Liðið gegn Lyon

Hann Rafael vinur minn má eiga það að hann heldur þessu áhugaverðu svo mikið er víst!

Núna dettur Johnson út meiddur alveg án þess að biðja um leyfi?? og Martin Kelly kemur inn í hans stað! Insúa kemur inn í vinstri bak í stað Aurelio sem vann sér sæti úr byrjunarliðinu í síðasta leik. Fyrirliði Argentínu leysir svo Spearing af hólmi á miðjunni með Lucas sér við hlið!

Góðu fréttirnar fyrir leik eru þær að Gerrard er kominn aftur í liðið og Dirk Kuyt er kominn af toppnum. N´Gog er ekki draumakostur frammi en er þó í það minnsta striker.

Byrjunarliðið:

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun

N´Gog

Bekkur: Cavalieri, Voronin, Aurelio, Babel, Skrtel, Spearing, Plessis.

Svona tippa á á þetta frekar en með Gerrard/Kuyt frammi með N´Gog í 4-4-2

Svo er bara að biðja til heilags Fowler um góð úrslit

45 Comments

  1. 1 johnson er meiddur, vona það besta er ekki með góða tilfinningu fyrir leiknum

  2. Meiddur skv. Liverpoolfc.tv , vona að þetta sé ekki alvarlegt og hann verði klár í slaginn gegn Man Utd. Athyglisvert að Carra hafi samt ekki farið í bakvörðinn og Skrtel í hafsent.

  3. Já hvar er Johnsson ? Hann hlýtur að hafa meiðst..

    Verður reyndar mjög áhugavert að sjá Kelly spreyta sig.

  4. Úff, þetta gæti orðið ansi strembið. Ekki beint spennandi liðsuppstilling á heimavelli. Jákvætt að sjá Agger í miðverðinum. Vonandi að Gerrard og Benayoun nái sér á strik í sókninni.

  5. af hverju í andskotanum notar hann ekki bara vinstri bakvörð fyrir johnson.þetta eru nú atvinnumenn og ættu að geta notað bæði hægri og vinstri goddamn it.0-0 eða 0-1

  6. Furðulegt að miða við hvernig Voronin stóð sig vel í þýskalndi þá er hann alltaf á bekknum og fær lítið sem engan séns, já merkilegt.

  7. Er Johnson alvarlega meiddur. Það er áhyggjufullt, þetta er alveg glatað. El Nino, Stevie G og Glen allir að glíma við meiðsli. Jésúúúúss Kristopolus.

  8. Líst ekkert á þetta! Mín uppstilling væri miklu árangursríkari

                         Reina
    
      Lucas    -      Carra   --       Agger   --  Insua
    

    Benayuon – Gerrard Mascerano – Babel

                        Kuyt              
                                           N´gog
    

    Þessi uppstilling er margfalt sterkari. Kuyt er þvílíkur vinnslujaxl og á að nýtast í þessa frjálsu stöðu, Gerrard gefur bestu sóknarsendingarnar og á auðvitað að vera inn á miðjunni en ekki frammi!
    Babel og Benayuon er flinkir og fljótir. Lucas hefur bara ekkert gert á miðjunni og getur leyst þessa bakvarðasöðu þegar Johnson er meiddur!
    og hana nú!!!

  9. smá útur öllu þessu saman. Ég las frétt um að Owen sagði að hann muni örugglega ekki fá góðar móttökur þegar hann kemur a Anfield en mer finnst að við ættum að klappa fyrir hann i staðinn fyrir að búa á hann. Hann þjónaði okkur vel þegar hann var hja okkur og það er það eina sem skiptir mali.

  10. Úff, hvað er að gerast hjá okkar ástkæra félagi? Lukkudísirnar eru alveg horfnar greinilega.

    Fór Gerrard meiddur útaf eða ætli Rafa sé að spara hann fyrir ManUTD ?

    Fokkings fokk.

  11. Haukur #21
    ég er nokkuð viss um að hann hafi farið meiddur útaf, hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu ef Rafa hefði ætlað sér að hvíla hann. Vonandi nær hann sér að þessum meiðslum fyrir sunnudaginn. Svo finnst mér Kelly vera að standa sig ágætlaga í þessum fyrri hálfleik sem er gott til þess að halda Johnson við efnið.

  12. Mér finnst leikur liðsins hafa skánað eftir að Gerrard fór útaf.

    Kelly og N’gog frískir, Mascherano og Insua aftur á móti afskaplega slappir.

    Furðulega mikið af stuttum sendingum að klikka.

    Magnaður kross hjá Kelly þarna undir lokin, illa gert hjá Aurelio að stýra boltanum ekki í hornið.

    Annað sinn í 2 leikjum sem við fáum gult spjald fyrir lítið annað en að hoppa upp í skallabolta (N’gog v Toulalan núna, Kuyt v Turner í síðasta leik).

  13. það munaði samt litlu í markinu sem Yossi skoraði að Kelly hafi sparkað Lucas inní helvítis markið… hefði það verið dæmt mark, hann er hluti af leiknum : )

    koma svo Rauðir

  14. Fuck…..enn og aftur eftir hornspyrnu…..
    Reynsluleysi Kelly að vera ekki búinn að koma sér í varnalínu. Spilaði tvo sóknarmenn réttstæða.

  15. wow, Gerrard, Torres, Aquilani, Johnson… nú vantar bara að Benayoun meiðist og þá er enginn skapandi leikhæfur í liðinu 🙁 Hræðilegt að sjá miðjuna, getum ekki haldið boltanum almennilega, það er venjulega (þó ekki alltaf) merki um að miðjan sé ekki nægilega sterk

  16. Þið verðið að fara að breyta þessu í header á síðunni. Við erum langt frá því að vera besta lið í heimi……

  17. Skammarleg varnarvinna í seinna marki Lyon. Allir staðir! Hvenær hætti Liverpool að kunna að verjast?

  18. Fokking fokk, agger átti að vera mættur í færsluna og carra á fjær í þessu seinasta marki hvað er í gangi þetta er bara basic stuff

  19. jæja,,,,fokk……Piss off Benitez…deildin búin, CL búið….Fjórir tapleikir í röð, ekki gerst síðan 1997….Botninum er náð

  20. 4 tapleikir í röð,, það hefur ekki gerst síðan árið 1987…. Nú er þetta komið nóg. Ef LFC vinnur ekki man utd. þá getur rafa farið til mallorka í sólina..

  21. deginum ljósara að þessir strákar eru ekki klárir í slagin andlega og þar sker úr um stráka og menn!hrun þessa liðs okkar er ekki benitez bara að kenna,flestir þessir leikmenn eru einfaldlega ekki karlmenn með eistu. tímabil búið eða klárast um helgina og spurning hvað gerist með klúbbinn yfirhöfuð í vor. vonandi gleyma menn ekki leeds. ps.ekki svartsýnn heldur raunsær!

  22. Svo sammála nr. 32, það er enginn skapandi leikmaður á miðjunni.
    Þeir voru að reyna og börðust vel. Andstæðingurinn á bara en einu sinni miðjuna, enda Lucas og Macherano ekki hæfir þar saman. Verð að setja spurningarmerki við Benites að láta ekki Gerrard byrja aftur á miðjunni heldur enn einu sinni þá félaga Lucas og Macherano, þeir virka bara kki þarna saman. Veit að Gerrard meiddist en það breytir ekki byrjunaruppstillingunni. Svo set ég spurningarmerki við að taka útaf eina leikmanninn sem var líklegur til að búa eitthvað til í þessum leik, Bennayoun.

    Annars vantar liðið bara breidd eins og ég er alltaf að tuða um. Veit okkur vantar marga toppleikmenn en engu að síður hrópar liðið á breidd, börðust vel strákarnir og reyndu en liðið er bara ekki nógu vel mannað punktur.

Lyon koma á Anfield á morgun.

Liverpool – Lyon 1-2