Liðið komið – Aurelio byrjar

Jæja, þá er liðið gegn Leeds komið og það er aðeins öðruvísi – og í raun ögn sterkara – en ég átti von á:

Cavalieri

Degen – Kyrgiakos – Carragher – Dossena

Spearing – Mascherano – Aurelio – Riera

Ngog – Babel

**Bekkur:** Reina, Skrtel, Johnson, Plessis, Gerrard, Torres, Voronin.

Frekar sterkt lið. Aurelio á miðjunni og Spearing fær sénsinn. Maður spyr sig samt, fyrst Voronin getur ekki einu sinni byrjað í Deildarbikarnum, hvaða séns á hann hjá Liverpool?

Allavega. Verður gaman að sjá Babel og Ngog saman frammi. Áfram Liverpool!

19 Comments

  1. Þetta er sæmilega sterk uppstilling, og gaman að sjá Spearing byrja. Hef reyndar ekki séð hann á kantinum ennþá, en ég er viss um að hann stendur sig vel. Bekkurinn er svo alveg fyrnasterkur. Alveg ljóst að ef við erum ekki með þennan leik í hendi okkar eftir 60 mín eða svo, þá verða settir inn menn sem geta klárað leikinn.

  2. Já athyglisvert að sjá Spearing á kanntinum ? Og Babel frammi….
    En ég var að vonast til að Stevie G, Torres og co. fengju að vera heima hjá sér í hvíld, en nú jæja.

  3. Mér finnst nú líklegt að Spearing, Mascherano og Aurelio séu 3 á miðjunni. Babel og Riera á köntunum og Ngog frammi.

    Þar sem að það stendur á official síðunni að Spearing og Mascherano byrji á miðri miðjunni.

  4. Sterkara lið en ég bjóst við, verður vonandi rosalega gaman að sjá Spearing. Babel vill sjálfur spila frammi þannig að það kemur svo sem ekkert á óvart að hann fái sénsinn þar.

  5. Getur einhver gefið mér link til að geta horft á þetta á maccanum mínum?

  6. Shit hvað Dossena er LÉLEGUR LEIKMAÐUR. Ég á bara ekki til orð hvað það er verið að éta hann hægri vinstri þarna. Riera einnig mjög slakur í fyrri hálfleik. Gefum Dossena, fáum mesta lagi kippu af kók fyrir hann miðað við þessa spilamennsku.

  7. Hvað fannst mönnum um rangstöðuna ? Ég er á því að þetta hafi verið rangur dómur og okkar menn stálheppnir að lenda ekki undir þar.

  8. Davíð. Ef boltinn er ekki kominn allur innfyrir þegar honum er pikkað inn þá er þetta réttur dómur.

    Sá ekki hvort boltinn hafi verið kominn allur inn.

  9. Klárlega rangur dómur og alveg ljóst að við megum þakka fyrir að vera ekki undir í fyrri hálfleik. Ætli þetta verði ekki 0-0 áfram þar til Benitez setur Torres og Gerrard inn á og þeir klára þetta, 0-1.

  10. Sammála manninum að austan með Dossena, ótrúlegt að þessi maður sé ítalskur landsliðsmaður en Degen hefur komið manni skemmtilega á óvart.

  11. Þetta var hárréttur dómur hjá línuverðinum. Beckford og Becchio eru hvorugur rangstæður þegar upprunalegi boltinn kemur innfyrir en um leið og Beckford potar boltanum framhjá Cavalieri er Becchio orðinn rangstæður. Ef Becchio hefði bara látið potið hans Beckford vera og leyft því að rúlla inn í markið hefði þetta verið löglegt en um leið og hann tók boltann var þetta orðin rangstæða. Simples!

  12. Kristján Atli: Potaði Beckford í boltann? Mér sýndist nefnilega ekki.

Leeds Utd á morgun

Leeds 0 – Liverpool 1