Liðið komið, Spearing og Agger byrja

Jæja, þá er liðið gegn Sunderland komið og það er nokkuð spes:

Reina

Carragher- Skrtel – Agger
Johnson – Spearing – Lucas – Aurelio
Benayoun

Kuyt – Babel

**Bekkur:** Cavalieri, Kelly, Insúa, Mascherano, Riera, Voronin, Ngog.

Mér sýnist þetta vera eins konar 3-5-2 í fljótu bragði. Agger, Skrtel og Carra í vörn, Glenda og Fabio á vængjunum, Benayoun fyrir framan Lucas og Spearing á miðjunni og Babel og Kuyt frammi.

Þetta verður áhugavert, svo ekki sé meira sagt.

Áfram Liverpool!

72 Comments

  1. Já mjög athyglisvert. Ekki nema Agger sé í vinstri bakverði? Eða hreinlega á miðjunni?

  2. Já sæll, uuuuu það er ekkert annað. Maður er bara ekki alveg búinn að fatta þetta.

  3. Okei, þetta er að ég held í fyrsta skipti í vetur þar sem að Rafa hefur gjörsamlega komið á óvart í liðsvali. Þetta verður fróðlegt. Rafa hefur gert þetta stundum (man eftir Newcastle á útivelli fyrir tveim árum að ég held) en þetta kemur samt verulega á óvart.

    Ég er spenntur. Vonandi að Villa nái að halda út gegn Chelsea.

  4. Þetta kemur öllum á óvart en það verður gaman að sjá Spearing og Agger spila.

    Ég sé þetta lið svona

                                        Reina
                Skrtel              Carragher        Agger
    

    Johnson Aurelio

                        Lucas                      Spearing
    
                                       Benayoun
    
                           Kuyt                       Babel
    
  5. Á opinberu síðunni segir að þetta sé 5-4-1. “With Steven Gerrard and Fernando Torres injured, the gaffer has selected a 5-4-1 formation, with Dirk Kuyt up front supported by Ryan Babel and Yossi Benayoun.”

  6. Líst vel á að sjá að Spearing fær að byrja. Það er fyrir löngu komin tími á að lofa ungu leikmönnunum að sýna hvað í þeim býr. Ég vona að liðið sýni baráttu, sem þarf á móti þessu liði.. Vona það besta, en óttast það versta 😉 Spái 0-1 fyrir LFC. Aurelio með markið úr aukasp.

  7. Jahá!.. þetta er mjög áhugavert, mjöög áhugavert. Þetta er allavegana pottþétt ekki liðsuppstillling sem Sunderland (ásamt flestum öðrum) eru búnir að vera búa sig undir. Vona að við fáum að sjá “Benites brilliance” útúr þessari liðsuppstillingu.

    Come on you reds!!!

  8. nei þetta er bara sama uppstiling, agger í bak og fabio á miðju eða öfugt, rafa er of heimskur til að skipta um taktík

  9. Sælir félagar,

    Veit einhver hvar er hægt að horfa á leikinn á netinu?

  10. Mér líst bara nokkuð vel á uppstillinguna, óttaðist að það yrði verra. Gaman að sjá Spearing, Agger og Babel.

  11. Tja annað hvort verður Rafa hetja eða skúrkur eftir leikinn með þetta liðsval verð ég að segja, vonandi taktísk hetja : )
    Nú Chelsea tapaði gegn Aston Villa og nú er því góður möguleiki fyrir okkur að minnka bilið.

  12. Strákar ég held að þetta sé 442 með Carragher í hægri bak og Aurelio í vinstri. Svo með Glen og Benayoun á köntunum!

  13. Frábær dekkning hjá Chelsea í þessum hornspyrnum 🙂

    Ekki alveg viss með þessa uppstillingu, hefði frekar hent Masch inná miðjuna þrátt fyrir ferðalagið sem hann var að koma úr. Vona bara að vörnin haldi og Ngog kemur inn af bekknum og skorar sigurmarkið, 0-1. Í versta falli steindautt verður þetta 0-0.

  14. Svolítið áhyggjuefni að þegar T & G eru meiddir þá er pakkað í vörn 🙁 En vonum að þetta virki 🙂

    Áfram Liverpool !!!!!!!!!

  15. En þá að mikilvægari málefnum – mikið hrottalega eru þessar stuttbuxur ljótar.

  16. Jeeeeeiiiiii!! Byrjar æðislega. Foooooooooooooookkkkkkkkkkk!!!!!!!!!!

  17. Þetta er pottþétt tap, bara spurning um hvort menn haldi haus og haldi mörkunum í lágmarki. Við erum basically með enga miðju með Spearing þarna , gætum eins verið með keilu (mjög litla)

  18. Babel og Spearing eru bara langt frá því að geta eitthvað, langt frá því

  19. sé fyrirsagnirnar í ensku blöðunum fyrir mér…….

    Bent “ballooned” it in !

  20. Er það bara ég eða er Liverpool með álíka sterkt lið og Bolton þegar G og T vantar?
    En eitt, á ekki að dæma þetta mark af? Er þetta ekki kolólöglegt að hafa blöðru í vítateignum, hefði aldrei orðið fokking mark ef þessi ljóta blaðra væri ekki þarna! Mega áhorfendur henda blöðrum að vild inn á völlinn?

  21. blaðran telst vera partur af vellinum, þannig að þetta var löglegt mark

  22. The balloon that ‘scored’ Sunderland’s goal actually came from the Liverpool fans behind Pepe Reina’s goal. BBC.

  23. Sunderland eru bara miklu baráttuglaðari en við. Einnig getum við varla spilað okkur útúr smá pressu. Lucas….zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

  24. Sjaldan séð knattspyrnumann líta jafn illa út og Aurelio þarna á köflum, í vörninni, samt ágætur karlinn. Verðum að stöðva þessa blöðru, en já hún var líka klárlega rangstæð í markinu fáránlegt að aðstoðardómarinn hafi ekki veifað…

  25. Ólýsanlega slakur fyrri hálfleikur og ef Benitez gerir ekki skiptingu í hálleik þá mun hann aldrei gera það… maður á ekki orð yfir þessari frammistöðu. Þessi blaðra skiptir engu máli þeir gætu hvort eð er verið búnir að skora 3-4 mörk þar sem liverpool hefur enga vörn.

  26. Já, þetta er sundbolti með Liverpool merkinu ár. Þannig að þetta skráist væntanlega sem sjálfsmark á boltann.

    Ef að Rafa öskrar ekki vel á menn í hálfleik þá verð ég fyrir miklum vonbrigðum. Þetta var alls alls ekki nógu gott.

  27. Þetta var Liverpool blaðra/sundbolti þannig að þetta var aldrei rangstaða. Ég mæli með því að sóknarmenn Liverpool taki sér svona blöðru í hönd í föstum leikatriðum í seinni hálfleik og láti hana skalla boltann inn.

  28. Vel gert af blöðru sem var vel merkt Liverpool:(
    Alveg týpískt fyrir Liverpool þessa dagana!!

  29. Áttu ekki Bardsley,Ferdinand,Malbranque og Turner að vera í banni skv. Kristjáni Atla?

    Annars er þetta búið að vera svo lélegt að Liverpool á ekki skilið að vinna þennan leik eða fá eitthvað úr honum:(

  30. Við erum 1-0 undir á móti Sunderland og þeir eru að yfirspila okkur!!! Maður er farinn að missa trúnna á þessu öllu saman…

  31. Sorglega léleg frammistaða hjá LFC móti skakknefi og hans mönnum. Við eigum ekkert skilið úr þessum leik.

  32. Þetta er alveg skelfilegt að horfa á. Benitez er svo ótrúlega þrjóskur og ruglaður að geta aldrei skipt inn á þegar liðið er að drulla upp á bak. Ég veit ekki eftir hverju hann er að bíða með skiptingu.

    Þessi leikur er þannig leikur að ef þú ætlar að vera með í toppbarátunni á þessu tímabili þarft þú að vinna svona lið.

    Burt með Benitez helst strax eftir leikinn það er honum að kenna að það séu ekki betri menn í þessu liði og engu öðrum. Endalaust að kaupa einhverja miðlungsmenn og svo veit hann ekkert í hvaða stöðu þeir eiga að leika.

    Frekar pirraður á þessu hellvítis liði.

  33. This will cheer Rafa Benitez up even more: the Sunderland goal should not have stood. “Hi Rob,” says Harold Dyson. “From your You Are The Ref series, we have: ‘3) Stop play and award a drop ball from where the ball made contact with the plastic bag. If the contact took place inside the goal area (six-yard box), then the drop ball is on the six-yard line that is parallel to the goal-line at a point nearest to where the contact occurred. This is not the same as question one. The plastic bag is an outside agent – the moment the ball makes contact with it, play is dead – so the fact the keeper subsequently picked the bag up is irrelevant.'”

  34. s.s. markið átti ekki að standa þar sem boltinn fór inn af aðskotahlut á vellinum.

    Eru ekki allir hressir með það?

  35. “Zonal defences really are a liability – had anyone man-marked the balloon, Liverpool would still be in that game,”

  36. Veit ekki hvaðan þú færð þetta Daði. Ef Babel myndi skjóta í máv sem væri fljúgandi fyrir ofan markið og í markið væri það dæmt gott og gilt.

    Vil meina að markið sé löglegt.

  37. ég bara man ekki eftir að hafa séð svona mörg návígi tapast eins og í þessum leik.

  38. Krista: mávur fljúgandi yfir vellinum og það er skotið í hann og inn er ólöglegt því hann er talinn vera aðskotahlutur eins og sundboltinn í þessu tilviki. Leikurinn yrði stöðvaður ef áhorfandi myndi fá hann í sig og inn ef hann myndi hlaupa inn á því hann er aðskotahlutur.
    Þannig að allt sem tilheyrir ekki leiknum sjálfum er talið vera aðskotahlutur.

    1. Krista þetta kemur af Guardian.
      Nú er ég ekki viss, þeim þykir þetta stórmerkilegt atvik á Guardian.
      Eina sem maður finnur í Laws of the Game er:

    Outside agents
    Anyone not indicated on the team list as a player, substitute or team offi cial is
    deemed to be an outside agent, as is a player who has been sent off.
    If an outside agent enters the fi eld of play:
    • the referee must stop play (although not immediately if the outside agent
    does not interfere with play)
    • the referee must have him removed from the fi eld of play and its immediate
    surroundings
    • if the referee stops the match, he must restart play with a dropped ball in
    the position where the ball was at the time when the match was stopped,
    unless play was stopped inside the goal area, in which case the referee
    drops the ball on the goal area line parallel to the goal line at the point
    nearest to where the ball was located when play was stopped

    Eins og Simmi #55 segir þá er afar ólíklegt að mávurinn myndi teljast

  39. Ótrúlega lélegt. Engin barátta. Virkar á mig sem miðlungslið. Ég tel að Benitez sé kominn á endastöð með þetta lið og ráð að láta Kenny Daglish taka við liðinu.

  40. “The balloon that ‘scored’ Sunderland’s goal actually came from the Liverpool fans behind Pepe Reina’s goal – I guess I should change my description to balloon og – but should it have stood?” (BBC)

  41. The referee in the Liverpool game is Mike Jones, and you won’t be seeing him in the Premier League for a while. Amusing as it obviously is, it’s also an appalling decision.

  42. Tek undir það að láta Daglish taka við þessu liði. Þetta er bara ekki að ganga upp …. við gætum spilað í tvær vikur núna án þess að skora á móti þessu miðlungsliði Sunderland, sem virkar eins og mjög gott lið á móti lélegu liði Liverpool..

    Nú er bara að reyna að tryggja sér 4 sæti í deildinni. Enn eitt árið…

  43. Þetta var algjörlega geldur leikur hjá okkar mönnum. Eins og menn hafi enga trú á þessu. Menn geta sagt að þetta mark hafi ekki átt að standa en þeir hefðu átt að skora 2 mörk í það minnsta. Heppnir að sleppa þó aðeins með eitt mark í mínus.

  44. Málið er bara að enn og aftur sannar það sig að ef G og T eru ekki með vantar QUALITY í liðið. Bara það að Babel og Spearing séu í byrjunarliði er ósættanlegt, og alveg glatað til þess að horfa að Spearing sé fyrsti kostur úr þessu varaliði. Þessi gaur getur ekkert, og verður ekkert, rétt eins og Babel.

  45. Skelfilegur leikur, Skrtel fremstur meðal jafningja í slakri frammistöðu. Einn alversti leikur hans í treyju Liverpool. Stórfurðulegt að Benitez hafi ekki gripið til þess ráðs að skipta inná fyrr en á 70.mínútu. Var hann svona rosalega ánægður með þá sem voru inná vellinum?

    Það lifnaði örlítið yfir þessu eftir breytingarnar en þó ekki nóg til að óverðskuldað jafntefli næðist í hús.

  46. Benitez snillingur þegar við vinnum og sauður þegar við töpum. Kannski er hans tími kominn kannnski ekki, átta mig ekki alveg á því. Staðreyndin er samt sú fyrst og fremst að okkur vantar seðla til að geta keppst um alvörumenn. Horfið á þetta byrjunarlið, afhverju átti Benítez að stýra því til sigurs á móti ágætu liði á útivelli. Þetta er alls ekki sterkt lið, stend við það sem ég er alltaf að tuða um, án Torres og Gerrard erum við miðlungslið og með þeim erum við góðir en vantar meiri breidd og fleiri alvöru leikmenn. Þegar Bennayoun er orðin sá leikmaður sem allir halda ekki vatni yfir er ástandið ekki merkilegt.

  47. Markið er leyft vegna þess að varnarmaðurinn sparkar honum inn. Sundbolti er of léttur til að deflecta þessu.

  48. Sverrir, ég er svo sammála þér…hafði aldrei trú á því að við myndum skora…var vonlaust frá 1. mínútu…Það er svo ömurlegt að horfa á þetta lið þessa dagana…held við getum kysst deildina bless!!!

  49. Sunderland voru bara með miklu sterkara byrjunarlið og áttu skilið að vinna.Aurelio er hræðilegur og spyrnurnar frá honum engu betri t.d aukaspyrnurnar.þoli ekki þegar menn geta ekki drullað boltanum yfir fyrsta varnarmann.við eigum bara ekki séns þegar menn eins og voronin,lucas spearing,babel eru í liðinu.í hvaða helvítis sæti erum við komnir?

  50. Dalglish á það að vera. Málið er að liðið er ákaflega andlaust og það virðist engin leið að motivera liðið. Benitez er góður þjálfari en hlutirnir hafa ekki verið að gera sig, a.m.k. ekki þetta tímabil. Kannski er maður of óþreyjufullur.

Sunderland úti á morgun

Sunderland 1 – Liverpool 0