Ian Rush um síðustu helgi

Þar sem að það er ennþá landsleikjahlé í gangi þá er ansi hreint lítið um að vera í tengslum við Liverpool FC. Þar sem ég hef takmarkaðan (nánast engan) áhuga á landsleikjum, þá er best bara að hripa nokkur orð niður er snúa að nýliðinni helgi. Því miður hafa líklega ekki nærri allir sem sækja þessa síðu haft tækifæri á að taka þátt í henni og ef menn hafa lítinn áhuga á þessu blaðri mínu, þá er eflaust stutt í næsta pistil á síðunni og hafa menn því tækifæri á að hætta að lesa frá og með þessum greinarskilum.

Það eru orðin nokkur ár síðan að Ian nokkur Rush skeiðaði um grasið á Anfield. Ég persónulega man það samt eins og gerst hafi í gær. Kappinn heiðraði Liverpoolklúbbinn á Íslandi með nærveru sinni um helgina í tilefni af 15 ára afmæli klúbbsins og árshátíð hans. Það er óhætt að segja það að kappinn hefur skoðun á flestu sem snýr að félaginu okkar og þó svo að gráu hárunum sé farið að fjölga ansi hressilega, þá segir hann það ekki tengt gengi liðsins. Meirihluti penna á kop.is voru á árshátíðinni sjálfri og okkur til mikillar undrunar, þá kannaðist kappinn ekkert við síðuna okkar. Hann gerir það allavega núna og spurning hvort hann fylgi ekki Rafa Benítez með það að byrja að kommenta á einstaka færslur hjá okkur.

En þegar maður var að rabba við þennan fræga kappa þá fór maður að hugsa til þess markafjölda sem hann setti fyrir félagið. 346 kvikindi! Hvernig er það hægt? Verður það einhvern tíman toppað? Spáið í því að viðkomandi leikmaður þyrfti að skora 34,6 mörk að meðaltali á tímabili í 10 tímabil í röð. Ég persónulega gerði mér ekki fullkomlega grein fyrir þessu afreki fyrr en ég setti þetta upp á þennan hátt. Michael Owen hefur ekki náð að skora helming af þessum fjölda og byrjaði hann nú ungur að árum að raða inn mörkum. Robbie Fowler skreið yfir það mark að ná helmingi þessa fjölda með seinni hluta síns ferils hjá Liverpool.

Það sem mér finnst mest gaman við að hitta þessa gömlu kappa er hversu hjarta þeirra er algjörlega tileinkað Liverpool FC þegar kemur að fótbolta. Það virðist bara vera þannig með fyrrverandi leikmenn sem hafa spilað að einhverju ráði fyrir Liverpool, þó svo að ferill þeirra hafi kannski verið lengri og betri með öðrum félögum. Tökum Michael Thomas sem dæmi. Hann var á toppi síns ferils hjá Arsenal, var ekki beint vinsæll þegar hann skoraði ónefnt mark á Anfield á sínum tíma, en í dag er hann fyrst og fremst að hrærast í kringum Liverpool FC.

Ian Rush hafði það á orði að stuðningurinn við Liverpool FC hérna á klakanum væri engu líkur. Það sést svo berlega á áhuganum sem skín í gegn hérna á þessar bloggsíðu okkar þar sem við ropum og ræpum fram okkar hugðarefnum hverju sinni. Þetta er ein stór fjölskylda og það var svo sannarlega mikill heiður fyrir okkur stuðningsmennina að hann skyldi 3 daga frá til að kíkja á okkur hingað norður í haf, heiður fyrir alla hvort sem þeir urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta kappann eður ei.

22 Comments

  1. Merkilegt.
    Við eigum 4 af top 55 þegar kemur að launhæstu mönnunum, Man. utd 7, Chelsea 8 og Arsenal bara 1.

    1. Zlatan Ibrahimovic Internazionale 750,000 (9,000,000)
    2. Ricardo Kaka AC Milan 750,000 (9.000,000)
    3. Lionel Messi FC Barcelona 700,000 (8,400,000)
    4. John Terry Chelsea 631,182 (7,574,179) 1
    5. Frank Lampard Chelsea 631,182 (7,574,179) 2
    6. Thierry Henry FC Barcelona 625,000 (7,500,000)
    7. Samuel Eto´o FC Barcelona 625,000 (7,500,000)
    8. Cristiano Ronaldo Manchester United 563,555 (6,762,660) 1
    9. Ronadinho Gaucho AC Milan 541,667 (6,500,000)
    10. Andrei Shevchenko AC Milan 541,667 (6,500,000)
    11. Michael Ballack Chelsea 541,013 (6,492,154) 3
    12. Steven Gerrard Liverpool 541,013 (6,492,154) 1
    13. Rio Ferdinand Manchester United 541,013 (6,492,154) 2
    14. Raul Gonzalez Real Madrid 533,333 (6,400,000)
    15. Ruud Van Nistelrooy Real Madrid 533,333 (6,400,000)
    16. Iker Casillas Real Madrid 500,000 (6,000,000)
    17. Frederic Kanouté Sevilla FC 500,000 (6,000,000)
    18. Wayne Rooney Manchester United 495,928 (5,951,141) 3
    19. Michael Owen Newcastle United 495,928 (5,951,141)
    20. Fabio Cannavaro Real Madrid 483.333 (5,800,000)
    21. Robinho Manchester City 473,386 (5,680,634)
    22. Francesco Totti AS Roma 458,333 (5,500,000)
    23. Luca Toni Bayern Munchen 458,333 (5,500,000)
    24. Arjen Robben Real Madrid 455,000 (5,460,000)
    25. Ashley Cole Chelsea 450,844 (5,410,128) 4
    26. Deco Chelsea 450,844 (5,410,128) 5
    27. Fernando Torres Liverpool 450,844 (5,410,128) 2
    28. Carlos Tevez Manchester United 428,302 (5,139,622) 4
    29. Adriano Internazionale 416.667 (5,000,000)
    30. Patrick Vieira Internazionale 416.667 (5,000,000)
    31. Charles Puyol FC Barcelona 416.667 (5,000,000)
    32. Andres Iniesta FC Barcelona 416.667 (5,000,000)
    33. Xavi FC Barcelona 416,667 (5,000,000)
    34. Sergio Aguero Atletico Madrid 416,667 (5,000,000)
    35. Gianluigi Buffon Juventus 416,667 (5,000,000)
    36. Willy Sagnol Bayern Munchen 416,667 (5,000,000)
    37. Dimitar Berbatov Manchester United 405,760 (4,869,115) 5
    38. Andrei Arshavin Arsenal 405,760 (4,869,115) 1
    39. Didier Drogba Chelsea 405,760 (4,869,115) 6
    40. Nicolas Anelka Chelsea 405,760 (4,869,115) 7
    41. Paul Scholes Manchester United 405,760 (4,869,115) 6
    42. Alessandro Del Piero Juventus 400,000 (4,800,000)
    43. Karim Benzema Olympique Lyon 400,000 (4,800,000)
    44. Lúcio Bayern Munchen 400,000 (4,800,000)
    45. Frank Ribery Bayern Munchen 400,000 (4,800,000)
    46. Joe Cole Chelsea 383,217 (4,598,609) 8
    47. Ryan Giggs Manchester United 383,217 (4,598,609) 7
    48. Xabi Alonso Liverpool 383,217 (4,598,609) 3
    49. Jamie Carragher Liverpool 383,217 (4,598,609) 4
    50. David Beckham LA Galaxy/AC Milan 375,000 (4,500,000)
    51. Juninho Pernanbucano Olympique Lyon 375,000 (4,500,000)
    52. Sidney Govou Olympique Lyon 375,000 (4,500,000)
    53. David Trezeguet Juventus 375,000 (4.500,000)
  2. Nr.1, Jónas:

    Er möguleiki á því að þú getir hent þessari talnasúpu upp í exelskjal fyrir mig, því ég hef ekki þolinmæði í að renna í gegnum þetta svona. Auk þess sem ég sé ekki alveg hvað þetta kemur heimsókn Ian Rush við!

    En Það er rétt hjá þér SSteinn, kappinn skoraði náttúrulega ekkert venjulega mikið af mörkum fyrir Liverpool, og ég held að það verði seint toppað.
    Þessi helgi var í allastaði alveg frábær og var ég einn af þeim sem lagði land undir fót, og skrapp suður til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Árshátíð klúbbsins var til svo mikillar fyrirmyndar, að ég kann engin lýsingarorð sem ná yfir það. Er hægt að nota lýsingarorðið ; Síbantískt flott ?

    Anyway… frábær “afmælis-árshátíð” og allir sem komu nálægt henni eiga heiður skilinn, svo ekki sé nú talað um alla þá góðu drengi og stúlkur sem sóttu árshátíðina….
    takk fyrir mig…
    Carl Berg

  3. Ég lagaði þetta aðeins til hjá Jónasi.

    Ekki að þetta komi efni færslunnar við, en það er svo sem eðlilegt í landsleikjahléi.

  4. Þeir eru fáir sem geta státað sig af jafn mikilli markaskorun á sínum ferli, enda var hann markaskorari og framherji af Guðs náð.

  5. Ég spila fótbolta með 41 árs gömlum manni sem hefur skorað 199 mörk í öllum deildum á Íslandi. Það er náttúrulega mjög magnað en að skora 346 mörk á hæsta leveli er náttúrulega bara fáránlegt. Ég meina, margir frábærir leikmenn ná ekki einu sinni að spila 346 leiki á toppleveli. Og var þetta ekki í 500 og eitthvað leikjum? Ótrúlegt record sem verður varla slegið héðan af.

  6. Rush var lúnkinn, en ef þið eruð að slefa yfir árangri hans, skoðið þá Gerd nokkurn Müller.

    Ef það var einhver betri en hann vil ég sjá hann. 68 landsliðsmörk í 62 leikjum og 489 mörk í 565 leikjum í Þýskalandi, þar af 398 fyrir Bayern.

  7. Takk fyrir sömuleiðis Carl Berg, algjörlega frábær helgi.

    Tómas, þetta er ekki Bayern Munich bloggið og Gerd var ekki í heimsókn hérna um helgina. Ef þú lest þessa færslu þá er hún (eins og flest annað hérna inni) um Liverpool FC. Ian Rush er partur af sögu þess félags og er lang markahæstur þar frá upphafi og er af flestum talinn aðeins meira en bara lunkinn. Hann skoraði 346 mörk fyrir LFC eitt og sér, ég var ekkert að spá í hérna mörk hans fyrir önnur félög, mér finnst þetta stórt afrek miðað við allan þann fjölda frábærra leikmanna sem spilað hafa fyrir félagið, þannig að leyfðu okkur bara að slefa í friði og slefa þú þá bara á Bayern blogginu 🙂 .

  8. Ég man eftir þessum Muller,hann var svo lítill að það var næstum því táfýla af hárinu á honum. En hann skoraði nánast í hverjum lansleik sem sýndur var á heimsmeistaramótum sem Bjarni Fel lýsti aleinn á upphafsárum beinna útsendinga á Íslandi.

  9. Ég var nú staddur á þessari frábæru árshátíð. Rush fór á kostum uppí púlti, allavegana mér fannst rosalega gaman að hlusta á þessa goðsög, var immit skemmtilegt hvað hann hafði miklar skoðanir á öllum málefnium í kringum klúbbinn.

  10. Riera og Alonso að setjan fyrir Spánverja.

    Frábært confidence boost fyrir þá!

  11. Sorry þetta átti ekki að lýta svona út, skil ekki alveg hvað gerðist. En engu síður merkilegt hvað launakostnaður Man utd og Chelsea virðist vera hár miðað við okkur og Arsenal.
    Annars ynwa

  12. Ég mætti í Jóa Útherja og fékk áritun og mynd hjá kallinum, ekki laust við að það hafi hlaupið smá fiðringur niður bakið á mér við að hittan hann. Algjör goðsögn hjá Liverpool, og greinilega frábær náungi 🙂

  13. Smá þráðrán….

    Hvað var Gummi Ben að tala um áðan að Torres hafi meiðst í leiknum í Tyrklandi?

    Ég sofna ekki í kvöld ef þetta eru réttar fréttir!

  14. Það hlýtur bara að vera aprílgabb hjá honum til að rugla í okkur púllurunum, annars græt ég mig í svefn í kvöld!

  15. Ég heyrði þetta einmitt líka hjá Gumma Ben og fékk vægt áfall. En það er ekkert um þetta á netinu. Hann fór reyndar út af á 85. mín en það kom ekki að sök þar sem hinir Liverpool mennirnir sáu um þetta 🙂

  16. Þið sem segið að kvöldið hafi verið nær algjörlega jákvætt fyrir Liverpool-leikmenn skulið hugsa ykkur aðeins betur um. Bólivíumenn gjörsigruðu Mascherano og lærisveinana tíu í La Paz, í fjallaloftinu, 6-1. Spurning hvernig Maradona jafnar sig á þessu sem þjálfari, en ég get ímyndað mér að El Jefecito sé gjörsamlega eyðilagður yfir þessum úrslitum.

  17. Á official síðunni kemur fram að Torres hafi farið ómeiddur af velli: “Fernando Torres played for 85 minutes and looked sharp before being replaced by David Guiza.”
    Gott mál!

  18. Ég vil segja bara Ian Rush er lifandi legend hjá LFC og verður langt þangað til einhver kemst með hausinn þar sem hælar hans eru. Hann er liverpool maður í hjarta og huga, við getum verði mjög þakklát fyrir að eiga svona merkanmann sem vinn.

    Ian Rush er átrúnaðargoð í mínum huga. (punktur)

Agger hreinskilinn.

Landsleikir kvöldsins