Miðvörður?

Eftir að Sami Hyypia ákvað að söðla um og fara til Þýskalands var ljóst að Rafa þarf að finna back-up í miðvarðarstöðuna með þeim Carragher, Agger og Skrtel. Meiðsla saga Agger er eitthvað sem allir þekkja sem og Carragher verður ekkert yngri. Ég hef ekki mikla trú á því að Rafa muni eyða stórum upphæðum í miðvörð en hins vegar er ljóst að sá miðvörður sem hann tekur þarf að vera tilbúinn að spila í aðalliðinu og þess vegna tel ég ólíklegt að sá leikmaður verði ungur og óreyndur.

Þar sem ég var að skoða netið í dag rak ég augun í að Íslandsvinurinn Sol Campbell er með lausan samning hjá Portsmouth og hefur hug á því að fara frá félaginu.

Gæti hann verið góð lausn í 1-2 ár sem back up fyrir þá sem fyrir eru?

21 Comments

 1. Það væri ekki svo vitlaust kanski. Held samt bara að Agger verði góður (heilsulega séð) núna, með nýjan samning og alt gott, og svo hefur mér altaf fundist Skrtel vera algjör snillingur.

 2. Campbell hljómar vel. Ætti að vera töluvert ódýrari en Distin, bróðir hans í hjarta Portsmouth varnarinnar, sem hefur verið orðaður við okkur.

 3. Ég er nú meira að spá hvort það sé tilviljun að maður hafi aldrei séð Agger og Agga á sama stað á sama tíma!!

  En ég hef nú verið spenntari fyrir leikmanni heldur en háöldruðum Campell.

 4. Babu: Gaman að lesa hvað menn eru léttir í dag 🙂

  Campbell er klárlega kominn á aldur en hann spilaði 33 leiki á síðasta tímabili, hann er enskur (uppá CL) og síðast en ekki síst þá er hann með lausan samning.

 5. Martin Kelly kemur inn sem 4. miðvörður eða það kemur einhver á free transfer. Hef akkurat enga trú á að það verði notaður peningur (að launum undaskildum að sjálfsögðu) í að fá inn nýjan mann.

 6. Ég er nú efinst um að Sol Campbell vilji eyða síðustu árum ferils síns sem fjórði kostur í miðvörðinn hjá Liverpool. Ekki að hann væri ekki góður kostur en ég hugsa að hann hugsi sér til hreyfings til liðs sem metur hann sem fyrsta eða annan kost. Hann er enn það sterkur að hann gæti spilað í 2 ár með t.d. Aston Villa sem hann hefur verið orðaður við.

 7. Væri hentugt að viðkomandi leikmaður gæti leyst hægri bakvarðarstöðuna sómasamlega ef Arbeloa fer.

 8. Micah Richards gæti verið fáanlegur á 5 milljónir punda. Ef einhver getur gert hann að þeim leikmanni sem hann hefur burði til að vera þá er það Benitez. Auk þess getur Richards spilað hægri bakvörð líka.

 9. Held að hann væri aldrei til i að vera backup(richards) og eg vil sjá agger og skrtel saman á næsta tímabili.

 10. Ég held að við þurfum að ná í Sol Campbell, David Beckham og Owen. Allir enskir og ódýrir og komnir á aldur en myndu auka breidd í liðinu og eru nothæfir í 2 ár í viðbót

 11. Veðbankarnir hérna úti eru á því að Michael Owen sé á leiðin á Old Trafford hrollur

 12. Það væri fínt ef Owen færi í Man Utd þá er ljóst að það lið vinnur ekki titil næstu árin. Þar að auki myndi nafn hans endanlega vera afmáð úr sögu Liverpool.
  Held að Campbell væri alveg ágætur kostur sem fjórði miðvörður í liðið, myndi eflaust ná að fylla það skarð sem Hyypia lætur eftir sig.

 13. Heinze í bakvörð/miðvörð og út með Dossena. Svo kemur einn óvæntur sóknartengiliður / senter frá River Plate samkvæmt þarlendum sjónvarpsmiðlum, Radamel Falcao, 23 ára Kólombíumaður (http://www.youtube.com/watch?v=YwA9uf7rFBo&NR=1) …minnir um markt á Teves í hreifingum en eitthvað ódýrari í rekstri og innkaupum (talað um 4 miljónir€)

 14. Að fá Sol Campbell frítt sem backup væri ágætis lausn. Hann getur örugglega spilað í PL í um 2 ár í viðbót með góðum árangri. En ef Micah Richards fæst á 5 milljónir punda þá eiga menn ekki einu sinni að hugsa sig um, heldur kaupa drenginn alveg í hvelli!

 15. Ég verð að viðurkenna það að ég er hriiiikalega spenntur fyrir þessum Kólumbíumanni.. River í Argentínu hefur pródúsérað marga efnilega leikmenn í gegnum tíðina. Javier Saviola kom þaðan held ég.. þó svo að það hafi hallað undir fæti hjá greyjið drengnum þá sló hann í gegn fyrst hjá Barca.

 16. Sol Campell er alltof haegur og gamall, tad er ekkert vit i ad fa hann. Micah Richards vaeri frabaer kostur en eg efast um ad tad gangi i gegn.

  1) Man City tarf klarlega ekki ad selja til ad kaupa svo ad teir lata hann ekki fara a smottery.
  2) Liverpool getur ekki eytt meira en nokkrum millum i fjorda kost i midvord, svo ad tad mun vera max 4-5M, sennilega minna. Manu geta eytt 16M i Nani til ad verma saetin vid hlidina a varamannabekknum, tad getur Liverpool ekki leyft ser:)
  3) Er ekki svo viss um ad Micah vilji fara til Liverpool, ef hann hefur eitthvad vit i kollinum ta ser hann ad hann yrdi bara keyptur sem varaskeifa. GJ var keyptur a 17M i bakvordin, og vid erum med 3 rosa goda midverdi.

  Held ad Distin se liklegri kostur.

 17. Jæja, já. Bara tekið númerið af Dossena. Skrítið að hann taki ekki bara 3 eða 4. En það skiptir víst ekki miklu máli.

 18. Ef að þetta er rétt með Owen þá verður það ömurlegt enda get ég ekki annað en hatað alla united menn og mér líkar ekki við það að þurfa að fara að hata Owen bara alls ekki, en ég mun gera það ef hann fer til þeirra.

Tveir ungir kveðja

Owen til Man Utd? HA?!?