Spámennska – síðasta tímabil.

Sæl öll.

Einhverjir muna væntanlega eftir því að í fyrra duttum við spekingarnir sem skrifum hér reglulega í spádómsgírinn fyrir tímabilið og kynntum sameiginlega spá okkar fyrir deildina.

Það sama ætlum við að gera núna og mun fyrsti pistill koma á síðuna í fyrramálið, þá sæti 14 – 20, seinni part fimmtudags koma sæti 7 – 13 og föstudagurinn verður undirlagður af efstu 6 sætunum, áður en fyrsta upphitun dettur inn á laugardaginn.

Í dag ætla ég hins vegar aðeins að gera upp spána okkar frá því í fyrra, sjá hvar við vorum að spá rétt og hvar við vorum víðáttuvitlaust frá!

Toppbaráttan

Við vorum á því að fjögur lið skæru sig úr og það voru þau fjögur sem efst enduðu. Við spáðum Chelsea titlinum en höfðum rétt fyrir okkur um okkar menn og 2.sætið, Scum var spáð 3. og Arsenal fjórða sæti.

Rétt neðan við höfðum við mikla trú á Tottenham og Portsmouth, sem svo varð ekki, mesta ofmatið okkar var hjá Pompey, sem við spáðum 6.sæti en þeir enduðu 8 sætum neðar.

Miðjan

Við töldum Aston Villa, Everton, Man.City, Sunderland, West Ham, Newcastle og Blackburn (í þessari röð) yrðu þau lið sem myndu ekki ná Evrópusætum en yrðu ofan við fallbaráttuna. Flest nokkuð nærri lagi, en þó voru Newcastle og Sunderleand 6 sætum neðar en við reiknuðum með, Newcastle í nr. 18 og Sunderland sem við töldum enda nr. 10 en enduðu í nr. 16.

Fallbaráttan

Við töldum hana hefjast með Middlesboro’, og svo (í réttri röð), Fulham, Wigan og W.B.A. sem myndu halda sér uppi, fallliðin töldum við að yrðu Bolton, Hull og Stoke. Stoke og Fulham urðu þau lið sem við vanmátum mest, þau enduðu bæði 8 sætum ofar en við töldum líkur á, Fulham í nr. 7 og Stoke í nr. 12.

Við semsagt spáðum engu liði rétt um fall!

Samantekt

Held að spáin og niðurstaðan hafi verið í takt við það sem reikna mátti með, bæði varðandi þau lið sem stóðu sig ver en reiknað var og þau sem náðu að spila ofar væntingum.

Ef við skoðum einstaklingana sem spáðu þá veðjuðu Aggi og Kristján rétt á meistaraefnin, Kristján og Einar Örn tippuðu á rétt sæti fyrir Liverpool síðasta vetur. Kristján spáði Fulham best af okkur félögunum og hann og Ssteinn tippuðu einir okkar á falllið sem svo stóðst, þeir spáðu báðir W.B.A. falli sem svo stóðst.

Semsagt, þokkalegt vit í því sem við spáum, þó við séum betri í toppbaráttunni en fallbaráttunni þetta árið!

Á morgun byrjum við svo að telja niður, frá sæti 20 í okkar spá, til og með 14.sæti…

23 Comments

  1. Ég skal bara ljúka þessari spá fyrir ykkur.

    20 Hull
    19 Burnley

    18 Portsmouth

    17 Wolves
    16 Wigan
    15 Birmingham
    14 Stoke
    13 Blackburn
    12 Bolton
    11 West Ham
    10 Sunderland
    9 Fulham
    8 Aston Villa

    7 Tottenham

    6 Arsenal

    5 Everton

    4 Man City
    3 Man Utd

    2 Liverpool

    1 Chelsea

  2. Í ljósi reynslunnar ætla ég að lýsa því yfir hér nú þegar að það verður ekkert að marka ykkar spá! 🙂

  3. Sælir félagar
    Ég er miklu svartsýnni á gengi okkar manna en fyrir síðustu leiktíð. Þess vegna mun ég ekki taka þátt í þessari spákeppni enda erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Það eina sem maður getur gert er að vona hið besta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Nú verðum við bara að fara að mantra þetta hver í sínu lagi. Láta himintunglin og guðina hjálpa okkur. Liverpool í fyrsta sæti, Liverpool í fyrsta sæti, Liverpool í fyrsta sæti…
    En það er ansi mikið í lagt að spá svona, ég held að þetta verði svipað og áður, Liverpool, Man U og Chelsea berjast um þetta, Arsenal, Man City, Everton og Aston Villa verða í næsta pakka, Fulham, Blackburn, Tottenham, Wigan og Sunderland þar á eftir, sennilega laus að mestu við fallbaráttu, Portsmouth, Birmingham, Burnley, Stoke, Hull, Wolves og Bolton í botnbaráttunni. Góð spá hjá Lolla nema skipta eitt og tvö takk.

  5. Voðalega er erfitt að lesa alla þessa neikvæðu pósta hérna !!!! er fólk búið að gleyma hvaða menn við höfum um borð !!!???? gerrard,torres,masch,reina,kuyt,bennajún,riera,babel,carra,agger,johnson,skrtel,vatnamaðurinn,aurelio,insúa og margir fleiri !!! ótrúlega leiðinlegt að horfa uppá svona svartsýni vitandi það hvernig liðið spilaði á síðasta tímabili …. og vitið til það kemur eitt STÓRT sign fyrir fyrsta leik 🙂 LIVERPOOL KLÁRLEGA Í FYRSTA SÆTI REST SKIPTIR MIG ENGU MÁLI !!!!!!!!!!!!!!!!!

  6. Óvæntar fréttir:
    http://www.slbenfica.pt/Informacao/Futebol/Noticias/CompraRedPass.asp?Adepto=Yossi%20Benayoun

    gróf þýðing á ensku

    The Sport Lisbon of Benfica are give to sign contract with Yossi Benayoun. Sources next to the process affirm that the agreement is for briefing and the presentation can already be made in the next game to carry through in the Stadium of the Light.

    The adepts are in euphoria and anxious for seeing Yossi Benayoun to the service of the Biggest Club of the World

  7. Nr. 11 Kidd – bara sé það ekki gerast núna.

    og ég er mun meira að spá í þessu

    Pepe Reina started the match, as did former Reds Alvaro Arbeloa and Xabi Alonso. Riera came on at half time. Torres played the full 90 minutes.

    Afhverju í forhertum fjandanum var Torres að spila FOKKINGS 90.mínútur í ÆFINGALEIK fyrir Spán tæpu korteri fyrir mót….einmitt þegar beðið hafið verið um að fara varlega með hann 🙁

    Þetta er með hreinum ólíkindum, það er ekki eins og þjálfarinn þekki ekki til leikmannsins eða að hann þurfi að sanna eitthvað við leikinn í næsta mánuði. Þetta var leikur sem skiptir akkurat ekki neinu máli eins og flestir æfingaleikir landsliða. Vona að Benitez láti aðeins frá sér heyra varðandi þetta.

    Hrumpf…

    Varðandi þráðinn og spánna frá því í fyrra þá held ég að ég hafi ekki tekið þátt í þessari spá

  8. Á Soccernet var Torres sagður hafa farið af velli í kringum 60mín

  9. Þá var þetta bull á síðunni sem ég las þetta á. Engu að síður finnst mér 64 mín líka bara full langt líka.

  10. Það er alveg rétt Babu að það er alltaf vont að horfa á eftir lykilmönnum í landsleiki, hvað þá æfingaleiki, á mikilvægum tímum. En við getum líka litið á björtu hliðarnar. Kuyt var frábær með Hollandi og skoraði mark, Johnson stóð sig mjög vel með Englandi, Torres skoraði mark með Spáni og það sama gerði Riera.

Draumaliðsleikur – kop.is

Spá Kop.is – sæti 14 – 20