Liðið gegn Boro

Þá er liðið komið sem hefur leik gegn Boro:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Aurelio

Mascherano – Alonso
El´Zhar – Gerrard- Babel
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Riera, Benayoun, Lucas, Ngog, Darby.

Ég verð nú að segja að mér lýst bara nokkuð vel á þetta miðað við aðstæður. Carra er alls engin óskabakvörður að mínu mati en það besta sem við getum í dag og á í það minnsta eftir að slökkva alveg á Stewart Drowning, Hyypia kemur inn í vörnina og gerir það að verkum að föst leikatriði verða 70% hættulegri í dag. Fínt líka að Aurelio haldi sínu sæti eftir frábæran leik á spáni um daginn. Frammi vona ég nú að Babel verði upp á topp og Kuyt á kanntinum en ég gæti best trúað því að Benitez sé að hugsa þetta svona. Þetta er í fyrsta skipti sem Nabil El´Zhar er í byrjunarliði í deildarleik í það minnsta og tel ég það vera eðlilegt framhald af þeim tækifærum sem hann hefur verið að fá á þessu tímabili. Æ já og svo er Gerrard kominn aftur, jafnvel einn Carlsberg í tilefni af því.

come on you reds

54 Comments

  1. Gaman að sjá Gerrard kominn á ný í hringinn. Hlakka til að sjá hvernig El Zhar og Babel standa sig saman.

  2. Ég talaði í gær um að ég byggist við Aurelio og El’Zhar í liðinu. Tel að þetta eigi eftir að vera sóknarlega sterkt.

  3. Ætli hann fari ekki bara í 3-5-2. Aurelio og El Zhar sem wingbacks og Kuyt og Babel á toppnum. Það þýðir ekkert að spila uppá að halda hreinu lengur, verður að fara að hugsa um að skora fleiri en andstæðingurinn í stað þess að fá á sig færri mörk en andstæðingurinn.
    Er fullur bjartsýni fyrir leikinn og held að þetta endi 0-3.

  4. Vonandi fara Babel og El Zhar að sýna eitthvað í Liverpooltreyjuni ef þeir gera það vinnum við öruggann sigur ef ekki óttast ég enn eitt skítajafnteflið. Gleðilegt að sjá Gerard aftur í liðinu og sterkt að eiga Benayoun á bekknum.

  5. Er það rétt sem þeir segja á BBC að Skrölti er hægri bakvörður í dag ?

  6. það er rétt, skrtel er hægri bakvörður.

    babel, el zhar og kuyt búnir að fá fín færi og nú þarf að fara að nýta eitthvað af færunum og hafa þetta sannfærandi ! Okkar men ættu að vera komnir yfir – en reina varði reyndar einu sinni mjög vel.

  7. Hvurn andskotinn…..1-0
    þessu liði er ekki við bjargandi í deildinni….held að við verðum einn eitt árið að fara hugsa um að ná 4. sætinu.

  8. Það er eins og það sé regla að það verði að refsa Liverpool þegar þeir nýta ekki færin ! Þvílíkt ógeðismark !

    Og hvað í gráslepptum grefvalanum er Skrtel að gera í hægri bakverði, algjör tímasónun að hafa hann þarna, eins og það sé verið að gefa Downing forgjöf.

  9. Þvílíkt og annað eins í fyrri hálfleik. Maður bjóst við að menn myndu rífa sig eftir markið en það virðist hafa slegið liðið algjörlega út af laginu.
    Hugmyndaleysi, andleysi og algjört getuleysi. Menn labba á eftir mönnum þeir missa boltann og er hengja haus í hvert einasta skipti sem hlutirnir ganga ekki upp,,þar fer Captain Gerrard fremstur….Ömurlegt..hvar er hungrið og leikgleðin???

    Vil sjá liðið mæta til leiks og klára þennan leik, þessi framistaða er fyrir neðan allar hellur…..

  10. Já Skrtel ekki búinn að virka öruggur í hægri bak. Kuyt virðist stoppa allar sóknir sem við reynum að byggja upp, yfirleitt með ömurlegum fyrstu snertinnum, eða hann reynir að lyfta boltanum eitthvað á samherja sína. El Zhar búinn að eiga fríska kafla. Babel hefur ekkert sýnt, og fyrirliðinn á margt inni!

    Væri til í að sjá Benyoun inn fyrir Kuyt, setja babel uppá topp og ísraelsmanninn á kantinn.

  11. Skrtel er alveg hrikalega lélegur í hægri bak. Hann veit ekki neitt hvað hann er að gera þarna, enda kannski ekki skrítið enda er hann púra miðvörður.

    Það þarf að troða einhverjum baráttuanda í þetta hyski okkar ef við eigum að eiga möguleika gegn hörmunglegu Boro liði. Skömmustulegt.

  12. hmmm Það er bara erfitt að horfa á þetta. Við vorum 75% með boltan og með 11 skot á mót 1.

    Getur einhver sagt mér afhverju við erum ekki að vinna þennan leik??

  13. Babu: Það er reglan. Ef menn nýta ekki færin þá er þeim oftast refsað.
    Djöfulli var þetta ógeðslega lélegur fyrri hálfleikur. Alonso úti á túni, Gerrard nennir þessu ekki eða getur ekki beitt sér 100% útaf meiðslunum og Skertel greyið er enginn hægri bakvörður. Af hverju er Benitez að reyna þetta bull? Ohhh, það læðist að manni sá grunur að menn haldi að þeir séu það góðir, eftir að hafa unnið Real á útivelli, að þeir geti unnið Middlesborough með vinstri. Benitez virðist ekki hafa tekist að motivera menn fyrir þennan leik. Vonandi kastar hann takkaskóm og öðru verra í búningsherberginu fari nú að vakna og spila eins og menn.

  14. Middlesbrough hefur ekki unnið 14 leiki í röð! Þetta ætti að vera yfirstíganlegt verkefni :l

  15. el zhar að meika það, maður í aðalliði á að klára svona aftur í unglingaliðið og fá hvernig á að halda bolta niðri

  16. Hvernig gat verid rangstada i horninu hja Gerrard og El zhar?
    Badar sendingarnar voru tilbaka…
    Getur einhver utskyrt thad??

  17. Ég sem var svo bjartsýnn. Þetta er bara ömurleg spilamennska og bara pínlegt að horfa á þetta. Lið sem spilar svona í deildinni er ekki líklegt til að geta ógnað Man U. Hættur að horfa og segi upp áskriftinni 😐

  18. Jói… Nákvæmlega það sem ég hugsaði. Kannski getur Maggi skýrt það út fyrir okkur þar sem hann er nú með dómararéttindi.

  19. Yossi inn fyrir El´Zhar og Riera inn fyrir Babel og Skrtel úr bakverðinu takk!

  20. Jæja, þá er þetta komið… hvers konar drullu lið er að spila fyrir okkur??

  21. Helvíti ætlar þetta að verða magnað. 2 skot hjá Middlesbrough á markið og 1 á rammann og 2 mörk! Það er sorglegt að horfa á ömurlegt miðlungslið vinna þennan leik. Hefur Liverpool engan áhuga á deildinni sjálfri?

  22. Er ég sá eini sem vill sjá afleiðingar ef þetta verða úrslitin? Munið að meistaradeildin gefur engin stig í deildinni.

  23. benitez á náttúrulega þarf greinilega að spurja menn fyrir leiki hvort þeir nenni að spila eða ekki! því það er greinilegt að menn nenna þessu ekki! viljin er engin og við eigum ekkert annað skilið en tap.við getum ekki afsakað okkur núna að hafa verið að spila evrópuleik í vikunni því boro menn voru sjálfir að spila við west ham á miðvikudag.erum því miður ekki með nægilega gott lið í allar keppnir,það hlýtur að vera orðið morgunljóst!

  24. Getur Babel aldrei gefið helvítis fokking tuðruna? Svör óskast! Afhverju er hann að fá tækifæri ennþá. Hefur ekki gert neitt allt tímabilið. Alveg kominn með ógeð á honum. HVernig væri að leyfa unglingum að spreyta sig í staðinn fyrir Babel!

    Takk fyrir að vera ekki 3-0 undir.

  25. “Deildar” Benitez að gera það sem hann er bestur í…akkúrat ekki neitt! Þetta vill megin þorrinn hérna.

  26. Jói (#19) og fleiri, ef mér skjátlast ekki stendur El Zhar fyrir utan völlinn þegar hann rennir boltanum á Gerrard í horninu. Því er hann ekki “í leik” sjálfur og Gerrard því fremsti maður. Ég held það sé allavega svoleiðis.

    En já, 2-0 fyrir Boro í versta leik okkar manna í vetur. Annað tapið í deildinni að verða staðreynd og United fá titilinn frá okkar mönnum á silfurfati. Chelsea væntanlega á leið uppfyrir okkur í deildinni á markamun. Bara eins og venjulega, þótt okkar menn hafi enst óvenju lengi þetta árið.

    Ég vil minna menn á að sýna KURTEISI og VIRÐINGU í ummælunum eftir þennan leik! Ég veit að það verður hiti í mönnum hér á eftir en ég MUN henda út öllum ummælum sem eru ekki sæmandi. Gagnrýnið allt og alla sem þið viljið, gerið það bara á málefnalegan hátt. Ekkert skítkast!

  27. Ryan fokking Babel búinn að brenna allar brýr að baki sér.
    El Zhar að setja met í lélegri frammistöðu
    OG EKKI FOKKING segja mér að ROBBIE KEANE væri ekki búinn að nýta amk 1 af þessum andskotans DAUÐAFÆRUM sem við erum búnir að fá.

    Hvílík ANDSKOTANS EVRÓPUÞYNNKA DJÖFULL Í HELVÍTI!”#!% Af hverju erum við svona GELDIR eftir Evrópuleiki BENITEZ???

  28. Nú spyr ég sanngjarna spurningu hreint út:

    Hversu margir vilja að Rafael Benitez geri 4-5 ára samning við Liverpool?

    Ég byrja með því að segja: Nei takk! Real Madrid má fá hann!

  29. Ég er með hugmynd… Benitez stýrir liðinu í evrópuleikjunum og Sammy sér um deildina…
    Ef ég man rétt þá gekk bara vel þegar benitez fór í aðgerðina.

  30. LUCAS ! Er þetta grín?!?

    Frábært, Gerrard búinn að pikka upp einhver meiðsli. Djöfull mætti halda að Rafa Benitez sé á móti helgidögum og reynir að eyðileggja þá fyrir manni!

  31. Ég held að mönnum veitti ekki af LÖNGUM göngutúr áður en þeir skrifa comment um leikinn á eftir…

  32. Allt það sem Real Madrid leikurinn gaf okkur hefur verið kaffært og rústað með þessari hörmung. Bara að tapa fyrir jafn lélegu liði eins og Boro á að vera brottrekstrarsök. Vil ekki sjá Rafa fá nýjan samning! Þannig er það bara. Hann mætti endilega taka nokkra leikmenn með sér sem sæma ekki neinu úrvalsdeildarliði eins og Babel, Dossena og Lucas!

  33. Já er einhver hér sem er sammála Benitez að liðið hafi ,,nóg af framherjum´´ til að vinna þessa deild??….Hollenska undrið er að toppa sjálfan sig..og alltaf spilar hann…..ÆLÆL

  34. Hey hollenska undrið(Babel) er eini leikmaðurinn sem er með stöðugleika í liðinu… þ.e. leikur alltaf jafn illa 🙂

  35. tad er engin inn a vellinum sem virkilega vill og truir tvi ad lidid geti skorad mark.!

  36. Þessi leikur er hugmyndaDAUÐUR hjá Liverpool. Þetta er alger skelfing!

  37. Nú hef ég haldið aftur af mér lengur en ég mögulega get….

    …I´m stepping over to the dark side.

  38. Óska ManU mönnum til hamingju með meistaratitilinn… ótrúlegt að maður skyldi yfir höfuð eygja þá von að Liverpool myndi ná titlinum… hræðileg spilamennska, hræðileg stjórnun…. hræðilegt svekkelsi!

  39. Það er á hreinu að það þarf að gera eitthvað í þessu. Þetta er ömurlegt. Er Rafa í alvöru þessi snildar stjóri ? Ok frábært að vinna í Madrid en hvaða rugl er þetta að gera ekki unnið Boro, Stoke, Fulham, Hull og Wigan. Þetta er til skammar. Ég held að Rick Parry sé ekki vandamálið heldur Rafa Benitez.

  40. Rick Parry er vandamál. Án vafa.
    Benitez þarf að ræða eftir svona leik, en líka motivation þessara leikmanna sem léku. Það þarf bara fleiri heimamenn í þetta lið. Jay Spearing t.d. a móti Sunderland takk.

  41. já mér finnst að Benites ætti að fara það er skelfilegt að horfa á þetta lið leika í deildinni aftur á móti allt annað í CL hvað er málið, Rafa getur ekki skilið enska knattspyrnu það er máli. +Koma svo með Jose, maður með kraft og áhuga í hverju skori

Boro úti á morgun (upphitun)

Middlesbrough 2 – Liverpool 0