Spá – topp sex

Þá eru liðnar þrjár umferðir af enska tímabilinu og kominn tími á að uppljóstra síðasta hluta spár okkar kopara fyrir tímabilið.

Við vorum búin með sæti 7 – 13 og þá tökum við efstu sex sætin og setjum svo upp heildartöfluna í lokin, dembum okkur af stað og byrjum í sæti nr. 6…….

6. sæti Tottenham Hotspurs 91 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Fyrstu mótherjar okkar í Spurs fá sæti númer sex í okkar röð en í harðri baráttu um 4.sætið í deildinni og þátttöku í CL. Gríðarlegum fjármunum hefur verið dælt í Tottenhamliðið undanfarin 10 ár og ljóst að þar á bæ er stefnan sett á Meistaradeild. Stjórinn Harry Redknapp hefur alls staðar náð árangri, litríkur karakter sem lætur sín lið spila fínan fótbolta, en með miklum hasar. Teknískir menn, en líkamlega sterkir, eru hans ær og kýr. Spurs á flottan vetur framundan og verður í CL-slag fram á síðasta dag.

Fylgjumst með Luka Modric. Gríðarleg eftirvænting var á White Hart Lane þegar hinn “króatíski Cruyff” mætti á svæðið. Byrjaði ekki vel en sýndi góða leiki í lok tímabils. Öflugur leikmaður sem mun spila lykilhlutverk hjá þeim hvítklæddu.

5. sæti Manchester City 94 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Stærsta spurningamerki í sögu ensku deildarinnar??? Höldum það. Gríðarlegar fjárhæðir farið þaðan í sumar til að kaupa menn með mikla reynslu af ensku deildinni. Lykillinn virðist eiga að vera líkamlegur styrkur, a la Chelsea uppskriftin hans Sérstaks Mourinho, og leikreynsla. Byrjunin á tímabilinu mun ráða miklu, ef að Mark Hughes nær að smyrja liðið vel saman í byrjun gætu þeir alveg blandað sér í toppbaráttuna af harðri alvöru, en ef byrjunin verður slæm verður Hughes fljótlega farinn að leita sér að öðru starfi. Fimmta sætið eftir hörkubaráttu um CL-sæti.

Fylgjumst með Hverjum ekki? Ég vel reyndar Carloz Tevez. Sá er ákveðinn í að sýna Scum-urum hverju þeir eiga að sakna og gæti orðið lykilskrúfan í vélinni hjá þeim bláu í Manchester.

4. sæti Arsenal 96 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Hið unga og stórskemmtilega Arsenal-lið fær alvöru atlögu að fjórða sætinu sínu þennan veturinn. Við teljum allar líkur vera á góðri byrjun en svo fjari undan þegar líður á og ungu mennirnir fara að þreytast. Liðið þarf að fá nýja varnarmanninn strax í gang og treysta á frábært tímabil Fabregas, Eduardo og Arshavin til að ná árangri. Við teljum það þó takast, þrátt fyrir harða atlögu Spurs og City, 4.sætið og sigur í bikarkeppni verði niðurstaðan. En Wenger verður samt á vælinu…..

Fylgjumst með Andriy Arshavin. Virðist smellpassa í Wenger-stílinn og klár í enska boltann. Listamaður með boltann sem við urðum því miður vör við á Anfield Road í fyrra.

3. sæti Manchester United 108 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Eins og þið sjáið teljum við að það verði þrjú lið sem berjist aðallega um titilinn í vetur og ríkjandi meistarar endi í þriðja sætinu þennan veturinn. Við einfaldlega teljum þau skörð sem höggvin eru með brotthvarfi Ronaldo og Tevez, auk meiðsla Ferdinand og Van der Sar í byrjun móts leiða til þeirrar niðurstöðu. Auðvitað má ekki afskrifa meistaralið og ljóst að stjórinn á peninga til að henda inn fyrir 1.september og það gæti vissulega breytt stöðunni eitthvað. Ekki fleiri orð um þetta lið takk.

Fylgjumst með Skilst að það sé fínn vallarþulur á OT. “Liverpool’s fourth goal was scored by Andrea Dossena” hljómaði allavega flott!

2.sæti Chelsea 117 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Kostir. Líkamlega sterkir, rútíneraðir leikmenn með reynslu af því að vinna meistaratitla. Þolinmóðir og hungraðir í að hirða dolluna á ný. Gallar. Liðið farið að eldast og lykilmenn mega ekki meiðast, þá erum við helst að tala um Cech, Terry, Lampard og Drogba. Virðist ekki vera öflugur liðsandi og stöðug þjálfaraskipti geta þýtt að rótleysi sé að verða viðvarandi. Ancelotti mun spila tígulinn sinn á miðjunni og það verður lykilmál hvort leikmenn ná tökum á því.

Fylgjumst með Didier Drogba, rúlluskautaframherjinn. Eftir algert bull fyrri hluta síðasta tímabils hristi Hiddink hann í gang og þá munaði töluvert um hann. Ljóst að það verður lykilatriði fyrir Chelsea að hafa hann í slíku formi í vetur.

MEISTARAR Liverpool 118 stig.

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Þá hafiði það. Í fyrsta sinn hjá kop.is spáum við okkar liði titlinum, eftir harða baráttu við Chelsea sem ræðst á síðasta degi tímabilsins. Meistarar spila því annað árið í röð síðasta leik sinn í Hull. Lykilmenn verða að sleppa við meiðsl og Aquilani og Johnson verða að falla fljótt að leikstíl liðsins. Meira ekki í bili, við munum ræða þetta töluvert í vetur held ég.

Fylgjumst með Fernando Torres. Missti mikið úr vegna meiðsla í fyrra og því algert lykilatriði að hann verði heill og skori sín 20+ mörk í deildinni í vetur. Snillingur án veikleika þar á ferð.

SAMANTEKT SPÁR

Meistarar Liverpool FC

Meistaradeild Chelsea, Man.Utd. og Arsenal

Evrópudeild Man.City, Tottenham og Aston Villa

Fall Wolves, Hull og Burnley.

17 Comments

  1. Þetta er góð spá og verður spennandi að sjá þrátt fyrir bagalegt gengi á liðinu í upphafi leiktíðar. En eins og ég hef verið að reyna að minna menn á hérna trekk í trekk að slæm byrjun er ekki endilega útilokun frá titli. Meistarar síðustu ára Scum United hafa líka byrjað illa en farið svo á flug. Aldrei að vita nema það gerist og ef Liverpool verður 20 stigum frá toppnum um áramót þá skal ég viðurkenna að sénsinn sé enginn !!!!

    YNWA

  2. Mikið vona ég að þessi spá rætist 🙂
    Eins og staðan er í dag þá þarf mikið breytast til þess að svo verði, en það er aldrei að vita að svona hörmuleg byrjun sé akkúrat það sem gott er að fá í veganesti inní langt tímabil.

    Vonum það besta 🙂

  3. Held að þessi bjartsýni eigi við rök að styðjast og stigamunurinn 117 Chelski 118 LFC gefi til kynna að menn séu ekki alltof góðir með sig en leyfi sér að vera bjartsýnir. Tottenham er að byrja feiki vel og verður fróðlegt að fylgjast með þeim.

    35 leikir eftir, og 105 stig eftir í pottinum. Og við erum komnir með þrjú….nóg eftir og höfum gaman að þessu!

  4. Það er óskandi að þessi spá ykkar rætist, þó ólíklegt sé að mínu mati. Ég tel næsta víst að Man City verði þetta árið í topp 4 og spurningin verði frekar hvort það komi í hlut Arsenal eða Liverpool að verma 5 sætið.

    Ástæðan er sú að City er búið að eyða yfir 200 milljónum punda í leikmenn síðustu 2 árin (yfir 100 milljónir í sumar). Breiddin hjá þeim sóknarlega er rosaleg og þeir leikmenn sem keyptir hafa verið í sumar eru allt klassaleikmenn. Eina spurningarmerkið er Mark Huges vegna skorts á reynslu, jafnvel getu. Því miður sáum við með Celskí að hægt er að kaupa árangur inn á fótboltavellinum.

    Annars verður þessi vetur vonandi jafn og spennandi.

    Krizzi

  5. Svona til gamans þá bæti ég við mínu innleggi í þessa spá okkar pennavinanna. ATH: þetta var gert áður en mótið hófst.

    1. CHELSEA
    Þeir eru afar stórt spurningamerki fyrir mér, hópurinn er gríðarlega sterkur og hefur spilað saman nokkuð lengi. Fá Essien frá byrjun núna og hann er það fáránlega góður að það kemur til með að skipta miklu máli, eins eru Anelka og Drogba afar reyndir í EPL og skila alltaf mörkum.

    Þjálfarinn er líka óskrifað blað í nýju landi og þarf að byrja vel til að lenda ekki í of mikilli pressu, hann tekur þó við góðu búi af Hiddink og þarf “bara” að byggja ofan á það. Hann er vanur að vinna með gömlum jálkum og ná árangri svo ég hef nokkuð miklar áhyggjur af Chelski í ár. Það vinnur með þeim að hafa ekki misst lykilmenn og rússinn ætti að geta styrkt þá töluvert.

    2. MANCHESTER UNITED
    Það virðist vera búið að afskrifa United svolítið í ár….það er afar afar heimskulegt að gera. Ég er afar smeykur um að þeir verði sterkir enn eitt árið og var ekki langt frá því að spá þeim titlinum.

    3. LIVERPOOL
    Fyrir mér eru möguleikar Liverpool, United og Chelsea nokkurnvegin alveg jafnir svona í upphafi móts og öll þessi lið koma til með að tapa fáum stigum. Ég set Liverpool í þriðja meira út af heimskulegri hjátrú en nokkuð annað, það er nokkuð ljóst að eins og liðið spilaði frá febrúar í fyrra að það getur vel barist um titilinn aftur og jafnvel klárað dæmið núna.

    Það er hinsvegar mjög slæmt að missa Alonso og hvað þá að laga það með kaupum á manni sem verður aldrei orðinn almennilega nothæfur fyrr en þrír mánuðir eru liðinir af tímabilinu.
    Meiðsli allra miðvarðanna í upphafi móts eru ekki heldur að vekja hjá manni neitt svakalega bjartsýni á góða byrjun á mótinu frekar en meiðsli Gerrard.

    Eins erum við eiginlega ekki ennþá búnir að kaupa neitt í staðin fyrir Keane (s.s. keppnis sóknarmann) og ég er smá hræddur um að Voronin sé ekki alveg nóg til að fylla það skarð sem verið hefur. Við bara verðum að hafa Torres heilan og í banastuði.
    En ef heppnin gengur í lið með okkur þá er allt hægt.

    4. TOTTENHAM
    Á hverju ári valda Tottenham sínum árlegu vonbrigðum. Engu að síður spái ég þeim góðu gengi í ár. Þeir eru með alvöru stjóra núna og hafa ekki misst lungað úr liðinu eins og í fyrra. Það er minni pressa á þeim heldur en oft áður þar sem þeir gleymast smá í umræðu um City, Villa og Everton sem hefur verið í 5.sæti tvisvar í röð að ég held.

    5. ARSENAL
    Ef það hefur einhverntíma verið líklegt að Arsenal detti úr topp 4 þá er það núna. Þetta er samt nokkuð mikið óskhyggja þar sem ég legg það ekki í vana minn að afskrifa Arsenal. Þeir eru með fínan hóp sem getur skorað slatta af mörkum, en í marki, coveri fyrir miðverði og djúpum miðjumanni eru þeir alls ekki nógu sterkir.

    6. MANCHESTER CITY
    Var mikið að spá í að henda þeim í 4 sætið, en sá svo að þetta myndi ekki smyrjast nógu vel saman hjá þeim strax og svei mér þá ef MH verði ekki rekinn á tímabilinu.

    7. EVERTON
    Þetta er sterkt lið með góðan stjóra, 7.sæti er samt með því hæsta sem þeir geta náð

    8. ASTON VILLA
    Gætu verið ofar en ég held að þeir komi til með að sakna Barry afar mikið. Eru líka ekki með nógu stóran hóp.

    9. SUNDERLAND
    Verða pottþétt pirrandi lið að mæta fyrir okkur eins og öll lið Steve Bruce. Virðast eiga slatta af peningum og ættu að ná topp 10 finish.

    10.WEST HAM UNITED
    Zola nær þessu á léttleikanum. Veit reyndar ekki alveg hvernig eigendamálin eru hjá þeim en þeir virðast allavega sigla áfram.

    11.BLACKBURN ROVERS
    Big Sam er í hárréttum klúbbi fyrir sig og kemur til með að sigla lygnan sjó í vetur.

    12.FULHAM
    Voru mjög sterkir í fyrra og hafa mjög góðan stjóra sem er að bjarga þessum klúbbi. Verða í kringum miðja deild að mestu lausir við falldrauginn.

    13.STOKE CITY
    Byggja ofan á síðasta tímabil og halda sér uppi eftir jafna botnbaráttu marga liða.

    14. BOLTON WANDERERS
    Grétar Rafn og Tamir Cohen verða í stuði hjá Bolton sem þó verður í botnbaráttu.

    15. WIGAN ATHLETIC
    Ansi óskrifað blað, hafa misst sína bestu leikmenn undanfarin ár og stjórann. Nýr stjóri kemur frá stórliðinu Swansea og er fullkomlega óskrifað blað í EPL. Hef samt trú á að hann nái upp smá stemmingu þarna.

    16. BURNLEY
    Held að Jói Kalli og félagar verði Hull deildarinnar í ár. Voru frábærir í mörgum leikjum í fyrra og mjög góðir í bikarnum (Spurs rændi af þeim sigri í bikar). Þeir hafa mjög góðan stjóra í Owen Coyle sem ég spái að verði kominn í stærra lið eftir ekki svo mörg ár.

    17. BIRMINGHAM CITY
    Svei mér þá ég held að McLeish takist að halda þeim uppi með Benitez og Ferguson sína bestu menn!!!

    18. HULL CITY
    Voru hræðilegir eftir áramót í fyrra og ég spái að þetta ár verði þeim erfitt. Efa að Brown verði hjá þeim allann veturinn t.a.m.

    19. PORTSMOUTH
    Ég meina come on, Hermann Hreiðars er hjá þeim! Meðal alki hefur ekki fallið eins oft og hann. Virðast vera alveg á kúpunni og hafa misst slatta af sínum besu mönnum, hef bara ekki trú á þeim í ár.

    20. WOLVERHAMPTON WANDERERS
    Eins mikið og ég myndi nú vilja spá mínum mönnum í Wolves öðru sætinu þá held ég að þetta verði ansi erfitt hjá þeim í ár. Annað hvort þeir eða Burnley koma til með að vera ferskir á fyrstu mánuðunum…..en ég tippa á að það verði Burnley.

  6. Við erum aldrei að fara vinna þessa deild allavegna ekki þessa leiktíð get real people við erum með skítalið herna á ferð sem getur ekki shit.Mascherano nennir ekki að spila hja okkur lucas er bara meðalleikmaður kæmist aldrei í byrjunarlið hja hinum topp 4 babel váá ætla ekki einu sinni að tala um það drasl.voronin nei hann er ekki poolara efni meirir segja caragher er alveg að drulla á sig nuna.Ef við töpum 2 leikjum strax þá lofa ég ykkur að við munum tapa allavegna svona 3-6 í viðbót við endum svona í 4-6sæti ég er raunsær og sé þetta eins og er ef við ætlum að eiga einhvern sens þá er það bara sigur í næstu 6 leikjum.Ef það er klikkað á einum leik þá er chelsea komið með 9 stiga forskot á okkur og þeir tapa því ekki svo auðveldlega

    En ég nátturlega held með liverpool af öllu hjarta en ég er ekki að fíla þennan hóp sem við höfum í dag

  7. Verið að draga í riðla í ECC. Við erum í E riðli með Lyon og drátturinn er í gangi. Milan og Real eru í C riðli og Bayern og Juventus í A riðli. Man U fékk CSKA Moskva og Chelsea Porto og Arsenal fær easy peasy AZ Alkmaar. Á eftir að draga úr liðum í 3. 0g 4. styrkleikaflokki.

  8. E riðill:
    Liverpool
    Lyon
    Fiorentina
    Debrecen

    Hvernig líst ykkur á þetta?

  9. Þetta er ekkert verra en hvað annað. Feginn að losna við Atletico Madrid. Held að Lyon hefur oft verið sterkara, veit ekkert um styrkleika Fiorentina né Debrecen.

    Sýnist Arsenal hafa fengið besta dráttinn, Man Utd svona lala, þurfa að fara til Rússlands og fengu Wolfsburg (eru þeir ekki annars þýskir meistarar ?)

  10. Ég verð að vera ósammála spánni ykkar um Tottenham og ManCity. Ég held að City séu með afskaplega sterkan mannskap, sem ekki er búinn að spila neitt saman. Þú getur keypt leikmenn, en ekki lið og ég held að þeir verði ekki í toppbaráttu fyrr en á næsta tímabili. Hins vegar eru Tottenham með mjög sterkan mannskap sem spilar vel saman og miðað við hvernig þeir byrjar þá spái ég þeim 5. sæti. Var reyndar búinn að spá þeim 4. sæti á kostnað Arsenal, sem ég held að hafi ekki nægilega reynslu né breidd, fyrir tímabilið, en þeir eru að sýna núna að þeir eru til alls líklegir.

  11. Því miður er þetta ekki að fara að gerast. Ég er frekar sammála Babu, við erum að tala um 3 sæti þetta tímabil.

    Spá um að við vinnum deildina er ótrúleg bjartsýni, og engin innistæða fyrir henni, finnst mér. Því miður 🙁

Eftir leik…

(Uppfært) Meistaradeildin: E-riðill!