Uppgjör: Tímabilið 2008/09

Jæja, tímabilið er víst búið og því ekki úr vegi að birta niðurstöður okkar Kop.is bloggarana um það hverjir þóttu skara fram úr á þessu ári.

Einsog áður þá kusu allir pennarnir á kop.is menn í þrjú sæti í eftirfarandi flokkum og ég tók svo saman valið. Ég er of latur til að setja atkvæði allra bloggarana, en þeir gera ábyggilega grein fyrir sínu atkvæði í kommentum við þessa færslu.

En þá að verðlaununum:

Leikmaður ársins.

1. Steven Gerrard – 16 stig
2. Xabi Alonso – 14 stig
3. Yossi Benayoun – 4 stig

Þetta árið var valið óvenju jafnt – mun jafnara en í fyrra þegar að Torres var með fullt hús stiga. Gerrard og Alonso voru í 1-2 sæti hjá okkur öllum en Steven Gerrard hafði aðeins betur. Í þriðja sæti kemur Yossi Benayoun skemmtilega á óvart.

Mestu framfarir

1. Yossi Benayoun – 17 stig
2. Emiliano Insúa – 6 stig
3. Fabio Aurelio – 5 stig

Þetta var öruggt hjá Yossi – hann var í fyrsta sæti hjá öllum nema einum, þar sem hann var í öðru. Ísraelinn myndarlegi var hetja okkar á seinni hluta tímabilsins og bjargaði ansi mörgum stigum fyrir okkar lið, sérstaklega á því tímabili þegar við virtumst ekki geta skorað.

Bjartasta vonin

1. Emiliano Insúa – 17 stig
2. N’Gog – 13 stig
3. Aðrir fengu fá stig

Insúa vann þetta örugglega. Hann kom sterkur inn á þessu tímabili og þrátt fyrir að vera að keppa við tvo reynda leikmenn í stöðu vinstri bakvarðar, þá stóð hann sig vel og vann sig vel inn í liðið.

Mestu vonbrigðin

1. Robbie fokking Keane – 16 stig
2. Ryan Babel – 9 stig
3. Harry Degen – 6 stig

Robbie Keane var dýrasti leikmaðurinn sem var keyptur síðasta sumar og hann olli vonbrigðum. Hið sama gerði Ryan Babel, sem náði alls ekki að fylgja eftir góðu fyrsta tímabili.

Leikur ársins

1. Útisigur 1-4 á Old Shithouse – 16 stig
2. Stórkostlegur sigur á Real Madrid á Anfield 4-0 – 13 stig
3. Útisigur á Stamford Bridge þar sem við bundum endi á taplausa hrinu þeirra 0-1 – 2 stig

Þarna eru þrír frábærir sigurleikir, sem allir eru minnistæðir. Við unnum Man United á Old Trafford stærsta sigur sem þar hefur verið unnin af útiliði í áratugi. Svo unnum við stórkostlegan sigur á Real Madrid í Meistaradeildinni þar sem þeir voru niðurlægðir á Anfield. Og svo bundum við endi á taplausa hrinu Chelsea á Stamford Bridge, sem höfðu ekki tapað þar í einhver ár.

Mark ársins

1. Torres gegn Man U á Old Trafford – 8 stig
2. Torres gegn Blackburn – 4 stig
3. Slatti af öðrum mörkum fékk stig, þar á meðal Agger gegn Blackburn, Aurelio gegn Chelsea í CL, Riera gegn PSV o.s.frv.

Hér dreifðust stigin mikið. Markið hans Torres á Old Trafford er efst og stórkostlegt skot hans gegn Blackburn var í öðru sætir.

Kaup ársins

1. Albert Riera – 18 stig (fullt hús)
2. David N’Gog – 8 stig
3. Aðrir fengu fá stig. EÖE tilnefndi bara Riera, Kristján tilnefndi Guðlaug Victor og svo framvegis.

Og að lokum erfiðasti flokkurinn. Riera fékk fullt hús, en samkeppnin var býsna lítil þetta árið.

61 Comments

  1. Til að hafa þetta hér. Mín stig voru svona:

    Leikmaður ársins: Gerrard, Xabi, Yossi
    Mestu framfarir: Yossi, Xabi, Kuyt
    Bjartasta vonin: Insúa, N’Gog, ??
    Mestu vonbrigðin: Robbie fokking Keane, Babel, Chelsea á Anfield í CL
    Leikur ársins: Real Madrid, Old Trafford, 4-4 á Stamford Bridge
    Mark ársins: Aurelio gegn Chelsea, Torres gegn Blackburn, Agger gegn Blackburn.
    Kaup ársins: Riera, ?, ?

  2. Mín atkvæði féllu svona:

    Leikmaður ársins:
    1. Steven Gerrard
    2. Xabi Alonso
    3. Pepe Reina

    Mestu framfarir:
    1. Yossi Benayoun
    2. Fabio Aurelio
    3. Emiliano Insúa

    Bjartasta vonin:
    1. Emiliano Insúa
    2. David Ngog
    3. Martin Kelly

    Mestu vonbrigðin:
    1. Robbie Keane
    2. Ryan Babel
    3. Andrea Dossena

    Leikur ársins:
    1. Liverpool – Real Madrid 4-0
    2. Man.Utd – Liverpool 1-4
    3. Newcastle – Liverpool 0-5

    Mark ársins:
    1. Fernando Torres gegn Blackburn (fyrsta markið) 11. apríl
    2. Steven Gerrard gegn Middlesbrough 23. ágúst
    3. Daniel Agger gegn Blackburn 11. apríl

    Kaup ársins:
    1. Albert Riera
    2. David Ngog
    3. Andrea Dossena

  3. Þetta er nokkuð borðleggjandi finnst mér, get ekki mótmælt neinu sem þessi kosning ykkar leiðir í ljós, hefi þó viljað sjá nafn Reina þarna í 3 sæti yfir leikmann ársins, hann var stöðugt mjög góður á meðan Yossi kom sterkur eftir áramót.

  4. Kaup ársins : Riera Ngog og Dossena þetta segir manni klárleg hvað árangur síðasta sumars var hörmulegur. Eins gott að þetta verði allavega helmingi skárra. Allt menn sem myndi seint komast í hóp hjá hinum toppliðunum.

  5. Hér eru mínar tilnefningar í löngu máli:

    Leikmaður ársins = STEVEN GERRARD. Þrátt fyrir frábæran vetur hjá mönnum eins og Xabi Alonso, Dirk Kuyt, Yossi Benayoun og Pepe Reina þá kemur bara einn maður til greina. Við gleymum stundum hvað við erum heppin að hafa Gerrard.
    2. sæti = Xabi Alonso
    3. sæti = Dirk Kuyt

    Mestu framfarir = EMILIANO INSÚA. Fór úr því að vera sautján ára spurningarmerki í átján ára fastamann í liði í titilbaráttu. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann byrji næsta haust sem fyrsti valkostur í vinstri bakverðinum.
    2. sæti = Yossi Benayoun. Byggði á góðu fyrsta tímabili og blómstraði í vetur.
    3. sæti = Alvaro Arbeloa. Er hægt og bítandi orðinn lykilhlekkur í vörninni okkar.

    Bjartasta vonin = EMILIANO INSÚA, aftur. Hvað er langt síðan unglingur braut sér leið inn í byrjunarliðið hjá okkur?
    2. sæti = David N’gog. Skoraði nóg miðað við fjölda mínútna og aldur/reynsluleysi. Ætti að geta bætt fleiri mínútum og mörkum við á næsta ári, og hver veit nema hann muni vaxa smám saman upp í lykilhlutverk hjá okkur eftir nokkur ár?
    3. sæti = Lucas Leiva. Einhverra hluta vegna er um helmingur Liverpool-aðdáenda mjög á móti honum. Rafa velur hann hins vegar hiklaust í liðið sem og landsliðsþjálfari Brasilíumanna. Ég veit hvorn hópinn ég hlusta frekar á.

    Mestu vonbrigðin = RYAN BABEL, klárlega. Við bjuggumst einfaldlega við miklu, miklu meiru af honum í vetur en það sem hann sýndi og ef hann fær ekki fleiri sénsa hjá Liverpool getur hann bara sjálfum sér um kennt.
    2. sæti = Robbie fokking Keane. Þessi kaup áttu að vera enn minni áhætta en kaupin á Torres, ef það var þá hægt. Hvað gerðist eiginlega?
    3. sæti = Titlaleysi. Það er erfitt að kyngja því að vinna ekkert þrátt fyrir að hafa spilað ótrúlega flottan bolta í vetur. Mér líður eins og LeBron James.

    Leikur ársins = 1-4! 1-4! 1-4! 1-4! Feður okkar voru ekki fæddir þegar Liverpool vann síðast svona stóran sigur á Old Trafford. Við skulum því varðveita þennan leik, það gæti farið svo að við sjáum þessi úrslit ekki aftur á okkar æviskeiði.
    2. sæti = 4-0 gegn Real Madrid. Ef það var einhver í Evrópu eftir sem óttaðist okkur ekki þá breyttist það þetta kvöldið.
    3. sæti = 0-1 gegn Chelsea í deildinni. Það var kominn tími á að binda enda á þetta helvítis heimaleikjamet þeirra. Svo er bara að halda áfram okkar eigin sigurgöngu á heimavelli og hirða þetta heimaleikjamet eftir svona tvö ár!

    Mark ársins = TORRES GEGN MAN UTD á Old Trafford. Við sáum kannski flottari mörk á þessari leiktíð en það mark breytti ÖLLU. Fyrir það mark vorum við næstbesta lið Englands, lið sem þjáðist af öryggisleysi og feimni upp við mark andstæðinganna. Eftir það mark vorum við langbest spilandi lið Englands og sennilega næstbest spilandi liðið í Evrópu á eftir Barcelona og það stuð entist fram á vorið (og mun vonandi halda áfram í haust).
    2. sæti = Torres gegn Blackburn á Anfield. Svona mörk skora bara þeir bestu, það slysast enginn til að sýna svona knatttækni, áræðni og sparkvísi. Ótrúlegt mark.
    3. sæti = Gerrard gegn Marseille (fyrra markið) á útivelli. Sama og með Torres gegn Blackburn, svona ótrúleg mörk skora bara þeir bestu.

    Kaup ársins = ALBERT RIERA. Hann átti ágætis fyrsta vetur, upp og ofan á köflum en góður í heildina, en fær þessi verðlaun nánast sjálfkrafa þar sem þeir Keane, Dossena og Ngog slógu ekki beinlínis í gegn.
    2. sæti = David N’gog. Efnilegur og áræðinn framherji sem gæti ef hann heldur rétt á spilunum orðið góður valkostur á næstu árum. Hvort það gerist eða ekki er algjörlega undir honum komið og hann þarf að passa sig að lenda ekki í svipuðu öðru tímabili og Ryan Babel upplifði í vetur.
    3. sæti = Guðlaugur Victor Pálsson. Vera hans á þessum lista segir allt sem segja þarf um sumarkaupin okkar í fyrra.

  6. Sammala tessu ollu nema hefdi viljad sja Pepe reina med fleiri stig i leikmann arsins 😉 hann var traustur i allan vetur. Svo var eg ad horfa a skysports news og tar var markid hans Torres a moti blackburn valid mark arsins af ahorfendum og markvarslan hans Reina a moti Aston Villa besta markvarslan. Gaman ad sja tetta 🙂

  7. Sammála flestu í pennakosningunni. Sá leikmaður sem mér fannst fara mest fram var Dirk Kuyt, ég hafði ekki sérlega mikið dálæti á leikmanninum, en hann stóð sig vel í vetur.
    Það sem vekur mann til umhugsunar er að í öðru sæti er yfir björtustu vonina og bestu kaupin er David N’Gog. Insúa og Riera og toppa þá lista. N’Gog var ekki beint að örva blóðrásina hjá manni. Nú er þetta ekki gagnrýni á pennavalið, heldur frekar lýsandi fyrir þunnildið sem í boði var.
    Það er vonandi að við sjáum fleiri hæfileikaríka unga leikmenn á næsta tímabili og kaupin í sumar heppnist betur en fyrir ári. En engu að síður vonast maður helst til að sjá 2 klassakappa bætast í hópinn í sumar. Sókndjarfa kappa sem geta skorað mörk og leikið á mann og annan.

  8. Sé að mín fyrstu sæti hafa gengið eftir alls staðar nema í leikmanni ársins, þar sem Xabi var 0,1% framan við Gerrard í mínum huga.

    Ég reyndar er alger rati að muna mörk og valdi bara eitt, þ.e. mark Aurelio á OT, því það mark olli mér mestri gleði allra í vetur þar sem að ég sá þá að við værum að fara troða oní kok viskýnefs gamla.

    Annars var nú auðveldara núna en oft áður að velja í þessa flokka…

  9. Baros (#9) – Það kaus enginn Kuyt sem mestu framförin af því að hann var alltaf svona ótrúlega góður. 😉

    Jóhann (#11) – Ég kaus það mark. Snilldarmark og erfiðara að snúa boltann svona viðstöðulaust í fjær en menn halda. Lampard átti eitt svona frábært gegn Hull í vetur en Gerrard-markið gegn Marseille er að mínu mati flottara þar sem vinkillinn er talsvert erfiðari og færið lengra.

    Maggi (#12) – Talandi um Lampard og Gerrard, þá voru þeir að mínu mati yfirburðamenn hjá sínum liðum í vetur. Þrátt fyrir að Anelka hafi unnið gullskóinn og Xabi hafi verið frábær hjá okkur. Við erum að tala um miðjumenn sem skoruðu 20+ mörk og voru með feykimarkar stoðsendingar fyrir sín lið. Menn sem eru AÐAL í sínu liði, ár eftir ár eftir ár. Kannski eru menn orðnir svo vanir því að horfa á Gerrard og Lampard spila að þeir taka þeim sem vísum hlut í stað þess að reyna að muna að þetta eru einstakir leikmenn. Englendingar hafa ALDREI átt svona góða miðjumenn og sú staðreynd að þeir skuli báðir spila á sama tíma er ótrúleg, og um leið sorgleg fyrir enska landsliðið sem hefur ekki beint náð að nýta þessa tvo kónga.

    Sem sagt, Gerrard er alltaf minn maður tímabilsins þegar hann leikur skv. getu. Við elskum Xabi en það má ekki láta það hafa áhrif á dómgreindina. Fyrir mér get ég ekki skilið hvernig hann fær atkvæði fram yfir Gerrard í vetur. Gerrard hefði átt að vinna þetta með fullu húsi stiga.

  10. Þú meinar meistari Kristján!

    Það getur vel verið að maður sé orðinn blindur á meistara Gerrard, en mér fannst formið á Xabi vera svo mikinn lykil að okkar velgengni, tel t.d. alls enga tilviljun vera hversu mörg rauð spjöld voru dæmd fyrir brot á honum og þegar hann var á miðjunni flæddi allt svo miklu betur.

    Þess vegna “shade-aði” hann þetta val mitt, en ef mátt hefði velja 2 einstaklinga í 1.sæti hefði ég sett þá þar saman!

  11. Finnst svona listar skemmtilegir, hér kemur því mitt innlegg:

    Leikmaður ársins: Gerrard
    Mestu framfarir: Kuyt (var búinn að afskrifa hann nánast, núna vill maður halda honum í starting XI á næsta seasoni)
    Bjartasta vonin: Insúa
    Mestu vonbrigðin: Meiðslin hjá Torres, var að vonast eftir 30 marka tímabili
    Leikur ársins: 1-4 á Old Toilet
    Mark ársins: Dossena gegn Man Utd, bætir upp gömul sár sem voru lengi að gróa þegar Forlan (sem var lélegur í den) setti tvö í sigurleik gegn okkur
    Kaup ársins: Sammy Lee

    Annars gaman að sjá hvað menn hafa misjafnar skoðanir þegar tímabil eru gerð upp.

  12. Magnús Ólafsson. Einkun = 0

    Annars er ég sammála flestu sem þarna kemur fram, nema þá mark ársins – fannst mark Yossi Benayoun gegn Fulham best, sérstaklega í ljósi aðstæðna…

  13. Ég er sammála eiginlega öllu herna en er mest sammála mark ársins dossena á shit trafford gleymi aldrei svipnum á scum utd aðáendunm sem horfðu á leikinn með mér þegar þetta mark kom verst er hvað það var fámennt á shit trafford þegar þetta mark var skorað það sáu það ekki margir á vellinum bara fyrir þetta mark finnst mer að dossena á ekki að vera seldur Það er eitthvað í honum og ég held að hann geti orðið mjög góður næstu leiktíð munið þessi orð min

  14. það má minnast á Benitez sem framför , Nemeth sem björtustu vonina og
    mestu vonbrigðin eru hvað Torres og Gerrard spiluðu lítið saman

  15. Mér finnst standa uppúr á tímabilinu að 200 manns frá aðdáendaklúbbi ManUre á Íslandi hafi verið á OT í 1-4 leiknum.

  16. Já ef það er verið að tala um framfarir hjá Benitez að þá eru nátturlega gríðarlega framfarir hjá honum að láta af þessar þrjósku sinni með róteringar og að spila Gerrard loksins í hans uppáhaldsstöðu. Eitthvað sem allir voru búnir að tala um í 3-4 ár en Benitez þrjóskaðist endalaust við. Spurning hvar liðið stæði í dag ef hann hefði látið af þessari þrjósku sinni fyrir 3 árum síðan.

  17. Jæja, nú held ég að það sé kominn tími til að þeir kanabræður selji klúbbinn..

  18. kobbih, segðu mér eitt. Hversu margir á síðustu 3-4 árum hafa verið að kalla eftir að Stevie yrði færður í stöðu afturliggjandi framherja? Það fór algjörlega framhjá mér allavega og tel ég mig nú mikið fylgjast með öllu tengdu Liverpool FC. Rafa spilaði Stevie eitt ár á kantinum, annars hefur hann verið að spila á miðjunni, sem btw flestir hafa verið að hrópa eftir. Í mínum huga er þetta tómt þvaður og það var í raun Rafa sem fann hans bestu stöðu og mér finnst kjánalegt að þykjast núna hafa verið að öskra eftir því síðustu 3-4 árin og tala um þrjóskuna í Rafa varðandi þetta. Stevie átti nú heldur ekki neitt slor tímabil þegar hann var settur á kantinn.

    Guðmundur, heldur þú að Liverpool muni ekki spila í deildinni á næsta tímabili? Voðalegt drama er þetta, jú þetta lítur illa út fyrir eigendurna og félagið sem á Liverpool, en Liverpool FC skilaði engu að síður hagnaði núna síðast, og það umtalsverðum.

  19. Liverpool mun ekki selja helstu stórstjörnur til þess að borga skuldir eigendanna. Mun líklegra er að nýir eigendur taki yfir. Hins vegar má reikna með að menn blási þetta upp í fjölmiðlum næstu daga.

  20. Kæru félagar!
    Þakka ykkur fyrir frábæran vetur, sem jú var ansi sterk vonbrigði svona þegar litið er til titlaleysis … EN – ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn bjartsýnn á gott gengi á komandi keppnistímabili eins og núna. Vonum að sú bjartsýni breytist ekki.

    Partur af gleðinni við veturinn var auðvitað að koma hingað á kop.is og lesa pistlana ykkar. Þið eruð bara allir magnaðir og mér þykir afar vænt um þetta blogg. Ég er auðvitað sammála niðurstöðum ykkar með uppgjörið og maður tímabilsins var hiklaust Gerrard, en Alonso var ekki langt undan. Með heilum Torres í heilt seaso og góðum viðbótum, þá getur næsti vetur ekki orðið annað en …. framför?

    Nú er sumarið og silly season … margt hefur gengið á og mun ganga á, en árið 2009 mun alltaf verða minnst sem árs persónulegrar gleði hjá mér, þar sem ég og unnusta mín eignuðumst dóttur í apríl (mitt fyrsta, hennar þriðja) og skírðum hana og giftum okkur í leiðinni 31. maí sl. — Gæti lífið verið betra?? 🙂

    Kærar kveðjur til ykkar sveinar, og ég hlakka til að koma hingað alltaf ávallt always …. þið eruð flottastir! Áfram Liverpool!

  21. Næsta tímabil verður hreint út sagt …. svona fullorðins 😀

    Hjartanlega til hamingju með dótturina 🙂 kæri Doddi

    Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

  22. Til hamingju Doddi með fyrsta barn og giftinguna :p

    en……

    • Gæti lífið verið betra??

    Já, með titlinum

    Annars vona ég innilega að A – Liverpool mæti til leiks í EPL á næstu leiktíð og B þurfi ekki að selja til að laga skuldastöðu.
    og C – að við losnum við þessa blessuðu kana.

  23. “Manchester City vill fá Xabi Alonso frá Liverpool en forráðamenn félagsins sjá hann fyrir sér á miðjunni með Gareth Barry. ”
    Úr slúðurpakkanum á fótbolta.net Alonso er búinn að vera það góður í ár, að við fáum aldrei meiri pening fyrir hann, það er ef Rafa ætlar að selja hann í framtíðini. Vona bara ekki að hann geri það.

  24. Mér finnst menn tala heldur illa um Robbie Keane. Meðferðin á honum er leiðinlegur blettur á tímabilinu og félaginu til skammar sem og bullið í hr Benitez þegar hann reyndi að taka Ferguson á sálfræðinni sem varð að verulega neyðarlegri uppákomu. Er sammála Sigursteini með Gerard fannst hann frábær tímabilið sem hann var á hægri kantinum og vildi gjarnan sjá hann oftar þar. Engin kaup stóðu upp úr og vonandi reynast kaup sumarsins betri fyrir okkur. Maður bíður með krosslagða fingur

  25. Þórhallur, djöfull er ég ánægður að hausahristarinn í fýlupúkinn Keane fór strax. Einnig hlýtur einn af hátindum tímabilsins að vera þegar Benitez sagði það sem segja þurfti um yfirgang og vanvirðingu Ferguson almennt.

  26. Þráðrán.
    Veit ekki hversu traustur miðill Liverpool Echo er en þetta kom fram í grein sem var birt í dag hjá þeim

    But the current state of the finances should not impact on manager Rafa Benitez’s transfer kitty, as the Americans are said to recognise the club must remain a success on the field if they are make money from the club in future.

    Hérna er slóðin fyrir þá sem vilja
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-news/local-news/2009/06/05/359m-reds-in-the-red-liverpool-fc-latest-100252-23797887/2/

  27. Reynir ertu hissa þó Keane hafi verið hálf fýldur ? Var alveg sammála því sem Benitez sagði um Ferguson hann sagði það bara svo klaufalega m.a með því að lesa það af blaði hversu hallærislegt er það ? Þetta hafði klárlega ekki góð áhrif á leik liðsins því að í hönd fór skelfilegur leikkafli hjá okkur sem kostuðu okkur titilinn

  28. Já ég var mjög hissa á Keane. Leiðindar viðhorf og framkoma, ekki mikill atvinnumaður eftir því.
    Blaðið undirstrikaði bara magnið af skít sem Benitez hafði á manninn og kórónaði hve lengi þessi hallærislegi hræsnari hefur verið við sína iðju án verulegra afleiðinga.

  29. Besti leikmaðurinn i ár án vafa Steven Gerrard Alonso í öðru og Benni jón í 3
    mestu framfarir miðað við síðustu ár Alonso, og benayoun þar á eftir.
    kaup ársins – Riera 7millu maðurinn sem var eina góða við síðasta transfer gluggan, Grátlegt að eyða 46 millum og vitandi það að ein kaup voru góð :S klárlega vorum við með mestu floppinn í þeim glugga síðasta árið.

    mestu flopp klárlega það að liverpool var komið með hóp sem gat veit bestu liðunum mikla mótspyrnu þarf kannski að lenda í því eins og Arsenal í fyrra selja 2-3 virkilega góða leikmenn og sætta sig við 3-5 sætið á næstu leiktíð.

    Fynnst grátlegt að þurfa að sætta mig við þetta en ég geri ekki vonir um að fá Silva – Ribery – einhver leikmann á svipuðum klasa og Torres – Gerrard, við höfum hreinlega ekki efni á svoleiðis stjörnum með Kananna við völd :S

    Grátlegt að lesa netslúðrið núna Inter – Juve – Milan – Barce – Real – öll að leita af gæðaleikmönnum. Jafnvel Bayern mun er að styrkja sig helling. en við ekki í neinu kapphlaupi heldur erum við hinum megin við borðið við þessi lið, kannski mun liverpool koma á óvart í sumar en ég er ekki að fara sætta mig við einhverjar 20 ára wannabe star.

  30. Einsog ég hef oft bent á, þá er magn slúðurs oft ekki í neinu samhengi við leikmannakaup.

    Þannig að þótt það spyrjist lítið út af slúðri um Liverpool, þá er það ekkert merki um að lítið verði um kaup í sumar. Það að Inter, Juve, Milan og fleiri lið séu á fullu í slúðurdálkunum segir okkur lítið.

  31. Það má ekki gleyma því heldur að tíðarandinn t.d. á Spáni er allt annar en í Englandi. Hafið þið eitthvað heyrt hjá United annað en að þeir séu í viðræðum við Tévez? Hafið þið heyrt eitthvað, EITTHVAÐ, um Arsenal? Af hverju er það þá merki um yfirvofandi heimsendi að lítið heyrist úr okkar herbúðum?

    Ef eitthvað er myndi ég hafa frekari áhyggjur af því að við misstum Barry framhjá okkur án þess að berjast af alvöru um hann og virðumst ætla að gera það sama við Glen Johnson (Chelsea hafa boðið 17m punda skv. fréttum og við getum ekki matchað það) og David Silva (ku vera í viðræðum við Real Madrid án þess að við gerum alvöru úr okkar áhuga). Þar með eru að ég held örugglega þrjú aðal skotmörk Rafa fyrir sumarið (ef marka má áreiðanlegar heimildir eins og Guillem Balague og Tony Barrett) að ganga okkur úr greipum án mikillar baráttu frá okkar mönnum.

    Fyrir mér þýðir þetta annað af tvennu; við erum í fjárhagskröggum og Rafa hefur ekki eins stóra buddu og við héldum í vetur og þarf fyrir vikið að sætta sig við ódýrari valkosti (hef séð t.d. Tuncay og Sylvain Distin nefnda) eða þá að Rafa hefur ákveðið að reyna frekar við aðra en þessa þrjá. Ég tel meiri líkur á að fyrri kosturinn sé réttur.

    Það er allavega eitt ljóst; þeir sem óttast að við munum selja Alonso og/eða Mascherano til Spánar í sumar og ekki fá neina leikmenn inn – s.s. bókstaflega veikja liðið í stað þess að styrkja það í sumar – geta sleppt þeim áhyggjum núna. Fari svo að við kaupum enga leikmenn fyrr en Alonso/Mascherano verða seldir þá er alveg pottþétt að féð frá þeim sölum myndi fara í að kaupa staðgengla fyrir þá eða jafnvel 2-3 ódýrari leikmenn fyrir það fé sem fengist fyrir einn Alonso, til dæmis.

    Bíðum bara róleg. Leyfum Chelsea, Milan og Real Madrid að væla, leyfum Man City að veifa seðlum í blaðamenn. Flestir leikmenn eru að spila með landsliðum sínum þessa stundina (þ.m.t. Babel sem situr á bekknum á Laugardalsvellinum í þessum töluðum og gæti verið á förum frá Liverpool (sem þýðir pening til leikmannakaupa fyrir þá sölu)) og línurnar ættu að skýrast upp úr miðjum júnímánuði þegar þeim landsleikjum er lokið og við verðum vonandi búnir að fá botn í Alonso-málið.

  32. Takk Þórhallur, get ekki látið svona öfugsnúnar skoðanir standa óáreittar. Þó ég hafi reynt.

  33. Þetta eru ekki öfugsnúnar skoðanir heldur blákaldur veruleikinn

  34. Get a room you two 🙂

    Skemmtilegast slúðrið í dag er á efa það að Liverpool sé að kaupa Peter Crouch aftur á aðeins 4 m punda 🙂

    Gaman að þessu.

  35. og í öðru slúðri dagsins segir að liverpool hafi efni á að keppa við öll liðinn í eyðslu nema Chelsea. Gott að vita að séum að fara eyða kannski svipað og Man City 😉

    En miðað við hvernig síðustu leikmannakaup okkar síðustu árinn þá á ég von á einu stórum kaupum sem koma flatt upp á okkur – Torres – Keane sem engin vissi af fyrr en þau voru afstaðin og svo ein lítil kaup kannski Crouch.

    En mikið rosalega er gaman að silly tímabilið sé byrjað okkar ástsæli vinstri bakvörður Rise er bara orðaður við Barcelona . Owen með nokkra valmöguleika , hef trú að þetta verði stærasta leikmannamarkaður í sögunni og mun ekki endurtaka sig fyrr en næsta alheimsgóðæri á sér stað.

    Spurning hvernig Setanta fer út úr þessu eru þegar farnir að skulda mikið og byrjaðir að safna skuldahala á eftir sér :S

  36. Held að Liverpool gæti gert margt verra en að fá Ruud van Nistelrooy sem backup striker fyrir Torres. Þó svo að hann hafi verið meiddur er hann ekkert meiri meiðslahrúga en Owen. Fæst á 2 milljónir samkvæmt slúðri. Spurning hvort hann vilji koma, hvort hann sé með eitthvað sterkt United hjarta. Er ekki viss um það.

  37. Já Hjalti Þór, Liverpool gæti gert margt verra en þetta.. t.d fengið Saddam Hussein sem framherja…. öööö.. R.Nistelroy… eee…Nei takk.

    Insjallah…Carl Berg

  38. Nei, ekki eins og hann sé ódýr og hafi sannað að hann kann að skora eða neitt… 🙂

    Hann spilaði bara 10 leiki með Real Madrid á síðasta tímabili en skoraði 7 mörk (skoraði fimm mörk í níu leikjum með landsliðinu líka). Kominn á efri ár og sættir sig við bekkinn að mestu. Að mínu mati, fín lausn á vandamáli sem ég er ekki viss um að Rafa eyði mörgum milljónum í að leysa…

  39. Ég sé hvert þú ert að fara, Hjalti Þór, og ég spáði einmitt í þessu fyrr í dag. Mikið af staðreyndum sem passa mjög vel fyrir Liverpool, en bara það að hann hefur verið aðal strikerinn hjá United, segir alveg slatta.. Ég hef enga skoðun á því, hvort það væru góð eða slæm kaup. Ef Rafa vill fá Ruud, þá er það gott og blessað, og ef ekki, þá vona ég bara að það sé einhver betri lausn.

  40. Ég væri mjög mikið til í að sjá RVN á Anfield…í þeim eina tilgangi að verða niðurlægður af leikmönnum Liverpool. Góður markaskorari vissulega, en skoðun mín á manninum verður alltaf að hann er fyrrum leikmaður fátæka liðsins í Manchester og vil ég ekki sjá þennan mann í Liverpool treyju.

  41. Sé marga pæla í Lavezzi, og flestir vilja að við kaupum hann. Ég veit ekki hvað á að gera, vegna þess að ég þekki hann ekki sem leikmann, en miðað við nokkur youtube video líst mér vel a hann. Benítez gerir það rétta. Eins og altaf 😛

  42. Fljótur = hættulegur.. Það sagði Beckham allavega um Theo Walcott. Ég væri alveg sáttur við að fá Lavezzi.

  43. Það er nú ekkert samasem merki á milli hraða og að vera hættulegur leikmaður …. þó það hjálpi vissulega til. Ég tel boltameðferð og útsjónasemi betri kosti – tala nú ekki um ef þið sameinið þessa kosti í einum leikmanni…

    Henry/Messi/Ronaldo = hraði, boltameðferð, útsjónarsemi
    Cisse = hraði og…… já, hraði. Móttakan og fyrsta snerting stundum eins og að gefa á steinvegg.

    Hvað sem því líður …. þá er lítið annað að gerast eins og er, eins og við var búist kanski – landsleikir taka allar fyrirsagnirnar þessa daganna

    Eða jú ….. Real Madrid að kaupa einhvern brasilíumann, heitir kiki eða kaka eða eh þannig 😉

  44. Jæja Kaka farin til milan fyrir 56 milljónir punda eða 11,5 milljarða íslenskar krónur. Ronaldo er líklega líka á leiðinni fyrir kannski meiri pening hva fynnst mönnum um þessar fjárhæðir? ég persónulega held að þetta muni vera síðasta ofurkaup og sala tímabil í langan tíma trúi því ekki að Real Madrid geti eytt 20-30 milljörðum í 2-3 leikmenn. þetta fynnst mér eyðileggja íþróttinna ansi mikið.

Barry seldur frá Villa!

Fótbolta pub quiz