Liðið komið

Þá er ljóst hverjir hefja leik í Flórens í kvöld.

Byrjunarliðið er eftirfarandi:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insua

Lucas – Aurelio
Kuyt – Gerrard – Benayoun

Torres

Á bekknum eru: Cavalieri – Voronin – Riera – Kyrgiakos – Babel – Spearing – Plessis.

Áhugavert að sjá Aurelio og Lucas saman.

Koma svo!!!!!!

41 Comments

 1. Já mjög áhugavert að sjá Aurelio þarna í svona stórum leik. Ég gæti alveg trúað því að hann verði jafnvel meira hugsaður sem einn af 4 miðjumönnum (+ Lucas, JM og Aquilani) í ár frekar en einn af þremur vinstri bakvörðum. Þ.e. ég tippa á að hann komi til með að spila meira á miðjunni heldur en í bakverðinum.
  Veltur samt auðvitað á því að hann haldist einhverntíma heill og hvort Dossena verði hjá okkur allt tímabilið.

 2. Mjög svektur á að sjá ekki Babel byrja inná í holunni en þetta verður spennandi að sjá hvernig Aurelio spjarar sig með Lukas

 3. Getur einhver vísað mér á góða pubba til að sjá Liverpool leiki í London? Helst miðborginni. Myndi gjarnan vilja horfa á leiki í vinsamlegu umhverfi.

 4. Eru menn svo vissir að Aurelio byrji á miðjunni? Hann kemur inn fyrir Riera – gæti vel farið á vinstri kantinn og aðrir haldi sömu stöðum frá Hull-leiknum.

 5. ég bjóst nú ekki við Babel í holunni, finnst hann nýtast best á köntunum eða fremst, það vantar aðeins upp á leikskilninginn hans til að spila þar þó hann hafi batnað mikið uppá síðkastið. Hins vegar grunaði mér að Aurelio yrði á miðjunni eftri að hafa heyrt viðtal við Rafa þar sem hann sagði að Gerrard eða einhver annar gæti spilað miðjuna.

 6. Auðvitað gæti vel verið að Aurelio verði á vinstri og Gerrard á miðjunni.

  Mitt skot var þetta, sérstaklega eftir umræðu Rafa um G & T í vikunni…

 7. babel í holuni, þó að rafa sé vitlaus þá er hann ekki það vitlaus að nota babel í svona lykil hlutverk

 8. Nóg að sjá byrjunarliðið. Þetta fer 0 – 3 og Aurelio smellir einu þeirra.

 9. Guð minn góður. Þessi strákkjáni er búinn að fara illa með hvern einasta varnarmann hjá okkur, og við erum ekki að gera rassgat þarna frammi. Ef þetta heldur svona áfram 4-0 tap.

 10. Jahá, allur spenningurinn fyrir að sjá Aurelio á miðjunni er runninn af mér, hann er búinn að vera alveg einstaklega hræðilegur í fyrrihálfleik, úff. Eigum ekkert í miðjunni og komum ekki til með að gera það fyrr en Gerrard fer þanngað niður

 11. Þetta er vægast sagt hræðilegt hjá strákunum…. maður bara vorkennir þeim 🙁

 12. 2-0. Úff þetta byrjar fokking hörmulega. Af hverju í ósköpunum er Gerrard ekki á miðjunni? Við erum fullkomlega out-thought og out-passed gegn miðlungs ítölsku liði. Boltinn er ekkert að komast til Torres, Gerrard og Benayoun – Lucas og Aurelio eru eins og algjörir byrjendur þarna á miðjunni. Vörnin er fullkomlega óskipulögð og ræður vart við að spila rangstæðu og einfaldar staðsetningar sómasamlega. 🙁
  Við getum svo miklu betur að það hálfa væri meira en ágætt.

  Spái því samt að Fiorentina pakki í vörn í seinni og þetta endi 2-2.

 13. Þetta er full kurteisislegt hjá okkar mönnum. Væri til í að sjá aðeins meiri baráttu. Benítez reddar þessu í hálfleik.

 14. veit einhver um godan stad a netinu til ad fylgjast med textalýsingu í gegnum síma?

 15. ég held á þeir hafi klárað sig í þessum fyrri hálfleik, trúi ekki þessu hraða fyrr en ég sé hann líka í seinni, þannig það er bara að ná að skora snemma og keyra svo á þá, þá reddast þetta allt

 16. Sælir félagar
  Hvað er RB að hugsa með Aurelio sem farþega í liðinu og Lucas litlu betri. Þvílík hörmung að horfa uppá. Andskotinn. Miðjan algjörlega glötuð og Aurelio og Lucas varla komið sendingu á samherja. Þvílíkt og slíkt.

 17. “Skipta Riera inn fyrir Aurelio og setja Gerrard niður.!!!!”

  já eða Babel, hann er búinn að vera heitari en Riera í síðustu leikjum

 18. miðlungs ítölsku liði

  Slökum aðeins. Fiorentina var í fjórða sæti í ítölsku deildinni fyrir ofan lið einsog Roma. Í dag eru þeir líka í fjórða sæti fyrir ofan lið einsog Roma og Milan – og með jafnmörg stig og Inter Milan.

  Þetta er ekkert miðlungslið.

  Ekki það að ég sé neitt himinlifandi yfir þessari stöðu, en við erum ekki að keppa við miðlungslið.

 19. Textalysing a soccernet.co.uk
  stream alltaf a myp2p.eu (live sport/football/fio-liv)

 20. sammála Einari, þeir eru með feiknagott lið og ég var mjög stressaður þegar ég sá þá koma upp úr pottinum enda taldi ég þá sterkasta liðið í seed 3, eru með mjög sterkan heimavöll og góða einstaklinga, hinsvegar held ég að liverpool jafni þetta i seinni halfleik. Til þess þarf aurelio/insua að koma út, Babel/Riera inn og setja SG aftur á miðjuna

 21. Jú Einar, Fiorentina er ekki eitt toppliðunum á Ítalíu þó þeir séu í 4.sæti eins og er. Sampdoria er líka í toppsætinu núna en verða það ekki mjög lengi. Bæði lið hafa verið í tómu basli undanfarin ár.

  Fiorentina hafa aðeins skorað 7 mörk í 6 leikjum á Ítalíu, samt létu varnarmenn Liverpool þá líta út eins og sóknarsnillinga í fyrri hálfleik. Búnir að vera vinna botnliðin 1-0 undanfarið. Unnu t.d. stórliðið Livorno 1-0 í síðustu umferð.

  73.mín búnar – við eru litlu nær því að skapa okkur alvöru marktækifæri í seinni hálfleik. Ítalir kunna svæðis og hjálparvarnir uppá 10 öfugt við ensk lið. Þessi bakvarðasóknarleikur sem virkar á Englandi dugar bara ekki gegn svoleiðis vörnum.

  Jæja Babel loksins kominn inná fyrir Insúa. Nú er að taka bara æði síðustu mínúturnar og jafna þetta.

 22. Þetta “Miðlungslið” frá Ítalíu hefur aldrei fengið á sig mark á heimavelli gegn Ensku liði.

  Síðan það að segja að þeir kunni ekki sóknarbolta því þeir skoruðu 1 gegn Livorno er algjörlega fáránlegt. Skv. þeim rökum er Wigan með frábært sóknarlið því þeir skoruðu 3 gegn Chelsea.

 23. Hvað er Lucas búinn að eiga margar sendingar á samherja í leiknum???
  Hvað er Gummi Ben búinn að segja oft ,, Lucas með erfiða sendingu” og þá er hann að meina í fokking andlitshæð…

 24. Finnst Jovetic detta í svipuðu magni og Drogba í stuði, ekki merkilegur pappír fyrir þennan leik þrátt fyrir mörkin.

 25. Það er official og staðfest út um allan heim að Lucas er lélegasti leikmaður sem nokkurn tíman hefur klæðst rauðu treyjunni, hann hefur slegið Sissoko úr efsta sæti og til að gera það þarf maður að vera allverulega slakur.

 26. Þetta er náttúrulega alveg hörmulegt! Það er fáránlegt að horfa á þetta, það er eins og þeir séu ekki einu sinni svekktir að hafa drullað á sig – áttu varla görn í þessum leik frá a-ö… Þegar Skrtel leggur upp besta færið hjá okkur þá hlýtir eitthvað stórt að vera að.. Aurelio er ekki miðjumaður, einfalt! Síðan með allri virðingu fyrir Lucasi frænda þá er maðurinn engan veginn með það sem þarf í þetta lið, það verður bara að hætta að skauta fram hjá hlutunum og reyna segja að hann sé ágætur.. Hann er lélegur..

  Babel, Riera og maðurinn með skottið Veronin eru allir miklu betri valkostir í þetta lið – það þýðir ekki að segja að það vantaði miðjumann – hann er endalaust að rótera í liðinu þannig að það hefði vel getað gengið upp að láta bæði Voronin og Babel spila og færa þá Gerrard inn á miðjuna – Það er gjörsamlega óþolandi stundum að halda með þessu liði!

  En Chelsea um helgina, ef menn mæta ekki stemmdir í þá baráttu þá má Benni fara til Benidorm fyrir mér..

 27. 36 Kiddi eigum við ekki að róa okkur alveg. Lucas var ekki lélegasti leikmaðurinn í þessum leik og hvað þá nokkurn tímann. Og ekki heldur er Sissoko það þó hann hafi verið mjög takmarkaður framm á við þá er hann einn af mjög góður í varnarhlutverkinu á miðjunni.

  Ég mæli með að menn rói sig aðeins eftir leikinn, fara út að labba í blíðunni eða e-ð áður en farið er að drulla yfir leikmenn í liðinu. Hefur YNWA enga þýðingu fyrir menn?

 28. Fiorentina vann líka Man Utd 2-0 fyrir nokkrum árum á þessum þrælsterka heimavelli sínum. Breytir því samt ekki að þeir eru ekki að fara vinna ítölsku deildina og eru miðlungslið í CL.

  Lucas já, hvað getur maður sagt. 🙁 Maður hefði haldið að það hentaði honum best að spila gegn teknískum liðum frá meginlandinu þar sem hraðinn er hægari og hans fótboltaheili nýtist betur. Ef hann ræður ekki við að stjórna miðjunni gegn Fiorentina og halda liðsheild og miðju Liverpool saman þá er hann bara ekki nógu góður til að spila fyrir okkar félag.

 29. Freysi, við getum ekki horft framhjá þessu lengur, ég var að vísu kominn með samviskubit um daginn, fannst ég hafa baktalað hann heldur mikið hann Lucas, leynison Benitez, en málið er bara svo augljóst. Einu sendingarnar sem virka hjá honum eru sendingar tilbaka í miðri sókn, aðrar sendingar eru bara of krefjandi og of óljósar til að hægt sé að byggja upp sókn. Hann á eitt support og eitt mark í tæplega 1300 spiluðum mínútum. Það er ekkert annað en skelfileg frammistaða. Og varnarlega séð þá er hann of veikburða til að ráða við aðra kalla þannig að hann þarf alltaf að fara á fullum þunga í aðra leikmenn, sem kallar á brot í mörgum tilfellum. og brot hans eru yfirleitt rétt fyrir utan teig sem er skelfilegt fyrir Liverpool sem fær flest mörk á sig úr föstum leikatriðum. Það er ekki hægt að horfa framhjá þessu lengur og Benitez getur bara ekki haldið áfram að hrósa honum fyrstum allra leikmanna bara til að sannfæra sinn þvera haus um ágæti þessa fyrstu deildar meðalmanns.

Bill Shankly

Fiorentina 2 – Liverpool 0