sem er ábyrgur fyrir því. Það verður stundum að horfa á hlutina í stærra samhengi, ekki bara finna afsakanir fyrir hvern leik fyrir sig. Þetta er spurning um framtíð klúbbsins, að missa af meistaradeildarsæti fyrir lið sem er skuldugt eins og okkar og með rugleigendur sem treysta á meistaradeildarpeninga til að geta borgað af láni, það er stórhættulegt.

    Gæti orðið erfitt að komast aftur í topp 4 ef við dettum út þetta season og haft alvarlegar afleiðingar hvað varðar leikmannakaup og hugsanlega neyðst til að selja lykilleikmenn. Torres gæti alveg valið sér lið til að fara í og verður ekki auðvelt að lokka leikmenn til liðsins.

    Finnst meira misviturlegt að stinga höfðinu í sandinn og neita að gagnrýna Benitez, heldur fylgja honum í blindni í einu og öllu.

  68. ‘Eg fatta ekki hvað Rafa er að gera. Fyrir mér er hann nokkurskonar Guðjon á Íslenskum mælihvarja. Skil ekki þessar skiptingar eða það se hann var að gera með liðið í dag….. Rafa á að FARA HEIM TIL S’IN

  69. Reynir Þ, var þá ekki þitt komment þar á meðal ? skil ekki hvernig hægt er að vera EKKI brjálaður eftir svona frammistöðu.

  70. Horfðu menn hér yfirhöfuð á leikinn? Það er ekki að sjá á skrifum þeirra. Menn virðast heldur éta vitleysuna úr ensku slúðurpressunni en þurfa að mynda sér skoðun á því sem fer fram fyrir augunum á þeim. Kuijt, Torres og Benayoun voru einstaklega slappir í leiknum. Kæmi mér ekki á óvart þó þeir væru að falla í þessa veiki, og var því ekki furðulegt að þeir væru teknir útaf.

  71. 7 Leikir 6 töp 1 sigur—Engin titill síðann 2006 menn hljóta að fara opna augun…. Benitez fær hrós þegar vel gengur enn þegar það gengur hörmuelga eins og núna þá er það eigendunum um að kenna er ekki í lagi…?

  72. Punktur 1:
    Chelsea, Arsenal og Scums geta stillt fram varaliðum og menn vita að þeir eru að hvíla leikmenn. Liverpool hinsvegar stillir upp varaliði nánast í hverri viku af því að hópurinn er svo þunnskipaður!

    Punktur 2:
    Ég verð reiður þegar ég heyri menn kenna eigendunum um ástandið því þjálfarinn eyðir í leikmenn ekki eigendurnir!! Meira segja keyptu eigendurnir Robbie Keane til að reyna að gefa þessum þrjóska spánverja smá hint en honum tókst næstum að eyðileggja feril leikmannsins með sinni þrjósku!

    Punktur 3:
    Alex Ferguson tekur sína stóru karla útaf til að “hvíla” þá þegar leikurinn er nánast unninn….Rafa hinsvegar er að reyna að finna upp hjólið og tekur menn oft útaf í jafnteflisstöðu og helst þegar við eigum undir högg að sækja. Torres útaf í dag eftir klukkustund sýnir gjörsamlega hversu “%#”/!&#%$&”&%$#” maðurinn er og hversu deildin skiptir akkúrat engu máli!

    Guð ég nenni þessu ekki……..

  73. Hvaða andskotans væl er þetta,Liverpool liðið í dag er bara miðlungslið…sættið ykkur við það

  74. Ég vill fara að sjá Dossena spila, sem er BTW Ítalskur landsliðsmaður,,, Það er fyrir löngu komin tími á að gefa honum tækifæri.

  75. 106 – þú hlýtur að vera að grínast???

    Torres er MEIDDUR.

    Benitez vildi ekki Keane. Það var alltaf ljóst að Coco the Clown (Parry) vildi Keane og því borgaði hann over the odds fyrir hann.

    Og það detta 5 manns í flensu á leikdag til viðbótar við þá 3-4 sem eru meiddir.

    Hvað Benayoun skiptinguna varðar þá var hún fullkomnlega réttlætanleg þar sem að Yossi var ekki búinn að sýna RASSGAT í þessum leik og virtist bara vera pirraður.

    Ofan á það kemur óskiljanlegt rautt spjald þegar leikurinn er ennþá í járnum.

    Þetta er fáránleg óheppni og ég efast um að hlutirnir skáni eitthvað við það ef Benitez verður rekinn á miðju tímabili.

    Annars fannst mér Kyrgiakos óstjórnlega lélegur í þessum leik, hann var alltaf á skokkinu þegar hann átti að vera á sprettinum og staðsetningarnar voru skammarlegar oft á tíðum… Ayala er skárri kostur að mínu mati.

  76. Halda menn virkilega að Rafa hafi valið að taka Torres fyrstan manna útaf í þessum leik? Var það ekki augljóst að sá spænski var ekki 100% heill, var þröngvað í byrjunarliðið fyrir þennan leik þar sem liðið átti við mikil meiðsli og veikindi að stríða, spilaði eins lengi og hann gat og svo bara varð að fara útaf?

    Sáu menn það ekki? Ég hélt það væri augljóst. Samt koma menn hér inn vælandi yfir því að Rafa sé svo vitlaus að taka langbesta manninn okkar fyrstan útaf. Haldiði að það sé raunin? Eru menn yfirhöfuð að horfa á leikinn?

    Ég vil benda mönnum enn og aftur á að róa sig. Það er komin færsla fyrir leikskýrsluna, hún kemur sjálf inn síðar. Gengi liðsins í október er til skammar og það taka allir á sig ábyrgð þar, ég er hvorki að afsaka Benítez né aðra, en menn verða aðeins að anda rólega eftir daginn í dag og sjá að þetta var allan tímann mjög erfiður leikur á pappírnum þegar við erum með 4-5 leikmenn í meiðslum og missum aðra 4-5 aðalliðsmenn í flensu kvöldið/nóttina fyrir leik.

    Þetta er lélegt hjá liðinu og stjóranum, ekki spurning, en það er ekki beint okkur í hag heppnin þessa dagana heldur. Slökum því aðeins á nornaveiðunum og reynum að ræða hlutina í samhengi. Í færslunni fyrir leikskýrsluna.

  77. Mér er drullusama hvort að Torres sé mikið í boltanum eða að eiga lélegan leik. Hann er maðurinn sem býr til mörk á einni sekúndu (sjá bara markið í dag!!!!!!!!!) og þú tekur hann ekki út af í stöðunni 1-1 andskotinn hafi það.

  78. Rafa er búinn á því.. það eru reyndar kominn tvö til þrjú ár síðan en enginn hefur verið viljugur til þess að ræða það opinberlega.. sennilega vegna halelújastuðningsmannaliðsinssemstyðurrafaígegnumsúrtogsætt.. Þetta run á karlinum í dag skrifast á hann sjálfan en ekki virus.. Liverpool er EKKI að fara að gera atlögu að enska titlinum í vor bara svo það sé dagsljóst.

    Rafael Benites er eins og fyrirrennari sinn.. huglaus og hugmyndasnauður stjóri..
    bkv
    Skari

  79. Mennirnir sem Benitez tók útaf, hafa ekki skorað nema 65% af mörkum liðsins í vetur.
    Þetta tímabil er auðvitað búið að vera fokkings skelfing. 6 töp í síðustu 7 og liði að spila skelfilega illa og virðist ekkert vera að gerast jákvætt í þeim efnum. Það er auðvitað engin töfralausn og engin hefð fyrir því að reka þjáfara á miðju tímabili hjá Liverpool, en það hljóta einhverjar viðvörunarbjöllur að vera í gangi gagnvart Benitez. Meira að segja hjá þeim sem leggja það í vana sinn að kenna eigendunum um allt sem aflaga fer.
    Nú eru 2 meistaradeildarleikir og 2 deildarleikir framundan á tæpum mánuði. Ef hlutirnir fara ekki að lagast og við verðum búnir að heltast úr lestinni í öllum keppnum áður en desember gengur í garð, þá verður sífellt erfiðara að réttlæta veru Benna í brúnni.
    En sjáum til, það getur líklega allt gerst.

  80. Þið þarna sem viljið reka Benitez, af hverju farið þið ekki að halda með Chelsea? Þeir eru efstir núna, svo þegar United nær á toppinn aftur þá getið þið farið að halda með þeim.

    Ég nenni ekki að hluta á ykkur alltaf hreint vælandi yfir því að Benitez sé ekki nógu góður. Hann er að gera frábæra hluti og ykkur að segja þá eru 4 góð lið sem eiga möguleika á því að verða meistarar en bara eitt sem stendur uppi sem sigurvegari. Ef þið viljið fórna ynwa fyrir nokkra tapleiki þá eigið þið að vera aðdáendur annarra liða.

    Ég er þolinmóður og ég veit að Benitez mun skila því allra besta úr liðinu. Það krefst virðinar að halda með Liverpool. Það þýðir að við kunnum að sigra og líka að tapa.

  81. Hvaða fáráðnlegu óheppni ert þú að tala um kristján Atli? það er varla óheppni að tapa örugglega fyrir einu af slakasta sóknarliðinu í deildinni. sóknarleikurinn var ömurlegur allann tímann. Skiptingarnar hryllingur og andleysið algjört. Hvar var baráttuandinn sem skóp sigurinn á man utd? Liðinu er ömurlega stjórnað og ég heimta breytingar strax þó sennilega verði mér ekki að ósk minni unnum jú titil 2006. Arg

  82. 109 – Nei, þetta var ekki grín.

    Það er meira grín að Coco the Clown (Parry) – eins og þú kallar hann – hafi keypt Robbie Keane og að salan á honum aftur í Janúar var byrjunin á falli Liverpool á sl. leiktíð. Hann skoraði ekki mikið en vinnslan í manninum var hreint ótrúleg. Það var ekki nein tilviljun að við vorum á toppnum og vorum að vinna leiki seint þegar hann var þarna, og að liðið skuli síðan vanta neistann seinni hlutann vegna meiðsla og sölunnar á Keane. En, það var Coco the Clown að kenna vænti ég.

    Það var vírus sem skemmdi fyrir okkur í dag en ekki sá vírus sem menn tala um……

  83. Þrátt fyrir veikindi og meiðsli vantaði nú bara 3 menn í byrjunarliðið. Johnson, Agger og Gerrard í stað Degen, Grikkjans og Voronin. Aquaman huganlega sá fjórði.

    Við þurfum einfaldlega stærri lager af mönnum sem geta skorað mörk og það er með ólíkindum að taka Torres og Yossi útaf þegar við eigum á hættu að vinna ekki leikinn og lenda 7-9 stigum á eftir Chelsea.

    Vissulega má segja að okkar menn hafi verið óheppnir og við spiluðum vel í fyrri hálfleik. En það er bara ekki boðlegt að hafa menn eins og Voronin inná og hversu illa þarf Kuyt að spila til að fá hvíld?

  84. 115 – Coco the Clown ? Er þetta þú?? Ef ekki má gagnrýna lið þegar illa gengur rétt eins og menn hrósa þegar vel gengur, þá er alveg eins hægt að loka búllunni og hætta þessu!

  85. Maður á ekki að kunna að tapa. Sigur er allt sem skiptir máli og því á ekki að hugsa um tap. Hvenær ætla Benitezdýrkendur að taka leppana frá augunum og horfast í augu við rauverleikann Benitez gerir liðið aldrei að meisturum

  86. Nr. 115#
    Það er nú einusinni þannig að menn hafa rétt á skoðunum sínum. Þó þeir séu ekki sammála þér um RB eru þeir örugglega jafn góðir fylgismenn L’pool og þú. Það er fullkomlega ástæðulaust að drulla yfir menn sem eru þér ósammála um Benitez. Margar, mjög margar ákvarðanir hans í haust hafa orkað tvímælis. Bekkurinn hjá liðinu er mjög veikur. Hann er alfarið skipaður mönnum sem RB hefur keypt til liðsins. Það er því einfaldlega þannig að hann er gagnrýni verður og menn hafa leyfi til að gagnrýna það sem er gagnrýnivert.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  87. Í fyrsta lagi vil ég algjörlega taka það fram eina ferðina enn að óheppni eða heppni er ekki til í fótbolta frekar en í öðrum íþróttum. þetta er allt spurning um vilja eða viljaleysi. Í dag sáum við annaðhvort algjörlega viljalaust lið eða algjörlega getulaust lið.??

    1. mér finnst menn hérna inni vera of ljúfir við Insua. Hann er alltof seinn og alltof kærulaus til að spila þessa stöðu. Hann átti fyrsta markið algjörlega einn. Hann átti meira í markinu en maðurinn sem skoraði það. Hann hreinlega bauð honum upp á að skokka fyrir framan sig, taka við stungusendingunni og setja hann vandræðalaust í netið hjá okkur. Svo á Insua mjög erfitt með að dekka menn eða hreinlega taka svæðisvörnina of bókstaflega þegar það kemur sending inn í teiginn hjá okkur.

    2. Torrez skiptingin er algjörlega út í hött, 1-1 er sama staða og 0-0 og í þeirri stöðu tekuru ekki aðal markaskorarann út af.

    3. Yossi skiptingin er óafsakanleg með öllu. Hundurinn minn sem er heimskari en niðursuðudós yppti meira að segja öxlum þegar að þessi skipting kom. Hver var pælingin? að skora mark? Hver þá? Hver átti að skora mark. Voronin??? Hvað er hann búin að skora mörg mörk fyrir okkur?? Babel, átti hann að skora?? Hvað er hann búinn að skora mörg mörk fyrir okkur?? Átti Kuyt kannski að skora. Hundurinn minn glápti bara á Kuyt í þessum leik og hugsaði “Hvar er frisbí diskurinn sem þessi gaur er að elta??”

    5.Veit Benitez eitthvað hvað er að gerast í leikjunum á meðan þeir spilast, hefur hann leikskilning og kann hann að meta stöðuna frá því sjónarhorni sem hann hefur á völlinn? Nei. Hann hefur margsannað það með öllum sínum skiptingum á undanförnum árum. Hann sér ekki hvernig leikurinn spilast og getur ekki tekið ákvarðanir í hita leiksins. Hann er alltaf fastur á klukkunni, eins og að sjötugasta mínúta sé alltaf jafn mikilvæg í öllum leikjum. Það vita það allir hvenær hann skiptir inn á í fyrsta lagi, það er alltaf í kringum 70, mínútu óháð því hvernig leikurinn spilast. Það er dómgreindarleysi og augljóslega óháð spilformi liðsins.

    1. Ef maður heitir Masch eða Lucas og veit að það er maður að detta inn í liðið sem mun stela öðru hvoru plássinu þeirra, þá hlýtur maður að hafa metnað til að sanna sig endanlega og halda sér í liðinu. En það var ekkert þannig í gangi. Bara haugur af mistökum..

    2. Hvaðan kemur þetta stress í liðinu. Allir helvítis leikmennirnir á nálum. Gamli tagli hlaupandi árangurslaust um allan völlinn eins og hann sé að leita að farmiðanum sínum til Berlínar. Hundurinn minn reis á afturfæturnar í miðjum seinni hálfleik og sagði öfunda þennan gæja af skottinu, en hundurinn benti mér líka á að það væri sama hvað hann myndi hlaupa mikið á eftir boltanum, hann næði fyrr skottinu á sér en boltanum.

    8.Vírus eða enginn vírus, meðsli eða enginn meðsli. Maður verður að gera það besta úr því sem maður hefur. Kallinn í brúnni hefði getað gert það í dag og það stefndi í það í fyrri hálfleik en móralska ræðan hans í hálfleik virkaði jafn vel og egg í kapphlaupi.

    9 og hananú

  88. 115 Mr. Iceland, ef þú heitir það. Þú hefur líkleg heyrt um orðatiltækið “enginn er stærri en klúbburinn”. Viðvörunarbjöllur hringja hjá mér þegar liðið tapar 6 af 7 leikjum, þar af nokkrum þeirra mjög illa, og liðið spilar mjög illa og er andlaust leik eftir leik, bekkurinn er nánast sneiddur öllum hæfileikum þrátt fyrir að við höfum ekki verið sérstaklega óheppnir með meiðsli. Ef þetta gefur manni ekki rétt á að velta því fyrir sér hvort Benitez sé að gera rétta hluti þá veit ég ekki hvað gerir það. Ég er mjög þolinmóður og er á móti því að menn séu reknir bara sísvona, en ef heldur áfram sem horfir þá erum við í vondum málum. Eftir 23 ára þolinmóða og sæt/súra tíð sem aðdáandi besta LIÐS heim, afþakka ég því pent þá skýringu þína að það eitt að velta fyrir sér hlutunum sýni að maður sé gloryhunter.

  89. “Torrez skiptingin er algjörlega út í hött, 1-1 er sama staða og 0-0 og í þeirri stöðu tekuru ekki aðal markaskorarann út af.”

    Torres er að stíga upp úr meiðslum, þannig að ég skil þessa ákvörðun mjög vel. Töff sjitt. Torres er ekki hestur sem er nóg að sprauta niður og keyra svo út á vellinum til að gleðja okkur plebbana sem sitjum heima og gónum á imbann.

  90. Kiddi Keegan (#122) segir:

    Í fyrsta lagi vil ég algjörlega taka það fram eina ferðina enn að óheppni eða heppni er ekki til í fótbolta frekar en í öðrum íþróttum.

    Mikið er gott að þú getir sagt svona. Þú hlýtur að hafa óhrekjanlegar sannanir fyrir því, væntanlega? Endilega deildu þeim með okkur, fyrst þú veist þetta svona örugglega.

  91. Góður þjálfari sagði óheppni er ekki til í fótbolta svokölluð óheppni ermerki þess að smáatriðin séu ekki í lagi

  92. Það hlýtur að vera (ó)heppni þegar boltinn fer stöngin út/stöngin inn

  93. kiddi keegan .. flottur !!! spurning hvort að hundurinn eigi ekki að sækja um þjálfarastöðuna hehehe þræl skemmtileg lesning þó að meiningin sé slæm en sönn … 🙂

  94. 115 ICELAND .. þetta er ekki þolinmæði sem þú ert að tala um frekar þráhyggja !!!

  95. 115 ICELAND .. og já gleymdi hvernig er hægt að tala um virðingu þegar maður horfir uppá svona leik ekki einu sinni heldur 6 SINNUM !!!!!!! á mjög stuttum tíma … ertu skildur benitez ???

  96. Kristján Atli.
    Óheppni og heppni er jafn mikil vitleysa og að tala um Guð eða sál. Er guð til, getum við stólað á hann? er sál til?
    Óheppni er einhver tilbúinn hlutur sem á að liggja yfir vissum leikmönnum og liðum. En það bara er ekki þannig, þetta er ósýnilegur skáldskapur sem er að trufla of mikið af fólki og er notað sem afsökun í alltof mörgm tilfellum.
    ég vildi að ég gæti sagt að Drogba væri heppinn maður en því miður er það ekki þannig og ég vildi að ég gæti sagt að Utd. væri heppið lið en það er ekki heldur þannig. Þetta er bara spurning um hugarfar, vilja og getu.Ef það á að blanda heppni eða óheppni inn í árangur í fótbolta þá getum við alveg eins haldið óbreyttu liði og bara stólað á heppnina. Hugarfars partur Liverpool hefur því miður ekki verið jákvæður á þessu tímabili og það sést vel í andlitum leikmanna á vellinum. Það þýðir að andlegt niðurbrot í kringum eigendur er of mikið og huglæg uppbygging hjá stjóranum og hans liði er ekki nógu mikil. 90% af getu manna inni á vellinum byrjar í hausnum á þeim.

  97. Kiddi Keegan, kennir þú s.s. neikvæðu hugarfari Púllara um allan heim um það að Gerrard og Torres meiddust á sama tíma? Til dæmis? Það þykir mér hrikalega asnaleg röksemdarfærsla, þú verður að fyrirgefa.

  98. nyjasta frá Benna maður þarf ekkert að fá medalíu nóg er að komast nálægt því !!!!! hhahhahhahhah rétt lýsing hjá mínum

  99. Ég kenni hugarfari klúbbsins og móralskri stemninginu í kringum klúbbinn um ýmislegt sem er að fara úrskeiðis hjá okkur þessa dagana. Torres og Gerrard meiddir hefur ekkert með óheppni að gera. Meiðslagangur þeirra núna er alveg í takt við meiðslagang þeirra í fyrra. Annaðhvort er álagið á þá of mikið eða eitthvað annað að klikka. Meiddir menn og veikir er ekki óheppni heldur gangur lífsins í valsi með tilviljunum lífsins. Óheppni er bara alltof þægileg afsökun til þess að byggja upp metnað til að breyta gangi liðsins. Finnum frekar það sem er raunverulega að og bætum það.

  100. Auðvitað er hægt að tala um glory hunters. Þegar aðeins eitt lið getur orðið meistari, í keppni þar sem eru félög með óþrjótandi fjármagn og mikla hefð þá verður maður að vera þolinmóður. Eina leiðin til að sætta andstæðinga Benitez vegna titlaleysis er að þeir haldi með þeim sem vinnur. Annað er ekki raunhæft og að halda því fram að Liverpool fari fram ef Benitez verður rekinn er bölvuð vitleysa. Það verður ennþá lengra í það að Liverpool vinnur titill. Eina sem fæst út þú því er að tímabilið er endanlega dautt.

    Það kemur ekki til greina af minni hálfu að reka þjálfanna sem tapaði fæstum leikjum á síðasta tímabili og skoraði flest mörk
    á miðju yfirstandandi tímabili.

    Já rétt, það er enginn stærri en klúbburinn. Árangur Benitez á síðasta tímabili og byrjunin á þessu hringir engum viðvörunarbjöllum. 8 töp í 48 leikjum. Ég er hreinlega gáttaður á þeim sem leyfa sér að kalla sig stuðningsmenn Liverpool og að efast um Benitez núna en ekki í lok tímabilsins.

    Menn sem efast um Beniez á miðju tímabili eiga að snúa sér að öðru liði. Þessar liðshórur geta haldið með Chelsea og stutt við bakið á Ancelotti, hann er jú í fyrsta sæti.

    Eða fengið Mouinho frá Inter. Svo fer Ferguson að hætta hjá United, viljið ekki bara fá hann? Allt fyrir gloriuna.

    Stuðningsmenn Liverpool geta verið 12ti leikmaður Liverpool á heimavelli. Núna um daginn var púað á Benitez á HEIMAVELLI LIVERPOOL. Þetta eru einfaldlega svikarar og voru 12ti maður andstæðinga Liverpool.

    Það eru 19 önnur lið + haugur af liðium í MD sem vilja umfram allt að við snúumst gegn okkar leikmönnum og þjálfara.
    Uppbyggjandi gagnrýni er ég tilbúinn að hlusta á en alla setningar sem ýja að því að reka ætti Benitez nenni ég ekki að hlusta á eða lesa. Þá gæti ég alveg eins farið í stuðningsmannaklúbb Arsenal, United eða Chelsea. Álitið(af augljósum hlutekningar ástæðum) er svipað þar og hjá ykkur Júdusum sem þykist halda með Liverpool.

    Svo áður en þið pissið í ykkur af bræði þá vil ég minna ykkur á að það eru þið og ykkar athugasemdir sem gera ykkur að Júdas. Ekki skjóta sendiboðann.

  101. Iceland hrokinn lekur út úr munvikjunum á þér þínar skðanir eru engu skárri en þeirra sem vilja reka Benitez

Fulham á morgun – Uppfært

Fulham 3 – Liverpool 1