Liðið gegn Newcastle

Bara tvennt sem telst vera merkilegt í byrjunarliði dagsins……Gerrard kemur aftur inn í liðið…….og Torres fer úr því!!!! Djöfull.

Að auki kemur Agger inn í liðið á kostnað Skrtel enda strákurinn afskaplega duglegur að skrifa nafnið sitt í gær.

Reina

Arbeloa – Agger – Carragher – Aurelio

Alonso – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Riera

Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Skrtel, Ngog, Dossena, Babel, Lucas, El Zhar

28 Comments

  1. Þetta er búið ef Kuyt á að vera einn upp á topp. Hefur aldrei reynst vel, hefur engan veginn hraðann til að vera einn uppi, vildi frekar sjá Babel fá séns einn uppi á topp.

  2. Jæja þá er það staðfest að Torres nær ekki leiknum og vonandi að Gerrard og Kuyt klári þetta.

  3. Hvar er Torres?!?!?!
    En hvað um það, þetta lið á klárlega geta klárað þennan leik. Ég hef samt góða tilfinningu fyrir þessum leik og ætla að leyfa mér að spá því að við skorum 4 mörk enn og aftur, svo mín spá er 4-1. Gerrard 2, Benayoun 1 og svo fagnar Agger nýjum samningi með fallegu marki.

  4. FERNANDO TORRES is out of Liverpool’s must-win clash with Newcastle today.

    The Spanish star is suffering from a hamstring problem which has plagued him all season.

    While it is not bad enough to threaten the remainder of the striker’s season, Rafa Benitez has decided not to risk Torres

  5. Massinn í #1: Ég vill minna þig á það að Torres var líka meiddur í leiknum á St. James’s Park. Hann endaði 5-1 fyrir Liverpool. Dirk Kuyt var einn upp á topp.

    Mér lýst virkilega vel á þetta. Var svolítið hræddur um það að menn myndu sína værukærð og vonleysi í ljósi þess að titilbaráttan er á brattan að sækja, en ekki lengur. Í fjarveru Torres, vita leikmenn að þeir þurfa að skila sínu og leggja allt í þetta til að ná sigri. Og það munu þeir gera. Newcastle með skelfilega vörn. Liverpool mun hugsanlega spila með einhverskonae afbrigði af 4-6-0 sem mun henta Newcastle einstaklega illa. Þar sem Kuyt, Benni, Riera og Gerrard munu skiptast á að hlaupa á vörnina ellegar allir í einu. (Það væri nú reyndar skemmtilegt líka að sjá Gerrard upp á topp.)

    Slátrun. 7-0 fyrir Liverpool. Benni 2, Gerrard 1(leggur upp 3), Kuyt 1, N’Gog 1, El Zhar 1, Mascherano 1.

  6. Er leikur gegn newcastle semsagt búinn af því að Dirk Kuyt er frammi?

    Slæmt er það. Leiðinlegt að heyra með Torres, en við eigum samt að klára þetat auðveldlega. Hann var hvergi nærri þegar við tókum þá 5-1 á útivelli.

  7. Hvað er Riera að gera þarna á vellinum?
    Hann er búinn að missa boltann hvað eftir annað og hefur varla átt almennilega sendingu.

  8. Já Riera búinn að detta tvisvar og koma með nokkrar slæmar sendingar. Hann er í nýjum hvítum flottum skóm. Þeir eru að tala um að drengurinn ætti bara að skila þessum lörfum til baka.

    ps. 2-0, ekki slæm byrjun. Mín spá 5-1

  9. Ein stoðsending og eitt mark…..
    Stundum borgar sig að spara yfirlýsingar:)

  10. Frábær fyrri hálfleikur.Ekkert hægt að biðja um meira, nema kannski fleiri mörk. Það er frábært að sjá Agger þarna sem þriðja playmakerinn, og skotið hans var frábært.

  11. Það er alveg rétt sem sagt var hér um daginn: miðlungsmarkmenn eiga alltaf stórleik á Anfield.

  12. Hálfleikur. Fyrsta korterið slakt, enginn taktur í leiknum en einstefna eftir það. Ætti að vera 4-0. Snilldarskot hjá Agger og Alonso áttu að fara inn!

    Vel gert. Vona að liðið haldi sama dampi. Þá opnast allt þar sem Newcastle þarf auðvitað að reyna að sækja…

  13. Fyrir þá sem hafa gaman af því að rakka Kuyt niður þá er skemmtilegt að benda á það að hann hefur nú skorað 11 mörk í deildinni og lagt upp 7. Hann er einfaldlega einn af okkar allra mikilvægustu mönnum.

    Í fyrri hálfleik hefur hann verið út um allan völl og átt stórleik.

  14. Joey Barton í klúbbinn “Ég fékk rautt fyrir að brjóta á Xabi Alonso”.

  15. Hvað í andskotanum er Barton að gera!? Leikurinn tapaður og hann tekur tveggja fóta á okkar besta mann úti í horni, þvílíkur asni.

  16. Hvers á greyið Alonso að gjalda? Er þetta ekki í fjórða skipti í vetur sem andstæðingur fær rautt fyrir brot á honum? Það hreinlega hlaut að koma að því að einhver þeirra meiddi hann með tæklingunni, maður verður bara að vona að þetta sé ekki alvarlegt.

  17. Fucking Barton!!! Mannfj….Vona að hann fái langt bann fyrir þetta ljóta brot…Þetta er ástæðan fyrir því að þessi maður á að vera í fangelsi en ekki á fótboltavellinum.

  18. Jæja, þá eru þeir orðnir 6 sem hafa fengið rautt fyrir viðskipti sín við Alonso, allir á þessu tímabili. Vidic, Cahill, Zabaleta, Valencia, Lampard og Barton. 😛

  19. Djöfull er ég feginn að þurfa að troða þessu ofan í mig það sem ég sagði áðan. 🙂

Agger búinn að skrifa undir.

Liverpool – Newcastle 3-0