Aquilani að verða leikfær

Samkvæmt frábærum fréttum í dag er búist við að Alberto Aquilani geti byrjað að spila fyrir varaliðið okkar innan tveggja vikna. Það þýðir að ef hann lendir ekki í neinum frekari flækjum með meiðsli sín ætti hann að vera orðinn til í slaginn með aðalliðinu fyrir lok október, og þá jafnvel gegn Man Utd þann 25. n.k.

Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir. Ekki bara af því að liðið þarf að leika fimm leiki á fjórtán dögum eftir landsleikjahléð heldur af því að það tekur kannski aðeins pressuna af Mascherano og Lucas, sem hafa ekki átt sjö dagana sæla (af misjöfnum ástæðum) og hafa verið undir mikilli pressu undanfarið. Við einfaldlega þurfum Aquilani inn, strax í gær.

Einnig: George Gillett er hálfviti. Þetta er ekki einu sinni spurning um það hvort menn eru sammála honum eða ekki. Það einfaldlega hjálpar liðinu engan veginn að hann skuli opinbera skoðanir sínar á svona viðkvæmum tímapunkti á tímabilinu. Ef hann er ósáttur við Rafa á hann að halda því innandyra og skamma hann sem vinnuveitandi hans, EKKI fara með það í fjölmiðla.

Fífl.

48 Comments

  1. „Við höfum fjárfest meira í félaginu en keppinautar okkar, til að viðhalda hefðum félagsins. Undanfarna 18 mánuði höfum við lagt 128 milljónir punda í félagið, til viðbótar við þann hagnað sem hefur skilað sér úr rekstrinum. Þetta ætti að bæta gengi liðsins, en ef það gerist ekki, er það ekki Gillett og Hicks að kenna, heldur stjóranum og hvernig leitað er að liðsstyrk. Þið verðið að hafa jafnvægi í greiningunni. Það var nægt fjármagn til staðar, og ef þið eruð óánægðir verðið þið að skoða báðar hilðar málsins,” er haft eftir Gillett.

    Núna byrjar þetta rugl aftur… nú er orðið heitt undir Rafa… fáum ekkert betri þjálfara en Rafa……… það er allt í rugli í þessu klúbb!

  2. Hjartanlega sammál Gillett, Benites er ekki að gera neina rósir með félagið… Mundi ekki sakna hans þó hann færi!

  3. Undarlegustu ummæli sem ég man eftir að hafa lesið. Er ekki að kaupa þetta. Samkvæmt Gillett á Benitez að hafa átt næga peninga í sumar og einnig að hafa fengið peninginn eftir sölu Alonso, hvert fóru þá þessir peningar??? á Benitez þá núna nokkra tugi miljóna punda inni í skáp sem hann er að geyma? Eins og ssteinn benti á hér fyrir nokkrum vikum þá ætti benitez að eiga helling af peningum ef allt væri eðlilegt. Maður er ekki að skilja þetta.

    og að koma þessi ummæli í blöðunum er náttúrulega fyrir neðan allar hellur og sannar enn einu sinni hversu mikil fífl þessir helvítis Kanar eru. Verður gaman að sjá viðbrögð Benitez við þessu. Ætli það verði ekki einhver sirkus núna næstu dagana sem fer fram í blöðunum??? ÞVÍLÍKT RUGL…

  4. Ekki að ég vilji verja Gillett þá fór hann nú ekki beint með þetta í blöðin! Þetta á að hafa komið á Spirit of Shankly samkomu og þar eru menn sem eru hreint ekki aðdáendur G&H og “leka” svona fréttum góðfúslega í fjölmiðla og þeir passa sig sérstaklega á að láta þetta líta sem allra verst út.

  5. Eftir höfðinu hreyfast limirnir.

    Það sem liðinu vantar er stöðuleiki bæði í spilamennsku og í stjórnun.
    Tvennt sem við heyrum alltof mikið af er kjartæði. Hvort það er útaf stjórnun eða leikmanna sölum og kaupum.

    Fótbolti er ekkert flókinn íþrótt. að þarf bara að koma boltanum í netið hjá andstæðingum og verna að þeir skora ekki hjá þér. áfram lfc

  6. Æji þetta er ekki eitthvað sem klúbburinn þarf á að halda. Menn eiga ekki að vera koma með svona ummæli opinberlega því þetta hjálpar engum. Nú má búast við fáránlegum sirkus næstu daga.
    Drasl.

  7. Ekki hægt að skamma Gillett fyrir að fara með þetta í fjölmiðla, það voru stuðningsmenn Liverpool sem fóru með þetta í fjölmiðla. Þeir ættu að skammast sín.

  8. Ekki finnst mér nú rétt að vera að ráðast á Gillett fyrir að hafa skoðanir á sínum eiginn klúbbi og hann segir heldur ekki annað en það sem við vitum allir ,þ.e.a.s Liverpool hefur startað illa.
    Rafa er á sínu sjötta ári með liðið og þetta átti að vera árið sem titillinn kæmi heim eftir frábærtt siðatlið ár,en okkar mönnum hefur farið aftur og það var afleitt að fara í tveggja vikna frí með tvö töp á bakinu og að þurfa að mæta Sunderland í næsta leik á útivelli. Það þarf ekki neinn kjarnorkufræðing til að sjá að stjórinn er undir mikilli pressu og gæti verið farinn fyrir lok mánaðarins ef ekki fer að ganga betur.
    En ég vona bara ekki að Klinsmann fái jobbið, hann er jú atvinnulaus í dag.
    En það er athyglisvert að Gillett segir að Rafa hafi fengið alla Alono peningana og svo er hefur hann ekki nota þá, og ef það er rétt þá hefur Rafa heldur betur farið illa að ráði sínu .

  9. Hringið í Klinsman !!

    “Crisis in Liverpool” eða “nýjir fjárfestar” , veit ekki alveg hvort er orðið þreyttara.

    Rekum Rafa, hann hefur ekkert gert með meistaraliðið sem hann fékk frá boring boring Houllier, við erum verr staddir í dag og það eru 1.000.000 af heimsklassaþjálfurum á lausu……

    …..en í alvöru, hvar er Klinsman ? 😉

  10. Ég held að það ætti bara að láta Benitez fara hann er ekki að ná því hvernig á að vinna ensku deildina og ráða englending í staðinn. Annars finnst mér að við ættum að fá Patrick Vieira í janúar til að koma einhverju viti á þessa miðju þó ekki væri nema bara út þetta tímabil. Ég hef enga trú á því að miðjan lagist eitthvað við það að fá meiðslagemlinginn inn í þetta lið eftir 2 vikur.

    • Gillett er bara að gera þetta svo við getum rifist um eitthvað í þessu landsleikjahléi.

    Það eitt er virðingavert 😉

    Vá hrós og vörn til handa Gillett á sama deginum!!

  11. Benitez hafði aldrei neina peninga í lok gluggans, var ekki talað um það hérna í 2-3 vikur að hann hefði ekki nema 1-3 millur til að versla??? ef hann hefði átt 10-20 eða 30 eða hvað þá hefði maðurinn verslað svo einfalt er það.

  12. Það er fínt að umræðurnar séu farnar að snúast um deilur milli eigenda og Rafa. Það verður e.t.v. til þes að að liðið fari í gang. Liðið virðist yfirleitt spila best þegar allt er í háaloftum innan klúbbsins utan vallar.

    Bölv…landsleikjahlé. Fannst boltinn rétt að komast á skrið eftir síðasta landsleikjahlé.

  13. Það er ótrúlegt hvað þessir kanar geta sannfært sjálfa sig um að þeir séu duglegir að láta peninga í leikmannakaup. Ég ákvað að gera smá könnun á netinu á leikmannahópum annara toppliða í deildinni og hve miklum peningum var varið í að búa til þá hópa.

    Ef við byrjum á því óraunhæfasta þá hefur Man City samkvæmt mínum útreikningum eitt litlum 250 milljónum punda í sinn leikmannahóp sem spilar í vetur. Inn í þessari tölu setti ég Jo þrátt fyrir að hann sé á láni því hann er jú ennþá í eigu City. Næst tók ég Chelsea þar er kostnaðurinn við að búa til þann hóp um 230 milljónir punda. Þá er komið að manu, þeirra hópur hefur kostað þá um 216 milljónir punda þrátt fyrir að þeir séu með fjölda uppalda leikmanna í sínum hópi. Svo ákvað ég að kanna líka Tottenham þar sem mér hefur fundist þeir vera eyða miklum peningum síðustu ár í leikmenn. Niðurstaðan var sú að hópurinn hjá þeim í dag hefur kostað þá um 177 milljónir punda.

    Þá er komið að okkar ástsæla liði Liverpool, samkvæmt upplýsingum frá LFC History.net þá hefur hópur Benitez kostað Liverpool heilar 146,5 milljónir punda, ha bíddu en Liverpool er búið að eyða meira en hinir til að styrkja liðið samkvæmt Gillett (nema City). Hér stemmir ekki eitthvað, ég veit ekkert hvað þeir hafa eytt í kostnað við undirbúning á nýjum velli eða kostnað við breytingu á starfliði sínu, mér er alveg sama um það. Það sem telur inn á vellinum er hvað liðið getur borgað fyrir leikmenn til að fá þá bestu. Eins og þetta lítur út fyrir mér þá erum við langt á eftir Manu, Celskí, City og jafnvel Tottenham þegar kemur að eyðslu í leikmenn.

    Svo kannaði ég líka kaup og sölur Benitez á LFC History.net, þar er mismunur upp á -83.241 milljónir punda. Er það mikið þegar horft er til þess hvernig hópurinn var þegar Benitez tók við okkar elskulega liði. Mitt svar er NEI.

    Krizzi

    Kv
    Krizzi

  14. Svona í alvöru…hvaða titla er liverpool búið að vinna í stjórnartíð Rafa?????

  15. Guðbjörn.. Ef þú ert ekki með það á hreinu, þá bendi ég bara á lfchistory.net !!

    “Svo kannaði ég líka kaup og sölur Benitez á LFC History.net, þar er mismunur upp á -83.241 milljónir punda. Er það mikið þegar horft er til þess hvernig hópurinn var þegar Benitez tók við okkar elskulega liði. Mitt svar er NEI. “

    Kaup og sölur Benítez, á LFC History.net ?? Er hann búinn að vera að versla eitthvað þar ?

    Ágætist úttekt annars hjá þér á þessum tölum, sem einhverra hluta vegna enginn í heiminum virðist reikna eins út eða vera með á hreinu, og allra síst eigendurnir held ég !!!

    Carl Berg

  16. Gillet er bara að sanna fyrir mér meira og meira að hann er fífl og asni. Rafa hefur gert góða hluti hjá Liverpool og lyft grettistaki á mörgum hlutum. Hvað var Ferguson búinn að vera lengi hjá Manchester áður en hann fór að skila reglulegum árángri ?? Þetta er bara bull og vitleysa og ég kaupi ekki svona framkomu. Ég vil þessa djöfuls kana í burtu og ekki seinna en í gær ! Þið sem viljið Rafa burt ættuð bara að snúa ykkur að Bocchia eða borðtennis.

  17. Ok Rafa skrifaði undir 16.06.2004 síðan þá er hann búinn að vinna 3 titla
    Champions Leauge 2005
    European Cup 2005
    FA Cup 2006
    Ég var ekkert að grínast þegar ég setti þetta fram í færslu 19,ég var bara að reyna að benda á, í góðu að rafa er ekki búinn að vinna marga titla sem stjóri Liverpool,ÞAÐ ER STAÐREYND,en hann er búinn að breyta liðinu heil mikið frá tíð houllers,enda mikklu hæfari stjóri.
    En hann verður að fara skila árangri það var það sem ég var að reyna að benda á og ekkert annað.

  18. Gillett er auðvitað asni.

    Hicks held ég að sé mun skárri, en þessi er fífl sem þarf að kveðja.

    En gaman verður að sjá Alberto í rauða búningnum.

  19. Því miður er þetta bara rétt hjá honum, við erum ansi langt frá þessu þökk sé titlaleysi og skelfilegri markaðssetningu.

  20. Ég er á því að Rafa sé einn besti stjóri heimsins en það eru samt nokkrir hlutir við hann sem fara í taugarnar á mér, einna helst notkun á skiptimönnum. Mér finnst hann nýta bekkinn afar illa. Skiptingar koma seint jafnvel þegar liðið er að spila hryllilega.

    Varðandi þessa eigendur þá er deginum ljósasra að þeir eru ekki að gera það besta fyrir félagið, það eitt nægir mér til að vilja ýta þeim burt.

  21. kobbih, það er ekki málið og auðvitað er það ansi huglægt hvað er í rauninni stærsti klúbbur í heimi. Hvernig á að mæla það? Er það sá sem á flesta stuðningsmenn? Eða mesta peninginn? Eða hefur unnið flesta titla?

    Málið er að Owen sagði ekki “einn af stærstu klúbbunum” eins og hann hefði getað gert, nú eða bara sleppt þessari setningu, heldur sá stærsti. Lélegt.

  22. Frábært hjá þessum bekkjarvermi hjá united, djöfull vona ég að hann eigi aldrei eftir að spila aftur fyrir Enska landsliðið, enda af hverju ætti hann að gera það þegar að Capello hefur miklu betri menn til staðar, 1.Rooney 2.Heskey 3.Defoe 4.Bent 5.Agbonlahor. Allt eru þetta leikmenn sem eru að spila fyrir sín lið og eru að skora reglulega.

  23. Owen er ekkert annað er sorglegur gaur. Algjört virðingaleysi við Liverpool að gefa þessa yfirlýsingu.

  24. þið eruð allir hauslausir asnar bara reka benitez juju ekki fokking sens að ég verð sáttur með það.það eru leikmennirnir sem eru að kúka upp á bak ekki benitez með alla Þessa heimsklassa menn í liðinu eigum við ekki að gagnryna hann.hlakka til að sja comment herna þegar við vinnum man utd í þessum manuði þá verður það ekkert nema hrós handa rafa.það er ekki sens að eg vill sja einhvern has been klinsmann eða einhvern ítala gerpi taka við liðinu og fá fullt af einhverjum nobodys til liverpool. það eina sem ég vill fá er nyir eigendur burt með þessa helvitis kana það er augljost að þeir vita ekki neitt um fótbolta enda bandaríkjamenn þjóð sem veit ekki hvað fótbolti er

    og svona meðan ég er í ham fokk off michael owen ég vona að það tryllist allt á anfield þegar hann kemur þarna þessi maður er judas og á skilið að vera treataður eins og júdas

  25. Rólegur Elías. Það eru ekki allir sem eru að vilja Rafa í burtu og þar á meðal ég !

  26. Varðandi lélega markaðssetningu hjá Liverpool FC að þá held ég að það hafi batnað til muna þegar Rick Parry fór. Við erum að gera risa samning við þennan Banka og fáum aukið fé til félagsins. Ef Rafa fær fé og frið til þess að vinna eins og hann vill þá mun hann leiða þetta lið til sigurs í deildinni, um það er ég sannfærður. Það er alltaf verið að tala um það af mun fróðari mönnum en flestum okkar á þessu skrifi hérna að hann sé sá fróðasti, taktískasti og snjallasti manager í heimi. Ég vil hafa slíkann mann við stjórnvölinn. Það sem okkur vantar og flest allir hérna hafa verið að kalla eftir eru 2 stór nöfn sem eru af sama kalíberi og Torres og Gerrard til þess að bera þetta lið uppi. YNWA

  27. Man þegar Liverpool-menn voru að hlæja að Man.Utd. þegar Glazer-fjölskyldan mætti á svæðið. Glazerarnir hafa í raun verið frábærir, stutt Ferguson 100%, algjörlega haldið sér saman og séð um sína hluti.
    Sjá svo þessa apaketti sem koma og kaupa Liverpool. Þetta er hlálegt. Svo er það eina sem getur bjargað ykkur einhverjir olíuarabar í leikfangaleik, mikill sjarmi yfir því!

    Kveðja frá tunglinu.

  28. Það skiptir engu hver á Liverpool Tunglbúi eins lengi að sá aðili styður við bakið á stjóranum og liðinu. Mér gremst það bara mjög að tala um að Arabar séu í leikfangaleik og það sé engin sjarmi yfir því. Vissir fordómar í skrifum þínum sem eiga ekkert skilt við fótbolta. Ég segi eins og Ólafur Ingi vertu bara áfram á tunglinu. Og nota bene Manchester United er skuldugasta félag í heimi, það er góður árángur hjá Glazer familíunni !!

  29. Torres meiddur samkvæmt mbl.is
    Meiddist í nára á landsliðsæfingu…sem er frábært

  30. Djöfull mætti hann samt fara lenda upp á kannt við Spænska knattspyrnusambandið.

  31. Trúi ekki öðru en hann fái hvíld í þessum leik, fáranlegt annað.

Martin Palermo

Auglýsingar á Kop.is