Niðurtalning

Jæja, hvenær ætli fyrsti pistillinn birtist í breskum fjölmiðlum þar sem Alex Ferguson er gagnrýndur fyrir að sýna FA bikarnum vanvirðingu með því að stilla upp varaliði í undanúrslitunum?

Við skulum allavegana halda utanum það í ummælum við þessa færslu. Eða má bara gagnrýna Herra Benitez fyrir slíkt?

38 Comments

  1. Það eru óskrifaðar reglur að einungis erlendir þjálfarar geta sýnt FA-bikarnum vanvirðingu.

  2. Skotinn Ferguson skilur greinilega ekki hversu mikils virði FA bikarinn er Englendingum. Hann sýndi það í kvöld að hann á mikið ólært ef hann ætlar að geta talist hentugur stjóri fyrir enskt lið.

    Svo er hreimurinn hans líka skrýtinn, það skilja hann ekki allir í Englandi. 🙂

  3. Ég var einmitt að hugsa um þetta og afar ánægður með þetta innlegg Einar Örn.

    Fyrir leikinn var ég í miklum vafa um hvort liðið ég hataði meira. Þegar Howard varði þessar spyrnur hljóp kapp í karlinn og ég brosti breitt.
    Niðurstaða
    Ég hata Manutd mest af öllum liðum.

  4. Ég viðurkenni alveg að ég gladdist í lokin, mest út af því að sjá þetta kjúklingalið tapa leiknum.

    Var farinn að sjá fram á sama ömurleikann og í úrslitunum gegn Tottenham í Carling fyrr í vetur.

    En enginn mun þora að rakka Ferguson í sig og hann mun nota tækifærið í tapinu og reyna að hnýta meira í Rafa. En ég held samt að stöðugt fleiri séu nú farnir að fatta heimskuvælið sem runnið hefur frá honum að undanförnu.

    Semsagt, fín úrslit, sérstaklega að leikurinn fór í framlengingu en svo held ég með Chelsea í úrslitum. Það er alveg ljóst.

    Koma svo Liverpool og Tottenham á þriðjudaginn!!!

  5. Gott mál og vonandi situr þetta í skotanum og hans liði í nokkra daga,alla vega nógu lengi til að þeir tapi svona eins og fjórum stigum.
    Já ég verð næstum því jafn glaður þegar Man utd tapa eins og þegar Liverpool vinnur.

  6. Af tvennu illu var þetta betri niðurstaða. Það verður spennandi að vita hvað verður blastað í fjölmiðlum eins og Einar Örn bendir réttilega á.
    Var Moyes nokkuð að brosa og sveifla höndum á hliðarlínunni, helvítis vanvirðing alltaf hreint!

  7. Jæja,,,,dásamlegt, af tvennum slæmum kostum þá fór Everton áfram. Tek undir með Inga hér að ofan að ég komst að því ég hata Man Utd mest af öllum liðum þegar Howard fór að verja vítin (af hverju er aldrei súmmerað á smettið á Ferguson þegar lið hans fær á sig mark eða klúðrar víti?) Dásamlegt að sjá niðurbrotna Man Utd menn og vonandi að þetta eigi eftir að brjóta niður sjálfstraust þeirra. Það var yndislegt að sjá Ferguson strumsa af velli, hann á örugglega eftir að kvarta yfir dómgæslunni að vanda og örugglega fagnaðarlátum andstæðinganna. Ljóst að Utd vinnur ekki alla titla sem eru í boði þetta árið og ætti það að minnka hrokann í þeim í einhvern tíma.
    Það að karlinn setti varalið sitt í þennan leik að hann eru orðinn SKÍTHRÆDDUR! í deildinni.

  8. Ánægður með úrslitin í leiknum og það verður gaman að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla. En ég kem til með að halda með Everton gegn Chelsea

  9. Hvaða varalið eru menn að tala um ? Vidic, Ferdinand voru meðal annars miðvarapar sem er ekkert grín með Rafael sem hefur spilað undarlega mikið og er suddagóður. Anderson spilaði á miðjunni með meðal annars Park, þeir tveir eru engir varaliðsmenn og svo var allavegana Tevez á toppnum. Svo komu Scholes, Evra og Berbatov inná. Wellbeck og Gibson hafa svo fengið að spila eitthvað og oft á bekknum, sérstaklega Wellbeck. Svo var Foster sem er ágætis varamarkvörður í marki. Einu varaliðsmennirnir þarna voru Fabio, Mascheda og Gibson. Nani, Kússjak, Never Will og Evans síðan ónotaðir á bekknum.

    Sé lítið “varalið” úr þessu þó það vantaði Ronaldo, Rooney og Carrick.

  10. Það var aldrei spurning að ég hélt með Everton í þessum leik. Ég komst að því fyrir mörgum árum að ég mun aldrei hata neitt lið eins mikið og ManUre!

  11. 11: Fyrsti byrjunarleikur Macheda. Annar leikur Fabio. Fyrstu leikir Welbeck og Gibson síðan í Carling Cup final. Bættu því við Foster í markinu, Rafael í bakverðinum og Anderson á miðjunni og þá færðu alveg hrikalega ungt og óreynt lið. Ronaldo, Van Der Sar, Rooney, Carrick, Giggs ekki einu sinni í hóp… Soldill varaliðsbragur á þessu öllu saman.

  12. hehe
    ekki reyna að segja mér að þetta sé ekki varaliðsuppstilling 🙂

  13. Gætiru þá fyllt liðið þitt af 35-40 ára gaurum og sigrað bara útaf þeir eru svo reyndir? Kannski. En Anderson hefur t.d. spilað mjög mikið fyrir þá bæði núna og í fyrra og hefur mikla reynslu á miðað við hversu ungur hann er. Rafael hefur spilað ágætlega mikið með Vidic og Ferdinand. Þanning einu mennirnir þarna sem hafa ekkert spilað af viti eru Macheda, Wellbeck, Gibson og Fabio. Svo var bekkurinn stútfullur af reyndum og góðum mönnum. Þannig 4-5 í 18 mannahóp. Maður kallar það ekki varalið.

  14. Sindri, það sem ég er að segja er að það er ekki beint vænlegt til árangurs að gefa 17 ára strák fyrsta byrjunarliðsleikinn sinn fyrir framan 90.000 manns á Wembley. Ekki nema hann heiti Pelé eða eitthvað því um líkt. Enda kom á daginn að Macheda sást ekki.
    Svo segir þú “Þanning einu mennirnir þarna sem hafa ekkert spilað af viti eru Macheda, Wellbeck, Gibson og Fabio.” Það eru hvorki meira né minna en 4 af 11 manna byrjunarliði. Í undanúrslitum í FA Cup. Þessir menn eru venjulega að spila fyrir framan nokkrar hræður á varaliðsvelli ManUtd, ekki fyrir framan 90.000 manns á þjóðarleikvanginum + tugi milljóna sem horfðu á leikinn í TV.

    Ferguson byrjaður:
    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=74923
    Bwahahahaha!

  15. Varalið eða ekki varalið, skiptir engu máli. Ferguson valdi það lið sem hann taldi nógu sterkt til að koma liðinu í úrslit. Það er vissulega óskandi að þetta verði til þess að minnka hroka hans í garð annara liða og aðstandenda þeirra. Þegar uppi er staðið á enginn eftir að muna eftir þessum eða hverjir spiluðu hann, nema kannski Everton aðdáendur sem ekki hafa upplifað Wmbley eða úrslitaleik í 14 ár. Það eina sem verður skrifað í sögubækur er sigurvegarinn í úrslitaleiknum.

  16. Áhugaverð umræða um hvort liðið maður ætti að halda með í dag.

    Ef þessi lið hefðu keppt í undanúrslitum bikars á 9. áratugnum (og ef ég hefði verið byrjaður að fylgjast með enska boltanum þá) hefði það ekki verið spurning. Everton voru aðalandstæðingarnir þá. Ég hefði haldið með United.

    En nú er spectrúmið einfaldlega allt annað. Þrjú lið einoka þá stöðu að teljast höfuðandstæðingar Liverpool og hafa gert það undanfarin ár. Hringrás árangurs og peninga gerir það að verkum að fjögur stærstu hafa stækkað og stækkað meðan hin liðin dragast sífellt lengra aftur úr. Þar af hefur eitt þessara liða nánast keypt sig í þessa yfirburðastöðu.

    Eitt þessara þriggja liða er orðinn svo öflugur andstæðingur að ekki einungis getur það jafnað titlafjöld Liverpool nú í vor heldur átti það möguleika þangað til í dag á því að ná að vinna fimm bikara á einni leiktíð. Algjörlega einstakt afrek sem hefði gefið þeim gjörsamlega óþolandi montrétt yfir okkur hina.

    Enn er annars hægt að segja að rígurinn í Liverpool-borg sé hatrammur? Hvað sem fótboltanum líður þá búa menn í sömu borginni, koma úr sömu fjölskyldu, vinna á sama vinnustaðnum og Hillsboro slysið var harmleikur þeirra allra.

    Að öðrum ólöstuðum þá var sá stuðningur sem kom frá Everton FC í kjölfar Hillsboro slyssins dýrmætur og virðingarverður. Því megum við ekki gleyma og slíkt er yfir allt hatur hafið.

    Davið Moyes mætti á minningarathöfnina á Anfield á miðvikudaginn. Það er virðingarvert. Ég veit ekki til þess að neinn fulltrúi Manchester United hafi mætt.

    Sem stuðningsmenn Liverpool, sitjum við hagsmuni Liverpool FC alltaf í fyrsta sæti. Þess vegna er spurningin auðveld. Ég hélt með Everton í dag. Okkur stendur ógn af Manchester United, en okkur stendur engin ógn af Everton. En sem velunnari Liverpool borgar en fyrst og fremst stuðningsmaður Liverpool FC, þá vona ég að sá tími komi aftur að Liverpool tróni unchallanged á toppi enskrar knattspyrnu og Manchester United og Rauðnefur hverfi aftur inn í eilífiðina. Þá þætti mér bara skemmtilegt að hafa Everton í öðru sætinu. Ef að einhverjir þurfa endilega að ógna okkur, þá vill ég helst að það verði litli bróðir.

    • Ég veit ekki til þess að neinn fulltrúi Manchester United hafi mætt.

    Við skulum nú ekkert vera að blanda þessu saman, rígnum milli United og Liverpool og því að enginn hafi komið frá þeim á athöfnina á miðvikudaginn.

    Fulltrúi frá Everton kom enda var þetta litlu minna áfall fyrir þá heldur en Liverpool aðdáendur. En ég veit ekki betur en að United (líkt og aðrir) hafi sýnt mikla samúð á sínum tíma og eflaust í gegnum tíðina (þó meðal stuðningsmanna sé auðvitað eitt og eitt erkifífl).

  17. Man Utd. fóru líka fram á það að spila með sorgarbönd á móti Porto, sem er virðingarvert en ég hata þá samt ekkert minna! Everton vinna FA Cup, Barcelona Meistaradeildina og Liverpool deildina. Hversu djöfulli fullkomið yrði það!??!

  18. Ferguson ákvað nú að taka ekki einu sinni þátt í FA Cup árið eftir að þeir unnu þrennuna.

  19. Ferguson hefur efni á að senda slíkt lið til keppni í undanúrslitum FA Cup. Hann hefur unnið allt á sínum 20 ára ferli.

    Benitez á slíkt eftir og á því mun minna inni en Ferguson.

    Slakið aðeins á drengir. Benitez á eftir að vinna ensku úrvalsdeildina og enska deildarbikarinn.

    Ferguson hefur unnið ensku bikarkeppnina 5 sinnum, ensku úrvalsdeildina 10 sinnum, enska deildarbikarinn 3 sinnum og Meistaradeild Evrópu 2 sinnum. Svona er þetta einfalt.

    Vonandi eftir 15 ár verður ferill Benitez svipaður og þá hefur hann efni á að tefla fram varaliði gegn Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

  20. Ætli það verði eitthvað minnst á þessar róteringar hjá Ferguson eftir tapið í dag? Nei maður spyr sig………..

  21. Það var tvent gott við þennan leik; uppbótartími (liðið þreitt fyrir næsta deildarleik), og tapið, minna sjálfstraust. Ég horfði frá 70. mínútu, og mér fanst Everton eiga skilið að vinna, þó svo að United hafi sótt slatta einmitt þá. Ég er mjög viss um að ég hati United meira en Everton..

  22. Ummæli 27 Krista.
    “Ferguson hefur efni á að senda slíkt lið til keppni í undanúrslitum FA Cup. Hann hefur unnið allt á sínum 20 ára ferli.

    Benitez á slíkt eftir og á því mun minna inni en Ferguson.”

    Hvaða máli skiptir það hvað Ferguson hefur unnið áður? Menn vinna sér ekkert inn rétt til þess að stilla upp veiku liði í undanúrslitum FA Cup bara af því að þeir hafa unnið hana oft áður. Hvernig æltarðu að réttlæta það fyrir aðdáendum sem borga sig inn á völlinn og vilja sjá sitt lið vinna leikinn?
    “Tja….við stillum ekki upp okkar sterkasta liði af því að við höfum unnið hana svo oft áður”

    Þvílíkt bull.

  23. “…Ferguson treats the BBC and the British public with arrogance and contempt every week of every season of every year in his refusing to speak to the institution due to a piece of journalism some years ago being aired that focused on his son Jason’s dealings as football agent. How the Premier League has never stamped down on him because of this I’ll never know.”

    Hjartanlega sammála hverju orði.

Molar

Arsenal kemur á Anfield á morgun.