(Uppfært) Meistaradeildin: E-riðill!

Í dag verður dregið í riðlana í Meistaradeild Evrópu fyrir veturinn 2009/10. Eins og undanfarin ár eru ensku liðin fjögur öll í efsta potti og ættu því að forðast flest stóru liðin, en þó eru nokkrir athyglisverðir möguleikar í stöðunni.

Liðunum er skipt í fjóra eftirfarandi potta:

Pottur 1: Liverpool, Man Utd, Arsenal, Chelsea, Barcelona, Sevilla, AC Milan, Bayern München.

Pottur 2: Internazionale, Juventus, Real Madrid, Lyon, Porto, Glasgow Rangers, AZ Alkmaar, CSKA Moskva.

Pottur 3: Bordeaux, Marseille, Fiorentina, Atletico Madrid, Stuttgart, Olympiakos, Besiktas, Dynamo Kiev.

Pottur 4: Wolfsburg, Standard Liege, Maccabi Haifa, FC Zurich, Rubin Kazan (Rússland), Unirea Urcizeni (Rúmenía), APOEL (Kýpur), Debrecen (Ungverjaland).

Fyrstu þrír pottarnir eru einfaldlega fyrnasterkir. Það er nær ómögulegt að fá auðveldan drátt í dag, þetta verður alltaf erfitt og það besta sem menn geta vonast eftir er að fá nýliða eins og Debrecen eða APOEL sem fjórða liðið, en jafnvel þá er slíkt lið óskrifað blað og engan veginn hægt að taka því auðveldlega.

Ég uppfæri þessa færslu á eftir þegar búið er að draga í riðlana. Drátturinn fer fram kl. 16:00 að íslenskum tíma og er eins og venjulega sýndur beint á UEFA.com.


Uppfært (KAR): Þá er búið að draga í riðlana og fengu okkar menn ágætan og áhugaverðan drátt, eru í E-riðli ásamt Lyon, Fiorentina og nýliðum Debrecen frá Ungverjalandi.

Annars lítur drátturinn að fullu svona út:

Picture 1

Þá voru einnig veitt einstaklingsverðlaun fyrir síðasta tímabil. Edwin van der Sar var valinn markvörður ársins í Evrópu, John Terry varnarmaður, Xavi Hernandez miðjumaður og Lionel Messi sóknarmaður ársins. Kannski helst ósammála valinu á Terry, hefði valið Piqué sjálfur, en allt góð völ engu að síður.

Getum ekki kvartað yfir þessu. Ansi áhugaverðir leikir þarna, sér í lagi kannski Real Madríd og Kaká gegn AC Milan og Barca og Zlatan Ibrahimovic gegn Internazionale. En við höfum held ég fulla ástæðu til bjartsýni í þessari keppni.

19 Comments

  1. Draumadrátturinn

    Liverpool, AZ Alkmaar, Bordeaux, Debrecen

    manutd, real madrid, Besiktas, Rubin Kazan

    Annars er mér nokkuð sama hvernig riðlarnir raðast

  2. Heldur betur KAR. Við erum líklega í besta riðlinum af ensku liðunum. Ekki með frönsku meisturunum, Lyon er mun veikari en mörg undanfarin ár, Fiorentina er fjórða besta lið Ítalíu og svo Debrecen… United er með Þýskalandsmeisturunum og það er hvorki auðvelt að fara til Moskvu gegn CSKA né Besiktas í Tyrklandi. Arsenal reyndar í léttum riðli en Chelsea nokk óheppið…. Þetta verður hressandi!

  3. eru þið að sjá þessar gúrkur sem manu fékk í riðilinn sinn,þetta er bara djók! ekkert annað…

  4. Addi, United voru nú bara ekki eins heppnir og vanalega!! Arsenal stal senunni hvað það varðar í ár.

    Barry Glenndenning á Gaurdian orðaði þetta vel

    5.55pm: Well, Manchester United haven’t got it as cushy as usual, that’s for sure. Nobody wanted Wolfsburg out of Pot 4, but they’ve been saddled with them. Rangers probably have as good a draw as they could have hoped for. Chelsea have got a tricky enough draw, Liverpool’s doesn’t look too bad and Arsenal’s couldn’t be much easier.

  5. Man U eru miklu óheppnari en við þetta árið. Bæði þýsku meistararnir úr potti 4 og svo ferðir til Tyrklands og Rússlands.

    Við erum óvenjuheppnir þetta árið. Við eigum að klára þennan riðil.

  6. Þetta er bara nokkuð gott. Skemmtilegt að dragast gegn liðum sem við höfum ekki mætt áður í þessari Meistaradeild.

    Sérstaklega þægilegt fyrir Arsenal og þá líka með ferðalög í huga. Ein ferð til Grikklands en svo bara þægilegar tvær rétt yfir Ermasundið.

  7. Hvað er málið með Arsenal……ár eftir ár lenda þeir í algjörum mini-bolta riðli. Alltaf skulu þeir lenda í riðli með allra veikustu liðum sem völ er á.

    Liverpool ætti að fara áfram ásamt öllum hinum ensku liðunum. Feginn að sleppa við Atletico Madrid úr 3. styrkleikaflokknum.

  8. Hérna eru dagsetningarnar.
    September
    16 Debreceni VSC (H)
    29 Fiorentina (a)
    October
    20 Lyon (H)
    November
    4 Lyon (a)
    24 Debreceni VSC (a)
    December
    9 Fiorentina (H)

  9. Nokkuð sáttur bara.

    Sérstaklega eftir að maður sér uppröðunina á leikjunum, ljóst að við eigum að vera fínt settir þegar við förum til Lyon og til að klára málin í Ungverjalandi. Er sammála því að ferðalögin og þýsku meistararnir þýða að United þurfa óvenju erfiða leið í gegnum riðlakeppnina þetta árið.

    Fínn dráttur.

  10. Ég er ánægður með þennan norska dreng. Þetta er prinsippmaður 🙂

  11. Bara að fleiri knattspyrnumenn hefðu þetta hugarfar sem sá Norski hefur.

  12. Flottur riðill fyrir okkar menn 🙂 og ánægjulegt að sjá man u fá eitthvað annað en beinan farseðil í 16 liða úrslitinn

  13. Við getum verið mjög sáttir. Fiorentina og Lyon eru skemmtileg lið og þetta ættu að verða hörkuleikir.

  14. Allt í lagi dráttur. Ef liðið spilar að eðlilegri getu, þá ættum við að komast áfram.

    Ars með skít léttann riðil. en manutta með ferðalög sem gætu komið niður á frammistöðu þeirra í deild, í leikjum eftir CL útileiki. Bara gott mál 😉

  15. Sammála 7# Einari Erni, við erum nokkuð hepnir og ættum að klára þennan riðil, en þá er líka eins gott að liðið fari að spila fótbolta. Byrjunin á þessu tímabili legs ekki vel í mig… og leikurinn við Bolton verður að vinnast svo einfalt er það…. En bara sáttur við þennan drátt…

Spá – topp sex

Nöfn og dagatöl