Stjórnin styður Rafa

Gillett: Stjórnin styður Rafa.

“We have just entered into a long-term agreement with Rafa. Our family is extraordinarily pleased with him, we believe he is absolutely as good as there is in the business.

The run of results disappoints everybody. Certainly, it disappoints the fans and it disappoints Rafa.

I have seen his television interview and I know he is disappointed. We are all disappointed, but we are in this together.”

Þetta verður ekki mikið skýrara. Enska pressan verður þá að finna sér eitthvað annað til að skrifa um.

20 Comments

  1. Nei…. er þetta ekki alltaf fyrirboði þess að stjórar séu á seinasta séns???? Eða er ég bara paranoid….. ég man ekki betur en það tíðkist í enska að koma með traustsyfirlýsingu og sparka svo stjóranum ef hann nær ekki réttum úrslitum á næstu viku til tveim!!!! er það rangt hjá mér????? Hélt reyndar að LFC hefði ekki efni á að reka kallinn!

    Kveðja,
    Siggi S.

  2. Get ekki annað lýst yfir óánægju minni yfir þessari yfirlýsingu…

  3. Veit ekki hversu jákvætt það er þegar að senda er út stuðningsyfirlýsing, bíður upp á miklar vangaveltur og frasapælingar. Frasinn gæti verið svipaður og þessi ,,á eftir bolta kemur barn´´ þ.e. ,,á eftir stuðningsyfirlýsingu kemur brottrekstur´´.

    Svo getum við tekið þetta lengra…,,á eftir bolta kemur barn og á eftir barni kemur Steingrímur Njálsson´´ hinn vinkillinn væri þá ,,á eftir stuðningsyfirlýsingu kemur brottrekstur og á eftir brottrekstri kemur Jose Morinho´´.

    Bara svona pælingar….annars vil ég persónulega halda Rafa kallinum, svona tímabil eins og Liverpool er að ganga í gegnum núna er bara til þess fallið að stykja einstaklingana og klúbbin þegar að fram í sækir. Menn styrkjast við mótlætið og koma tvíelfdir til baka. Tækirfærið er á sunnudaginn til að snúa þessu tímabili við, ég veit ekki með ykkur en ég hef trú á okkar mönnum þrátt fyrir allt!

    YNWA!!

  4. Kristján og Siggi, mér finnst þetta vera dálítið öfugsnúið hjá ykkur. Hvað á stjórnin að gera? Segja ekki neitt? Þá yrði allt vitlaust.

    Stjórnin hefur talsvert oft lýst yfir stuðning við Rafa en aldrei rekið hann. Svo að ég sé ekki samhengið.

  5. Það er auðvelt að vera efins og segja að þetta sé Kiss Of Death. Ég efast samt um það, af tveimur ástæðum:

    Fyrst, þá er það orðið nokkuð vel þekkt staðreynd að Kanarnir hafa ekki efni á að segja Rafa upp. Hann er nýbúinn að framlengja risasamning sinn svo að það yrði allt of kostnaðarsamt. Ef þeir vildu losna við hann myndu þeir frekar fara í skotgrafirnar og gera honum ómögulegt að halda áfram, í þeirri von að hann myndi segja af sér sjálfur (t.d. með því að grafa undan honum í fjölmiðlum eða neita honum um fé til leikmannakaupa).

    Í öðru lagi, þá er þetta frekar afdráttarlaus yfirlýsing. Gillett dregur fjölskyldu sína inn í þetta og allt saman, virðist leggja ofuráherslu á það hvað allir séu ánægðir með Rafa. Þótt ég sé handviss um að það sé ekki 100% satt held ég að það sé frekar gert til að reyna að eyða pressunni aðeins af Rafa, láta örugglega alla vita að það er ekki kostur í stöðunni í dag að reka hann (hver sem ástæðan er, peningar eða hollusta) og vona að það hjálpi liðinu aðeins að losa snöruna sem hangir um hálsinn á því.

    Vona að þetta sé rétt hjá þeim, og vona að það hafi góð áhrif á liðið að hann hafi sagt þetta.

  6. Ég neita að trúa að Rafa verði rekinn, burtséð frá þessari yfirlýsingu. 4 tapleikir í röð er mjög slæmt, en tímabilið er rétt að byrja og við eigum ennþá séns í CL og litlu liðin hafa líka verið að róta stig af CFC og MU í EPL.

    Lítum aðeins á deildina:
    CFC tapaði líka fyrir AV, ásamt því að tapa illa gegn Wigan.
    MU var ljónheppið á móti Sunderland, ásamt því að tapa ILLA gegn Burnley.
    Þar að auki höfum við tapað fyrir Tottenham og CFC, báðir leikir á erfiðum útivöllum, það flokkast kannski ekki undir heimsendi.

    Væri gaman að sjá hversu mörgum stigum Big-4 höfðu tapað á sama í fyrra, kæmi ekki á óvart að það væri minna en í ár (þó að Liverpool skekki án efa þá tölfræði, sem er LOL).

    Áfram Liverpool!

  7. Kristján Atli, er fyrra dæmið sem þú tekur ekki ákkurat það sem Kanaógeðin (innsk. ritstjóra – sjá komment hér) hafa verið að gera? Þeir segja svo í fjölmiðlum að þeir ætli ekki að reka Rafa í þeirri von að hann segi bara sjálfur upp og þá sparar klúbburinn sér slatta milljónir punda?
    Þeir eru allavega búnir að skjóta á hann í fjölmiðlum og látið okkur hafa minni pening til leikmannakaupa en Sunderland for crying out loud.
    Gæti alveg trúað því að á næstu vikum og mánuðum muni kanaógeðin fara í gríð og erg í fjölmiðla til að skammast út í Benitez ef illa fer, í þeirri von að hann hætti sjálfur.
    Þessi taktí myndi samt skapa mikla spennu og leiðindi meðal leikmanna og stuðningsmanna og þá yrði pottþétt að við myndum missa af þessu CL sæti, svo mikið er víst. Þannig á endanum er það spurning hvort það yrði ekki bara hagstæðara að gera starfslokasamning við Rafa og fá annan sem hendir okkur í CL sæti á þessu tímabili sem fær þá nægan tíma til að byggja upp sigurlið næsta sumar.

  8. Lolli (#7), ég skil punktinn hjá þér en ef þeir væru að fara í skotgrafahernað til að neyða Rafa út hefði Gillett varla komið út með svona glæsyndis ánægjulýsingu á karlinum í dag, er það? Það er það sem ég er að meina. Þetta er of mikil stuðningsyfirlýsing til að þeir séu að fara í skotgrafahernað.

  9. Já spáiði í því að tímabilið er rétt hafið og manni líður samt eins og það sé bara búið. Ég er aðeins búinn að ná mér niður á jörðina eftir þetta hörmulega gengi okkar og vil ég nú sjá hvernig Benitez tekst til á sunnudaginn áður en ég geri algjörlega upp við mig hvort hann eigi að víkja eður ei. Með sigri á sunnudaginn að þá gæti við hafið nýja baráttu og vona ég svo sannarlega að sú verði raunin.

    Áfram Liverpool

  10. Getum við ekki vinsamlegast sleppt orðum einsog “kanaógeð” á þessari síðu. Notkun á svona orðum passar alls ekki inní málefnalega umræðu.

  11. Sæll Einar

    Þetta komment mitt á ekki að sýna fordóma gagnvart Bandaríkjamönnum á neinn veg, aðeins óvirðingu mína gagnvart þeim tveimur trúðum sem eru eigendur liðsins þessa stundina. Biðst afsökunar ef ég hef farið yfir einhver velsæmdarmörk.

  12. 12 Mummi

    Virkilega flott grein og skemmtileg lesning. Vel þessi virði að lesa hana þrátt fyrir gífurlega lengd.

    Mikið djöfull öfunda ég Tomkins núna!

    • Geir
  13. Er þetta ekki sami Gillett og sagði að spaðinn fyrir nýja vellinum yrði tekinn eftir sxtuí dag? Ég tek ekki mark á neinu sem frá þessum manni kemur!

  14. Sammála Mumma. Þessi setning er góð: “Top managers have bad spells. Shit happens. Well-run clubs stick by good men; bad ones end up like Newcastle.”

  15. Kæru félagar er búin að vera dyggur lesandi af þessari síðu í töluverðan tíma og vildi byrja á að þakka ykkur fyrir flott skrif, skemmtileg ummæli og frábæra síðu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa hérna en ástæðan er aö ég rakst á skemmtilegar pælingar sem rifu mig aðeins uppúr þunglyndi síðust daga. Sorry kannski er þetta smá þráðrán.
    Samkvæmt þessu eigum við smá séns þó langsótt sé en ég ætla að samt að leyfa mér að trúa því svo veturinn sé ekki ónýtur. Við enduðum með 86 stig í fyrra og ég tel að það muni þurfa minna í ár vegna þess að deildin er töluvert jafnari.
    POSSIBLE SCENARIOS FOR REMAINING 29 GAMES

    • Win 20/draw 6/lose 3 – FINAL POINTS TOTAL: 81

    • Win 20/draw 8/lose 1 – FINAL POINTS TOTAL: 83

    • Win 20/draw 9 – FINAL POINTS TOTAL: 84

    • Win 22/draw 5/lose 2 – FINAL POINTS TOTAL: 86

    • Win 22/draw 7 – FINAL POINTS TOTAL: 88

    • Win 23/draw 6 – FINAL POINTS TOTAL: 90

    Þetta er tekið úr endanum af greininni og það eru mjög skemmtilegar pælingar á undan þessu hvernig hægt sé að breyta gengi liðsins (mér er samt alveg sama hvernig það gerist bara ef það gerist strax)
    Hér er linkurinn
    http://www.liverpool-kop.com/2009/10/rising-from-ashes-10-ways-to-save.html?
    Kv frá DK

  16. ég viil nýja eigendur og ég vill helst að þeir seu Evrópu búar eða eða frá miðausturlöndunum því bandaríkjamenn vita ekki shit um fótbolta en koma svo strákar við verðum að vinna man utd annars erum við bara í fokki og leiktiðinn verður bara leiðinleg

    ég hef trú að núna gerist enn eitt liverpool wonder um helgina

  17. Það er að ég held alveg deginum ljósara að Liverpool er ekki að fara reka Rafa, mennirnir sem eiga klúbbinn eiga ekki fyrir lánonum sínum hvað þá að gera upp við stjórann. Ég vill ekki unir neinum kringumstæðum henda Rafa út og fá einhvern annan á þessum tímapunkti, held að það væri ekki skinsamlegt (sem er auðvitað bara mitt álit)… sjáum hvað gerist um helgina… Og svo er ég sammála Einari Erni að það á að fara vel með orðið hér á síðunni, það er engum til hags að bera nota blótsirði.
    Áfram Liverpool

Gestapistill: Nú er útlitið dökkt!

My Day With “Crisis”-Hit Benítez (Tomkins)