Orðaský

Ég veit að það er stutt í leikinn í kvöld en ég rakst á þetta í dag og mátti til með að prófa að setja Kop.is í gegnum þessa síu. Þetta er sem sagt vefsíða sem tekur aðrar vefsíður (eða textaskjöl) og býr til orðaský úr þeim.

Hér er orðaskýið fyrir Kop.is eins og það er í dag:

kopis_wordle

Á síðunni er oftast minnst á Torres af leikmönnum Liverpool, en svo virðist Ngog vera næstur í röðinni. Benayoun, Agger, Aurelio og Lucas fá svo allir oftar umfjöllun en t.d. Gerrard, Johnson eða Carragher skv. þessu. Mjög athyglisvert.

Einnig spes að sjá hvað orðið „Ég“ er mikið notað á vefsíðu sem á aðallega að fjalla um annað fólk … 😉

5 Comments

  1. Smá off topic til að gleðja mitt litla hjarta

    Liverpool FC medical staff were concerned when Fernando Torres arrived for training 14 stone overweight. It was later discovered that he still had Rio Ferdinand in his pocket….

Arsenal á morgun!

Byrjunarliðið komið…