Ryan Giggs leikmaður ársins 2008/9 í Englandi

Þetta er djók. Algjört djók. Að mínu mati eru þessi verðlaun, með útnefningunni í ár, orðin lítið annað en vinsældarkosning.

Ryan Giggs hefur sem sagt verið kosinn leikmaður ársins í Englandi, þrátt fyrir að einnig hafi verið tilnefndir fjórir aðrir leikmenn Man Utd sem áttu nafnbótina frekar skilið heldur en hann og eins fyrirliði okkar, Steven Gerrard, sem átti þetta einnig frekar skilið. Að mínu mati mætti svo bæta við leikmönnum eins og Nicolas Anelka, Frank Lampard, Gareth Barry, Ashley Young, Phil Jagielka og Stephen Ireland, sem hefðu allir átt þetta frekar skilið en Giggs. Nú eða Michael Carrick, sem hefur verið besti maður Utd í vetur en var samt ekki tilnefndur.

Ekki misskilja mig, þetta tengist hatri okkar Púllara á Man Utd ekki neitt. Ef Vidic eða Ronaldo hefðu unnið þetta hefði ég lítið sagt en að velja mann sem hefur spilað 24 af 33 deildarleikjum United, þar af 12 sem varamaður og 12 sem byrjunarmaður, og hefur aðeins skorað eitt mark, er brandari. Þetta eru lítið annað en heiðursverðlaun fyrir ferilinn sem Giggs hefur átt. Þessi leikmaður hefur verið frábær síðustu tuttugu árin og einn fárra United-manna sem ég hef alltaf dáðst af í laumi, en hann átti þetta ekki skilið í ár.

Ashley Young var verðskuldað valinn ungi leikmaður ársins. Lið ársins er svo sem hér segir:

Van Der Sar

G. Johnson – R. Ferdinand – N. Vidic – P. Evra

A. Young – S. Gerrard – R. Giggs – C. Ronaldo

N. Anelka – F. Torres

Mætti fjarlægja Evra fyrir Ashley Cole, Rio “símeidda” Ferdinand fyrir Jagielka og Giggs fyrir Lampard þarna að mínu mati. Það er samt ekkert nýtt að United-menn fái óverðskuldaðan heiður … 😉

37 Comments

  1. Þetta er samt kosið af leikmönnum og klárlega um heiðursverðlaun að ræða. Ef leikmenn vilja heiðra Giggs svona þá bara so be it segi ég. Við vitum að Gerrard er bestur það er nóg.

  2. Mín skoðun er sú að það ættu að vera gefin sérstök heiðursverðlaun til að heiðra svona menn sem hafa haldið tryggð við sitt félag allan sinn feril og náð svona ótrúlegum árangri.

    Það á því að halda verðlaununum “leikmaður ársins” sem slíkum.

  3. En er þetta ekki kosið í desember eða eitthvað?
    Fram að kosningu hafði Giggs held ég verið besti maður deildarinnar.

  4. Bragi, hvernig færðu það út að hann hafi verið besti maður deildarinnar í desember? Þá voru United í Tókýó að spila um HM félagsliða á meðan Liverpool voru efstir og heitastir í deildinni. Fram að því þegar Liverpool fóru á toppinn höfðu Chelsea verið langbesta lið deildarinnar svona fyrstu þrjá mánuðina. Ef ég hefði kosið í desember hefði Nicolas Anelka verið öruggur sigurvegari.

    Það að tilnefningarnar og/eða kosningin hafi farið fram snemma á tímabilinu útskýrir þetta ekki. Ef eitthvað er gerir það manni ennþá erfiðara fyrir að skilja hvers vegna Anelka og Ashley Young voru ekki meðal sex tilnefninga í ár.

  5. Drengir drengir, ég verð greinilega að upplýsa ykkur úr því þið virðist ekki vita það þó þið ættuð nú að vera búnir að taka eftir því. Enska úrvalsdeildin er komin með nýjan styrktaraðila og heitir ekki lengur Barclays Premier league. Nýja nafnið mun vera Man.Utd Premier league!

    Í fréttatilkynningu frá deildinni segir að þeir fagni þessum nýja styrktaraðila mikið enda átt mjög gott samstarf við hann um árabil á sviði dómaramála 🙂

  6. Magnað að velja mann sem hefur verið 12 sinnum í byrjunarliðinu á tímabilinu!!! Heiðursverðlaun dauðans

  7. Þessi kosning er alveg stórfurðuleg, ég veit að leikmennirnir velja þetta sjálfir en come on.

    Þettu eru augljóslega heiðursverðlaun og mér finnst asnalegt að þessi kosning sé svona snemma. Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru færir um margt, en að sjá fram í tímann, að lokum tímabils held ég að sé ekki einn af þeim hlutum.

    Ef leikmenn úrvalsdeildarinnar vilja heiðra Giggs með bikar, ættu þeir að geta búið hann til sjálfir, ekki vantar þá peningana í það.

    GK: Sú staðreynd að VDS hélt hreinu svona oft hafði miklu meira að segja með mennina 4 sem voru fyrir framan hann að segja, en hann sjálfan. Given eða Schwarzer verið miklu miklu betri á tímabilinu. Schwarzer algjör lykilmaður í Fulham og ég þori að fullyrða að hann er ástæða þess að liðið er svona ofarlega. Given hefur síðan fengið á sig 5 mörk í leik og samt endað sem maður leiksins og eftir að hann fór frá Newcastle hafa þeir fallið niður töfluna á met tíma.

    Vörnin: Miðverðirnir eiga þetta skilið, þrátt fyrir að Ferdinand hafi spilað oftar og betur á fyrri tímabilum á hann þetta því miður skilið og með Vidic þarf ekkert að segja. Ég hef ekki séð nógu mikið af Glen Johnson til að dæma um það, en að undanskildum 2-3 leikjum hefur Arbeloa verið einn stöðugasti og besti leikmaður Liverpool, en eins og ég segi hef ég ekki séð nóg af G. Johnson til að geta myndað mér skoðun um það. Evra finnst mér ekki eiga þetta skilið, hef séð hann í einhverjum 6-7 leikjum í 2 þeirra var hann rassskelltur af Aaron Lennon og hann gat ekki einu sinni stoppað Dirk Kuyt, sem margir stuðningsmenn annara liða (og okkar eigin líka) vilja meina að sé lélegasti leikmaður sem nokkuð tímann hefur sparkað í bolta.
    En ætli hann sé ekki minnst slappur af þeim sem voru í boði.

    Miðjan: Young og Ronaldo eiga þetta vissulega skilið, sem og Gerrard en ég ætla ekki einu sinni að byrja á því að telja upp vonbrigði mín á dómgreind manna sem velja Giggs fram yfir Alonso, Carrick og Lampard.

    Sóknin: Le Sulk á þetta líklega skilið miðað við hvernig hann byrjaði, þrátt fyrir að hann sé ekkert að undirstrika það síðustu vikurnar. Torres hefur síðan spilað frábærlega, þá fáu leiki sem hann hefur spilað (hefur samt spilað 291 mínútum meira en Giggs nota bene) og fær hann mitt atkvæði, samt menn eins og Rooney og aðrir sem ættu alveg skilið að vera þarna.

    Bara mín 2 cent.

  8. Kristján Atli, ég varpaði þessu bara svona fram sem hugmynd. Það var eitthvað tímabil þarna þar sem Giggs var alveg helvíti magnaður allavega, minnir það hafi verið í kringum tímann þegar hann skoraði sigurmarkið á móti West Ham. Það var líklega eftir jól hins vegar.
    Mér finnst þetta alveg stórfurðulegt val og dálítið skemma þessi verðlaun sem ættu að vera einhver þau eftirsóttustu fyrir leikmenn deildarinnar.
    En hefur einhver skýringu á því hvers vegna þetta er ekki valið í lok leiktíðarinnar?

  9. Bara svo það sé ALVEG 100% á hreinu: Þessi 6 nöfn voru EKKI útnefningar einhverra huldumanna, sem síðan er kosið á milli, heldur einfaldlega sex efstu menn í kjörinu. Ef þið ætlið að halda því fram að þetta sé eitthvað United samsæri, well, þá eruð þið að tryggja ykkur titilinn Tapsárasta Lið Allra Tíma.
    Svo var í kvöld tilkynnt hver af þeim var efstur.
    Auðvitað er þetta heiðurskosning, það hefur bara enginn skarað framúr, bæði lið og leikmenn hafa fokkað upp hlutum til skiptis. Ef einhver ætti að vera sár þá er það Vidic.
    Afsökunin fyrir tímasetningunni er víst til að þetta skarist ekki á við Leikmann ársins hjá fótboltafréttamönnum, hefur verið snemma svo lengi sem ég man eftir (oft mun fyrr tilkynnt).

  10. Frank Lampard ekki einu sinni í liði ársins. Þrátt fyrir að ég sé lítið hrifinn af Chelsea er ekki hægt að neita því að Lampard hefur verið geggjaður í ár, a.m.k. mun betri en Giggs…. Hann hefur verið svipaður mikilvægur fyrir Chelsea og Gerrard hefur verið fyrir okkur.

    En eins og menn hafa sagt, þetta er greinilega heiðurskosning hja Giggs. Svo sem ekkert að því en þá ætti kannski að breyta nafninu á þessum verðlaunum.

  11. Þetta er skandall.

    Mér er alveg sama hver valdi, hvort það hafi verið leikmenn, dómarar eða samtök jólasveina á Bretlandi. Það að velja Ryan Giggs sem leikmann ársins fyrir þetta tímabil er hreinasta fokking vitleysa. Algjört kjaftæði.

    Ef einhver ætti að vera sár þá er það Vidic

    Sá sami og var niðurlægður tvisvar í leikjum gegn Liverpool?

    Það hafa tveir menn gilda ástæðu til að vera verulega fúlir og það eru Frank Lampard og Steven Gerrard.

  12. Og já, ég trúi því ekki að ég sé að hrósa Frank Lampard, sem ég gjörsamlega þoli ekki. En að hann sé ekki í liði ársins er fullkomlega fáránlegt.

  13. Að Ryan Giggs sé leikmaður ársins er bara ekki rétt, sama í hvaða mánuði eða á hvaða plánetu þetta var valið.

    Nema það sé auðvitað verið að velja eitthvað annað en “besti-knattspyrnumaður-ársins-leikmaður ársins”, sem ég er farinn að hallast að. En fyrst að þessi kosning er svona mikið djók þá hlýtur það að taka glansinn aðeins af fyrir Giggs líka, meira að segja hann hlýtur að sjá að hann er ekki besti leikmaður þessa tímabils, langt því frá!

  14. Alan Hansen, fyrrum fyrirliði Liverpool og lýsandi á BBC skrifaði fyrir 2 mánuðum að Giggs væri sitt val á leikmanni ársins. [ http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/7892375.stm ]

    Þetta er á sama tíma og verið er að velja í þessu kjöri svo lýsendur og leikmenn deildarinnar vita greinilega ekkert um íþróttina skv. lesendum þessarar síðu.

    Held að það ætti frekar að einbeita sér að því að gagnrýna hvernig staðið er að þessu vali, og hversu fáránlegt er að velja mann deildarinnar áður en það er vitað hvaða lið mun standa uppi sem sigurvegari eftir 3 vikur, og með 5 leiki eftir. Það hlýtur að hafa áhrif á þetta. Þeir bestu geyma bestu leikina sína þangað til síðast þegar það skiptir máli, leiki sem algerlega verða að vinnast. (T.d hægt að nefna Alonso í þessu sambandi að mínu mati).

    Einar Örn: Ef leikmaður er niðurlægður 2var í einum leik á heilu tímabil, er hann þá úti sem val á knattspyrnumanni ársins, er það föst regla?

  15. Einar Örn: Ef leikmaður er niðurlægður 2var í einum leik á heilu tímabil, er hann þá úti sem val á knattspyrnumanni ársins, er það föst regla?

    Nei nei, þetta var bara skot á United manninn. 🙂

    Held að það ætti frekar að einbeita sér að því að gagnrýna hvernig staðið er að þessu vali, og hversu fáránlegt er að velja mann deildarinnar áður en það er vitað hvaða lið mun standa uppi sem sigurvegari eftir 3 vikur, og með 5 leiki eftir

    Í færslunni þar sem fjallað var um tilnefningarnar var rætt ítarlega um þetta. Þetta val sannar það bara enn einu sinni hvað þetta er fáránlegt. Ég man að á ákveðnum tíma á tímabilinu þá var Giggs að spila vel og í fjölmiðlum kom fulltaf greinum þar sem hann var dásamaður. Það hefur eflaust verið á svipuðum tíma og þetta val fór fram.

  16. Það er líka svolítið furðulegt að samkvæmt Actim þá er vidic í 13 sæti, ferdinand í 30 sæti og svo kemur O´Shea í 84 sæti. þetta eru þeir varnamenn united sem eru inn á top 100 hjá Actim. Btw þá er Carragold í 8 sæti. Hann var ekki tilnefndur en aftur á móti evra sem hvergi sést á þessum lista.

    Ég hef líka átt þessar samræður við united menn sem eru því alveg sammála að giggs átti þetta sennilega síst skilið. Og ef þið settuð ykkur íhans spor þá hlýtur honum að líða hálf kjánalega að taka við þessum verðlaunum eftir þessar örfáu mínotur sem hann hefur spilað. Allt eins hægt að gefa McManaman þessi verðlaun núna, hann stóð sig jú vel á meðan hann spilaði.

  17. ryan giggs hann á ekki að vera valin bestur hann er nú ekkert búin að geta á þessu tímabili sem maður er búinn að sjá til hans þetta er hreint BULLL og van der sar er arna bara þvi hann er buinn að slá einhver met i þessari deild reina er buinn að vera miklu betri i þessari deild og lika given þeir eru bunir að vera bestir markmenn i deildini . en maður er auðvitað sáttur að hafa steven gerrard go fernando torres en manni finnst að liverpool eigi að hafa fleiri eins og alonso hann er buinn að vera einn besti maður okkar i deildini.

  18. Björn Friðgeir, þetta snýst ekkert um að vera tapsár og það talaði enginn um United-samsæri. Það er bara fáránlegt að velja mann sem kemst ekki í byrjunarlið toppliðs deildarinnar sem besta mann deildarinnar. Eða, eins og Kiddi (#18) bendir á, mann sem er ekki meðal hundrað bestu leikmanna deildarinnar, tölfræðilega.

  19. Það er nú spurning hversu mikið mark á að taka á þessum Actim lista, þegar Berbatov er í 5. sæti !! … og skv því besti maður ManUre.

    Ég veit ekki hvernig þessi listi er reiknaður, en þetta er bara fáránlegt.

  20. Þetta er það sama þegar martin scorseisi fekk óskarinn fyrir departed góð mynd en ekki sú besta sem hann hefur gert þetta er það sama með giggs það var bara hugsað að hann á það skilið einhvertiman áður en hann hættir þessi verðlaun eru nuna í minum augum bara grín og vanvirðing hann er ekki nálægt því að hafa verið bestur á þessari leiktíð

  21. Fáránleikinn í þessu vali kom svo fram þegar að Alex Ferguson kom fram fyrir helgi og sagði að Ryan Giggs ætti þessa nafnbót skilið. Maðurinn sem hefur sleppt því að hafa hann í byrjunarliðinu í meirihluta leikja á þessu tímabili.

    Það sjá allir hversu fáránlegt þetta er og er einfaldlega augljóst merki um það hversu gölluð þessi verðlaun eru og lítið mark á þeim takandi.

  22. Get alveg tekið undir margt af því sem þið eruð að segja. Aftur á móti er ljóst Einar að leikmaður á aldri við Giggs spilar ekki alla leiki í byrjunarliði. Hann er í þannig stöðu að hann þarf á hvíld að halda og spilar yfirleitt annan hvern leik. Ekkert óeðlilegt við það. Hann væri lítið búinn að geta í vetur ef hann væri ávallt í byrjunarliðinu, nær dauða en lífi.

  23. Krista, ef aldurinn meinar honum að spila alla leiki í byrjunarliði hlýtur að gefa augaleið að aldurinn meinar honum að vera lykilmaður í liði United, og fyrir vikið hlýtur aldurinn að meina honum að geta verið besti leikmaður ársins í deildinni. Í því liggur einmitt fáránleiki verðlaunanna.

    Ef við eigum að veita öldruðum leikmönnum sjálfkrafa aukið vægi vegna þess að það er eðlilegt að þeir geti ekki verið lykilmenn sökum aldurs, þá útnefni ég hér með Sami Hyypiä, Mickael Silvestre, Paul Scholes og Erik Nevland sem leikmenn ársins.

  24. Hárrétt Kristján Atli.

    Þessi kosning er vinsældakosning fyrst og síðast og afar oft sem lið ársins er skrýtið. Er t.d. ALLS EKKI sammála með Van Der Sar, finnst í raun Schwarzer eiga mest þar inni, Ferdinand er djók og auðvitað er fáránlegt að Ryan Giggs sé settur á miðja miðjuna eftir veturinn, ekki Lampard eða Alonso.

    En svo hins vegar er Ryan Giggs einn fárra í United sem mér er ekki meinilla við svo að hann var skásti kostur þeirra fimm sem í boði voru…

  25. Hvernig nenna menn að vera að svekkja sig svona á þessu fyrst þetta eru svona mikil skítaverlaun. Giggs er búinn að spila vel í þeim leikjum sem hann spilar. Skil ekki hvernig menn ætla að deila um það að hann sé ekki lykilmaður í liðinu. Hann þekkir þetta út og inn og er andlega hliðin í liðinu sem skiptir einmitt gríðarlegu máli á þessum tímapunkti, tel það gott að spila á miðri miðjunni annan hvern leik 35 ára og í svona miklum klassa. Það hlýtur að segja eitthvað þegar mótherjarnir kjósa mann. Svo varðandi þennan actim lista þá er ekki mikið að marka hann. Menn sem eru að spila þessar skítastöður (djúpa miðju) komast sjaldan á þessa lista þrátt fyrir að vera mikilvægustu menn síns liðs. Hvernig er hægt að meta hver hefur verið bestur í marki? Það yrði aldrei valinn maður úr miðlungsliði þrátt fyrir að hann hafi varið eins og berserkur í flestum leikjum, held að það séu mörkin sem hann fær á sig sem telja. Reina hefur verið góður,einnig Given sem og markvörður Fulham. Einnig gaman að því að menn séu að commenta á að Rio eigi ekki að vera þarna. ÞEssi listi og lið ársins svíður greinilega.

  26. Jónas, þessi útnefning og þetta lið er bara djók og það sjá það allir. Enginn úr Chelsea í vörn (eða marki) í liði ársins en 4 úr man.utd + 2 tilnefndir úr vörninni sem besti ungi maðurinn. Samt er Chelsea með bestu vörnina, hvernig fóru þeir að því? var það bara heppni á móti gæðum Unitedvarnarinnar? Lampard á sitt besta tímabil og þá dugar það ekki til að komast í lið ársins á meðan hann hefur undanfarin ár komið til greina sem leikmaður ársins osfrv.

  27. Hvort haldið þið að leikmenn sem spila á móti honum viti betur hvort hann hafi verið betri eða þið Poolarar sem horfið á PLayers og eruð sérstakir. Jú Gerrard er búin að vera betri og Vidic en ég meina það eru leikmenn sem kjósa þetta og hvernig getiði þá sagt að þetta sé skandall að þetta sé valið. Það er ekki eins og það sé eikker kall út í bæ að velja þetta. Það er líka kosið í desember/janúar og þá var hann búin að vera ágætur. Hann er náttúrulega gamall og allt það og er ekkert að spila mikið á móti WBA og Stoke (þessum liðum sem Pool eiga erfitt með) heldur er hann mest með á móti stóru liðunum. Endilega segiði að Liverpool vann Man Utd 2svar á seasoninu. Djöfull væri það gaman. En lítið í eigin barm og reynið að sjá circa 10cm út fyrir Liverpool gleraugun, það er líf þar líka.

    kv

    Seppi.

  28. Þú getur talað hvernig sem er seppi minn um okkur Poolara, hvort sem við sækjum Players eða ekki. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það skilur þetta val enginn nema algjörlega staurblindir ManYoo stuðningsmenn (kannski með örfáum undantekningum). Meira að segja þeir ManYoo stuðningsmenn sem ég hef rætt við undanfarið hrista bara hausinn yfir þessari vitleysu. Einnig eru spekingar á Englandi (ekki Poolarar) sem skilja ekki þessa vitleysu. Þannig að þú getur hreinlega ekki einskorðað þessa hneykslan bara á okkur Poolara sem horfum á leiki á Players (nema þú eigir bara við þá sem standa fyrir utan Players og horfa á staðinn sem slíkan 🙂 )

  29. Ég legg til að lesendur þessarar síðu kíki á bls. 28 í fréttablaðinu í dag (30. apr) og lesi pistilinn um Hringadrottins heilkennið

  30. Árið 2004 uppskar Peter Jackson laun erfiðis síns þegar bandaríska kvikmyndaakademían ákvað að heiðra leikstjórann með ellefu Óskarsverðlaunum fyrir síðasta hlekkinn í Hringadrót

    Árið 2004 uppskar Peter Jackson laun erfiðis síns þegar bandaríska kvikmyndaakademían ákvað að heiðra leikstjórann með ellefu Óskarsverðlaunum fyrir síðasta hlekkinn í Hringadróttins-þríleiknum. Jackson tókst það sem flestir töldu ógerlegt; að gæða Gollum og Gandálf lífi.

    Aðdáendur myndanna þriggja eru sammála um að fyrsta myndin sé brautryðjendaverk. Flestir spáðu því að Jackson ætti greiða leið upp á stóra sviðið en Akademían er ólíkindatól og Ron Howard fékk verðlaunin fyrir klútakjaftæðið Fallegan huga. Árið eftir var það formsatriði fyrir Jackson að fara heim með gullhlunkinn en asnarnir í Kodak-höllinni gengu framhjá honum og danshryllingurinn í Chigaco naut stundarinnar.

    Ameríkanarnir virtust nefnilega ekkert sérstaklega hrifnir af því að láta feitan karl með skegg frá Nýja-Sjálandi fá æðstu verðlaun kvikmyndaborgarinnar þrjú ár í röð þótt Hringadróttins-myndirnar hefðu gnæft yfir aðra kvikmyndaframleiðslu. Farsælasta leiðin fyrir alla var að láta Jackson hafa verðlaunin einu sinni sem virðingarvott við þrekvirkið.

    Þessi sama tilfinning kviknaði þegar ég las að Ryan Giggs hefði verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Giggs hefur leikið fimmtán tímabil sem voru öll miklu betri en árið í ár. Giggs væri vel að þessu kominn ef hann hefði skipt sköpum en leikmaður, sem hefur verið í byrjunarliðinu tólf sinnum, getur vart talist sá besti í sínu fagi. Ekki nema að þetta séu heiðursverðlaun. Og þá reikna ég fastlega með því að Tugay, tyrkneska goðsögnin hjá Blackburn, hljóti þau að ári.

    Sammála þessari grein EN bara til að árétta enn og aftur þá voru það leikmennirnir sjálfir sem völdu þetta þ.a. mér finnst asnalegt að vera að væla yfir þessu. Ef leikmennirnir vildu láta Giggs fá þetta þá gott og vel. Að mínu mati.

  31. Það er líka spurning hvort að leikmenn láti umræðu flölmiðla hafa áhrif á sig?

Hull 1 – Liverpool 3

Spáð í leikmannakaupin í sumar