Hópurinn í Meistaradeildina ákveðinn

Liverpool tilkynnti UEFA um Meistaradeildarhóp sinn í gær og sést á opinberu heimasíðunni

Í þeim hópi er lítið sem kemur á óvart, Rafa hefur ákveðið að Philip Degen sé ekki klár í það verkefni og kemur allavega mér ekki á óvart.

Auk þessara leikmanna má svo LFC kalla til leikmenn yngri en 21s árs sem hafa verið hjá liðinu í þrjú ár eða meira. Sem gætu verið t.d. Gulasci markmaður og/eða Pacheco.

En klárt að þarna fer hópur sem getur komist langt!

Uppfært

Eftir athugasemd kíkti ég á reglurnar um B-listann, eða þá leikmenn sem hægt er að kalla inn. Á B-listanum eru leikmenn sem fæddir eru 1.janúar 1986 eða seinna (21s árs og yngri) og hafa verið hjá félaginu í tvö ár samfellt, óháð þjóðerni. Tveir áðurnefndir eru því á þeim lista, auk Ayala.

18 Comments

  1. Er ósammála, því ýmislegt merkilegt og óvænt finnst mér. Vantar El Zhar, Degen og Daniel Ayala í hópinn

    Stephen Darby og Martin Kelly eru í hópnum í vörninni á kostnað Philip Degen og Ayala. Sá Philip Degen spila með varaliðinu um daginn. Var hann nú alveg þokkalegur greyjið, sókndjarfur og nokkuð beittur bara.

    Einnig finnst mér skemmtilegt og óvænt að sjá Nathan Eccleston í hópnum, en á kostnað El Zhar. Ekki gleyma að El Zhar er 23 ára og því ekki hægt að kalla hann til seinna. En Eccleston er skemmtilegur og óhræddur kant/framherji sem hefur verið að vekja athygli.

    Var einnig að vonast til að sjá Daniel Pacheco í hópnum, en Rafa hefur ákveðið að taka Spearing og Plessis í staðinn. Kannski skiljanlegt enda Pacheco ungur og ekki eins solid og hinir fyrrnefndu, en Pacheco er miklu skemmtilegri leikmaður og efnilegri.

  2. El-Zhar, Degen & Ayala eru allir úr hóp sökum reglna UEFA um ákveðinn fjölda uppaldra leikmanna.

  3. Já það verða að vera lágmark 4 enskir og 4 uppaldir eða samtals 8. Uppaldir teljast þeir sem hafa verið hjá liðinu í meira en 3 ár fyrir 21 árs aldur.

    “Auk þessara leikmanna má svo LFC kalla til leikmenn yngri en 21s árs sem hafa verið hjá liðinu í þrjú ár eða meira.”
    -Veit ekki betur en þeir þurfi bara að vera yngri en 21 árs en þurfa ekki að hafa verið í liðinu í 3 ár.

  4. Ég er mjög ánægður með að sjá Jay Spearing þarna. Bind miklar vonir við hann.

  5. Þetta er skandall, annað árið í röð er gengið framhjá Hyypia !

  6. Eigum við ekki að verða brjálaðir yfir því að Degen er ekki þarna, svona til að halda vælinu áfram ! Þetta landsleikjahlé er að drepa mann ….

    En af fullri alvöru þá er lítið þarna sem kemur á óvart, hægt er að gera breytingar á hópnum eftir riðlakeppnina ef ég man rétt, en sé ekki að utan hópsins séu e-h kallar sem styrkja liðið okkar..

  7. Reyndar má alveg furða sig ennþá í dag yfir þeirri ákvörðun að Hyypia hafi ekki verið valinn í fyrra, en hann er nú farinn til Leverkusen. Væri svo innilega til í að hafa hann ennþá samt.

  8. David Amoo er hörkusóknarmaður, sem bæði hefur spilað hægri kant og senter með varaliðinu.

    Mikið efni!

  9. Ég veit ekki hvað oft maður hefur heyrt sagt að hinir og þessir úr varaliðinu hafi átt að vera mikið efni en svo hafa þeir aldrei fengið sénsinn og verið seldir á eitthvað slikk, kannski 100-200.000 pund og stundum farið fyrir ekki neitt og get ég nefnt menn eins og Ritchie Partridge, John Welsh, David Raven og núna síðast Paul Anderson en þetta eru bara nokkur nöfn sem koma upp í hugann svona í fljótu bragði þannig að ég tek því með fyrirvara þegar sagt er að einhver sé mikið efni !

  10. Er einhver hérna sem getur bent mér á trausta og góða heimasíðu sem selur miða á leiki hjá okkar yndislega félagi?

  11. Úfff…..fer þessu blessaða landsleikjahléi ekki að ljúka? Mér leiðist…

  12. Get vart beðið eftir laugardeginum. Mikið ætla ég að sjá mína menn raða inn mörkum á burnley.

Sunnudagur eftir landsleikjalaugardag.

Arthur