Búið að taka boði í Alonso

Opinbera síðan hefur staðfest að búið sé að taka boði frá Real Madríd í Xabi Alonso og hann eigi bara læknisskoðunina eftir, sem ætti að vera létt formsatriði.

Þar með er nokkuð ljóst að lengsta og leiðinlegasta sápuópera sumarsins er loks að ljúka og það alls ekki með þeim enda sem flestir Poolarar óskuðu sér. Xabi hefur verið frábær í búningi Liverpool og það verður ansi erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir sig, sérstaklega svo stuttu fyrir mót.

Þó verður að teljast afar líklegt að mjög fljótlega, þessvegna í þessari viku, fáum við að sjá einhvern/einhverja nýja leikmenn mætta á Anfield brosandi við hliðina á Benitez. Ég neita að trúa því að sala á Alonso hefi verið leyfð áður en almennilegt cover hafi verið klárt. Hvort sem það verður Aquilani, Defour, Poulsen eða einhver annar kemur í ljós en það verður líklega ansi fljótt.

Hvað Alonso varðar þá gerum við honum eflaust betur skil seinna, ég er alveg grautfúll yfir þessari sölu, frábær leikmaður sem verður nýjum eigendum afar mikilvægur. Sjálfur get ég þó  eiginlega ekki óskað honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ekki að ég sé á móti Alonso, Real Madríd er bara eitthvað sem ég get ekki óskað velfarnaðar. Skil þá samt mjög vel að vilja sanka að sér poolurum eftir kennsluna sem þeir fengu í fyrra. Heimta samt að nú verði sagt staðar numið, Arbeloa og Alonso er meira en nóg handa þeim.

Þeir leikmenn sem ég í fljótu bragði man eftir að Liverpool hafi misst án þess að klúbburinn né stuðningsmennirninr hafi viljað það hafa allir endað í Real, Macca í den, svo litli ***’hællinn hann Owen og nú Xabi.

Þrátt fyrir þetta mun maður nú minnast Xabi Alonso með hlýjum hug.

86 Comments

  1. Ekki skemmtilegt, en er búið að liggja svo lengi í loftinu að það er ágætt að þessu sé lokið. Vona að Masch verði áfram og þessar 30 kúlur fari í almennilegt replacement.

  2. Sorglegt en hlaut að gerast,

    Hrikalegt að missa mann úr þessari mikilvægu stöðu, leikmann sem var ásamt Gerrard sá allra besti á síðasta tímabili og það er leitun að leikmanni með jafn mikinn leikskilning og Alonso og er ég skíthræddur um að ef einhver verður keyptur inn núna til að leysa hann af þá muni hann floppa.
    Það þýðir samt ekki að vera neikvæður fyrirfram og vona ég frekar að það komi nýr leikmaður inn og þá einna helst Aquilani frekar heldur en að Gerrard verði færður aftar og duo-ið á milli hans og Torres brotið upp.

    P.s vona að Real drulli á sig á næsta tímabili og skipti sjö sinnum um þjálfara.

  3. Þetta eru einfaldlega GLATAÐAR fréttir. Það sást í svo mörgum leikjum á síðasta tímabili þegar að Alonso var ekki með hvað það vantaði flæði í leikinn okkar. Virkilega góður leikmaður og hans verður sárt saknað. Ég var samt búinn að ákveða mig fyrir löngu síðan eða eftir að hann sagðist vilja spila fyrir RM að Alonso ætti ekki að spila fyrir Liverpool lengur. Hjartað einfaldlega ekki á réttum stað. Ef að við fáum ekki álíka miðjumann í staðinn fyrir Alonso þá er ekki séns að við vinnum deildina næsta tímabil. Þurfum meiri breytt og menn sem geta klárað leiki uppá sitt einsdæmi.
    Sorgardagur.
    Forza Liverpool

  4. Það sem mig langar að vita er: AF HVERJU ÞARF ÞETTA AÐ GERAST NÚNA RÉTT FYRIR MÓT? TALAÐI RAFA EKKI VIÐ MANNINN Í MAI/JÚNÍ OG FÉKK AÐ VITA HUG HANS EÐA? ANDSKOTINN

  5. Hrikalegar frettir, en eitthvad sem madur vissi ad myndi gerast. Verdur erfitt ad fylla skard eins mikilvaegasta leikmanns Liverpool undanfarinna ara.

  6. Sorglegt alveg hrikalega sorglegt..En hann á eftir að meika það með Real

  7. Ég held ég muni aldrei skilja þetta, að vilja yfirgefa lfc á þessum tímapunkti.. wat?
    Ég get ekki sagt að ég beri einhvern hlýhug til Alonso.

  8. Þakka Alonso fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir klúbbinn – gaf okkur 5 ár af lífi sínu og átti tvö frábær tímabil. Vona að Rafa hitti naglann á höfuðið með kaupum á arftaka hans, titilbaráttan stendur og fellur með því.

  9. Sko 30M fyrir mann sem er a toppi ferils sins er ekki svo alsleamt, vidskiptalega sed. Hann skorar fa mork og a ekki mikid af stodsetningum. Auk tess er hann ekki natural top athlete, sem eykur ahaettuna ad tegar hann fer ad eldast ta verdi hann ennta haegari en adrir a svipudum aldri. Einnig er hann lengur en adrid ad stiga uppur meidlsum af somu astaedu.

    Eg er ekki ad segja ad hann se ekki missir, frabaer leikmadur sem atti top ar a seinasta timabili. Eg er lika sammala tvi ad lidid vard stundum half lamad tegar hann var ekki inna, vegna tess ad allt spil fer i gegnum hann. En tessi seinasti punktur er einmitt veikleiki lika, fyrir lidid. Tegar lidid er komid yfir tad ad hafa hann stjornandi ollu a midjunni, ta er tad minni hausverkur ef einhver meidist a midjunni. Liverpool var ad morgu leiti of had honum.

    Tetta er ekki tad sama og ad segja ad Livepool verdi lamad tegar ad Torres eda Gerrard meidast, vegna tess ad tad er sprengikrafturinn fra teim sem lidid saknar ta, ekki tad ad geta spilad boltanum a milli sin. Tegar teir eru fra sest ad tad vantar quality. Tegar Alonso var fra ta vantadi flaedi i spil, ekki vegna tess ad hinir geta ekki spilad, heldur vegna tess ad teir eru of vanir ad gefa a Alonso.

    Eg held ad Mascherano og Lucas geti allveg dreift spilinu nogu vel. Kannski ekki allveg jafn aferdarfallegt og hja Alonso, en nuna munu teir taka meira a skarid. Svo er aldrei ad vita nema ad Liverpool kaupi stadgengil. Eg vona ad Paulson se bara eitthvad rugl, eg se hann engan veginn meira en bekkjarvermir.

    Eg hugsa ad Benitez kaupi midvord/haegri bakk/vinstri bakk. T.e 1-2 menn sem geta leyst 2 af 3 af tessum stodum. Tetta yrdu frekar odyrir menn. Kannski kaupir hann stadgengil sem a ad koma inn fyrir Alonso, eda ta ad hann kaupi minni spamann a midjuna sem vaeri i rotation med Lucas. Svo er alltaf haegt ad setja Gerrard eda Benayoun framliggjandi a midjuna. Ef hann kaupir ekki dyran midjumann til ad fylla skard Alonso, ta er Benitez med fullt af pening til ad kaupa toppliggjandi framherja/kantmann. Menn eins og t.d. Silva.

    Tad er slaemt ad missa Alonso, en kannski ekki allveg eins slaemt og margir halda. Tetta er svaka peningur, allgert top price sem Liverpool er ad fa fyrir mann sem vill burt.

  10. Jæja gott að þetta er búið. Babu minnist á Owen og Macca sem líka fóru til Real. Þessi sala er þó margfalt betri þar við fáum loksins einhvern pening frá Madridingum.

    Líst vel á Poulsen eða Defour. Aquilani er meiðslahrúga auk þess sem 90% allra ítalskra leikmanna floppa í ensku deildinni. Síðan er það spurning hvort Valencia gæti hafnað 25-30m punda boði í Silva? Mín von: Silva á 25m og Poulsen á 5m, Miðjan orðin óvinnandi vígi og framlínan all-suddalega svakaleg. Spennandi dagar framundan.

  11. Það er reyndar rétt Palli G og hann var svosem ekki mikið að draga klúbbinn á asnaeyrunum neitt.

    Annars er ég nokkuð sammála Svenna, mig grunar svolítið að coverið komi til með að koma innan herbúða Liverpool, allavega fyrst um sinn og í staðin verði jafnvel keyptur einhver David Silva týpa og/eða fjölhæfur varnarmaður (a la Arbeloa).

    Þetta ætti líka að þýða mjög svo aukna ábyrgð á hendur Lucas (og nei ég vil ekki heldur sjá Lucas sem beint cover fyrir Alonso). Eins gæti þetta þýtt að Gerrard fari að spila aðeins aftar en hann hefur gert og eins sé ég alveg fyrir mér að Benayoun komi meira inn á miðjuna líkt og hann gerði hjá West Ham. Það er fullt af möguleikum í stöðunni, en engin lítur nógu vel út til að líta á þessa sölu sem eitthvað jákvæðan hlut.

  12. Talad er um 35 milljonir Evra og adrar 2.5 eftir frammistodu, sem skila ca. 32m breskra punda i kassann, Aquilani a 17mp, Defour a ca. 10mp sma klink eftir i backup fyrir midvord og bakvord.

  13. Þetta verður í góðu lagi. Það eru bara allir stressaðir útaf því að Alonso átti góða leiktíð í fyrra.

    Við getum vel lifað án hans…

  14. Takk Xabi fyrir þessi 5 ár. Við getum alveg vel við unað; fengum 5 ár frá honum og slatta af peningum í hagnað. Það er líf eftir Xabi Alonso, sannið til.

  15. Bídið nú við, keyptu Juve hann ekki í fyrra eftir að þeir fengu ekki Alonso frá okkur ? Og fyrst þeir eru að selja hann aftur núna ári seinna þá hefur hann varla verið að standa sig hjá þeim svo það er spurning hvort enski boltinn henti honum betur en ég er allavega ekki yfir mig hrifinn, vill frekar þennan gæja frá Roma.

  16. Ég minnist Alonso nú bara með virkilega hlýjum hug, og finnst hann hafa gert mikið fyrir klúbbinn. Auðvitað er auðvelt að verða sár, þegar maðurinn vill fara, og það er hálfgerð höfnunnartilfinning að vita til þess að maðurinn vill fara eitthvað annað. Tala nú ekki um, þegar hann var nýbúinn að skrifa undir 5 ára samning. Það var auðvelt að hugsa málið þannig, að kappinn hafi verið að svíkja okkur.

    En ég vil hugsa þetta öðruvísi. Með því að skrifa undir 5 ára samning, þá var hann í leiðinni að hjálpa Liverpool talsvert. Hann rétti okkur vopn í hendurnar, því við gátum alltaf tryggt að hann færi ekki neitt, án þess að fyrir kæmi fingurgull sem hægt væri að nota til að kaupa eftirmann hans !

    Hann skoraði mikilvæg mörk, stóð sig vel, og jafn mikið og ég sé eftir kappanum, þá hugsa ég nú bara hlýtt til hans. Það er kominn ákveðinn lok í þessu máli, og allir geta þá farið að snúa sér að öðrum hlutum og hætt að eyða orku í þetta. Þetta hefur tekið sinn toll frá honum sjálfum, LFC og ekki síst stuðningsmönnunum.

    Eigum við ekki bara að kveðja kappann nokkuð sáttir, en sárir yfir því að hann er búinn að fokka upp helvíti skemmtilegu Liverpool lagi !!!

    Insjallah…Carl Berg

  17. Að elta við mann sem Everton og Fulham eru á eftir er ekkert sérstaklega spennandi, sbr Poulsen.
    En loksins fáum við almennilega upphæð og það á alveg að vera hægt að fylla í stöðuna hans Xabi fyrir helmingin af því sem fæst fyrir hann, þá er hægt að nota hinn helminginn í þessar auka 7,5 milljónir sem vantar upp í tilboðið okkar á Silva og hinar til að kaupa varnarmann sem getur spilað vinstri bak líka. Þá erum við góðir held ég.

  18. algjörlega sammála Carl Berg. Hef einmitt hugsað það að Alonso hafi nú síst gert Liverpool erfiðara fyrir með því að skrifa undir þennan samning. Það hefur gert stöðu Liverpool mun sterkari í þessum samningaviðræðum.

  19. Sammála Carl Berg og fleirum hér. Hugsa vel til Alonso og þakka honum fyrir góð störf. Vegna þess að hann var á langtímasamning þá gátum við pínt Real aðeins. Vona að hann standi sig en Real kúki á sig.

  20. Hvaða fokking bullshit er þetta paulsen orðaður við liverpool við eigum ekki að kaupa svoleiðs drasl til að taka við af alonso það eru bara glötuð kaup og ekkert annnað

  21. Vel orðað Elías Hrafn varðandi Poulsen 😉
    Annars finnst mér þetta vera alveg afleitar fréttir svona rétt fyrir mót. Við verðum að kaupa einhvern toppmann í staðinn,

    get eiginlega ekki hugsað mér það að sjá Xabi í hvítum stjörnubúning samt. Hann stóð sig frábærlega hjá okkur og það er rétt það sem sumir segja hér að með því að skrifa undir samninginn hafi hann gert Liverpool mikinn greiða og ekki séns að við myndum fá þessa upphæð fyrir hann ef hann hefði ekki skrifað undir.

  22. Blessaður Xabi Alonso. Fínt fyrsta ár, frábært annað ár, dapurt þriðja ár, arfaslakt fjórða ár, en frábært fimmta ár. Kannski vegna þess að hann var ekki “wanted” lengur og fann þá neistann.

    Ljóst að hann þarf að halda þeim dampi sem hann var á síðasta vetur, ef hann á að stýra leik Real Madrid og þar mun hann þurfa að vinna mun fleiri skítverk á bakvið dúllurnar Köku og Kristjönu. Ég ætla ekkert að óska honum of góðs gengis en þakka honum samveruna og hápunktana.

    Ég held að Alberto Aquilani komi fyrir helgi, sjaldgæft að ítölsku blöðin hafi ekki mikið til síns máls enda erfitt fyrir þann þjóðflokk að halda miklu leyndu :). Vonum bara að hann verði heill.

    Christian Poulsen er fínn leikmaður, en hvort hann verður fastur byrjunarliðsmaður veit maður ekki. Ef ég ætti að líkja honum við einhvern væri það snillingurinn Didi Hamann. Átti ekki gott ár með Juventus inni á miðjunni með Sissoko, en verður annað með SG og Masch tel ég.

  23. Ohhh… nú verð ég að henda Alonso treyjunni minni og byrja aftur að ganga í Sissoko…

  24. Ég las á einhverju spjallborði að allir leikirnir sem Alonso spilaði ekki með í fyrra hafi unnist og ef það er rétt þá finnst mér flestir hér inni full dramatískir og óþarflega svartsýnir. En verðið virðist alla vega vera hátt,en ég er ekki hrifinn af Poulsen og það er vegna þess að hann á það til að missa stjórn á skapi sínu og það er frægt þegar hann skallaði leikmann svía í Parken í fyrra og dæmd var víti og hann rekinn út af og svíarnir komust á EM en ekki danir. Ég held að Liverpool þurfi eitthvað betra en Poulsen og svo kemur hann líka frá FCK og þá þoli ég alls ekki . Bröndby hefur alltaf verið mittt lið í DK.

  25. Elías Hrafn: ÞÚ LOFAÐIR (eitt sinn) AÐ NOTA KOMMUR OG PUNKTA!!! Hvar stendur það loforð núna?? 🙂

    Annars sammála Magga og fleirum… Alonso hefur verið mjög misjafn, bæði milli leikja og tímabila, auk þess að eiga það til að tapa boltanum, á slæmum stað…

    Paulsen þekkir England og ásamt Lucasi (sem kemur, að ég tel, til með að leika sífelt stærri rullu á miðjunni) gætu endað með því að skipta stöðunni með sér. A.m.k til áramóta.

    Vil samt benda á möguleikann á að spila miðjunna 1-2 í stað 2-1 – (meina með því; áður (4-2-3-1) Masch, Alonso – Gerrard; en gæti vel verið (4-1-4-1) þ.e. Masch aftastur með t.d. Gerrard og Benayoun fyrir framan hann og skipst á hlutverkum)… Sérstaklega gegn liðum sem geta einungis spilað varnarleik…

    Bara hugleiðingar…

    Umfram allt: In Rafa We Trust!!

    kv. Sæmund

  26. Alonso er snillingur og hans verður saknað. Ég vona að hann standi sig vel hjá Real og í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, en einnig vona ég að Real skíti á sig á næstu leiktíð. Afsakið allir Real menn nær og fjær, en mér finndist það bara gott á þá að eyða þessum svakalegu upphæðum og ná engum árangri þrátt fyrir það. Megi Alonso svo sjá að ári að þessi skipti voru mistök og svissa þá yfir í Barcelona 🙂

  27. Furðulegt að einhver skuli vilja fara til Real M??? Það er gífurleg pressa á leikmönnum þar og varla má tapa leik. Siðan er mikil óvissa um hvernig liðið muni spjara sig undir nýjum þjálfara. Einnig hefur verið bent á að mikið ójafnvægi sé í liðinu. Að of mikið sé af sóknarsinnuðum mönnum og minna um varnarsinnaða. Því í andskotanum ætti nokkur að vilja fara þangað nema fyrir seðlana og sólina? Alonso hefði alltaf orðið stærra nafn í Liverpool og í meiri séns að vinna dollu en í Madrid. Gangi honum sem best.

  28. Það er ógeðslega pirrandi að missa svona frábærann miðjumann til RM og við verðum að fá einhvern almennilegann í staðinn. Ég er sammála mörgum hérna með paulsen. Hann er eingan veginn í sömu gæðum og alonso og mér líst bara alls ekki vel á hann sem replacement fyrir alonso. Mér fynnst enginn af þessum 3 ( Aquilani, Defour, Poulsen) vera nógu góðir til að taka við af alonso. En hvað með Snejder er hann að fara eitthvert annað? Getum við ekki reynt að næla í hann?

  29. Er ekki verið að tala um Poulsen sem backup fyrir Mascherano ? Maðurinn er að verða 30 og verður varla lykilmaður hjá okkur. Ég held að hann sé ekkert hugsaður sem arftaki Alonso. Benitez vill sennilega vera með allavega 4 góða miðjumenn. Mascherano, Lucas, Poulsen, og svo annar hvor Aqulani eða Steven Defour.

  30. 30-34 milljónir punda! Þetta er lang-stærsta sala Liverpool ever!

    Alonso er aldrei þessa virði.. Nú er bara að fjárfesta skynsamlega!

  31. Vil ekki sjá Christian Poulsen, einhverra hluta vegna þá fæ ég Robbie Savage upp í hugann þegar ég sé hann og það þoli ég ekki. Ætli það sé ekki vegna heimskulegs brots hans í leik Danmerkur og Svíþjóðar þegar allt sauð uppúr.
    Takk Alonso fyrir frábært framlag hjá Liverpool. Vissulega má deila um tímasettninguna en hann á þakklæti skilið fyrir að skrifa undir nýjan samning í sl. vetur fara á 30 mill. punda en ekki á gjafaverði eða frítt eins og f***ið hann Owen og Macca gerðu á sínum tíma.
    Knattspyrnuferill atvinnumanna er stuttur 12-15 ár, þannig að maður hefur fullann skilning á Alonso á að breyta til og leika með stórliði í heimalandi sínu.
    Alberto Aquilani er frábær leikmaður en með eindæmum óheppin með meiðsli. Það væri gríðarleg áhætta að kaupa hann fyrir +15 millj. punda.

    Persónulega hef ég aldrei séð Defour spila og lítið heyrt um hann þannig að ég ætla ekkert að tjá mig um hann.

    Staðan er hins vegar einföld. Liverpool liðið er talsvert veikara í dag en það var í lok síðasta tímabils. Liðið er búið að missa fleiri leikmenn en það hefur fengið og þar af eru nokkrir öflugir leikmenn farnir á brott. Nú þarf liðið að fá til sín heimsklassa miðjumann og öflugan varnarmann.

  32. Já, þar kom að því að Real borgaði uppsett verð. Magnað hvað það tók langan tíma fyrir þá að samþykkja þetta. Rafa hefur líkast til verið erfiður og ekki viljað taka við leikmönnum með peningum eins og leitt var líkum að fyrr í þessari sápuóperu. Nóg um það. Það er mér ljóst að Real Madrid hefur eitthvert ólýsanlegt aðdráttarafl Spánverja og Portúgala, sem ég skil einhverntímann.
    Hvað gerir Rafa svo?
    Ég er ósáttur við að fá einhvern meiðslahaug frá Roma, þó hann hafi einhverntímann verið góður. Minni á Degen í því sambandi …. hvernig bakvörður er hann annars? – Launaður og góðkunningi sjúkraþjálfaranna.
    Það gagnast lítið þegar á reynir.
    Annað hvort fær Rafa mann sem passar beint inn í liðið eða lætur þá sem spiluðu 2 fiðlu taka við kyndlinum og kaupir e.t.v. í janúarglugganum einhvern góðann. Steve G er ágætur kostur við hliðina á Masch / Lucas og svo Yossi eða þá einhver annar í “holunni”.
    Xabi þakka ég samstarfið, hann var bæði góður og lík slæmur. Aðallega þó góður.

  33. Ég tel Lucas vanmetinn líkt og Carra á sínum fyrstu árum. Finnst hann vinnusamur og með góða sendingartækni og vel á minnst … jafn góður ef ekki betri en Alonso var á sama aldri fyrir 5 árum. Ég held að Rafa hafi verið að bauna á hann meðal annarra þegar hann sagði að nú þyrftu reyndari menn í LFC að stíga upp í æfingarleikjum og bæta sig. Held að þetta sé hans tími til að blómstra en samt sem áður þá kaupir Rafa alltaf 2 menn í hverja stöðu og heldur samkeppninni virkri. Alonso verður í varnarsinnaðra hlutverki hjá Real en okkur og sé ekki beðinn um mörk þar heldur skítverkin! Hver verður keyptur staðinn…. alltaf eitthvað óvænt hjá Benna!?

  34. Vita menn eitthvað um meiðslasögu þessa Aquilani? Það er ekki flóknara en það að hann er sendur í læknisskoðun fyrir kaup þar sem staðan á manninum er skoðuð.
    Ef hann er gjarn á að togna eða lenda í álíka smámeiðslum þá er engu öðru um að kenna en leti og rugli, t.d. að vera latur við að teygja eftir æfingar. Slíku má kippa í liðinn.

  35. Strákar Strákar … það er náttúrulega á hreinu að allir elska KFC ! 😉

  36. Mér líst bara ágætlega á Poulsen, eina sem mér finnst Xabi hafa yfir hann er sendingagetan, annars er Poulsen mun harðari varnarlega og er mun sneggri en Xabi.

    Mér sýnist eina sem menn geta sett út á hann hérna vera eitt olnbogaskot og það að hann er með sítt ljóst hár eins og Robbie Savage.

  37. Poulsen er ekki eftirmaður Xabi heldur Mascherano, mér líst mjög vel á Dafour þó ég hef ekki séð neitt með honum að viti. Hann hljómar spennandi á pappír, ungur, leikreyndur og er frekar líkur leikmaður og Alonso og markheppnari. Hægt að fá hann á 12 milljónir. Þá er hægt að nota afgang til að setja punktinn yfir i-ið í meIstarar!

  38. Æ ég er orðinn frekar svartsýnn á þetta allt saman. Er ekki að sjá að við séum að fara að keppa við UTD um titilinn þegar við erum búnir að missa mann eins og Alonso og góðan bakvörð og engin er komin í staðin. Það er eins gott fyrir Benítez hafi eitthvað töfratromp í hendinni þvi annað titillaust tímabil er bara ekki að fara að gera sig!!!!

  39. Vonandi gengur Alonso vel. Varðandi þessa sölu þá verðum við að gefa honum það að hann þurfti að þola frekar niðrandi framkomu á seinasta sumri þegar allt ruglið í kringum Barry var. Þá átti að selja Alonso til að fjármagna kaup á Barry. Skiljanlega verður mönnum frekar brugðið við svoleiðis og fúlir. Ég hefði svo sannarlega verið það ef ég hefði hæfileika Alonso og væri að spila hjá liði sem vildi selja mig til að fá annan. Svoleiðis höfnun hefur pottþétt farið illa í hann. Hann skrifaði vissulega undir nýjan samning en það hefur ekkert með það að gera að hann væri að tryggja Liverpool meiri pening. Umræðan um Real byrjaði ekki fyrr en löngu seinna. Hann var einungis að hugsa um sig og sína framtíð. Svo þegar kallið kemur frá Santiago þá er erfitt að segja nei. Staðreyndin er sú að fyrir Spánverja er erfitt að hafna Real. Þá meina ég Spánverja en ekki Baska og mikilvægt að hafa það til hliðarsjónar. Hverju sem líður þá er ég sammála mönnum um að hann er misjafn og þessar 30+ millur eru svakalega góður díll. Skil vel að menn séu hræddir við að þetta muni veikja liðið mikið og það gerir það eðlilega ef ekkert gott kemur í staðinn.

    Ég sé ekki fyrir mér að Poulsen sé að koma. Hann er ekki í þeim gæðum sem að Liverpool vanti. Ég hugsa að eins og Ferguson er að gera þá verður ábyggilega breytt um kerfi. Hvaða kerfi það er verður að koma í ljós.

    Segi allavega takk Alonso og gangi þér vel 😉 YNWA

  40. Skil ég þetta rétt? Fyrst að Alonso skilaði inn beiðni um sölu, þá fær hann ekki þessi 10% sem leikmenn fá venjulega við leikmannakaup, ekki rétt?. Er Liverpool þá að fá ca. 3 millur til sín, sem ella hefðu runnið til Alonso? Er einhver með þetta á hreinu?

  41. Maggi, þetta video sýndi ekkert af knattspyrnuhæfileikum Poulsen eða Kaka. En þeir eru greinilega þokkalegir byrjendur í kickboxi..

  42. Kaka er nokkuð góður leikmaður er það ekki, og það að stoppa hann svona og að fá ekki nema eitt gult spjald finnst mér nokkuð gott? Ég veit ekki hvort að Poulsen sé rétti maðurinn fyrir okkur. Vona bara að Benitez geri allt rétt í leikmannakaupum eins og hann talaði um í vetur.

  43. Mér þykir frekar fyndið hvað menn hérna eru mikið að tala um hvað Real Madrid muni skíta mikið uppá bak og hvað þeir voni það. Ég er ekki að sjá annað en að Real gæti mjög líklega ef þeir halda rétt á spilunum orðið eitthvert magnaðasta lið knattspyrnu sögunnar. Ekki misskilja mig, ég vona innilega ekki en að er ekki jafn bjartsýnn og margir. Lets face it, þeir eru búnir að kaupa magnaða leikmenn í sumar og eru komnir með suddalegann hóp. Þetta er hópur sem á að hræðast en ekki gera lítð úr strax.

  44. Er ekki mjög svartsýnn á þessa stöðu. Óstöðugur leikmaður farinn sem þó var frábær inn á milli. Vildi að hann yrði seldur síðasta sumar eftir 2 slök tímabil. Gott að hann var ekki seldur, viðskiptalega séð. Hann átti eitt gott tímabil af síðustu þremur, hvernig ætli komandi tímabil verði hjá honum? Það verður að skýrast an langt frá því að vera víst að hann geri einhverjar rósir.
    Ég verð þó að segja að ef Poulsen verður keyptur til að leysa Alonso af þá fyrst verð ég svartsýnn. Maðurinn er svipaður leikmaður og Sissoko nema bara tveimur gæðaflokkum neðar. Eina sem hann hefur er barátta og tæklingar og meira að segja alveg ótrúlega heimskulegar tæklingar. Vilja menn (sem mæla með þessum kaupum) virkilega fylla liðið af mönnum sem berjast án þess að kunna fótbolta (frekar ýkt, o.k.). Við eigum einn besta hreinsara og baráttuhund í boltanum til að leysa þetta hlutverk og það er skrímslið. Það verður ekki mikil sköpun á miðjunni með skrímslið og Poulsen saman inni á miðju. Ef Poulsen kemur þá er hann vonandi EINGÖNGU hugsaður sem back-up fyrir skrímslið okkar.

  45. Á.G.Á.: Alonso hefur sennilega átt flest góð tímabil, þegar maður býst ekki við því. Til dæmis í fyrra reyndi Benítez að selja hann, og svo blómstraði hann svoleiðis í ár! Ég veit ekki hvort þú hefur yfirleitt séð Alonso spila fótbolta, en hann hefur svakalega sendingagetu, les leikin ótrúlega vel, og skrúfar hann niður á sitt tempó.

    En annars þetta með Poulsen, held ég að sé bull. Vona að Rafa geti gert betur en það, vegna þess að það er EKKI að gera alt rétt á markaðnum!
    Reyndar held ég að hann sé með feitt tromp í erminni, og bíði bara eftir rétta tímanum að kynna það til almennings. Má ég minna menn á að þegar Torres var keyptur, þá var hann nú ekkert mikið í slúðrinu eða neitt, Rafa var meira að segja búinn að segja, eins og í ár, að hann ætlaði ekki að versla meira það árið, en svo..

  46. Sigmar: Hvað meinar þú eiginlega með þessari setningu;
    “Alonso hefur sennilega átt flest góð tímabil, þegar maður býst ekki við því”
    Á þetta að segja eitthvað um hans getu eða stöðugleika eða að hann spili bara vel þegar maður býst ekki við því?? Sorry en er ekki alveg að ná þessu.
    Ég hef örugglega ekki misst af meira en 3-4 leikjum Alonso frá því hann kom til okkar og séð þónokkra landsleiki þar sem hann spilar. Ég er alveg sammála því að hann var mjög góður síðasta tímabil. En hann hefur áður átt gott tímabil en svo 2 léleg í röð. Ég veit allt um hans sendingargetu en líka um hans óstöðugleika. Ég er ekkert að hrópa húrra yfir sölunni á honum en ég tel okkur hafa gert fín viðskipti þarna og þetta er maður sem alveg er hægt að finna staðgengil fyrir á lægra verði.

  47. Það sem mér finnst helst um replacement er að stefna að því að kaupa frekar miðevrópumenn en suður-evrópumenn. Ástæða þess er sú að mér finnst eins og þeir sunnanmenn fái frekar heimþrá og vilji fara heim á furðulegum mómentum. Hollendingar, Belgar og norðurlandabúar virðast eiga auðveldara með að aðlagast englandi og í heimalandi þeirra eru ekki deildir sem toga þá til baka. Því segi ég að Sneijder og Defour séu þeir sem ég myndi vilja sjá keypta.
    Defour hef ég þó eingöngu séð í 4 leikjum, Liverpool og Everton leikjunum síðasta haust. Þar var hann fanta góður og þetta lið alveg frábært. Liverpool rétt mörðu þá og Everton keyptu Fellaini frá þeim en töpuðu samt fyrir þeim.
    Poulsen er óþolandi leikmaður, sérstaklega þegar hann spilar í liði sem gegn þínu liði. En ætli hann sé ekki svona maður sem maður hefði gaman af að hafa í sínu liði?

  48. Mér heyrist menn vera búnir að dæma Liv í 2 eða 3 sæti eins og karluglan hann fergusson. Tek undir með mörgum að Alonso er ágætis leikmaður en áttu stundum slæma leiki og eins og var bent á hér á síðuni að þegar að Alonso var ekki með á síðusu leiktíð þá tapaðist ekki neinn leikur. Við erum ekki að missa neinn gullmola, en ef að Torres væri að fara þá yrði maður fyrst svekktur. Alonso átti það til að hægja á leikjum og spila boltanum oft það langt frá sér að hann var alveg á mörkunum að ná honum aftur, ég hefði alveg viljað að hann yrði áfram, hann var búinn að kinnast liðinu vel og Liverpool borg líka, en hann kaus að fara og það er þá bara OK. Poulsen þekki ég ekki neitt en mér skilst að hann sé mjög duglegur og það skyldi þó ekki vera að þar sé kominn annar Kuyt sem er að gera það HELV’ITI gott…

  49. Á.G.Á. Ég meina bara að hann var með 2 slök tímabil í röð ( í fyrra og árið áður ) og svo þegar maður var næstum því búinn að missa alla von um hann, Rafa búinn að reyna að selja hann og alt, þá kemur hann rosalegur inn.

    Þetta var bara lína, sem hefur ekkert við hann að gera, heldur bara okkur sem sjáum hann. Nema náttúrulega að hann vilji gera þetta þannig að maður sé hissa á honum..

  50. Tommi # 47, þetta er rétt skilið hjá þér. Ef leikmenn biðja formlega um það að verða settir á sölu, þá afsala þeir sér þessum 10% af kaupverðinu sem þeir eiga kost á. Þetta sem sagt skilaði talsvert aukalega í kassann hjá okkur.

    En maður er búinn að vera í ansi löngu fríi frá síðunni og boltaumræðunni í heild sinni. Ég mun ávallt hugsa hlýlega til Xabi, ákaflega viðkunnanlegur drengur og hefur átt marga góða leiki með liðinu. Það er engu að síður rétt sem kemur fram hér að ofan að óstöðugleikinn er hans helsti andstæðingur og hann er langt því frá ómissandi fyrir liðið. Við erum að fá TOPP verð fyrir pilt, hann er að verða 28 ára gamall og að fá 34 milljónir punda (ef allar klásúlur virkjast) er bara algjör klassi. Þetta er ekki flókið, hausinn hans var kominn til Madrid og ég er ánægður með hversu harðir okkar menn voru á því að Real Madrid kæmust ekki upp með neitt múður og borguðu uppsett verð.

    Ég er búinn að veltast fram og aftur í afstöðu minni er varðar replacement. Niðurstaðan er sú að ég vil splæsa í Aguilani frá Roma, taka sénsinn á því að hann aðlagist því ég held að gæðin muni koma í ljós. Ég hef ekki miklar áhyggjur af meiðsladæminu hans, það er ekki eins og að þessi meiðsli hjá honum hafi alltaf verið þau sömu og eitthvað “niggling” dæmi. Hann hefur greinilega verið óheppinn með eindæmum. 15-18 milljónir fyrir hann er ekkert svaðaleg áhætta, enda 25 ára gamall og góður möguleiki á að ná talsverðu af því tilbaka með sölu til Ítalíu ef dæmið gengur einhverra hluta vegna ekki upp.

    Ef Poulsen kemur, þá mætti hann bara koma líka og þá sem backup fyrir ryksuguna okkar. Þá værum við með 4 miðjukólfa, eitthvað sem hefur aðeins vantað uppá í breiddinni síðan Momo fór. Leikur í dag og tímabilið handan við hornið. Get ekki beðið.

  51. Hvort er talan 30 milljónir Evra eða Punda? Fjölmiðlar virðast ekki alveg vera með það á hreinu í Evrópunni.

  52. En svona til að bæta við þetta, þá virðist Poulsen hreinlega alls ekki vera á óskalista Rafa og engar viðræður verið í gangi né planaðar við Juventus.

  53. Mér hefur alltaf fundist Alonso vera fagmaður og flottur karakter. Hann hefur staðið sig vel fyrir okkur en er ekki ómissandi. Ef þessar upphæðir eru réttar hjá SSteini þá er ég bara nokkuð sáttur með bottför hans ef það kemur maður í manns stað, af svipuðu kaliberi þ.e.a.s.
    Það er bara allt annað að fara með þessum hætti heldur en Owen og McManaman gerðu á sínum tíma. Loksins sala sem skilar e-u til baka í kassan.
    Ég vill núna fyrir alla muni alls ekki missa Mascherano og vill sjá Lucas stíga upp og bæta sig og fá nýjan eðal playmaker á miðjuna fyrir Alonso. EF það gengur ekki mætti þá er kannski plan B fá öflugan sóknarmann til að spila af Torres og setja Gerrard á miðjuna.

    Síðast en ekki síst creatívan mann fram á kantana, t.d. mann eins og Silva. Ég tel að við þurfum meira skill og talent fram á við.
    Og plís einhver sparka í rassinn á Babel, það þarf að vekja talentin í honum.

  54. Var búinn að heyra það frá traustum aðilum og svo í raun staðfestir Tony Barrett það endanlega í Echo í dag og er hann sá fréttamaður sem kom í stað Bascombe og er með lang mesta inside knowledge hjá Liverpool FC í dag af öllum fréttamönnum. Þeir borga sem sagt 30 milljónir punda á borðið og svo þessar 4 í klásúlum fyrir næstu 2 árin:

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/08/05/alberto-aquilani-must-prove-fitness-to-liverpool-fc-as-xabi-alonso-s-move-agreed-100252-24318151/

  55. Þess má geta að Tony Barrett mun hætta á Liverpool Echo fljótlega og fara að vinna hjá The Times.

    Held að James Pearce muni taka við honum á Echo.

  56. Salan hefði væntanlega ekki farið í gegn ef upphæðin væri í Evrum. Það er áhyggjuefni að það skuli vera að kvarnast úr liðinu rétt fyrir mót. Það er ágætt að Ferguson skuli hafa svo mikinn áhuga á því sem Liverpool er að gera. Hann ætti að liggja á bæn og vona að gömlu brýnin hans geti eitthvað æft. Hann myndi gera vel í því að bæta við sjúkraþjálfarateymið sitt.
    Síðan veit Ferguson vel að mót vinnast ekki fyrr en í Maí.

  57. Kjánalegt sem ferguson segir ,Liv verði ekki eins og í fyrra og ekki í baráttuni,, hvað,, vegna Alonso???? M u missti 2 toppmenn frá sér og segir að það sé ekkert vandamál vegna þess að þeir nálgist leikina öðruvísi á komndi tímabili. Rosalega fer svona kjaftæði í taugar mínar, það er eins og Rafa geti ekki nálgast leiki öðruvísi. Ferguson er strax farinn í sandkassaleik en þar byrjar lífið og endar. 🙂

  58. Já drengir, ég get ekki tekið undir að þetta séu góð viðskipti. Ég meina við erum að fara að kljást um titilinn og þá er einfaldlega betra að hafa Alonso en ekki. Vona að Aquilani (eða sá sem kemur í staðinn) nái að aðlagast fljótt og Lucas stígi upp en málið er einfalt: Hópurinn er veikari en í fyrra. Og næstu 10 dagarnir verða mjög stressandi upp á það hvað Benítez ákveður að gera í leikmannamálum. Við erum að tala um mikilvægustu og stærstu ákvarðanirnar síðan hann tók við liðinu.

    Poulsen verður aldrei playmakerinn okkar. Defour er ágætur kostur, líklega ekki mikið framar Lucasi þó. Aquilani virðist því vera eini raunhæfi kosturinn ef ekki á að veikja hópinn mikið – og vonandi helst hann þá heill.

    Annars þakkar maður Xabi Alonso fyrir frábærar stundir á síðustu árum og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

  59. Þetta er hrikalegt, það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þessir aurar sem þarna koma í kassann fari í eitthvað allt annað en að styrkja liðið. Það vantar augljóslega sterkan miðherja og svo vantar að sjálfsögðu einhvern í staðinn fyrir Alonso.

    Maður gæti svosem séð einhverjar hrókeringar á miðjunni og jafnvel einhverjar breytingar á leikskipulagi, þá gætu Benayoun, Lucas og jafnvel Pacheco leyst miðjudæmið með mascherano. Mér finnst hinsvegar Spearing og El Zhar ekki nægilega góðir í þetta.

    Svo finnst mér að við séum heldur fáliðaðir af gæðum framávið, ef Torres dettur út er ekkert almennilegt replacement fyrir hann, það er hægt að henda þarna inn Nemeth og N’gog en þeir eru bara 10-15 mín menn

  60. Þetta var fín sala, 30 milljónir punda er fáránleg upphæð og Liverpool ætti að geta keypt tvo klassa leikmenn fyrir þessa upphæð. Alonso var góður á síðasta tímabili en það hefur hingað til ekki verið ávísun á gott næsta tímabil hjá honum. Óstöðugleikinn hjá honum var mikill ókostur. Frábært að LFC sé farið að fá svona díla fyrir leikmenn sem eru hvort eð er komnir með hausinn annað.

  61. Þessi sala getur vart komið mönnum á óvart sérstaklega þar sem Alonso er a) Spánverji; b) framkoma Benitez við hann sl. sumar; c) 80,000 pund eftir skatt á viku; d) maturinn og veðrið í Englandi.

    Ég vil bara þakka Alonso fyrir þessi ár og Benitez fyrir að hafa keypt hann á sínum tíma. Góð fjárfesting sem skilaði gróða í kassann. Ég vænti þess að þessar 50-60m sem eftir eru í fjárhirslum Benitez þetta sumarið verði nýttar vel í duglega styrkingu á næstu 2 vikunum. Ég tel mikilvægast að fá tvo sterka miðjumenn inn.

    [Ég geri ráð fyrir að kaupin á Glen Johnson hafi sléttast út við söluna á Arbeloa/Dossena og þá eru eftir þessar 15-20m sem Benitez átti að fá í sumar til leikmannakaupa + salan á Alonso].

  62. Hvað við erum með besta miðjumann í heimi GERRARD, og svo ryksuguna hvaða væll er þetta, það er eins og engin hafi getað neitt nema Alonso, sem var ekki góður á næstsíðustu leiktíð og þar áður, og vorum við ekki í 3-4 sæti þá, veit ekki betur en að við höfðum frá því herrans ári 2005 verið að bæta okkur hvað stig varðar. Og ef ef ef ef Torres verður heill þá getu þetta ekki orðið verra en síðast. Verum jákvæir og Rafa finnur örugglega fínan mann. Við tökum dolluna og þeir sem hafa ekki trú á því, komi og segi það

  63. Már #68, deildin er að byrja og auðvitað má eiga von á svona kyndingum frá Ferguson þar sem við vorum eina ógnin þeirra í fyrra, skulum ekki gleyma því að Ferguson hefur verið í þessum svokallaða “sandkassaleik” í 20 ár og virkað vel hjá honum í gegnum tíðina, þú manst það vel þegar Benitez ákvað að egna honum á frægum fundi sem varð til þess að taflan breyttist á 1 mánuði Scum United í hag svo það skal enginn segja mér að það hafi verið tilviljun, gamli kallinn þrífst á svona eins og benitez sagði svo vona að hann verði gáfaður í ár og sleppi öllu kjaftamali og láti verkin tala inná vellinum! Það er líka eitthvað sem segir mér að Ferguson sé ekki búinn með innkaupin, væri alveg eftir honum að láta önnur lið halda það að united liðið verði veikara og svo kemur sprengja á lokadegi gluggans! Bíðið og sjáið!

    Annars finnst mér ekkert að því að Alonso sé að fara, hann vildi Real Madrid og þá engin ástæða að halda honum lengur, Rafa finnur annan mann fyrir hann! Alveg pottþétt!

  64. Sælir allir sem einn…hefur einhver hugmynd um hvort verður hægt að sjá leikinn í kvöld við Norsarana..???

  65. Ég er enn að pirra mig á því að við séum að vesenast yfir síðasta sumri og “meðferð” Rafa á Xabi. Alonso lék illa þá tvö tímabil í röð og Rafa vildi öflugri miðjumann í liðið. Enda er það liðið sem skiptir máli, en ekki leikmenn.

    Ef það hefði gengið eftir, hver veit nema að við værum með nr. 19 í farteskinu og ekki í þessum vandræðum núna, þegar stutt er í tímabilið.

    En kannski er óþarfi að pirra sig á þessu, málin eru komin í farveg og ljóst að við fengum fullt af peningum fyrir hann og getum styrkt liðið töluvert með þeim!

  66. Leikurinn er syndur a stod2sport sem tydir ad Players og sambaerilegir pobbar syna leikinn

  67. Varðandi þetta tuð í Ferguson þá kemur hann alltaf fram með yfirlýsingar þegar hann hræðist Liverpool. Hann gerði nákvæmlega það sama við keyptum Robbie Keane í fyrra, sagði að kaupin á honum hefði komið sér á óvart og hann sæi ekki Liverpool í titilbaráttu þá.

    Ferguson veit að við verðum sókndjarfari þegar Alonso er farinn og hann óttast það. Hann veit hvernig á að vinna ensku deildina og veit að nú mun Liverpool sækja meira á útivöllum gegn litlu liðunum og ná að breyta fleiri jafnteflum í sigra. Á meðan hefur hann misst 2 stóra matchwinnera úr sínu liði og þarf að breyta um leikkerfi og treysta á unga og óreynda leikmenn. Ferguson byrjar að blaðra um aðra þegar hann verður hræddur.

    Ég spáði því hér fyrir 3 mánuðum að Alonso yrði pottþétt seldur en ekki Mascherano. Erum að fá mjög gott verð fyrir frábæran enn óstöðugan leikmann sem toppaði á síðasta tímabili og er ekki natural athlete, skorar lítið og gefur ekki margar stoðsendingar.
    Ég lít á þetta sem frábært tækifæri fremur en einhvern bömmer. Liverpool mun spila enn skemmtilegri og hraðari bolta á komandi leiktíð og ég er fullviss þess að Rafa finnur nógu skapandi leikmann í stað Xabi Alonso, sem ég þakka frábær störf fyrir Liverpool.

    Við eigum á næstu vikum að hafa efni á 2-3 mjög góðum leikmönnum. 1 sóknarmann, 1 miðjumann og einn varnarmann. Þetta er farið að líta vel út og Ferguson farinn að óttast að lenda í 3.sæti. I love it!

  68. Minni menn á að eftir sölurnar á Macca og Owen (litla s***hælnum 🙂 ) gekk Liverpool betur eftir að þeir fóru. Þannig að vonandi boðar þetta gott.
    Alonso er annars einn albesti fótboltamaður sem maður hefur séð í Liverpool undanfarin 20 ár og því verður hans sárt saknað.

  69. það er ágætt að fríska Liverpool svolítið upp. Alonso er góður en hann gat nú gefið aldeilis feilsendingarnar eins og svo margir í þessu liði. Rafa verður bara að kenna þeim annað

  70. Auðvitað er slæmt að missa svona mikilvægan leikmann korteri fyrir mót, en ég held að Benitez hafi undirbúið “replacement” fyrir hann, og góðan leikmann. Vona að þessi Ítali komi, og einnig Poulsen. Hann er mannæta 😉

Alberto Aquilani.

Leikur í kvöld og smá hugleiðingar (Uppfært)