Er valdajafnvægið að færast í suðurátt?

Í ljósi síðustu daga er þetta spurning sem ég hef spurt mig reglulega á meðan maður les fréttir af stöðugt fleiri nöfnum sem virðast ætla að streyma til Madridborgar, nú nýjast franski vængsnillingurinn Ribery sem er nú kominn í viðræður við liðið sem er að tryggja sér Kaká, Rögnvalds og Villa.

Það er ljóst að Real Madrid ætlar sér heimsyfirráð eða dauða. Það er ógnvænlegt til þess að hugsa ef að á miðjunni næsta ár verða Ribery og Ronaldo á köntunum með Kaka fyrir aftan senteraparið Raul og Villa! Enn segist Perez eiga eftir að styrkja varnarliðið.

En Real sitja ekki einir að kjötkötlunum held ég þetta árið. Ekki er langt síðan fréttir bárust af fyrirætlunum mótormunnsins Mourinho um hans hugmyndir um yfirráð Internazionale í Evrópu.

Svo skulum við rifja upp að töluvert besta lið Evrópu í fyrra var Barcelona. Þeir þurfa ekki að styrkja sitt frábæra lið mikið, helst vantar þeim uppá varnarmiðjumann og hafsent. Við höfum heyrt af Mascherano en þeir eru líka að daðra við Nemanja Vidic og fleiri nöfn.

Svo bætum við inní þeirri staðreynd að AC Milan hafa nú bætt við 56 milljónum punda í kassann, og að “Gamla konan” Juventus er að ná fyrri styrk í baklandinu sínu og ætla sér að bæta töluvert í liðið í sumar, hafa þegar fengið Cannavaro heim og keypt Diego, en eru langt í frá hættir!

Þessi fimm stórlið suður Evrópu búa öll við það að eiga sterkt bakland sem hefur lengi verið í bransanum, Real ber ægishjálm yfir önnur lið varðandi fjárhagslega styrktaraðila, Barcelona er í raun landsliðs héraðsins síns með tugmilljónir stuðningsmanna um allan heim, Juventus styrkt af Fiat fjölskyldunni, Berlusconi hjá AC og Moratti hjá Internazionale eiga nógan auð, þó sumir vilji nú meina að mafían ítalska komi þar að.

Nú er komið svo að öll stóru ensku liðin búa við það að þessi lið eru að kjá í lykilstjörnur þeirra. United hafa orðið fyrstir fyrir barðinu, en það er alveg ljóst að hin stóru liðin munu á næstu vikum fá stór tilboð í sína leikmenn. Við heyrum daglega fréttir af okkar stjörnum, nú nýjast að konan hans Masch vilji flytja frá Englandi. Þess vegna varð ég glaður að sjá að Liverpool FC brást við endalausum kjaftasögum með opinberri tilkynningu um að enginn væri að fara sem liðið vildi ekki að færi.

En einhvern veginn læðist að manni sá grunur að staðan á fjármálamörkuðum Bretlands sé stöðugt að versna, Bandaríkin eiga í mikilli efnahagskrísu og þetta tvennt vinnur gegn öllu fjármálalífi þar á bæ. Bankarnir eru viðkvæmir og geta litla sveigju gefið, stórir styrktaraðilar eru að fara á hausinn og leggja minna til liðanna, fleiri Bretar eiga erfitt með að greiða aðgöngumiða á vellina en áður og það sem er sennilega erfiðast fyrir þá er að pundið er mjög veikt gagnvart evru. Á föstudaginn bjargaðist Setanta sjónvarpsstöðin naumlega þegar rússneskur milljónamæringur keypti hana. Fall hennar hefði haft veruleg áhrif á innkomu liðanna á Bretlandi, talað var um að skoska úrvalsdeildinni myndi missa 3 – 5 lið og minni liðin í ensku Úrvalsdeildinni hefðu orðið að skera verulega niður launakostnað!

Svo er verið að samþykkja ný skattalög sem eykur skattprósentu allra stóru nafnanna upp í 50% og breytir innkomu þeirra verulega , Arshavin karlinn fór strax fram á launahækkun!

Þetta þýðir það að bresku liðin græða mikið á því að selja leikmenn út úr landinu því fleiri pund fást fyrir evruna, miklu fleiri, en áður. Leikmennirnir sjálfir fá meira í vasann fyrir sömu grunnupphæð á meginlandi Evrópu en í Bretlandi og baklönd þessara suður-Evrópurisa eru traustari en þeirra bresku.

Allt þetta held ég að hafi nokkuð að segja og að við séum að sigla inní nýja gósentíð suður Evrópu í boltanum. Miklu fleiri stór nöfn munu halda til Spánar og Ítalíu á næstu vikum og mánuðum, ég held að það sé þróun sem við munum sjá vaxa á næstu árum.

Því þó að enska knattspyrnan hafi verið langt á undan nú um sinn skulum við ekki gleyma því að það er ekki langt síðan hún stóð í skugga þeirrar spænsku og ítölsku. Hún vann sig upp með gríðarlegri tekjuaukningu en nú þegar peningarnir leita út úr Englandi sýnist manni stjörnurnar ætla að elta auðinn!

Þess vegna held ég að gríðarlegu máli hafi skipt fyrir okkur að hafa safnað undanfarin ár ungum klassamönnum sem við þurfum að ala upp. Við getum ekki keppt við þessa risa á leikmannamarkaðinum.

Það er algerlega ljóst!!!

25 Comments

  1. Ég get tekið undir þetta með Spán …

    … en ekki Ítalíu, það eru ekki margir knattspyrnumenn sem hafa farið þangað á hápunkti ferilsins síðustu ár , þeir eru frekar í því að kaupa menn sem eru komnir yfir sitt besta , sbr Viera , ronaldinho ofl.

    Virðist sem svo að Þýskaland hafi meira aðdráttarafl en sú Ítalska. Sbr Luca Toni kaupin og fl í þeim dúr.
    Þar að auki er stemmninginn á Ítalíu í lágmarki, ef þessar blessuðu hlaupabrautir á milli vallarins og stuðningsmanna (sem gerir það að verkum að þú þarf sjónauka þó þú sért á fremsta bekk) voru ekki nægilega óspennandi þá fór þetta spillingarmál ansi langt með að drepa það sem eftir var (Ef eitthvað) af henni.

    Fyrir utan það þá hafa Ítölsk lið (f utan AC Milan) gert í brækurnar ár eftir ár í CL, eru ekki einu sinni líkleg til að fara áfram í fyrstu umferð útsláttar.

  2. Mjög góður pistill, en er sammála Eyþóri um Ítalíu. Vona bara að FIFA geri eitthvað í þessum upphæðum. Þetta er ekkert gaman fyrir hin liðin.

  3. Ég skil ekki alveg þetta væl yfir þessum upphæðum sem madrid er að eiga þessa dagana. Er eitthvað sanngjarnara að við og 2-3 önnur lið í ensku deildinni eyðum 20-30 mill. punda í leikmenn meðan lið eins og Hull, Wigan og fleiri lið geta ekki eytt nema broti af þeirri upphæð!!

  4. Juve eru nú að byggja nýjan völl þar sem er búið að fjarlægja allar hlaupabrautir og óþarfadrasl. Síðan eru þeir búnir að fá einn eftirsóttasta leikmann Evrópu undanfarin ár, Diego. Svo mínir menn eru allavega farnir að nálgast nútímann, þótt hægt sé.

  5. Meiningin var alls ekki að væla kobbih.

    Heldur einfaldlega rifja upp að sterkasta deildin er sú sem inniheldur ríkustu liðin, og nú held ég að pendúllinn sé að sveiflast í suðurátt…

  6. Góður pistill hjá þér. Sem Liverpool maður hef ég þó ekki áhyggjur af þessu. Þetta er verra fyrir Man U og Chelsea sem munu eiga erfiðara með að lokka til sín stóru super-nöfnin í boltanum. Það gerir titilbaráttuna á Englandi jafnari og þar með betri möguleiki fyrir Liverpool. Og hvað CL varðar, þá getur Liverpool alveg unnið Real Madrid þó svo Kaka, Ronaldo og fleiri séu í liðinu, það hefur liðið margsannað.

  7. Maggi, Maggi, Maggi þetta er magnaður pistill hjá þér, hafðu bestu þakkir fyrir hann… Það er eitt sem menn skildu gera sér grein fyrir ( og þett er ekki neitt nýtt af nálinni) Það eru peningarnir sem ráða ferðinni hvað sem hver segir um hollustu leikmanna við sitt lið og þar fram eftir götonum. Það eiga eftir að koma upp á borðið tilboð í okkar menn að ég held sem við getum ekki hafnað (eða réttara sagt sem eigendurnir geta ekki hafnað) Setjum okkur í spor þessara manna, við værum í fjárfestingum og allt væri að fara í vaskinn og það opnaðist möguleiki á að redda sér með því að selja einhverja leikmenn og komast yfir pening, hver myndi ekki gera það… Allir myndu gera það, ALLIR… Og það er ekkert óðlilegt við það að leikmenn elti auðinn bara hreint ekki… Það mun alltaf koma svona sveiflur ein deildinn verður best í einhvern tíma og svo tekur önnur við…. Og menn skulu líka leiða hugan að því að það verð sem verið er að greiða fyrir leikmenn í dag saman bere CR og Kaka þá er það alveg klárt mál að það á eftir að borga meyra fyrir menn í framtíðinni… svona er bara þróuninn í þessu og menn verða að taka því…ég er ekki hlintur þessari þróun og finnst þetta komið út fyrir all almennt siðferði en svona er þetta og á eftir að verða verra. Auðvitað vill ég ekki selja okkar lykil menn en það kæmi mér ekki á óvart þó að einhverjir færu, þó svo að gefnar hafi verið út einhverjar yfirlísingar um annað því á endanum þá er það, monny talks and bulshit walds… Og þessa setningu kunna engir betur heldur en Kana vittleisingarnir sem eiga LIVERPOOL…

    Nú er bara að vona það beta fyrir okkur Púlara…

  8. Eitt sem mér datt í hug þegar ég las þennan pistil er hvort þessar upphæðir sem CR7 og kaka voru að fara á séu ofmetnar ef maður horfir á þær í breskum pundum þar sem pundið hefur veikst um 25% mv. evru frá 2006, (http://www.landsbanki.is/markadir/gengigjaldmidla/gengisthroun/#EUR-GBP)
    Maður sér reynar alltaf líka Evru verðið en er vanur að horfa á þessar tölur í pundum sbr. þegar Zidane fór á hvað ca. 46 M. punda og CR7 fór nú á 80 M punda. Ef við umreiknum þetta verð sem Zidane fór á á núverandi gengi (sem er talið vera 75 M Euro) eru það 63 M punda en ekki 46 M.
    Er það ekki merkilegt nokk ?
    Og endilega bendið mér á ef ég er að fara með rangt mál, bara eitthvað sem ég var að gera í höndunum núna…

  9. Þetta er rétt hjá þér JóiG – þetta var rakið við kaupin á Kaka, hann var ranglega talin dýrasti knattspyrnumaður í heimi þessa daga áður en boðið var í Ronaldo – en það er vegna veikrar stöðu pundsins, Zidane var dýrari en Kaka ef þeir eru reiknaðir upp m.v. gengi.

  10. Ég er miklu hlyntari því að finna þessa leikmenn unga og gera þá að þessum 40M punda stjörnum heldur en að eyða 40M í einn leikmann. Og til þess þarf öflugt scouta-net eins og Benitez hefur verið að byggja upp síðan hann kom. Ég held að á næstu 2-3 árum þá fáum við að sjá unga drengi koma upp úr akademíunni og beint í aðal liðið, jafnvel á næsta seasoni!

  11. Eruði að sjá skilningin og samhæfinguna hjá Villa og Torres? jesús kristur, Villa á að vera í Liverpool.. Einfalt mál !

  12. Góður pistill Maggi! Er samt ósammála valla (nr. 9) þar sem hann talar um að ALLIR myndu selja leikmenn til að komast yfir pening, og að menn fylgi auðnum. Hollusta leikmanna er samt algjörlega happa og glappa. Skv. því sem valli segir er eðlilegt að hvaða leikmaður sem er færi til annars liðs fyrir sakir peninga. Vissulega toga peningar í mann, en það eru líka til menn sem eru trúir sínum liðum. Þrátt fyrir að Kaka sé kominn til Milan, þá neitaði hann að fara til City þrátt fyrir mögulegt mettilboð, ekki satt? Og haldiði virkilega að maður eins og Rooney myndi nokkurn tíma koma yfir í Liverpool? (sama hversu vel væri boðið).

    Ég held að Real Madrid nái ekki þrennunni sem Barca gerði núna. Man ekki betur en að Zidane, Carlos og Beckham hafi verið í 2003-2004 liðinu sem vann ekki neitt! Þannig að stór nöfn tryggja ekki neitt. Maður veit aldrei fyrirfram hvernig einstaklingar eiga líka eftir að vinna saman. Fyrirfram hefði ég t.d. haldið að Keane hefði verið fullkominn með Torres … en það reyndist vitlaust.

    Og ég er heldur ekki viss um að þróunin á virði leikmanna verði eitthvað í þessa átt – að verðið á þeim verði æðisgengnara. Sjáiði fyrir ykkur að Real geti eytt álíka upphæðum á reglubundnum fresti? Ég sé það alla vega ekki gerast – geðveikin er í hámarki í dag (með þessum kaupum Real Madrid), en hins vegar hef ég oft verið talinn barnalegur í svona málum. Sakleysið uppmálað þar til ljótur sannleikurinn kemur í ljós. 🙂

  13. Sammála Óli B.

    Held að Rafa vilji kópíera Barcelona dæmið og þess vegna sótt hugsuðinn við það kerfi til að starfa á Anfield. Maður sem fann Xavi, Iniesta, Fabregas og Messi veit hvað þarf til að finna unga menn.

    Því miður er Villa kominn í net Real. Því miður.

  14. Af hverju erum við ekkert að reyna að ná þessum snilla sem leikur í treyju nr 9 hjá Spáni?
    Gaurinn skoraði þrennu á 17 mínútum og lagði svo upp 5 markið þar sem hann sólaði tvo og gaf svo fyrirgjöf sem skilaði marki.
    Við getum sko notað svona snilling.
    Nei bíðið bííííðið nú við……………..hann er að spila fyrir okkur 🙂
    Torres Torres Torres Torres Torres Torres hann er Púllari og hefur ekki nokkurn áhuga á að fara rassgat, því hann veit að framtíðin er björt í Bítlaborginni og titlarnir fara að rúlla inn 🙂

  15. eitt comment herna off topic, vitiði hvort nyja varatreyjann sé kominn i land??

  16. Viðræður við Tevez hefjast á mánudag og þriðjudag. Liverpool sagt vera eitt af liðunum.

    http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_5379442,00.html

    Mér finnst þetta röng forgangsröðun, ef satt reynist. Forgangur ætti að vera að fá vinstri kantmann (helst David Silva) og hægri bakvörð (sem virðist vera Glen Johnson). Ef það er til peningur (~30 milljónir ef marka má fréttir fyrir Tevez) þá er til peningur fyrir Silva og Johnson, algjört rugl að mínu mati.

  17. Er ekki verið að tala um það að Arbeloa sé að fara til Madrid og Glen Johns til Liverpool það meikar sens fyrir mér.

  18. Ég vil endilega gefa Riera annað tímabil til að sanna sig, þannig að mér finnst það ekkert rosalegt forgangsatriði að finna vinstri kantmann. Hann sýndi það í mörgum leikjum að hann er mjög góður leikmaður (ef menn horfa á myndbandið hér að ofan þá sést að hann átti þarsíðustu sendinguna í 3 mörkum Spánverja). Helsti gallinn við Riera á síðasta tímabili var að hann var ekki stabíll, en það er nákvæmlega eitthvað sem lagast með tímanum.

  19. Það er snilld að skoða spænsku mörkin í #20 og fylgjast með þjálfaranum spænska. Þeir sem kvarta yfir svipbrigðaleysi Rafa ættu að tapa sér yfir þessu – ef eitthvað þá er nýsjálenski þjálfarinn glaðari yfir mörkunum en sá spænski 😀 (Jú og svo fær maður aldrei leið á að sjá Torres skora…)

  20. Fínn pistill. Það má ekki gleyma því að yfirburðir suður-Evrópuliðanna komu í kjölfar þess að ensk lið voru bönnuð í Evrópukeppnum eftir Heysel slysið. Síðan með stofnun EPL fara peningar að aukast hjá ensku liðunum en samt á Real Madríd sitt Galactico tímabil löngu eftir að EPL hefst. En ég held að það sé bara hollt að Meistaradeildin verði ekki of lengi þannig að 2-4 lið í undanúrslitum komi frá Englandi ár eftir ár. Allavega meðan að Liverpool sé eitt þeirra liða sem sé í keppninni.

Eto’o fyrir Mascherano? HVAÐ?!?

Tímabilið hans Sigvalda