Rafa mættur í vinnuna

Eftir ákaflega langt silly season líður manni nú betur að fá fréttir frá Anfield eftir að menn eru þar komnir til starfa. Reyndar eru Spánverjarnir ennþá í sumarfríi, þ.e. landsliðsmennirnir en á síðustu dögum er félagið allt að vakna á ný.

Ekki síst stjórinn okkar magnaði og mér finnst ekki úr vegi að við skoðum aðeins verkin hans nú síðustu daga.

Fyrst bárust manni góðar fréttir síðasta föstudag þegar tilkynnt var um endurkomu King Kenny til að starfa með Rafa að uppbyggingu Akademíunnar og sem sendiherra félagsins. Frábært skref og sýnir enn hversu ákveðinn Rafa er að ná árangri með ungu mennina í félaginu.

Þá kom að undirskriftum ungu mannanna Darby og Spearing og síðan á þriðjudag bættist nýr samningur fyrir Yossi Benayoun við góðu fréttirnar.

Á þriðjudaginn skoraði svo Rafa á sex unglinga sem nú fá að æfa með aðalliðinu um sinn að grípa gæsina sem væri að gefast og sýna honum hvað í þeim býr!

Karlinn var svo rólegur í gær en í dag tók hann vel til máls. Fyrst gladdist hann yfir nýjum samningi Gerrard og síðan fór hann á blaðamannafund sem snerist auðvitað fyrst og síðast um nýja manninn, Glen Johnson.

Auðvitað var gamli glaður að fá sinn mann til liðsins, Glen sýndi strax að hann vill vinna aðdáendurna yfir með því að segja réttu hlutina í sínu fyrsta viðtali sem Liverpoolmaður.

En svo tók Rafa til máls á ný og lýsti vanþóknun sinni á stöðu markaðarins þessa stundina. Tiltók m.a. ástæðu þess að Gareth Barry valdi City í stað Liverpool. Ekki það að manni hafi komið sú ástæða á óvart. Peningur. Ekkert annað.

Hann viðurkenndi líka að þær upphæðir sem væri verið að greiða þýddi það að Liverpool ætti erfiðara með að ná þeim árangri í leikmannamálum sem hann ætlaði sér! Enda ekki ólíklegt að núna þurfi t.d. að greiða 35 milljónir punda fyrir David Silva í stað 15 sem rætt var um í vor!

En svo kom málið. Rafa sýndi hver ræður þegar hann sagðist vera algerlega rólegur yfir Xabi og Masch. Þessir ágætu menn skulduðu félaginu það að standa sig vel, Liverpool hafi byggt feril þeirra upp og félagið og aðdáendur þess ættu það einfaldlega skilið að þeir sýndu virðingu. Þeir væru á löngum samningum og því ekki nokkur ástæða til að reikna með öðru en að þeir verði báðir alrauðir áfram.

Mér finnst klárt á undanförnum dögum að allt annað yfirbragð er á Rafa, og í raun félaginu. Það er ljóst að hann nýtur trausts og hann er sá sem ræður.

Enginn annar. Það líkar mér við. Rafa er “in the house” og sýnir hvað í honum býr!

64 Comments

  1. Ætla að vona að hann sé með fjölbreyttari tækni en orðaforða, otrulegt sko

  2. Rosalega væri gaman ef það væri eitthvað vit í þessari frétt….aldrei hefði mig grunað að hann yrði orðaður við okkur. Miðað við þær tölur sem hann hefur verið verðlagður á þá held ég að G&T þurfi að spila frítt næstu 4 árin ef við eigum að eiga séns á að landa honum!

    http://www.skysports.com/football/transfer_clockwatch

  3. Ég myndi nú ekki æsa mig mikið yfir þessu Ribery slúðri. Þetta hjá Sky er byggt á frétta í Telegraph, sem er ekki birt á netinu þeirra. Og svo því að veðbankar eru búnir að breyta líkunum á því að Ribery fari til Liverpool.

  4. Góður pistill Maggi… Og mikið er maður glaður að sjá hvað Rafa er að gera þetta allt fagmannlega og mest er ég ánægður hvað hann er að gera Real menn pirraða…. Ef það skildi hafa vafist fyrir einhverjum þá er það komið á hreint núna að það er bara einn sem ræður. Ég held að Anonso og Mascerano verði ekki látnir fara einfaldlega vegna þess að það eru ekki svo margir góðir bitar eftir á markaðnum til að filla skörð þeirra… Varðandi þetta Ribery slúður, þá er þetta bara slúður þangað til að eitthvað áræðanlegt kemur fram um þetta mál. Mikið væri það nú gaman ef Rafa væri búinn að vera vinna á bakvið tjöldinn, á meðan allir eru að keppast um að vera í fjölmiðlum til að upplýsa almenning hvað þeir séu búnir að eiða af peningum. En svo er bara spurning hvort eigendurnir séu búnir að útvega peninga til að gera svona stórk kaup…. við verðum bara rólegir sem aldrey fyrr eins og Púlörum er einum lagið… .:)

  5. Já gott mál ef Stjórinn fær að ráða.

    Hann má samt alveg fara að hætta þessu endalausa væli úti hina og þessa.
    Frekar pirrandi þegar hann er kvartandi og kveinandi í fjölmiðlum.
    Kemur honum bara ekkert við afhverju Barry valdi city, ekki það að ég er feginn, vill ekki sjá Barry.

  6. Ég er alveg sammála Rúnar að Rafa eigi að hætta að væla út af hinum, en hitt er svo annað mál að það sem hann er að segja er alveg rétta, peningarnir eru að eiðileggja þessa íþrótt sem aldrei fyrr. Sem dæmi skildi nokkrum manni detta það í hug að Barry hafi farið til Man City vegna annars en peninganna, ekki það að ég vilji fá hann til Liverpool, vill ekki sjá hann. Ég held að ef við fáum einn heimsklassa leikmann til okkar og höldum okkar hóp frá síðasta tímabili þá verði það bara til að gera okkur enn betri, ég hef ekki trú á að það eigi að rótera of mikið á milli leiktíða. Og svo virðist líka vera að Rafa sé að byggja upp með því að næla í unga og efnilega leikmenn og hann hefur líka verið að taka til í Academiunni til að fá meirá út úr þessum ungu og efnilegum leikmönnum og við vonum bara að það beri árangur… En það er alveg rétt að það þarf að hætta að væla um hvað aðrir eru að gera og einbeita sér að okkur sjálfum…

  7. Nýjasta slúðrið að Cmbiaso frá Inter sé á leið til Liverpool, ef við þirftum að selja Alonso og Mscerano, vona að þetta verði ekkert annað en slúður…

  8. Ég get ekki einu sinni flokkað þetta Ribery mál sem slúður enda er þetta ALDREI að fara að gerast, Bayern vilja fá tæplega 70 millur fyrir hann og það segir allt sem segja þarf.
    Og með Cambiasso þá finnst mér hann vera of gamall til þess að vilja fá hann til okkar.
    Ég væri til í að fá Marek Hamsik frá Napoli, hann er ekki nema 21 árs og virkilega skemmtilegur leikmaður og getur spilað nokkrar stöður. Hann hefur verið orðaður við okkur og gæti léttilega orðið heimsklassa leikmaður.

  9. hvernig ætla menn að fjármagna Ribery… selja bæði Alonso og Masch ??
    Skil þessa frétt ekki alveg… !
    YNWA

  10. Ég hef aldrei áður heyrt mann nota orðið “obviously” eins oft og Glen Johnson gerði í þessu viðtali 🙂

  11. Aðeins varðandi Xabi og Masch.

    Ef annar þeirra fer tel ég okkur eiga mann til að leysa skarðið, allavega skarð sem Masch myndi skilja eftir. Sá heitir Jay Spearing. Þar þyrfti þó Xabi að spila töluvert með honum þannig að Jay fengi að djöflast í að vinna boltann og skila honum stutt á næsta.

    Ef við viljum leita útfyrir okkar hóp tel ég besta kostinn vera Lorik Cana, albanskan miðjumann hjá Marseille. Sá er öflugur varnarlega og sterkari fram á við en Masch, en vissulega ekki eins góður fram á við og Xabi.

    Að mínu mati á Spearing að fá sénsinn elskurnar!

  12. Langvarandi þjáningarbróðir Manchester City hérna meginn og kem í friði.
    Mér langar dálítið að koma með einn punkt og vona að það verði ekki tekið illa upp hérna þó ég bendi á það.
    Hér tala menn um Barry og að hann hafi ekki farið til City nema fyrir peninga
    hvað halda menn að ástæða þess sé að fótbolta menn í dag stundi knattspyrnu ?
    Haldið þið að Gerrard sé að spila hjá Liverpool frítt ? Haldið þið að Gerard væri að spila fyrir Liverpool í dag nema út af því að hann er með svimandi há laun ?
    Hvernig var það þegar Chelsea vildi kaupa Gerard hvað þurfti til að hann væri áfram og játaði ást sína á Liverpool jú kauphækkun.
    Mér finnst hræsnin varðandi hvað City er að gera algjör hjá þessum svokölluðu topp 4 liðum. Það tekur um 4 ár að byggja upp lið stundum meira ef menn taka síðustu 4 ár og ber þau saman við hvers slags leikmenn þessi stóru lið hafa verið að kaupa og borga laun á móti þeim mönnum sem City hefur verið að eyða í þá á City langt langt í land að komast með tærnar þar sem þið hafið hælana.
    Þess vegna þegar loks eru til peningar hjá City þá þarf að eyða eyða eyða , Það er jú það sem stóru liðin hafa verið að gera undanfarin ár ekki satt.

  13. Robinho #14
    Barry fór fram á sölu af því að hann vildi spila í meistaradeildinni, og fer svo til Man. city.
    Ef hann hefði bara haldið kjafti og farið fram á sölu án einhverra yfirlýsinga væri ekki verið að dúndra svona á hann í dag.
    þetta er lykilatriði.

  14. Fyrir utan að ég efa að hann hefði verið á einhverjum sultarlaunum hjá Liverpool 😉

    En alveg fair point Robinho

  15. Það er líka alveg stór munur á að hafa verið að byggja upp félag síðustu 50-60 árin, sbr Liverpool, Man. Utd. og Arsenal en að verða bara ríkur á einu kvöldi. T.d. finnst mér ekki hægt að líkja United við Chelsea og City (sem urðu nú alveg ríkir fyrir 3 árum, en hafa enn ekkert gert) vegna þess að þeirra ríkidæmi er komið til vegna streitulausrar vinnu sem skilaði sér loks í árangri og þar með rosalegri tekjuaukningu. Það er bara allt annað.

    En að pistlinum þá er ég rosalega sáttur með Rafa þessa vikuna. Hefur oft verið með smá vælutón þegar hann er að tala um peningamálin en það var ekki málið þessa vikuna. Hann var einfaldlega að segja það sem allir eru að hugsa, þesssar upphæðir eru bara grín. Semur svo við allan fjandann og slær svo á puttana á Masch og Alonso og sýnir þeim hver það er. Og damn right, Xabi og Masch eiga Rafa nánast allt að þakka. Þeirra ferill væri held ég ekki upp á marga fiska ef hann hefði ekki komið til og fengið þá og gert þá að þeim mönnum sem þeir eru í dag. Sjáiði bara hvað Torres er að segja á hverjum degi. Torres var búinn að vera “bara” efnilegur rosalega lengi þangað til að Rafa fékk hann og gerði hann að besta framherja í heiminum á einu sumri. Punktur. Þessum manni á maður að standa með því hann gefur þer ekki annan séns. Margt í fari Rafa nefnilega sem minnir rosalega mikið á Sir Alex, og það er ekkert nema gott.

  16. Glen Johnson og Michael Owen eru ábyggilega bræður, miðað við hvað þeir nota mikið orðið Obviously..

  17. Brúsi , ert þú að segja að önnur lið en Liverpool, United og Arsenal hafa ekki verið að reyna byggja upp félög síðustu 50-60 árin ?
    Hvað hafa þau þá verið að gera ?

    Liverpool og United hafa það sameiginlegt að hafa verið seld bandarískum auðjöfrum , þeir hafa bæði dælt peningum inn í félagið til leikmannakaupa og einnig safnað upp skuldum .
    Það er nákvæmlega ekkert auðruvísi við það enn það sem gerðist fyrst með Chelsea og svo með City.
    Við sölu Liverpool á sínum tíma varð til nýtt eignarhaldsfélag sem sér um fjármálin og í ykkar tilfelli skuldirnar .
    Liverpool er ekkert annað en fyrirtæki eins og allir hinir , það er enginn að taka frá ykkur þá stórkostlegu sögu sem Liverpool á og mun alltaf eiga , en að halda því fram að Liverpool sé í dag rekið á svita , blóði og tárum síðustu 50 ára er bara fyndið og full rómantískt fyrir minn smekk sorry.

  18. Robinho: Að byggja knattspyrnulið upp af leikmönnum sem hafa allir sem einn tekið peninga fram yfir árangur og titla er eitthvert allra heimskulegasta fótboltamódel sem nokkru sinni hefur tímann hefur verið komið í framkvæmd.

  19. Robinho, Ingi T kemur með eina punktinn sem þarf að koma með í þessari umræðu. Barry vildi fara frá Aston Villa til að spila í Meistaradeildinni. Svo ákveður hann ári seinna að fara til liðs, sem lenti um miðja deild á síðasta tímabili.

    Hver var ástæðan? Jú, peningar.

    Auðvitað snýst fótbolti um peninga. En það eru fullt af leikmönnum, sem gætu fengið betur borgað en hjá núverandi klúbbum. Gerrard, Torres og fleiri myndu klárlega fá betur borgað hjá Man City eða Chelsea en þeir fá hjá Liverpool. En í þeirra huga snýst fótboltaferillinn ekki bara um peningana.

  20. Kristinn: Þannig að öll liðin fyrir utan Arsenal, Chelsea, Man Utd og Liverpool eru að byggja á eitthverju allra heimskulegasta fótboltamódeli sem nokkru sinni hefur verið komið í framkvæmd ertu að segja það ?
    Þessi 4 lið hafa unnið nánast allt sem er í boði síðustu ár ekki satt.

    Allir leikmenn sem eitthvað geta eiga að fara til topp 4 liðanna því annars snýst málið bara um peninga, það er spennandi framtíðarsýn ekki satt, topp 4 liðin styrkjast meira og meira meðan hin hirða rest.

    Er einhver sem getur fullyrt að Barry hafi verið boðið eitthvað hærri laun hjá City eða Liverpool, vinsamlega ekki vitna í slúðurfréttir…..

    Annars notuðu City 12 menn uppaldir í unglingaliðinu á síðasta tímabili held nú að þeir hafi ekki verið endilega að taka peninga fram yfir árangur, hvað notuðu Liverpool marga uppalda leikmenn ?
    og annað hvað ætli muni mikið á launagreiðslum þessara 4 efstu liða og hinna , og spyr að lokum hver er þá að elta peningana þeir sem spila fyrir efstu 4 liðin eða þeir sem spila fyrir rest ?

  21. Er einhver sem getur fullyrt að Barry hafi verið boðið eitthvað hærri laun hjá City eða Liverpool, vinsamlega ekki vitna í slúðurfréttir…..

    Laun eru nú vanalega ekki gefin upp sisvona, þannig að auvitað þarf að styðjast við ensku blöðin. En geturðu nefnt mér einhverja aðra ástæðu fyrir því að fyrirliði Aston Villa fari til Manchester City aðra en peninga? Mér dettur engin í hug.

    Menn mega fara til annara liða en topp 4 fyrir mér. En þeir geta ekki gert það á forsendum að það sé vegna metnaðar þegar að öllum er ljóst að peningur er eina forsendan. Barry væri t.a.m. líklegri að komast inní Meistaradeildina með Everton, Aston Villa eða einfaldlega einhverju liði utan Englands.

  22. Quote af Echo

    Meanwhile, despite the surge of publicity surrounding an internet betting company, Liverpool are not in the running to sign Bayern Munich star Franck Ribery.

    The firm in question had slashed their odds on £60m rated Ribery becoming a Reds player.

    But Liverpool’s transfer budget is on a much more modest scale than those clubs who really are in the race for the Frenchman – who does not figure on Benitez’s summer shopping list.

    Linkur: http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/07/10/defender-glen-johnson-will-prove-his-worth-says-rafael-benitez-liverpool-fc-latest-100252-24122419/2/

  23. En þrátt fyrir allt þá er kannski fullgróft að saka Barry um algert metnaðarleysi að ganga til liðs sem verður LÍKLEGA stórveldi innan fárra ára (ef þeir kaupa alla þessa menn sem þeir eru orðaðir við), og gætu allteins blandað sér í toppbaráttuna í vetur.

    En auðvitað eru peningar megin ástæða þess að hann fór til City og þar sem það er ekki hægt að vitna í annað en slúður þá tvöfaldaði Barry launin sín úr 50 í 100 þúsund pund á viku, með þessum félagaskiptum. Ekki fylgir sögunni hvað Liverpool var tilbúið að bjóða.

  24. Algerlega sammála Inga T og Einar Erni.

    Barry fór til City fyrir pening, ekki nokkur ástæða til að ætla annað og auðvitað er það kjánalegt eftir stöðuga umræðu hans um að fá að spila í Meistaradeildinni.

    Reyndar talaði hann líka um nöfnin sem Manchester City væri að fara að bjóða í, en satt að segja virðist City ekki ætla að ná í svona “rosanafn” sem hugsanlega yrði til þess að aðrir fylgdu.

    Með allri virðingu fyrir Barry og Santa Cruz þá eru þeir ekki að trekkja stór nöfn í ljósbláa búninginn. Þeir City-menn fara þá í þá einu leið sem þeir eiga færa að bjóða FÁRÁNLEG laun til handa John Terry. 300000 pund á viku! Eitthvað svipað til Eto’o skilst manni.

    Slíkt bull kallar eingöngu á úrkynjun, eins og mér finnst ríkja stöðugt meir í boltanum. Í heimskreppu eru nú nokkur lið að breytast í Hollywood-útgáfur með glamúr og glansi sem ávallt hefur fylgt þeim iðnaði.

    Að mínu mati á slíkur glamúr ekkert skilt við íþróttir.

    Stóru myndverin í sumar eru tvö, Real Madrid sem er búið að ná sér í stjörnur og Manchester City sem rembast og rembast, en skila enn sem komið er litlum árangri.

    Önnur stór nöfn, t.d. United, AC Milan og Inter fara rólega, en Liverpool virðast ætla að fara milliveginn og greiða þær upphæðir sem þarf til að ná þeim leikmönnum sem vantar í hópinn, hugsanlega tvo. Ekki ósvipað og Arsenal sem virðast hættir, og sennilega Barcelona sem munu ná sér í David Villa og eltast við DM, en selja líka á móti.

    Svo að mér finnst grundvallarmunur á eyðslu nýstirnanna arabísku hjá City og rótgrónum stórklúbbum sem hugsanlega geta staðið undir eyðslunni sjálfir.

  25. Flott flott. En smá þráðrán, Kuyt er skráður sem miðjumaður í Fantasy Premier league :):)

  26. Unaður að lesa pælingar þínar Maggi. Tel hins vegar fulla ástæðu til að óttast fáránleikann hjá City, þó aðallega sökum þess hvað þeir munu eyðileggja fyrir öðrum liðum, og þessi þróun getur ekki endað öðruvísi en með launaþaki og hámarksgreiðslum fyrir leikmenn.

  27. Ég get nú ekki að því gert en mér finnst votta á töluverðri hræsni meðal sumra Liverpool manna gagnvart mancity og peningaaustri þeirra. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er boltanum stjórnað af peningum í dag. Peningar eru númer 1,2,3 og 4, hollusta og metnaður er einhvers staðar þar fyrir neðan. Fyrir rúmum 2 árum voru allir og konan þeirra sammála um að Liverpool kæmist ekki á þann stall sem það “ætti heima” nema Moores myndi selja klúbbinn, það gengi ekki að liðið hefði ekki efni á að eltast við bestu mennina á markaðnum og þyrfti að sætta sig við að kaupa meðalmenn á meðan liðin fyrir ofan okkur gætu keypt 2-3 stórstjörnur á hverju ári.

    Nei, Moores þurfti að fara og nýjir fjársterkir menn þyrftu að koma í staðinn sem myndu setja fé í leikmannakaup og henda 350 milljónum í nýjan leikvöll. Nú inn komu kanarnir og af því að þeir eiga ekki sand af seðlum til að eyða í klúbbinn þá vilja allir og amma þeirra þá í burtu úr félaginu núna, ástæðan sögð svikin loforð og allt það en það sjá það allir að raunveruleg ástæða er skortur á peningum.

    Hvernig er þetta eitthvað öðruvísi en mancity í dag. Liðið á engan séns á að vinna eitt eða neitt nema stórbæta liðið sitt með því að ná í leikmenn sem jafnast á við þá sem fyrir eru hjá hinum svokölluðu 4 stóru og til þess að fá þá þarf að eyða háum fjárhæðum í þá. Það var ekki beint eins og chelsea væru að gera einhverjar rósir áður en abrakadabra keypti þá, hann eyddi peningum og gerði liðið samkeppnishæft á einu ári og núna sætta sig bara allir við það að þeir eru eitt af stóru öflunum í boltanum. Svo er bara fyndið að hlusta á suma væla og væla yfir að eigendurnir geti ekki pungað út nokkrum auka milljónum fyrir david silva á sama tíma og þeir hneykslast á því að city skuli vera að bjóða metfjárhæðir í kaká og aðra svipaða.

    Í Fullkomnum heimi settu allir leikmenn hollustu við félagið sitt í fyrsta til þrítugasta sæti á listanum og metnað í 31. Bestu liðin hverju sinni væru þá liðin sem væru með besta unglingastarfið. Kaup og sölur á leikmönnum væru bara ekki leyfð og peningar skiptu því engu máli. Því miður virkar þetta bara ekki svona, liðin sem eiga peningana eignast bestu leikmennina. Þannig er þetta og þannig hefur þetta líka verið í töluverðan tíma. Það er ekki eins og það sé allt í einu núna sem bestu liðin hafi verið að kaupa dýrustu mennina. Það að mancity og chelsea hafi verið að eyða fáránlegum upphæðum í leikmenn og borga þeim ennþá fáránlegri laun er afleiðing kaupstefnu toppliðanna undanfarinn áratug eða svo. Verð á leikmönnum voru komin uppúr öllu skynsamlegu valdi áður en abramovich breytti landslaginu með peningaaustri sínu í chelsea.

    Fyrir 20 árum var alveg hægt að sjá fyrir sér að lið eins og wolves kæmi uppúr 2. deildinni og gætu unnið titilinn 1-2 árum seinna, þetta var ólíklegt en alveg mögulegt. Í dag er ekki nokkur einasti séns á þessu, nema þeir taki upp á að eyða eins og 350 milljónum punda í leikmenn á einum mánuði. Peningar eru einfaldlega orðnir alls ráðandi í boltanum.

    Ég blæs líka á allt tal um metnaðarleysi að fara til city, var það ekki líka metnaðarleysi að fara til chelsea sumrin 2003 og 2004? Við vitum nú alveg hvernig það endaði.

    En til að tengja þetta aðeins umræðu þráðarins þá er glen johnson, “obviously” hverrar krónu virði og ætti jafnvel að vera gerður að fjölmiðlafulltrúa liðsins.

  28. Robinho: Það sem Man. City er að reyna að gera að þeir ætla sér að taka öll skrefin í einu. Ætla að hoppa frá því að vera klúbbur um miðja ensku deildina í það að vera risaklúbbur á Evrópumælikvarða.

    Þeir fara strax í það að berjast um stærstu bitana. Stærstu stórstjörnurnar. Ef val leikmanns stendur á milli þess að velja toppklúbb sem er að berjast um titla eða liðs um miðja deild þá er það mjög góður mælikvarði á karakter leikmannsins að sjá hvaða klúbb hann velur. Ef hann velur liðið um miðja deild þá er hann annaðhvort virkilega greindarskertur eða einungis að hugsa um peninga.

    Sem stendur hefur Man. City engar forsendur fyrir því að berjast um bestu bitana aðrar en peninga. Ergo – allir leikmenn með þann knattspyrnulega metnað sem virkilega þarf til þess að ná árangri fara eitthvert annað.

    Það sem við sjáum þá gerast hjá Man. City er það að keyptur er gífurlegur fjöldi leikmanna. Leikmenn sem eru takmarkaðir vegna heimsku, egósentrískri peningagræðgi og skorti á knattspyrnulegum metnaði. Leikmenna sem auk þess munu þurfa töluverðan tíma til að spila sig saman.

    Það sjá það allir að þetta er stórhættulegt módel. Liðinu mun skorta allt jafnvægi til að byrja með. Í mótlætinu munu leikmenn þess ekki hafa hausinn til þess að rífa sig upp úr því. Í besta falli munu þeir röfla í fjölmiðlum um hvað allt sé ömurlegt og í versta falli munu þeir halda kjafti og hirða tékkann sinn. Slæmur árangur liðsins á vellinum mun gera stöðu knattspyrnustjórans vægast sagt erfiða. Hann er búinn að kaupa og kaupa og árangurs er krafist eftir því. Stuðningsmenn, fjölmiðlar og stjórnin munu setja á hann mikla pressu og hugsanlega reka hann.

    Þetta allt mun gerast fyrir áramót.

    Það sem lið þurfa að byrja á að gera ætli þau sér að komast í hóp stóru liðanna er að byggja upp infrastrúktúr félagsins og bæta leikmannahópinn jafnt og þétt þangað til liðið er komið á þann stall að það geti barist um titlana og bestu bitana.

    Þegar Alex Ferguson tók við Manchester United þá keypti hann ekki Maradona. Því síður keypti Bill Sanhkly Pele eða Eusebio þegar Liverpool var í 2. deildinni. Þeir byggðu félögin upp innan vallar sem utan þangað til félögin voru kominn í þá stöðu að geta keypt þá leikmenn sem þau vildu.

    Man. City ætti að sækjast eftir leikmönnum í UEFA-cup klassa. Þegar liðið væri farið búið að festa sig í sessi sem lið í 5-6. sæti gæti það farið að elta leikmenn í Meistaradeildarklassa. Þróun sem gerði félaginu kleift kaupa leikmenn með knattspyrnulegan metnað sem bæta leikmannahópinn.

    Þetta módel sem þeir eru að byggja núna er hinsvegar dæmt til þess að mistakast.

  29. 30 Svenni

    Margt til í því sem þú segir en það sem menn er ósáttir við eru hversu háar upphæðir Real og Man city eru að eyða, 80M fyrir ronaldo er fáránlegt, 300.000 pund á viku er jafn fáránlegt. Þetta er að mínu mati að eyðileggja fótboltann, ég vill hafa launaþak og þak á verðmiðum leikmanna

  30. Mesta allt rétt hjá Svenna ef þú spyrð mig.

    Málið er bara með Barry að hann var svo voðalega að drífa sig til að komast í CL….það gerir hann ekki hjá City.

    Chelsea var í CL þegar Roman keypti klúbbinn og hafði verið nokkuð gott lið, ekki frábært.

  31. Þetta hefur ekkert með öfund eða hræsni að gera. Sem stækur sósíalisti og knattspyrnuáhugamaður hefði ég virkilega gaman af því ef eitthver lið næði að veita 4 stærstu liðinum einhverja samkeppni(svo framarlega sem það yrði ekki á kostnað Liverpool, að sjálfsögðu). En þetta módel Man. City það einfaldlega virkar ekki og er satt best að segja frekar barnalegt að halda það að þú getir breytt miðlungsliði í lið í toppklassa á 1-2 ári. Það var kannski hægt fyrir 20 árum en það er það ekki lengur.

    Allur samanburður Man City við stórveldin Liverpool og Manchester United er hlægilegur. Meira að segja samanburðurinn við Chelsea er út úr öllu korti. Þegar Abramovich keypti Chelsea var liðið búið að vera í stöðugri framþróun í einhver 10 ár. Mikill metnaður hafði einkennt félagið á þessu tímabili. Það var búið að festa sig í sessi sem topplið, var spilandi í Evrópukeppni mörg ár í röð, var komið með frábæran leikmannahóp, hafði komist langt í Evrópukeppni meistaraliða og unnið Evrópukeppni bikarhafa. Það afrek Chelsea að verða enskur meistari tvö ár í röð var afrakstur gífurlegrar vinnu og metnaðar félagsins þar sem það styrkti stöðu sína jafn yfir 10-15 ára tímabil. Slíkar undirstöður eru ekki til staðar hjá Man. City.

  32. Kristinn # 31: Það er merkilegt hvað þú ert mikið inni í því hvernig planið er hjá City að byggja sig upp sem klúbbur, einnig hversu vel þú virðist vera inn í geðheilsu knattspyrnumanna á Englandi.

    Þess má geta að eigendur City gáfu það út að stefnt væri á að bæta árangur síðasta tímabils á næsta tímabili, uppbyggingin er miða við 10 ár, þó að það viðtal hafi ekki þótt nógu merkilegt til að rata í götublöðin á Englandi þaðan sem þú virðist taka þínar heimildir, jafnframt er Hughes látinn algjörlega eftir val á leikmönnum og ef og þá segi ég ef einhver topp klassa leikmaður verður á lausu þá fær hann allan stuðning sem þarf til að verða sér út um þann leikmann.
    Nú hljómar þetta frekar leiðinlega en jafnframt skynsamlega og skiljanlega vilja götublöðin og þá jafnframt þeir sem kjósa að nota það sem sínar heimildar að snúa því að City eigi loksins peninga upp í það að þeir vilji kaupa alla góða leikmenn í heiminum.
    Eigendurnir telja mjög mikilvægt að liðið sé byggt upp á heimsklassaleikmönnum í bland við leikmenn sem koma upp úr unglingastarfseminni.

    Mínar heimildir eru frá heimasíðu City
    http://www.mcfc.co.uk/News/Club-news/2009/July/Sheikh-Mansour-exclusive-interview

    Hvaðan eru þínar ?

  33. Launaþak þyrfti að hafa – það er þannig í NBA og virkar fínt.

  34. Robinho: Nei, það er ekkert merkilegt hvað ég er vel inn í nokkrum hlut. Ekki hef ég aðgang að neinum leyniskjölum. Engar heimildir hef ég til að byggja upp skoðanir mínar um stefnu félagsins eða karakter leikmanna. Félagið líkt og leikmenn þess dæmi ég útfrá gjörðum þess og ákvarðanatöku, með dass af gagnrýnni hugsun og common sense.

    Ég gæti ábyggilega fundið fullt af greinum á internetinu sem færðu góð rök fyrir því að Michael Jackson hefði verið fullkomlega heilbrigður einstaklingur á líkama og sál, en það breytir því ekki sem allir sjá.

    Þú talar um 10 ára plan. Heimsklassaleikmenn sem velja Manchester City eru ekki komnir þangað til þess að sóa hæfileikum sínum í nokkur ár þangað til liðið hefur náð þeirra getustigi. Heldurðu það?

    Ef við gefum okkur það að knattspyrnulegur metnaður hafi gert það að verkum að þeir völdu City. Eftir 1-2 ár verða þolinmæðin þrotin og þeir vilja fara eitthvert annað. Þar sem þeir geta unnið titla, þar sem hæfileikar þeirra fá notið sín. Þá verður Manchester City komið aftur á byrjunarreit.

    Ég er ekki að segja þetta af öfund. Ég hef ávallt verið veikur fyrir litla manninum í baráttunni gegn Golíat, og eins og fyrr segir hefði ég virkilega gaman að sjá eitthvert af smærri liðinum blanda sér í baráttu stóru liðanna fjögurra (svo framarlega sem það er ekki á kostnað Liverpool) það væri ekki einungis skemmtilegra heldur væri það ensku knattspyrnunni til góða. En leiðin sem Manchester City er að reyna að fara er einfaldlega kolröng.

    Í tilraunum sínurm til frægðar og frama minnir Manchester City á Íkarus sem flaug svo nálægt sólinni að viðkvæmir vængirnir úr vaxi bráðnuðu með þeim afleiðngum að hann féll til jarðar og dó.

    Því miður.

  35. Er ekkert nýtt að frétta af Babel? Hann var einn sá umtalaðasti þegar tímabilið kláraðist og allir á því að hann væri að fara. Fyrst það er ekkert verið að tala um hann ætli það þýði ekki að hann verði áfram hjá okkur.

  36. Eitt varðandi Barry, var City ekki bara besti kosturinn fyrir hann? Er alveg víst að Liverpool, eða eitthvað af hinum topp 4, hafi haft áhuga á að kaupa hann núna?

  37. Robinho.

    Er Robinho ekki launahæstur í deildinni með 160 þúsund pund ? Ireland var að fá úr 20 í 70-80 og Barry með 80+. Bellamy og Jong eru á háum launum sem og þeir sem komu í fyrra t.d. Petrov og Elano. Svo eru Dunne og Richards á þokkalegum launum og Bridge. Ég hef ekki trú á að það sé mikill launamunur á LFC og Man City. Masch er t.d. með 25-30 en samt er hann í topp 3 af bestu sópurum í heimi. City er bara peningavél sem aldrei verður stórveldi.

  38. hmm kannski er ég svona vitlaus en hvað er það sem Giggs er að meina með því að segja að John Barnes hafi verið frábær leikmaður og þar er ég algjörlega sammála enda var Barnes alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér fyrstu árin hans hjá Liverpool þegar hann var á vinsti kantinum en svo seinna þegar hann færði sig inná miðjuna þá varð hann aldrei eins góður eins og Mölby til dæmis, bara svipaður í vextinum 🙂

  39. Barnes var brilliant miðjumaður líka eftir að hann flutti sig af kantinum. Dreifði spilinu frábærlega og missti aldrei boltann.

  40. Kristinn og Svenni hafa báðir rétt fyrir sér að mínu mati.

    Auðvitað er það ákveðin pirringur hjá LFC að sjá “smálið” komast framfyrir sig peningalega, lið eins og Chelsea og Man. City, með allri virðingu fyrir stærð þeirra eru þau ekki sambærileg á heimsvísu.

    Og það er hárrétt hjá Kristni að lið verður ekki stórlið nema að byggja upp strúktúr liðsins sjálfs, frá grunni. Sem var til staðar hjá Chelsea þegar Roman kom.

    Eins og Rafa hefur verið að gera síðustu 18 mánuði og hefur nú loksins vald til.

    Manchester City hefur undanfarin ár verið með eitt öflugasta unglingastarf Bretlandseyja og vonandi hafa þeir vit á að byggja á því.

    Því þessi peningaleikur stendur aldrei að eilífu!

  41. http://liverpoolfc.co.za/eve/forums/a/tpc/f/1126051643/m/997109953
    Torres orðinn pabbi!!
    Ég gæti trúað að þetta geri hann að en betri leikmanni.
    En hvaða væl er þetta hér inni um Manchity , þessi klúbbur er light years away á eftir big 4, og verður ekki nálægt champions ligue sæti næstu árin og það veit Glen Johnson og þurfti því ekki einu sinni að hugsa sig um þegar Liverpool kom á eftir honum. Barry hins vegar fór á eftir peningonum sem við íslendingar vitum allra manna best að geta verið fljótir að hverfa og gefa oftast ekki neina hamingju frekar en annað sem maður fær án þess að hafa fyrir því. Ég tók eftir því í viðtalinu við Johnson að hann sagði að Pennant og Chrauch sögðu honum að Liverpool FC væri frábær klúbbur og það er einmitt það sem maður hefur alltaf heyrt og flestir leikmenn sem fara þaðan fara með söknuði og sumir með tárin í augonum. Það er sem sagt eitthvað macical about Liverpool sem aðrir klúbbar hafa ekki og geta ekki keypt sama hvað þeir reyna.

  42. Það er í forgangi hjá okkur að koma leikmönnunum í gott form, ekki að leita að nýjum. Getan er til staðar í hópnum,” sagði Benítez við Liverpool Echo.
    Sammála kallinum , þetta er flott lið sem hann er með.

  43. Mikið rætt um Ribery þessa daganna og hvað var mikið veðjað á að hann geingi til liðs við Liverpool hjá flestum stóru veðmálafyrirtækjum á Englandi.Töluðu um að svipað hafi gerst daginn áður en “litli gaurinn sem var nr 10 hérna áður fyrr hjá Liverpool” gekk til liðs við united,þá var allt í einu veðjað á united og hann endaði þar….
    Gæti orðið flott kaup og er annsi góður draumur í augnablikinu þangað til annað kemur í ljós

  44. Fuck off City Fc, you aint got no history 5 european cups & 19……………
    Við syngjum þetta í lok næsta tímabils.

    Liverpool Best í heimi.

  45. Franck Ribery er EKKI að koma til Liverpool. Það er búið að neita þessu á Liverpool Echo og Rafa sjálfur er búinn að útiloka stór kaup. Bein tilvitnun í Rafa á skysports í dag:

    “I will be really pleased if we can keep this squad together because I don’t think we need to do too many things.
    I don’t think we’ll be signing anyone else for big, big money, just maybe the ones who can fit into our team.
    Right now we are just thinking of improving the fitness of the players, not thinking about the transfer market.
    We have the quality there and we will have our chances again.”

    Menn geta alveg steinhætt að ræða þennan Ribery orðróm, enda er þetta algjörlega út í hött.

  46. Jón Björn;

    samkvæmt Skysport þá mun Barry fá 100 þúsund pund á viku hjá City. Annars held ég að Javier Macherano sé með talsvert hærri laun en 25-30 þúsund pund á viku, held að þú getir allavega tvöfaldað það…

  47. Einhvern veginn hoppa ég ekki hæð mína í loft upp þó El Zhar hafi skrifað undir framlengingu sé ekki hvað hefur t.d umfram Pennant. Vona líka innilega að hr Benitez sé bara að blekkja þegar hann segist hættur að kaupa þetta sumarið á ekki annars að hirða dolluna?

  48. Ég hef sagt þetta áður á þessari síðu en ef El Zhar væri brassi eða argentínumaður þá héldu menn ekki vatni yfir honum. þetta er flottur leikmaður sem getur brotið upp leiki. Rafa hefur í það minnsta þá trú á honum enda kom hann oftar en ekki inná í 0-0 stöðu til að brjóta leiki upp.

  49. Ég held að El Zhar , Ngog, Insua og Voronin, Já og jafnvel fleiri leiki stórt hlutverk með LIVERPOOL á komandi leiktíð, Við eigum ekki að kaupa stór nöfn, sem jafnvel passa ekki í enska boltann. Liv og fl, lið hafa keypt leikmenn sem gerðu ekki neitt í enska boltanum. Ég held að þessir spánverjar D Villa eða D Silla eða hvað sem þeir heita ? að þeir passa engan veginn með LIVERPOOL, og það er það sem Rafa veit, og alls ekki fyrir svona pening sem er í boði, þetta er bara rugl….. Svo komum við bara LIVERPOOL. YESS YESS

  50. rólegur gummi minn þetta eru bara fátækir blaðamenn að vinna fyrir sér

  51. Miðað við allt sem á undan er gengið þá gæti ég trúað að það sé fótur fyrir fréttunum af þessari sölu. En þá hefur Alonso sjálfur farið fram á þetta og verði honum bara að góðu.

    En það er ekki hægt að kalla þetta gjöf, þar sem leikmaðurinn var falur fyrir hálfa þessa upphæð síðsta sumar.

  52. Það bendir ekkert til þess að þetta með Alonso sé að fara að gerast, þetta er príma tilbúningur blaðamanna, setja fyrirsögn og svo er innihaldið ekkert í greininni.
    Annars er ég mjög ánægður með Benítez og það sem hann er að gera, kemur þó í ljós í vor hvort hann sé að gera góða hluti því mér finnst enn vanta hægri kantmann.
    Varðandi City, þá get ég alveg tekið undir með mönnum hér, Kristinn hefur rétt fyrir sér að fótboltalið verða ekki byggð upp á þann hátt sem City virtist ætla að gera í fyrravetur, kaupa Kaká og Robinho og láta þá spila með mun slakari leikmönnum eins og mr. City (Dunne). Robinho hefur hins vegar rétt fyrir sér hvað varðar hræsnina í okkur púllurum því allt aðrar reglur gilda fyrir okkar lið heldur en önnur. Myndum við t.d. afþakka Torres því við höfum eitthvað ákveðið viðmið um verð á leikmönnum sem hann fellur ekki inn í? Það er alls enginn eðlismunur á 25 milljónum og svo 35 eða jafnvel 50milljónum. Það eru kannski 8 lið í heiminum sem geta borgað slíkar upphæðir.

Aurelio meiddur, Johnson mættur og fleira

Rafa talar…