Agger byrjaður að spila

Jæja, er ekki ágætt að fá einhverjar gleðilegar fréttir hér efst á þessa síðu?

Daniel Agger spilaði í gær í 70 mínútur fyrir varaliðið. Að hans sögn gekk þetta allt vel og hann verður því vonandi í hópnum gegn Chelsea, þótt að það hljóti að teljast ólíklegt að hann verði í byrjunarliðinu þrátt fyrir erfiðleika í varnarleiknum að undanförnu.

34 Comments

  1. Frábært að fá hann til baka! Nú þarf hann að ná restina af tímabilinu án meiðsla, hann er búin að taka sinn skammt og vel það síðustu tvö tímabilin eða svo.

    Við vitum allir hve öflugur hann er, var frábær 07/08

  2. Bara góðar fréttir. Ef það tekur hann 1-3 vikur í viðbót að fá sig 100% áður en Rafa hendir honum í djúpu laugina er það þess virði ef hann getur þá verið virkur það sem eftir lifir vetrar. Eins og staðan er í dag vantar okkur ferskt blóð í miðja vörnina þar sem þeir JC og MS hafa ekki verið neitt sérstaklega góðir það sem af er vetri.

  3. ekki veitir af að styrkja vörnina því er búinn að vera hrein hörmung í einu orði sagt

  4. Ég er nú ekki búinn að sjá alla leikina. Ég held að það megi alveg hvíla Carra í 1-2 leiki og sjá hvort að hann átti sig á frammistöðunni sinni sem af er tímabili. Hann er búinn að vera frekar þungur á sér og illa staðsettur í föstum leikatriðum svo er félgai hans Martin Skertl sá drengur má alveg hvíla sig búinn að vera hörmulegur. Kyriakos má alveg fá þennan séns til þess að sína sig og fá smá blóð á tennurnar og hafa meiri samkeppni um miðvarðarstöðuna. En auðvitað á Agger að vera þarna inni þegar hann verður orðinn leikfær ekki spurning og þá fyrir Skertl. Eins og byrjunin hefur verið er aðeins ein leið og það er uppá við…. áfram LFC

    • “Ég held að það megi alveg hvíla Carra í 1-2 leiki og sjá hvort að hann átti sig á frammistöðunni sinni sem af er tímabili.”

    Shit er ég orðinn þreyttur á að sjá stuðningsmenn LFC drulla yfir Carra.
    Kennum manni sem er búinn að spíta blóði fyrir liðið í rúman áratug um slakan varnarleik það sem af er tímabili.

    Nokkrir punktar sem hafa breyst.

    1. Xabi er farinn.
    2. Mascherano hefur ekki verið að spila alla leiki liðsins á þessu tímabili.
      Þegar hann hefur spilað hefur hann ekki litið eins vel út og oft áður.
    3. Við erum með miklu sóknarsinnaðari bakverði sem gleyma stundum varnarleiknum, sást t.d með Insúa á móti Fiorentina, hann var með frekar mikið free-role allan leikinn og svo spilaði hann líka Jovetic réttstæðan í fyrra markinu. Auðvitað er hann búinn að standa sig frábærlega en hann er líka reynslulaus þegar kemur að varnartaktík og það er ekkert af ástæðulausu að Carragher er látinn vera vinstra megin í vörninni til að veita honuim stuðning.

    Ég er alls ekki að segja að Carragher hafi verið að spila vel, hann hefur oft verið betri og nokkur mörk skrifast á hann en hann og Skrtel eiga ekki einir sök í öllum þessum mörkum sem við höfum fengið á okkur.

    Höldum bara áfram að níðast á Lucas frekar en Carra 😉

  5. Sælir félagar

    Vil bara taka undir með #5 Brynjari. Það er frekar leiðinlegt að lesa skítkast út í Carra sem á allt annað skilið. Vandræðin í vörninni skrifast ekki bara á hann heldur líka samspil varnar og miðju ásamt með samvinnu bakvarða og miðvarða. Þó Carra hafi gert óvenju mörg mistök í haust þá er samstilling (eða skortur á henni) varnarinnar sem heildar ásamt því að varnartengiliðir hafa ekki verið að spila jafn vel og í vor ástæða margra þeirra.
    Þessi samstilling mun fara að smella og þá verður markaþurrð hjá andstæðingum okkar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. Ég er sammála mönnum að það er ekki hægt að skrifa slakan eða síðri varnarleik en fyrri ár einungis á Carra. Vissulega ekki verið upp á sitt besta eflaust en gefum honum aðeins meira credit 🙂 Þrátt fyrir að Rafa vilji meina annað þá hefur leikur liðsins breyst. Þeir eru mun sókndjarfari en áður og þegar það breytist þá vill það oft bitna á varnarleik liða. Annars hef ég meiri áhyggjur af varnarleiknum þegar kemur að hornspyrnum og aukaspyrnum. Virðast ekki vera með hlutina á hreinu þegar kemur að föstum leikatriðum. Það er óskiljanlegt og verður að laga. Ég nenni allavega ekki að vera með hjartað í brókinni í hvert sinn sem það kemur hornspyrna eða aukaspyrna á hættulegum stað eins og hefur verið á þessu tímabili hjá mér! En vonandi með tilkomu Aggers sem er eflaust óþjáður í að komast inn á völlinn og tryggja sér byrjunarliðssæti fer þetta að lagast 🙂

    YNWA

  7. Ósammála ! Skiptir engu máli hvort Carra sé búinn að spila uppá hvern einasta blóðdropa seinustu tímabil, engu !

    Ef hann er að spila illa þá á hann einfaldlega ekkert að vera í liðinu punktur. Ekki að segja að hann sé búinn að vera lélegur á þessu tímabili heldur slakari en undanfarin tímabil það er alveg á hreinu.

    Sjáið Hyypia, um leið og það fór að síga á hann, jafnvel þó að hann hafi verið legend hjá liðinu á rúmlega 10 ár þá var hann tekinn út úr liðinu á kostnað Agger sem var … þá, að spila betur. EF að Agger eða Grikkinn geta komið með ferstk blóð í vörnina er þetta ekkert vafamál 🙂

  8. Ég er algjörlega sammála síðasta ræðumanni um að ef maðurinn er búinn að spila illa þá eigi hann ekki að vera í liðinu, en það er ekki nauðsynlegt að vera með drullu- og skítkast í garð hans þótt hann spili illa.

    Menn eru fljótir að gleyma því sem hann hefur fært okkur, er enginn lengur sem man eftir tæklingum hans í Istanbul á sama tíma og hann gat varla staðið í lappirnar fyrir krampa?

    Þá voru það bara Ítalir sem blótuðu honum!

  9. ég er ekki svo viss um að Agger muni koma með aukin stöðuleika inní vörnina, hins vegar tel ég hann mikilvægan leikamann í sóknaruppbyggingu okkar mann eftir að Alonso er farinn.

  10. Ég sá að það var verið að auglýsa fánadaga á Akureyri en hvenær á að halda fánadaga hér í Reykjanesbæ,er einhver sem getur svarað þessu.

    • Ég sá að það var verið að auglýsa fánadaga á Akureyri en hvenær á að halda fánadaga hér í Reykjanesbæ,er einhver sem getur svarað þessu.

    Ekki að ég hafi grænan grun um málið… en þér er guðvelkomið að flagga 🙂

  11. Guðbjörn, SSteinn getur ábyggilega svarað þessu. Annars er liverpool.is pottþétt betri vettvangur fyrir spurningar um Liverpool klúbbinn á Íslandi.

  12. Smá útúrdúr: Er Martin Kelly eini leikmaður Liverpool sem er að spila á HM U20 ?

  13. Djöfull verður gaman að sjá Liverpool sigra Chelsea, sérstaklega verður gaman að sjá Lucas skora eina mark leiksins eftir support frá Yossi. ég veit ekki hvernig þetta mun eiga sér stað en nákvæmlega svona verður þetta.

  14. Sæll Guðbjörn,

    Það er ekki búið að fastsetja dagsetningu á fánadaginn í Reykjanesbæ, við getum vonandi ákveðið hana endanlega fljótlega, en það er algjörlega morgunljóst að hann er á planinu hjá klúbbnum.

  15. Gaman að vita að það sé á döfinni hjá ykkur,það veður gaman að fá ykkur í heimsókn hingað suður með sjó.

  16. Martin Skrtel þarf að fara á bekkinn í smástund til að refsa honum fyrir mjög slaka byrjun á mótinu. Setja Agger inn og koma honum af stað. Þetta gefur líka aukna samkeppni um stöður sem er bara af hinu góða. Svo styttist í Aquaman, holy hell það verður gaman.

  17. Þórir ég er ekki viss en það er örugglega að meina að reisa Liverpool fánann upp

  18. eee smá úttttttúrdúr

    Prince Faisal bin Fahad Bin Abdullah al Saud …er hann eitthvað skyldur Paulu Abdull?

    Ég bara spyr svona á föstudegi sko heheheheh

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

  19. Jæja félagar. Nú reynir á ykkur. Er einhver hér sem veit um öflugan liverpool pub í Luxembourg þar sem hægt væri að horfa á Torres rífa upp grasið með hraða sínum á Stamford Bridge og Didda Drogg gera atlögu að óskarnum í besta detti og ýktasta velti og væli ?

    Allar tillögur vel þegnar.
    Kv.
    Kristinn J

  20. Kristinn J: Ég myndi kíkja á Britannia Pub. Dæmigerður breskur/írskur pub, sem er með sjónvörp.

    Kíkti þangað í fyrra og horfði á seinni leikinn á milli LFC og Arsenal í CL. Það var sweet leikur.

  21. Sælir, Brynjar #5 og aðrir ég var ekki að drulla neitt tfir Mr. Carra því hann hefur verið sá einn besti leikmaðurinn síðasta áratuginn ef ekki sá besti og ekki fengið það hrós sem hann hefur átt skilið td. með enska landsliðinu. En að leiknum um helgina þá vona ég að Chelski verði stöðvað eins og í fyrra og við vinnum þennan leik sannfæarndi með Carra, Gerrard & Torres í fremstan í farabroddi,

    Kv. að Norðan

  22. Leikurinn við Che#”# verður drulluerfiður + Liv á útivelli “shitt” en held að það sé búið að lesa yfir öllu liðinu v/síðasta leiks og að menn séu vel girtir í nýjum brókum og TAKI ÞENNAN LEIK eða þannig. Verða ekki Liv í sínum rauðu búningum?

Fiorentina 2 – Liverpool 0

Chelsea á morgun