Portsmouth samþykkir tilboð Liverpool í Glen Johnson

glen-gerrard

Ég get varla beðið mikið lengur með að setja þetta inn sem sér færslu. Nánast allir miðlar á Englandi virðast sannfærðir um að Portsmouth hafi tekið tilboði Liverpool í hægri bakvörðinn Glen Johnson. Portsmouth News og Liverpool Echo virðast sammála um að þetta hafi gerst og stóru miðlarnir einsog Guardian hafa fylgt í kjölfarið.

Johnson er 24 ára Englendingur. Hann er alinn upp hjá West Ham, en var keyptur þaðan til Chelsea. Þar reyndi hann fyrir sér þegar hann var mjög ungur en náði aldrei að festa sig í sessi hjá Chelsea. Þaðan fór hann til Portsmouth þar sem hann hefur verið frábær og er núna orðinn fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðuna hjá enska landsliðinu.

Flestir miðlar tala um að kaupverðið sé um 17-18,5 milljónir punda. Það er rosaleg upphæð fyrir hægri bakvörð. Þó er ljóst að Liverpool mun aðeins borga hluta upphæðarinnar þar sem að Portsmouth skuldar víst liðinu enn stóran hluta af Peter Crouch kaupverðinu.

48 Comments

 1. Þetta er bara æðislegt verð sem við erum að fá hann á ? 11 kúlur, þannig séð, gjafvirði. Ég get sagt ykkur það, að þessi maður er með bestu fyrirgjafir allra bakvarða í ensku deildinni, og þegar hann kemst á seinasta þriðjung vallarins þá hugsar hann eins og sóknarmaður þetta er ótrúlegt. Gæti ekki verið ánægðari með þetta! Ég segi bara JÁ TAKK.

 2. Er það rétt að Arbeloa mun fara frá Liverpool í ljósi þessara kaupa? Ef svo er mun það vera slæmt. Nauðsynlegt er að hafa stórgóða menn um hverja stöðu eins og þessir tveir eru!!

 3. 11milljónir punda er ágætt verð , en þá á eftir að taka inn í Crouch upphæðina og þá finnst mér verðið frekar hátt. En ég er sáttur með þennan leikmann og tel ég að hann og Kuyt geti unnið vel saman í að bakka hvorn annan upp þarna hægra megin.

 4. Ég ætla að hinkra með að bjóða hann velkominn þar til ég sé hann brosandi með Rafa og í búning.

  Þetta verð hljómar ansi hátt en þarna er leikmaður sem fer líklega beint í liðið.

  og Fói, ég er bara alls ekki að sjá það gerast, frekar held ég að þarna sé Arbeloa loksins að fá samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna, hefur ekki verið mikil síðan Finnan var hjá klúbbnum.

 5. BBC með þetta líka. Talið að þetta klárist í næstu viku. Chelsea dró sig út úr þessu og hann hafði engan áhuga á City. Hljómar vel.

 6. frábært, æðislegt. nú er bara að “seal the deal”. hann á mjög líklega eftir að styrkja liðið og hann er gott mix með kuyt.

 7. Hverjum er ekki sama um hvað þessir leikmenn kosta! – ef Rafa vill þennan gaur þá bara að kaupa hann og skila deildar-bikarnum í hús!

  Ég hef rosalegan áhuga á fótbolta finnst gaman að sjá frábæra leikmenn spila og Liverpool vinna, en engan áhuga á bókhaldi og hvað einhverjir hlutir kosta, einhver milljón pund til eða frá skiptir ekki máli, bara að Rafa fái sinn mann.

  Ég vill samt ekki að Liverpool verði eins og Real eða Chelsea í peninga ruglinu. Ég held bara að þetta sumar skipti miklu máli í leikmannakaupum meira en oft áður, núna er liðið farið að átta sig á því hvað þarf til að vinna deildina, komið með rétta hugarfarið og Rafa tekinn 100% við kaupum á leikmönnum.

  Það styttist í að bikarinn komi á Anfield…. give or take few million punds!

 8. Eins og segir í hinum þræðinum þá er þetta klár bæting á byrjunarliðinu. Hann ætti að hafa leikskilning, hraða og sóknargetu til að vinna mjög effektívt með Kuyt á hægri kantinum.

  Reikna með að við séum búnir að hrista samkeppni frá Chelsea um þennan leikmann og Johnson hefur engan áhuga á Man City. Við getum því klárað samningaviðræðurnar í vikunni og náð þessu háa verði niður í að bónusar ýmiskonar verða vænn hluti kaupverðsins.

  Johnson er klárlega týpa sem vill ná langt og telur að Benitez geti gert sig að betri og heilsteyptari leikmanni. Er því til í mikla vinnu og reiðubúinn að deyja í Liverpool búningnum. Ekki verra að hann verður 150% mótiveraður gegn Chelsea eftir þeirra meðferð þeirra á honum. Mjög gott fyrir stórleikina og sóknarleikinn.

  Verulega góð kaup ef þau draga ekki úr möguleikum okkar á að kaupa Tevez/Silva/Lavezzi eða enn stærri nöfnum.

 9. Ef þetta er rétt með Glen Johnson þá fagna ég þeim fréttum. Miðað við kaupverð og skuld Portsmouth þá sé ég ekki að Liverpool sé að punga út mikið meira en 4-5 milljónum Punda núna þar sem restin er skuldajafnað og árangurstengt.

  Mín skoðun á leikmannakaupum þetta sumarið er einföld: Við þurfum ekki marga leikmenn en við þurfum að styrkja réttu stöðurnar með heimsklassa leikmönnum. Hægri bakvarðarstaðan er ein þeirra þar sem við höfum aðeins einn leikmann og hann á að sjálfssögðu að vera áfram hjá liðinu svo fremi að heimþráin sé ekki að buga hann. Ef Real kemur með 12-15 milljón Punda tilboð í Arbeloa þá má líka endurskoða málið.

  Svo þurfum við að bæta við okkur sóknarleikmönnum, leikmönnum á borð við Tevez sem geta spilað fleiri en eina stöðu í sókninni. Að auki þurfum við að tryggja að allir okkar bestu leikmenn sem mynda hryggjasúlu liðsins verði áfram hjá okkur.

  Miðað við þá upphæð sem fæst fyrir sölu á leikmönnum plús Robbie Keane peningarnir þá held ég að nettó eyðsla Liverpool þetta sumar þurfi alls ekki að vera svo mikil.

 10. Ég haf alltaf haldið að rafa væri rasisti greinilega ekki það var enginn svartur maður í liðinu á þessu ári allt hvitir en er ánægður með þessi kaup alvöru bakvörður ætli carragher hafi biðið um þetta vildi losna við arbesloa var ekki að fíla hann á síðustu leiktíið munaði litlu að cara hafi lamið hann en núna erum við að fara sjá torres skora fleiri skallmörk á næstu leiktíð því glen johnson gefur geðveika bolta inn í teig þessi kaup styrkja bara liðið

 11. Þetta eru bara góðar fréttir,, og nú er bar að vona að Kia gaurinn gefi okkur séns á að borga tevez upp á nokkrum arum sem goodwill ut af mascerano kaupunum, sem ég er reyndar ekki að sjá gerast.
  Bottom line, einn worldclass soknarmann, kanntmann og svo johnson, og við tökum deildina

 12. Þurfum ekki auka kantmann, ég get lofað ykkur því að Babel á eftir að worka his ass off þangað til að tímabilið byrjar og á eftir að vera frábær. Ef það klikkar þá er Riera ekki að skemma fyrir okkur með góðum frammistöðum með spænska landsliðinu. En einn auka sóknarmann í svipuðum klassa og Gerrard og Torres, og við erum búnir að mynda meistaralið næsta árs. Bókað mál !

 13. Það er nú aðeins meira mál en að segja það …. “enn auka sóknarmann í svipuðum klassa og Gerrard og Torres” …. hvað eru þeir margir í heiminum ? Og það sem mikilvægara er, hvað koma þeir til með að kosta ? 90m ?

 14. Þetta eru frábærar fréttir, þetta er akkúrat staða sem við þurftum að styrkja. þá er bara að kaupa einn heimsklassa leikmann í viðbót og þá er þetta helvíti gott.

 15. Nr.11

  Kynntu þér kosti þess að nota punkta og kommur.

  Já og það eru svartir menn á Anfield, ekki að það skipti neinu nema kannski upp á egóið í búningsklefanum 😉

 16. Frábærar fréttir ef satt er, nú þarf maður bara að fá þetta staðfest endanlega og þá er maður sámmtu, nei mjög sáttur, leikmaður með frábæra hæfileika og þræl góður, verst vel, er sókndjarfur og á frábærar sendingar… Nú eru bara Saviola og David Silva eftir…

 17. Þetta eru góðar fréttir, ætla samt ekki að brosa fyrr en þetta er staðfest.

 18. Glæsilegt…….bíð spenntur eftir staðfestingu á þessu.

  Ég sé fyrir mér Insúa og Johnson bæta liðið helling því síðustu ár hafa bakverðastöðurnar verið veikustu stöðurnar í liðinu þó Arbeloa hafi verið ágætur á síðasta tímabili (en reyndar ekkert meira en það).

  Ég hlakka gríðarlega til að sjá þessa nagla í bakvarðastöðunum á næsta tímabili.

 19. 21

  Já það er rétt, Insúa og Johnson eru helvíti gott bakvarðapar með mjög góða sóknarhæfileika. Vonandi fáum við að sjá þá í þessum stöðum á næsta tímabili.

 20. Það er ekkert hægt að kvarta yfir þessu verði enda voru Chelsea og Man City að bjóða í Johnson og ef Liverpool ætluðu að fá hann þá var lítið annað að gera en að spila með í þessu.

  Við erum sennilega að fá einn besta bakvörðinn í deildinni sem er Enskur og orðin lykilmaður í vörn Englendinga og á besta aldri.
  Vissulega mikill peningur en samt gaman að sjá að Liverpool reynir loksins að berjast um leikmenn, eitthvað sem ég er ekki viss um að hefði verið gert ef að Rick Parry hefði verið með puttana í þessu.

 21. Frábærar fréttir ef satt er. Mér finnst Rafa snillingur í að finna menn sem henta liðinu og á ekki svo mikin pening. Vissulega hafa einhver kaup misheppnast, en það má vel vera að Rick “Cancer” Parry hafi haft þar áhrif á.

  Hlakka til að sjá hvernig til tekst og efast ekki um að þetta sé LFC til happs.

  Áfram við!

 22. Góðar fréttir, en ætli að það sé ekki best að bíða með að fagna þessu þar til þetta verða staðfest kaup. Mér lýst ekki á að það eigi að ganga frá þessu eftir helgi eins og ég sá einhverstaðar annarsstaðar. Klára þetta bara í kvöld eða á morgunn, annars er bara verið að gefa öðrum tækifæri á að stela honum af okkur.

 23. Frábært ef GJ kemur.
  En ég get ekki verið alveg sammála mörgum hérna sem halda það að það þurfi ekki að kaupa nema 2-3 leikmenn.
  Við vitum ekki hverjir verða keyptir till hinna liðanna. Kannski styrkja þau sig meira þannig að við verðum þá alltaf á eftir þeim. Hefði breiddin verið meiri í fyrra þá má segja að við hefðum líklega landað titlinum.

  Eigum við ekki að leyfa sumrinu að líða áður en maður fer að vera með einhverjar yfirlýsingar.

  Áfram LFC!!!!

 24. Ef Eto kemur vinnum við titilinn. Þetta er að verða massað lið. Vantar þó einn.

 25. 29, Fan :

  Hvað meinarðu með að þetta sé ekki marktækasti miðillinn á svæðinu ? Er liverpool.is , ekki marktækasti miðillinn þegar kemur að málefnum liverpool á þessu svæði ?
  Insjallah… Carl Berg

 26. Júlli 21# Rétt hjá þér að ég tel Jonhson og Insua í baeveriða og svo Saviola með Torres, og David Silva á vængin og við erum í góðum málum… + ég vill fá Owen á frjalsri sölu gæti bara sprungið út í rauðu treijuni…..

 27. Valli : á hann að springa út á bekknum þá, ef við erum með Torres og Saviola inná ?

  Owen er löngu búinn að springa út í rauðu treyjunni…. Hann gerir það tæplega aftur héðan af, og allra síst ef Torres og Saviola eru í byrjunnarliðinu….
  Carl Berg

 28. What a F*** 17-18 milljónir punda fyrir hægri bakvörðinn Glen Johnson!!
  Mér er sama þótt það lækki eitthvað vegna greiðslna á Crouch, það breytir því ekki Crouch er löngu farinn og við erum að nota peninga sem við hefðum ella fengið í kassann.
  Hvað er verðmiðinn á Villa eða Silva?
  Þetta er leikmaður sem fór á 4-5 milljónir punda til Portsmouth fyrir tveimur árum, hefur hann virkilega bætt sig sem nemur c.a. 13 milljónum punda. Vissulega hækkar hann í verði við það eitt að vera enskur en sorry mér finnst þetta alltof mikill peningur fyrir hann. Persónulega var ég hundfúll í fyrrasumar þegar verðmiðinn á Barry varð opinber og það sama á við núna. Við erum að tala um að kappinn verði næst dýrasti leikmaður í sögu Liverpool. Grunar að þessi kaup komi til vegna þess að Arbeloa er á förum frá félaginu að eigin ósk.

 29. Vonandi gengur þetta.
  Reikna með að Rafa hugsi sér að nota hann bæði sem vængmann og bakvörð.

 30. verður Arbeloa ekki bara í vinstri og hægri víst að Johnson sé að koma….?

 31. Eg byst vid ad thetta seu god kaup. En eg skil ekki ad fullyrt se ad hægri bakvordur se veikleiki hja okkur. Arbeloa atti heilt yfir mjog gott timabil. Ef hann er ad fara tharf ad fylla hans skard, annars vil eg helst bara halda honum. Hann getur lika verid til vara fyrir Agger, Carra og Skrtel.

  Es.
  Afsaka ad eg er ad nota tolvu sem er ekki med isl. stafi.

 32. Einhverju sinni var tekið viðtal við Eið Smára þegar hann var á mála hjá Chelsea. Minnir að þetta hafi verið íslenskur spyrill sem spurði hann hver væri mesta talentið hjá klúbbnum. Án þess að hika mikið sagði okkar maður: Glen Johnson. Nú er ekki gott að vita með Eið hvort hann hafi verið að meina þetta eða hvort um einhvern innanhús brandara hafi verið að ræða. En ég fór að fylgjast með þessum strák eftir þetta viðtal og komst fljótt að þeirri niðurstöðu að þessi leikmaður væri allaveganna ekkert djók.

  Hjá Portsmouth sýndi hann síðan úr hverju hann var gerður og gjörsamlega sprakk út. Átti frábært tímabil í vetur og ekki að furða að Chelsea hafi viljað fá hann aftur. Hann er mjög vel spilandi fram á við en ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir að hafa séð hann vinna einhverja stórsigra varnarlega séð.
  Einhverja gagnrýni las ég á einhverjum netmiðli varðandi frammistöðu hans með landsliðinu, varnarframmistöðu þ.e.a.s.

  Hvað segja menn hérna við því, hvernig er varnarmaðurinn Glen Johnson ?

 33. Yrði ánægður ef GJ kæmi, mér finnst vanta sóknarkraft frá þessari stöðu á vellinum, nokkuð sem GJ myndi örugglega koma með.

  Hver yrði síðan næst á kaupalista Rafa? Margir eru að tala um sóknarmann við hlið Torres. Ég er ekki viss. Ég er allaveganna sammála mörgu sem tæpt er á um möguleg næstu kaup Rafa í þessari grein sem ég hvet ykkur til að lesa:
  http://www.thisisanfield.com/columnists/2009/06/signing-johnson-fills-1-of-the-2-weak-spots-at-anfield/

 34. Ég tel næsta víst að við séum að missa Mascherano til Barcelona.

 35. Ef það sem ég sé fyrir mér gerast gerist þá má Mascherano fara.
  Gerrard dettur á miðjuna aftur en er ennþá á Free Role-i þarna. Við kaupum David Villa sem fer í holuna. Glen kemur í hægri bak, Kuyt dettur í varnarstöðu á miðjunni og Johnson fer upp kantinn. Þetta er svona týpísk Rafa hugsun. Þetta væri DRAUMUR.

 36. Ásmundur, þú bara veist ekki rassgat um það. Finnst þér ekkert líklegt að Benitez hafi eitthvað talað við hann, við erum að fá í kringum 50 millur fyrir Masch. Og þá ætti að vera hellingur til fyrir Villa ? Hann hefur lýst því fyrir áður að hann myndi vilja spila við hlið Fernando’s hjá Liverpool, þannig plís Ásmundur segðu mér hvað þú veist meira en ég um að hann komi POTTÞÉTT EKKI til Liverpool.

 37. Hann hefur alltaf sagt að hann vilji vera á Spáni áfram en EF hann færi til Englands þá væri Liverpool eini kosturinn hans.
  Ég vona bara að hann drífi sig að skrifa undir einhversstaðar þannig að menn áttað sig á því að hann komi ekki.
  Og svo hefur shawklegend á Rawk talað um það að Benitez sé ekki að spá í David Villa.

One Ping

 1. Pingback:

Leikjalisti næsta tímabils…..

Leikjaprógrammið komið