KÖNNUN: Óskamótherjar 8-liða úrslitanna

Jæja, þá er 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar lokið. Í kvöld slógu Man Utd og Barcelona Inter og Lyon út á heimavelli eins og við var búist, auk þess sem Porto héngu á markalausu jafntefli heima gegn Atletico Madrid og fóru áfram á útimörkum, og svo nú undir lok kvöldsins slógu Arsenal Rómverja út á útivelli í vítaspyrnukeppni.

Það er dregið í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildarinnar á föstudag eftir viku og við spyrjum einfaldrar spurningar í kvöld.

Meistaradeild: Óskamótherjar í 8-liða úrslitum?

  • Villareal (31%, 297 Atkvæði)
  • Porto (22%, 217 Atkvæði)
  • Bayern Munchen (16%, 155 Atkvæði)
  • Man Utd (12%, 120 Atkvæði)
  • Barcelona (12%, 113 Atkvæði)
  • Arsenal (4%, 42 Atkvæði)
  • Chelsea (3%, 29 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 973

Loading ... Loading ...

Endilega kjósið og segið okkur hverja Liverpool-stuðningsmenn á Íslandi vilja helst sjá sem mótherja í Evrópu.

68 Comments

  1. Sjálfur kaus ég Porto. Það eru engar auðveldar viðureignir eftir frekar en fyrri daginn í 8-liða úrslitum þeirra bestu í Evrópu en ég vil helst forðast ensku liðin og Barcelona. Það er komið að okkar mönnum að fá auðveldan drátt í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

  2. týpískt væri að fá chelsea 😀
    hversu leiðinlegt væri það, enn eina ferðina.

  3. Vil fá Porto eða Barcelona. Freistandi að slá út tvo spænska risa. Fæ uppí kok ef það verður Chelsea….
    Fínt ef þetta færi svona:
    Porto-Liverpool
    Man Utd-Chelsea
    Arsenal-Barcelona
    Bayern-Villareal

  4. Ég vil Bayern. Væri gaman að mæta þeim eftir slátrun þeirra á Sporting. Sjá hvað þeir gera þegar alvöru andstæðingar mæta þeim.

  5. Klárlega Barcelona, hentar okkar mönnum einfaldlega lang best að spila á móti spænsku liðunum plús að við værum klárlega underdogs, sem hentar okkar mönnum virðist vera líka rosalega vel.

    Svo auðvitað verðum við hvort sem er að vinna bestu liðin á leiðinni í úrslitin. Einfalt.

  6. Sammála með Porto. Ekki auðvelt, en væri gott að losna við stærri liðin. Á móti væri náttúrlega týpískt að við fengjum “auðveldan” drátt en myndum falla út… Væri mest til í að losna við ensku liðin – höfum fengið meira en nóg af slíkum leikjum síðustu árin.

  7. Ég vil Barcelona eða Bayern. Það skemmtilega við svona Evrópukeppnir er að sjá liðið sitt mæta stórliði annars lands. Barcelona og Bayern falla bæði undir þá skilgreiningu.

    Ég hafði alveg stórkostlega gaman að sjá Benitez ‘greina’ Real Madrid alveg útí þaula og ég held að sama verði uppá teningnum þegar(já þegar) Liverpool mætir Barcelona.

  8. Ég kaus Porto, en er svosem líka til í að sjá liðið spreyta sig gegn Bayern.

    En mig langar að koma með smá spurningu sem vonandi flokkast ekki undir þráðrán. En vitið þið hvernig þessi mæling á hlaupalengd leikmanna í leik fer fram?

  9. Ég kaus nú Porto en það væri mjög gaman að fá Barcelona eða Bayern það yrðu mjög skemmtilegir leikir sem að okkar menn myndu klárlega taka.
    Annars skiptir engu máli hverjum við mætum það er ekkert að fara að stoppa Liverpool í Meistaradeildinni. Ef að við getum unnið Spænsku meistaranna 4-0 þá er mjög lítið sem að við getum ekki unnið

  10. Porto eru fáránlega erfiðir á heimavelli. Því kaus ég Villareal. Held að þessi spænsku lið muni halda áfram að lyggja vel fyrir Benitez.
    Annars erum við alltaf bestir á móti risa liðum í þessari keppni. Vil bara alls ekki mæta ensku liðunum. Það verður drepleiðinlegt!

  11. klárlega Villareal eða Bayern. Langar að sjá United fá anna hvort barce eða chelski í 8 og 4 liða úrslit. held að við séum að fara í semi finals enn eitt árið 😉 ef ekki úrslit 😉

  12. Bara allt annað en ensk lið.

    Platini er örugglega alveg brjálaður í kvöld og ljóst að það verður ekki mikið stuð næstu dagana í Róm. Held svei mér að best væri fyrir UEFA að halda úrslitaleiki þessarar keppni bara til skiptis á Spáni og í Englandi!

    Er alveg handviss að hann mun beita sér enn frekar fyrir því að fækka sætum stóru landanna í kjölfar þess að annað árið í röð eru 50 % liða í 8 liða úrslitum frá Englandi. Utan Bretlandseyja og Skandinavíu eru fáir sem gleðjast yfir því!

    Og enn argar þetta á mann hvað Englendingar eru í miklu bulli með uppbyggingu “heimalandsliða” sinna. Þeir eiga afgerandi bestu félagsliðin en ekkert bresku landsliðanna getur neitt!

    4 english teams in the Quarter-finals of the CL……..

    Miðað við 11 manna byrjunarlið þessara liða í 16 liða úrslitum voru 11 leikmenn Bretar, þar af 7 Englendingar. Enginn í liði Arsenal!

    En nóg um það, við erum með og ég vill Porto. Nenni minnst, minnst, minnst að fá Chelsea og minnst, minnst Arsenal.

  13. Ég vil alltaf fá sterkasta mögulega mótherjann sem völ er á. En þar sem þetta er Evrópukeppni þá vil ég líka mæta liði frá meginlandinu. Ég kaus Bayern Munchen þar sem þeir virka firnasterkir og líka vegna þess að Liverpool hefur ekki mætt þeim. En það væri týpískt að fá Chelsea…

  14. Ég kaus Man Utd, ögrandi og skemmtileg viðureign. Við vinnum ekki þessa keppni nema að sigra þá bestu og væri fínt að mínu mati að fá tækifæri til að hjóla í þá strax í næstu umferð.

  15. Kaus Barcelona.. yrði bara aðeins of góður leikur. Nenni síst að fá chelsea eða united.

  16. Kaus Barcelona en vill líka Bayern, væri gaman fyrir Rafa að sanna fyrir könunum að hann sé betri en Klinsmann.

  17. Ég kaus Bayern, vill ekki ensku liðin né Barcelona. Og Bayern er nóg áskorun fyrir okkur í bili.

  18. 4…Porto er ekki spænsk lið, annars kaus ég Porto en væri líka til í einn stórleiki aftur, síst enskt lið samt.

  19. Vil alls alls ekki fokkings enskt lið eina ferðina enn. Allra síst United og auðvitað ekki Chelsea.

    Kaus Villareal, spænskt lið og líklega það veikasta í pottinum (ef veikt má kalla).

  20. Ég kaus Man Utd. Held að það gætu verið ótrúlega áhugaverðar viðureignir. Plús, mig langar að koma þessum fernudraumi þeirra úr sögunni sem fyrst!

  21. man utd. hérna

    Þeir eru klárlega þeir veikustu á listanum.

  22. Man Utd. Ekki spurning……..burt med tha sem fyrst og haettu thessu vaeli nr. 7………..fyrir utan thad ad spila godan fotbolta tha tharf nu lika hredjar til ad vinna Meistaradeildina

  23. Bayern, um að gera að gefa Klinsmann færi á að vekja hrifningu kananna. 😉

  24. held við mætum arsenAL og svo chelsea í undanúrslitum, en vona að við mæta bayern vegna þess að ef við ætlum að vinna þessa keppni þá verðum við að vinna stórlið eins og við gerðum á móti real.

  25. Ég valdi Porto.

    Ég skil ekki þá 12 aðila, sem hafa kosið Chelsea. Það væri án efa versti drátturinn Chelsea eða Barcelona. Man U væri þó skömminni skárra.

    En ég held samt að Man U og Chelsea lendi saman. Það eru allavegana ansi miklar líkur á að að það verði einhver ensk viðureign.

  26. Ég styð hvorki Chelsea né Liverpool en vona að þau mætist ekki þar sem það eru einhverjir leiðinlegustu fótbolaleikir mannkynnssögunnar.
    Sama á við um Man.Utd. og Villareal, hræðilegir leikir, veit ekki hvað þau hafa gert mörg 0-0 jafntefli á undanförnum árum.

  27. Elli, horfðir þú á viðureign Chelsea og Liverpool í undanúrslitunum í fyrra? Það þarf að hagræða sannleikanum ansi mikið til að halda því fram að sú viðureign hafi verið leiðinleg.

  28. Það yrði langbest að mæta Villareal uppá að komast áfram.
    Það yrði langskemmtilegast að fá Bayern.

    Held við fáum Arsenal aftur í 8-liða úrslitum. 2 árið í röð.

  29. Setti mitt egg í körfu Villareal. Held að það væri “skásti” mótherjinn fyrir okkur. Ég hef engan áhuga á því að mæta Porto neitt sérstaklega, á þeirra heimavelli. Þeir eru erfiðir heim að sækja..

    Annars er alveg ljóst að við verðum að spila við þrjú af þessum liðum, svo það verður engin auðveld leið, héðan af .

    Carl Berg

  30. Bayern, engin spurning í mínum huga. Vil alls ekki fá enskt lið, ekki það að ég hræðist þau, heldur vil ég fá lið utan Englands þegar við erum í þessari keppni, búnir að mæta of oft enskum liðum síðustu árin. Barca eru ofarlega á listanum, en ég vil fá úrslitaleikinn Liverpool – Barcelona og því vel ég þá ekki.

  31. Það hefur nákvæmlega EKKERT að segja hvaða liði við mætum. Ég væri til í að fá Manchester United í úrslitunum, og vinna. En annars, við erum lang sterkasta liðið, og þurfum ekkert að spá í hvaða liði við mætum.

  32. Porto eða Villareal eru ágætis kostir. Bayern hafa mikla reynslu og hefð í þessari keppni og ég vildi síður mæta þeim. Ég kaus Porto vegna þess að Villareal eru með sterkari hóp að mínu mati.

  33. Allt annað en chelsea, bara allt allt annað. Væri auðvitað sætt að slá þá út, en þessar viðureignir eru hörmung að horfa á….

    Ég væri til í Barcelona, það yrði alvöru rimma. Það eru bara erfið lið eftir í þessu þannig það skipir svo sem litlu hverja við fáum, en það virðist henta okkur betur að spila á móti stórum nöfnum. Annars getum við unnið öll þessi lið með taktíkheilann hans Benitez þarna á hliðarlínunni.

  34. Væri sætt að vinna Man u, en líklega er best að fá Villereal eða porto til að komast áfram..

  35. Aðal atriðið er að seinni leikurinn sé heimaleikur, þá förum við áfram, ég kaus Porto.

  36. Ég væri til í Villareal eða Bayern. Ég samt sem áður var búinn að spá því á sýnum tíma að Liverpool myndi fá Real í 16 liða úrslitum og vitir menn það rættist. Hef þá ónotatilfinningu í maganum að við fáum Man Utd eða Chelsea í 8 liða úrslitum. Hope I’m Wrong

  37. Ég hreinlega skil ekki af hverju menn vilja fá Porto eða Villareal og segja að það sé vegna þess að það séu léttari mótherjar. Segir það mönnum ekki að Juve, Chelsea (2x), Inter, Real, Barca hafa farið sár frá viðureignum sínum við Liverpool að við eigum ekki að hræðast neitt lið?

    Ég man nú eftir “léttum” andstæðingi sem Liverpool mætti fyrir nokkrum árum sem hét Benfica. Ég man ekki betur en að það hafi endað frekar illa.

  38. Gummi #45

    Ég held að menn séu nú aðallega á því, að það væri hentugra að ná að forðast ensku liðin á þessum tímapunkti. Þá eru nú ekki nema 4 lið eftir. Af þeim fjórum þá myndi ég helst vilja mæta Villareal á þessari stundu, en það yrði einnig svakalega áhugaverð og skemmtileg rimma ef við myndum dragast gegn Þjóðverjunum.

    Ég held að þetta hafi ekkert með það að gera að menn telji þetta eða hitt liðið léttara en eitthvað annað.
    Menn eru bara orðnir hundleiðir á þessu Chelsea liði og þeir sem til þekkja vita að það er alltaf sjarmi og skemmtilegheit sem fylgir því að spila heima og heiman, við stórlið frá “evrópu”

    Insjallah…C.Berg

  39. Það eru heilar 42,86% líkur að við mætum ensku liði í 8 – liða úrslitum. Finnst það mjög líklegt að við lendum í Chelsea.

    En vona samt að þetta verði svona:

    Barcelona – Liverpool
    Man Utd – Bayern
    Chelsea – Arsenal
    Porto – Villareal

  40. ….slúðurdálkarnir segja að Mourinho hafi gefið einum Man Utd aðdáanda á kjatinn eftir leikinn í gær. Það eru fleiri en Gerrard sem þykir utd. aðdáendur óþolandi 🙂

  41. Þar sem þetta er Evrópu keppni þá vill maður helst að Liverpool mæti ekki liði úr ensku deildinni. Ég vill fá annað hvort Bayern Munchen eða Villarreal. Höfum spilað við Barca og Porto á síðustu árum og því væri gaman að etja kappi við e-r önnur lið. Af því að Bayern er stærri klúbbur en Villarreal þá mundi ég frekar vilja fá þá, enda er það miklu meira spennandi að fá stórlið með fullri virðingu fyrir Villarreal.

  42. ég kaus villareal ég held að það myndi passa vel við rafa.
    ég held það væri gott að hvíla sig á stóru liðunum og fá barca eða bayern frekar í fjórðungs úrslitunum

  43. Alls ekki Villareal, eða Porto. Annars er mér sama, við meikum ekki að vera “betra liðið

  44. Ég held að við kæmumst lenga ef við fengjum PORTO. Svo Portó skal það vera.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  45. Ég vill bara alls ekki fá Porto eða Villareal!
    Mun skemmtilegra að fara erfiða leið heldur en einhverja skítaleið 😉

  46. Bayern Munchen. Vill fá lið sem við höfum ekki mætt oft og er gott lið til að fá stórleiki eins og við lið eins og Real Madrid. Ekki langt síðan við mættum Barcelona. Porto og Villareal eru álitin litlu liðin og flestir halda að þau séu auðveldust. Hin ensku liðiin mega mætast á einhvern hátt og slá hvert annað út og æli viðbjóði ef við mætum bláu Lúndúnarstelpunum, annars eru þeir, Gunners og Djöflarnir engin fyrirstaða eins og eitthvað annað.
    Bayern Munchen fyrir mig takk.

    Símon B.

  47. klárlega Barcelona eða Man Utd ! Liverpool gengur einfaldlega lang best á móti stórum liðum í þessari keppni ! Hver man ekki eftir því þegar við duttum út á móti Benfica ??? Væri aðeins og geðveikt að vinna Man Utd þarna.. 🙂

  48. Kaus VillaReal, klárlega besti kosturinn í stöðunni. Annars held ég að við fáum manjúr… og vinnum nátla!

  49. Bayern yrði skemmtilegasta rimman að mínu mati, þeir eru á siglingu þessa daga, eru með mikla sögu og mjög skemmtilegt lið, sbr. Ribery, Klose, Podolski, Bastian (treysti mér ekki í surname-ið hans), Lahm, Lucio og fremstur í flokki fer að sjálfsögðu Luca Toni, besti ítalski framherjinn í áraraðir! Væri mjög fróðlegt að sjá Carragher og Skrtel kjást við hann í teignum.

    Og á svarta listann fer enn og aftur Chelsea sem ég vil fyrir alla muni ekki sjá á Anfield oftar en þarf. Við erum búnir að sýna að við séum betri en þeir þetta seasonið svo Drogba má væla annarsstaðar en á Anfield í næstu umferð.

  50. Símon #55 “Hin ensku liðiin mega mætast á einhvern hátt og slá hvert annað út og æli viðbjóði ef við mætum bláu Lúndúnarstelpunum”
    ég hef bara 10 orð að segja við þessu; HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA!

  51. Ég kaus Porto. Held að Rafa klári það best.

    Annað svona gjörsamlega off-topic:
    DEGEN INJURED AS RESERVES DRAW

    Hvað var eiginlega skrifaður langur samningur við þennan gæja??? Geta þeir ekki bara sent ávísunina til mín mánaðarlega. Ég er farinn að halda að frændi mágs hans vinni fyrir skúringarfyrirtæki sem vinni fyrir RBS.

  52. Ég vil bara fá lélegasta liðið í þessum hópi og það heitir Arsenal. Punktur basta.

    Hjó annars í (þráðránið) sem mistókst en ég ætla að halda á lofti – ég held að vegalengd leikmanna sé mæld með fjölda vídeókamera sem eru tengdar við gervitungl. Allavega er hægt að fá n.k. úr sem er GPS-tæki tengt við gervitungl og það mælir hlaupalengd og hraða. Heyrði einhversstaðar að þetta væri gert svona með kamerum.

    Varðandi hin liðin, þá er ég sammála þeim sem vilja fá toppleik, við erum betri á móti stórum liðum. Villareal og Porto geta hæglega gert öllum liðunum skráveifu.

  53. Ég held að best sé að fá Manu þar sem að það gæti stuðað þá allverulega í deildarkeppninni ef okkar menn myndu slá þá út úr meistaradeildinni.

  54. Ég kaus Bayern, þeir þurfa að fá ærlega magalendingu : )
    Annars langar mig að benda á að tíminn sem gefinn er upp á leiknum á morgun hér hægra megin á síðunni er kolrangur.
    Leikurinn hefst kl 12:45 en ekki kl 15 eins og stendur hér.
    Um daginn missti ég af leik útaf því að tíminn var vitlaus sem var gefinn upp hérna og veit um aðra sem lenntu í slíku, annað hvort að hafa þetta rétt eða bara sleppa þessu.
    Vil bara ekki að einhverjir heitir stuðningsmenn missi af þessum sigurleik okkar manna : )

  55. Æji fjandinn, hvað hét aftur síðan sem heldur utanum andlitin á okkur?
    Ég er búinn að skipta um netfang og þess vegna kemur mittt fríða fés ekki upp :/

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool – Real Madrid 4-0

Rafa um framtíðina.