Liðið gegn Man U

Liðið gegn Manchester United er komið. Torres og Glen Johnson eru með, en Gerrard er ekki í hópnum. Miðað við þá sem eru heilir kemur fátt á óvart, nema að Aurelio er í liðinu á kantinum.

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Benayoun – Aurelio
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Voronin, Babel, Ngog, Spearing, Degen, Skrtel.

United liðið er svona. Kemur gríðarlega ekki á óvart að Rooney er allt í einu orðinn heill og í liðinu.

Van der Sar

O’Shea – Ferdinand – Vidic – Evra

Valencia – Carrick – Scholes – Giggs

Berbatov – Rooney

Á bekknum: Foster, Neville, Owen, Anderson, Nani, Fabio Da Silva, Jonathan Evans.

23 Comments

  1. koma svo 2-1 fyrir okkur, torres með 2 mörk og carra fer á kostum. Er ég kannski of bjartsýnn?

  2. Mér líst vel á þetta lið. Okkar sterkasta miðað við aðstæður og hópinn sem Rafa hefur úr að moða. Ég talaði í vikunni um að ég vildi sjá Aurelio þarna á kantinum og það gleður mig að sjá að Rafa er sammála því.

    Mín spá: við töpum þessum leik nema heppnin snúist okkur í vil. Það verður eitthvað að rúlla með okkur ef sigur á að vinnast í dag. Ætli líklegustu úrslitin séu ekki meistarajafntefli?

    Æji, ég veit ekkert hvernig þetta fer. Er makalaust stressaður fyrir þetta. Við sjáum bara hvernig þetta verður.

  3. Er þetta ekki bara eitt það sterkasta sem við getum stilt upp þessa stundina ? Mér líst bara vel á þetta (á pappír) og svo er bara að koma triltir en jafnframt fókuseraðir til leiks og þá hefst þetta ekki spurnng. Ég hef trú á að við vinnum þennan leik og að maður leiksins verði Benayoun hann á eftir að setja tvö kvikindi og þar við situr…. 2 – 0 ÁFRAM LIVERPOOL….

  4. Meiri vælukjóarnir þessir manjúr menn. greinilega vanir að fá allt með sér í einu og öllu…

  5. Annars búnað vera fín barátta í liðinu, Lucas að standa sig vel, Mascha ekki sést, að vanda er móttakan hjá kát ekki hans besti vinur.
    Alveg magnað hvað varnarmenn fá að hanga í og sparka Torres niður.
    Carra virðist vera að vakna, nema það sé bara hatur á scum sem drífur hann áfram 🙂

  6. Í hvaða pakka er Kuyt? Maðurinn getur ekki skorað eins og aðrir í þessu liði en sendingarnar hans eru einn stór brandari sem setur gríðarlega pressu á eigin lið. Það má segja að Kuyt hafi verið 12 maður Uniteds í þessum leik. Annar leikurinn í röð þar sem Aurelio fær svo dauða skallafæri og enn klikkar hann 🙁 Ég er skíthræddur um að við töpum þessum leik á eigin aulaskap. Shit, hvað Carragher var tæpur tvisvar. Bæði atvikin hefðu réttileg getið orðið að vítum og þá sérstaklega þessi skriðtækling á Carrick sem var algjört rugl. Eins hefði nú átt að dæma víta á Berba fyrir að taka aumingja Kuyt í sniðglímu…Annars fín barátta, gaman að sjá það en við verðum að fara að skora!

  7. Hvað eru menn að hrósa því að menn sýni baráttu. Ef menn sýna ekki baráttu á móti man utd þá geta þeir alveg eins lagt skóna á hillunna. Ég vill sjá þetta vængbrotna LIVERPOOL lið rúlla yfir þetta drasl.

  8. Voðalega er leiðinlegt að þurfa að segja þetta en Carragher virðist bara vera búinn á því. Of seinn í tæklingar ítrekað, haldið auðveldlega frá boltanum og of hægur. Baráttan og hjartan alltaf til staðar samt.

  9. Jæja… Vidic átti að fá spjald fyrir að fara fyrir reina og svo var þetta flott tækling hjá carra…

  10. Segi bara hér og nú: SSteinn er spádómsguð – frábær upphitun og kórrétt spá — snilld!

  11. Flottur leikur hjá okkar mönnum.
    Upp á síðkastið hafa ýmsir spekingar verið að ræða gæðileikmanna en það er ljóst að ekki vildi ég skipta á neinum leiknmanni Liverpool fyrir leikmann Man. U.

  12. samt æðislegt að lesa spjallborðið hjá manure…. góð lesning, ég sver það að það rennblotnaði skjárinn hjá mér slíkt var táraflóðið þarna hinu megin…

Man.Utd á morgun

Liverpool 2 – manchester united 0