Spá Kop.is – sæti 14 – 20

Sæl öll.

Þá er komið að fyrsta hluta spár okkar Kop-verja fyrir komandi tímabil. Í fyrsta hluta þess förum við yfir þau lið sem við teljum að verði í neðsta þriðjung deildarinnar. Annar hluti kemur á kop.is í kvöld og sá síðasti á morgun. Endilega fylgja okkur hvert skref í spánni!

Hámarksstigafjöldi spárinnar er 120 stig, minnst væri hægt að ná 6 stigum. Ef tvö lið eru jöfn að stigum telst það ofar sem hefur náð hærra sæti hjá einhverjum okkar.

20.sæti Wolverhampton Wanderers 14 stig

Leikmannahópur kaup, sölur og kjaftasögur

Það eru nýliðarnir með skemmtilega nafnið, Úlfarnir, sem við félagarnir höfum minnsta trú á að þessu sinni. Liðið er ungt og sprækt en vantar tilfinnanlega markaskorara til að ná árangri í Úrvalsdeildinni. Þeir unnu Championship-deildina í fyrra á góðum varnarleik og hann er lykillinn að þeim árangri sem þeir ættu að ná.

Fylgjumst með: Sylvain Ebanks – Blake. Harður Liverpoolaðdáandi sem er senter þeirra númer 1. Sumir vilja meina að þar fari framtíðarsenter enska landsliðsins á meðan sumir segja hann ofmetinn ungling.

19.sæti Hull City 19 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur.

Annað árið í röð spáum við tígrunum frá Hull falli. Liðið byrjaði síðasta tímabil svakalega vel en var langlélegasta lið deildarinnar á árinu 2009. Illa hefur gengið hjá stjóranum að fá til sín leikmenn í sumar, en hann er þó enn að hamast. Veruleg styrking þarf að koma til ef ekki á að fara illa, enda liðið nú á hinu alræmda öðru ári í deildinni.

Fylgjumst með: Michael Turner. Öflugur varnarmaður sem hefur verið besti leikmaður Hull City undanfarin ár. Mun berjast um sæti í HM hóp Englendinga næsta sumar.

18.sæti Burnley 20 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur.

Það eru aðrir nýliðar sem verma 18.sætið, fyrsta “Íslendingaliðið” í deildinni, gamla stórveldið Burnley. Liðið hefur náð miklum árangri undir stjórn Skotans Owen Coyle undanfarin ár, byggt á því að reyna að spila áferðarfallegan fótbolta. Vörn liðsins og markvarsla þarf að batna verulega, en erfitt hefur verið fyrir klúbbinn að fá til sín leikmenn í sumar, enda sennilega með minnstu innkomu liðanna í deildinni undanfarin ár. Háværir áhorfendur gætu mögulega búið til heimavallargryfju sem hefur reynst þeim vel í bikarkeppnum undanfarinna ára.

Fylgjumst með: Auk Jóa Kalla auðvitað er það framherjinn Steve Fletcher sem liðið keypti í sumar frá Hibs í Skotlandi. Hefur skorað fullt af mörkum þar undanfarin ár og þarf að halda þeirri iðju áfram í sterkari deild.

17.sæti Portsmouth 25 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur.

Annað Íslendingalið er það sem við teljum fyrst upp af þeim liðum sem við teljum að sleppi við fall. Mikill skellur hefur orðið á Fratton Park á stuttum tíma, frá því liðið er að berjast í evrópukeppni í fyrra til þess að berjast í raun fyrir tilveru sinni sem lið og sæti í efstu deild. Allt mun standa og falla með því að Arabarnir fái að kaupa liðið og stoppi þar með brunaútsölu leikmanna, og gætu jafnvel styrkt liðið eitthvað. Ljóst að erfiður vetur er framundan á suðurströndinni og Hemmi Hreiðars þarf að eiga almennilegt tímabil í vörn sem virkar mjög lek.

Fylgjumst með: Niko Kranjcar. Einfaldlega yfirburðamaður í liði Pompey, þarf að eiga tímabil lífs síns í vetur!

16.sæti Wigan Athletic 29 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Töluverðar breytingar hafa orðið á JJB-stadium í sumar. Nýr stjóri og töluverð veiking leikmannahópsins hefur orðið á árinu 2009. Það þýðir að Wigan er töluvert óskrifað blað og alls ekki ólíklegt að þeir dragist niður í fallbaráttu. Nýji stjórinn, Martinez náði frábærum árangri með Swansea og hefur sótt styrkingu í neðri deildirnar ensku. Hann er mikill stemmingsmaður og ljóst að hann þarf að framkalla hana frá byrjun ef ekki á illa að fara. Stærsta spurningamerki vetrarins sennilega!

Fylgjumst með: Chris Kirkland. Lykilmaður í liði Wigan sem átti gott tímabil í fyrra eftir nokkur meiðslahrjáð þar á undan. Er ákveðinn í að berjast um sæti í HM hóp enskra næsta vor.

15.sæti Birmingham 29 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Sama stigatala og Wigan en einhver okkar hefur mikla trú á þeim og kemur þeim ofar í töfluna. Við höfum mest álit á þeim af nýliðunum, fyrst og síðast vegna þess að í liðinu eru ólseigir leikmenn sem hafa mikla reynslu í deildinni. McLeish hefur safnað að sér “olden – goldies” leikmönnum eins og Kevin Phillips, Lee Carsley, Barry Ferguson og Lee Bowyer auk annarra og ætlar þeim að stýra skútunni í örugga höfn á komandi tímabili.

Fylgjumst með: Christian Benitez. Ekki bara útaf nafninu, Ekvadori með “attitude” sem á að verða lykillinn að sóknarleik bláliðanna á St. Andrews í vetur. Mætti seint til æfinga og virkar mikill gaur.

14.sæti Stoke City 40 stig

Leikmannahópur, kaup, sölur og kjaftasögur

Stoke teljum við standa töluvert frá fallbaráttunni sem mun að mestu standa milli liðanna í 15. – 20.sæti. Stoke er ÓLSEIGT lið sem virðist ætla að verða hið nýja Wimbledon, gefa orðinu harðhausalið nýja merkingu og munu áfram fá á sig fá mörk auk þess að nýta föstu leikatriðin vel og skora flest mörkin sín uppúr risainnköstum. Munu halda sér uppi, nokkuð örugglega.

Fylgjumst með: James Beattie. Reyndar bestur á kránni skilst manni, en lykilmaður í liði Stoke. Stór og líkamlega sterkur senter sem er góður að klára færi sem detta fyrir hann í teignum!

Næsti pistill, sæti 7 – 13 í kvöld!

20 Comments

  1. Ég hef trú á að Úlfarnir haldi sér uppi. Eru með Ebanks-Blake sem er sprækur senter sem hefur skorað mikið í Championship-deildinni og Michael Kightly, kantmaður sem skapar mikið.
    Hull verða í 20. sæti, ekkert sjálfstraust í liðinu eftir látlausa taphrinu frá áramótum og lítið af nýjum mönnum komið í sumar.
    Burnley verða í 19. sæti, fengum mikið af mörkum á sig í fyrra í Championship-deildinni sem er ekki vænlegt veganesti í Premiership.
    Portsmouth verða í 18. sæti, mjög þunnur hópur þar sem mikið mun velta á byrjuninni og væntanlegum kaupendum. Markaleysi gæti verið þeirra akkilesarhæll þar sem Crouch og Defoe eru báðir farnir í Spurs.

  2. Er einhver með einhverjar upplýsingar um það hvort Torres hafi meiðst í gær, heyrði eitthvað um að hann hafi haltrað útaf í landsleiknum??

  3. Alveg sammála Óskari um þrjú botnliðin. En vá hvað ég vona að það verði Stoke, Birmingham og Blackburn sem falla. En ekki neitt sérstaklega líklegt. Wigan er samt rosalegt spurningamerki. Gætu endað í topp 8 og gætu fallið. Sama með Fulham, ekkert varið í hópinn þeirra en þeir eru ótrúlega færir í að overachievinu sínu.

  4. Fulham eru með svakalega vel skipulagt lið, fá á sig fá mörk. Þeir verða um miðja deild.
    Er sammála Lolla um að Wigan er algjört spurningamerki, gætu lent í vandræðum þar sem stjórinn er óreyndur en þeir eru svo sem með þokkalegt lið.

  5. Er ekki alltaf svona surprise lið? Ég hef enga tilfinningu fyrir því núna hvaða lið það gæti verið, en Úlfarnir og Burnley gætu verið í góðri og mögulegri baráttu að halda sér uppi. Verð að viðurkenna að ég bíð spenntur eftir spá ykkar á efstu liðunum … bíð rólegur í tvo daga 🙂

  6. p.s. Algjörlegt þráðrán og afsakið það … en ég hélt ég hefði breytt avatar fyrir þessa addressu mína en gamla fésið mitt kemur … kann einhver að hjálpa feitum Norðlendingi til að redda þessu?

  7. Wolves eru svolítið spurningmerki. Þeir hafa ansi sterkan leikmannahóp og voru að fá Michael Mancienne frá Chelsea á láni. Það segir ýmislegt að þeir hafa þrjá Englendinga sem eru að banka upp á hjá Capello. Þeir eru reyndar með ungt lið og spurningin hver hafi reynsluna og þor til þess að rífa liðið áfram þegar illa gengur. Þeir hafa fáa leikmenn með alvöru reynslu í Úrvalsdeildinni. Í fyrra unnu þeir deildina á því að hafa einfaldlega langbesta liðið og reyndi aldrei á hugarfarið hjá þeim. Þeir hafa bætt við sig Kevin Doyle frá Reading sem hefur hæfileikana til þess að skora a.m.k. 10-12 deildarmörk í efstu deild. Mér finnst þá vanta reynslumeiri leikmenn og það gæti orðið þeim dýrkeypt. Ég gæti trúað að Wolves muni verða mjög óstöðugir, gætu átt svipað tímabil og Hull í fyrra.

  8. Ég er nokkuð sammála með hvaða lið eru innan þessa 14-20 hóps, en hinsvegar fannst mér merkilegast hvað Wolves virðist vera í litlu áliti. Þeir voru frábærir á síðasta seasoni í Champions deildinni og ég býst við skemmtilegu liði þar með Ebanks-Blake sem upprennandi góðan striker – hann setti 25 kvikindi í deildinni í fyrra og var maður deildarinnar. Ég held að þeir verði nær 15 sætinu.

    Hull líta hinsvegar ekki vel út, vilja nánast engir leikmenn fara til þeirra og Bullard auðvitað í meiðslaveseni. Er ekki alveg að sjá Geovanni byrja jafn vel og í fyrra.

    Ég spái Hull, Burnley (enduðu 5 í Champions í fyrra, virðast vera númeri of litlir) og Birmingham falli í ár.

    Eins er þetta skemmtileg lesning með mörgum gullmolum: http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/article6789895.ece

  9. Já, ég verð nú að leggja annað orð í belg varðandi Wolves. Liðið vantar ekki markaskorara, sérstaklega miðað við fjölmörg lið í úrvaldsdeildinni. Ebain-Blanks skoraði 25 mörk í championship og Doyle skoraði 18. Hinsvegar eru meiðslavandræði á framherjunum í byrjun tímabils sem gæti reynst þeim þungt.

  10. ætla rétt að vona að ykkar spár verði jafn slakar og í fyrra enda er é g harður wolves stuðnungsmaður

  11. Langar sérstaklega að taka fram að ég vona að Úlfarnir haldi sér uppi, einn lærifaðir minn – Jóhannes Atlason – er harður úlfur og ég vona innilega að geta spjallað um úrvalsdeilina við hann á næsta ári.

    En ég er ekki viss um að það verði svoleiðis…

  12. er ekki að sjá pompey halda sér uppi búnir að missa sína sterkustu leikmenn og ekki búnir að kaupa einhverja sterka leikmenn

  13. Það er alveg klárt mál að Úlfarnir eru komnir til að vera! Ég á erfitt með að meta hvaða lið falla en tel víst að Hull og Burnley verði í þeim hópi.

  14. Bæti Pompey við spá Gumma Halldórs, þó Wolves séu að mestu óskrifað blað. Mín spá því Hull (20), Pompey (19) og Burnley eða Wolves (18).

    Annars verður gaman að sjá hvaða lið verður spútniklið fyrrihluta móts, sem virðist vera árviss atburður. Ég segi Birmingham eða Wigan!

  15. Planið klikkar aðeins af óviðráðanlegum orsökum, seinni tveimur hlutum af spánni okkar seinkar eitthvað. Biðjum ykkur vinsamlegast að vera molinþóðir.

    Get þó gefið upp að við spáum fjórum efstu svona:

    1. Nottingham Forrest

    2. Leeds

    3. Huddersfield

    4. Parma (mjög óvænt)

  16. Van der Vaart frítt, já fokking takk. Klassa leikmaður, hef séð nokkra leiki með honum og hann er klassa leikmaður.

Spámennska – síðasta tímabil.

Smá bið