Rafa, samningamál og væntingar

Þetta tímabil hefur á margan hátt verið alveg stórskrítið fyrir okkur, liðið er búið að vera við toppinn allt tímabilið og hefur aðeins tapað einum leik í deildinni, eins erum við ennþá með í gullkálfinum sem hefur gefið okkur svo mikið undanfarin ár, meistaradeild Evrópu. Betri árangur heldur en við höfum átt að venjast undanfarin ár þrátt fyrir að samkeppnin sé arguably orðin þónokkuð harðari. Heima fyrir erum við, hræðilegt eins og það nú er, að berjast við ríkjandi Evrópu og Englandsmeistara sem hafa ekkert gert síðan þeir sigrar unnust nema bæta við sig fleiri 30 m.p. leikmönnum. Hitt liðið er svo það lið sem var HÁRSBREIDD frá því að einmitt sigra báðar þessar keppnir á síðasta ári. Ofan á það eru lið eins og Aston Villa og Everton farin að blanda sér mun meira í toppbaráttuna og Arsenal er þarna auðvitað ennþá.

Auðvitað hafa komið gríðarlega pirrandi leikir inn á milli þar sem maður ætlaðist til að við myndum nú drullast til að vinna, í það minnst reyna meira að vinna en enduðu sem jafntefli, en við höfum líka ansi oft náð í stig úr “töpuðum” leikjum og svo ekki sé talað um að við unnum nú bæði United og Chelsea…..sem þá hafði ekki tapað á heimavelli síðan….bara aldrei, svei mér þá það var orðið svo langt síðan.

Sex jafntefli á Anfield og tíu í heildina er auðvitað hrikalega svekkjandi,  en þegar farið er að tala um að reka stjórann (kem að því síðar) VERÐUM við aðeins að fara skoða hlutina í stærra samhengi. Fyrir það fyrsta höfum við tapað einum fokkings leik, og það var rán um hábjartan dag og gríðarlega ósanngjörn úrslit gegn Tottenham liði sem var á sinni einu siglingu það sem af er þessu tímabili. Við höfum þurft að spila að mestu án Torres, okkar langbesta og nánast eina striker. Gerrard hefur verið í meiðslum og slagsmálarugli sem hafa ekki hjálpað. Spænski herinn okkar átti afar langt og gott sumar sem kemur niður á þeim í ár ásamt því að Mascherano og Babel hafa ekki spilað nærri því að eðlilegri getu, líklega að einhverju leiti sökum fokkings OL …Í FÓTBOLTA ! (þvílíkt eindeimis bull sem það nú er).

Ofan á þetta má bæta því við að vinkona okkar, hún lukka, hefur verið að vinna sem au pair í Manchester borg undanfarið, ég er ekki að segja að árangur United í ár sé eintóm heppni, alls ekki, þetta er svakalega gott lið, en það hefur óneitanlega gjörsamlega allt gengið upp hjá þeim sem hugsanlega gat gengið upp undanfarið og þeir sigra þessa leiki sem við erum að gera jafntelfi í, þrátt fyrir að leikir liðana séu oftar en ekki andskoti svipaðir. Það er, þeir hafa verið heppnari en við og þ.a.l. betri, enda skapar maður nú oftar en ekki sína heppni sjálfur.

Þetta er meira pirrandi en hægt er að koma orðum að, en Liverpool liðið er engu að síður óneitanlega að nálgast þetta United lið og stendur nú þegar fullkomlega jafnfætis Chelsea og Arsenal….og rúmlega það.

Það er því þó nokkuð skrítið að þrátt fyrir þetta virðist á stundum sem manngarmurinn, Rafael Benitez geri aldrei nokkurn skapaðn hlut rétt, hann er ekki fullkominn og það er Liverpool ekki heldur en þolinmæðin og í sumum tilvikum traustið sem hann nýtur er bara allt of lítið.  Daginn fyrir einn stærsta leik ársins og bara síðari ára hjá Liverpool, Real Madríd á Santiago Bernabeu snúast flestar fréttir um það að Rafa verði næsti maður til að verða rekinn á Englandi, að hann sé að fara segja upp og í það minnsta að það sé ekki séns að hann verði við stjórnvölin í upphafi næsta árs !!! Veðbankar hættu að taka við veðmálum á það að hann yrði næsti stjórinn á Englandi til að fara, listar komu upp yfir væntalega arftaka þar sem Souness er meira að segja valkostur (hrollur). Eftir leikinn, þar sem hann btw. vinnur Real fokkings Madríd, lið í feikna formi (og eitt það stærsta í heimi) er þetta það fyrsta sem Willam Hill hefur um málið að segja (eins gott að við unnum).

Að öllum líkindum eru þetta allt saman getgátur og slúðurblaðamennska, Benitez sagði auðvitað strax eftir leik að hann væri ekki einu sinni að hugsa út í það að hætta og meira að segja Tom Hicks hafði vit á því að koma því fljótlega úr sínum herbúðum að Benitez yrði ekki rekinn á næstunni. En það sem fer í taugarnar á mér og það sem ég í raun skil ekki alveg er, afhverju í fjandanum við þurfum að lifa við þetta, hverju sem um er að kenna veit ég ekki, en mikið ofsalega mættu þessar sögusagnir nú deyja skjótum dauða.

Sigur á Real Madríd hleypir vonandi smá gleði í okkar menn.

Þá að líklega aðal uppsprettu þessara háværu sögusagna, samningamálum Rafa Benitez. Hann hefur núna fimm sinnum neitað uppkasti af nýjum samningi. The Times hefur m.a. þetta að segja um samningsviðræður Rafa:

The Americans agreed to offer Benitez a new contract before Christmas but the document remains unsigned. Sources close to Benitez have suggested that the Spaniard has reached agreement with the club on a number of occasions, only to find that, when the written contract arrived, it contained different terms than had been agreed verbally.

The owners have bowed to his requests for more control over transfer policy and the youth academy, but sticking points remain about the job security of his backroom staff and his concern at the delays in the decision-making process, given the dysfunctional relationship between the owners.

The internal politics of Liverpool have been tortuous since the American owners took over and Benitez has endured a difficult relationship with Rick Parry, the chief executive. The pair have been enbroiled in a power struggle which has worn down the manager. However, Benitez believes he is right and will not depart without a fight.

Margir áhugaverðir punktar þarna, trúi t.a.m. vel að kanarnir segi eitt og setji annað á blað í samningnum, en hef svosem auðvitað ekkert fyrir mér í því. Mín skoðun er sú að þessir blessuðu ullarhattar sem eiga klúbbinn eigi að fara að kröfum Benitez a.s.a.p. jafnvel þó þeir þurfi að bakka með eitthvað, hann hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær stjóri og það er klúbbnum lífsnauðsynlegt að um hann skapist friður þegar kemur að utanvallarvandamálum, eitthvað sem ótrúlega oft hefur þurft að rata í fjölmiðla eftir að kanarnir tóku við. Ef vandamálið er, eins og oft hefur verið haldið fram tengt Rick Parry og völdum hans þegar kemur að innkaupastefnu félagsins þá held á að allir geti verið sammála um að sá sem stjórnar liðinu sé sá eini sem er hæfur til að hafa final say í því.

Ég trúi ekki að Rafa Benitez hafi ekki í það minnsta svona 90% um það að segja hverjir eru keyptir til klúbbsins, en hann fékk í það minnsta, enn eitt árið, ekki þann mann sem hann vildi mest fá (Barry núna) og ef  Rick Parry ber einhverja ábyrgð á leikmannakaupunum fyrir þetta tímabil þá má hann vinsamlegast fara snúa sér að einhverju öðru.

Förum aðeins yfir þetta:

– Robbie Keane, stóru kaup sumarsins, þessi spennandi 20 m.p. leikmaður.  Engu að síður fær hann aldrei þetta 100% traust frá stjóranum, virtist ekki passa inn í leikskipulagið og er ótrúlegt en satt seldur aftur til baka á miðju tímabili á miklu minni pening. Eins og ég segi, ég trúi ekki að hann hafi verið keyptur án þess að Benitez hafi beitt sér fyrir því að svo yrði gert, en ég trúi því varla að hann hefði leyft honum að fara svona fljótt hefðu þetta verið hans óska big signing kaup fyrir tímabilið. Raunar skil ég enganvegin ennþá söluna á Robbie Keane og er afar ósáttur við þetta fíaskó.

– Andrea Dossena, fyrir það fyrsta þá er þetta stelpunafn, þar fyrir utan eru þetta fyrir mér jafn mikil vonbrigði og Robbie Keane kaupin, þessi leikmaður hefur verið vandræðalegur á köflum, virkar frekar þungur og alls ekki þessi blússandi vinstri bak sem við vorum að biðja um. Hann gæti komið til en mikið djöfull á hann langt í land.

– Degen, ekki nefna þessa lausn á hægri bakverðinum ógrátandi. Allir vildu nýjan hægri bak, einhverja sprengju sem væri sókndjarfari en Arbeloa og gæti í það minnsta leyst hann af, en nei það kom nýr Kewell, frábært.

– Albert Riera, það er ekki hægt að tala um hann sem slæm kaup, en hann er ekkert besti vinsti kanntur í heiminum. Þarf kannski meiri tíma til að aðlagast, engu að síður einu kaup sumarsins sem maður hreinlega skammast sín ekki fyrir.

– David N´Gog, enn einn krakkinn fyrir mér, ekkert hægt að dæma hann sem first team regular í ár og bætir sannarlega ekki miklu við þetta lið okkar.

Af þessari upptalningu að dæma verð ég nú að segja fyrir mitt leiti að ég er ekkert hissa á því að það sé eitthvað rifist um innkaupastefnu félagsins ! Ef það þarf að losna við Rick Parry til að bæta þessa hlið mála fyrir næsta tímabil þá þarf ekkert að ræða það neitt frekar hvað mig varðar.

31 Comments

  1. Flottur pistill hjá þér.
    Og það er ótrúlegt að þrátt fyrir að við höfum bara styrkt liðið með Riera á meðan að hin liðin hafa keypt menn í förmum þá hefur Benitez náð að gera frábæra hluti með liðið í vetur.

    Við misstum
    1. Peter Crouch
    2. Voronin
    3. Kewell
    4. Riise
    5. Scott Carson
    6. Steve Finnan
    7. Pennant

    Og eini nothæfi leikmaðurinn sem við höfum eftir sumarið er Riera og ég hef trú á þvi að ef við kaupum næsta sumar

    1. Hægri bakvörð sem er sterkar en Arbeloa
    2. Hægri kantmann sem er sterkari en Kuyt
    3. Sóknarmann sem myndi styrkja liðið

    með þessi kaup þá hef ég trú á að við myndum geta klárað svona leiki eins og við höfum verið að missa í jafntefli.

  2. Góð grein.
    Sammála að leikmannakaupin hafi alveg verið svona nett útað skíta í sumar.
    Ég fýlaði ekki Keane kaupin frá fyrsta degi. En jafn asnalegt að selja hann í janúar, því nú erum við eiginlega framherja lausir nema hann byrji að spila Babel eitthvað framar eins og hann gerði á móti Madrid. Mér finnst sjálfsagt að reyna á hann aðeins frammi.
    Verð nú að segja frá einu sem ég las einhversstaðar á einhverri síðu, líklega kjaftæði en engu að síður orðrómur sem einhver aðili postaði sem comment á einhverja Liverpool frétt. Hún hljómaði þannig að Benitez hefði náð að semja við Valencia um kaup á David Villa upp á 28m punda en þá greip Rick Parry inn í og það fór aldrei í gegn. “Allegedly the deal was scuppered by Parry who felt Benitez had intruded too far into his personal transfer fiefdom/area of responsibility on the pretext of expense and difficulties over personal terms.!”
    Þá kom Parry og talaði við Spurs og lét Robbie Keane kaupin vera að veruleika.
    Þið getið túlkað þetta á hvaða vegu sem er en sannar þetta ekki bara að Rick Parry á bara ekki heima þarna eins og þú segir.

    Allaveganna hvað varðar Benitez þá vona ég að hann verði áfram. Hann braskar svolítið í þessum smáatriðum, ég vona og held að hann skrifi undir áður en það verður of seint.

  3. Þessi stefna að koma einn klassaleikmann á ári í stað 3-4 miðlungsmanna verður að ryðja sér til rúms hjá Liverpool. Ef við hefðum sleppt öllum þessum kumpánum sl sumar og fengið Ribery og myndum fá Villa næsta sumar þá væri þetta allt í góðum málum og við líklegast á toppnum.

  4. Ég skil ekki þessa kana. Benítez á að vera löngu búinn að fá nýjan samning og sömuleiðis Daniel Agger. Mér finnst stundum eins og enginn hærra settur en Rafa innan Liverpool sé að vinna vinnuna sína. Miðað við velgengni liðsins á vellinum í vetur er allt bullið utan vallar alveg fáránlegt.

    – Villi

  5. Já magnað þegar talað er um gengið þetta árið og krafist þess að fá höfuð Rafa tvisvar til þrisvar í viku, helst á spýtu.

    Ansi fróðlegt að skoða t.d. gengið í deildinni í samhengi við lið Arsenal sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil. Það lið gerði engu að síður 12 jafntefli. Liverpool gæti vel verið undir 12 jafnteflum, ef við gefum okkur það að liðið hefur alltaf spilað best undir lokin, og þá munar jafnvel kannski bara einum til tveimur tapleikjum á liði Rafa og óumdeilanlega einu besta liði allra tíma. Núna er ég samt aðeins að benda á hversu stutt er á milli hláturs og gráturs í þessu öllu saman.

    Eina sem ég hef þannig séð að segja um þetta allt saman í stuttu máli: Gefið Rafa og Agger penna.

    Friður

  6. Hjartanlega sammála þessari færslu. Því miður, eins ósanngjarnt og það er, held ég að við losnum aldrei við svona fjölmiðlaumfjöllun um knattspyrnustjóra Liverpool, sama hver hann er, fyrr en sá aðili vinnur loksins deildina. Það er það eina sem getur lyft þessari pressu af klúbbnum bæði frá stuðningsmönnum og fjölmiðlum. Vonandi verður Rafa sá maður, því fyrr því betra.

  7. Því miður, eins ósanngjarnt og það er, held ég að við losnum aldrei við svona fjölmiðlaumfjöllun um knattspyrnustjóra Liverpool, sama hver hann er, fyrr en sá aðili vinnur loksins deildina.

    Ég er nú á því að ein góð leið til að koma í veg fyrir þetta sé nú að reyna að leysa sum af ágreiningsefnunum án þess að fjölmiðlar nái að sniffa það upp auðveldlega. Þarf það að leka í fjölmiðla í hvert skipti sem Rafa sendir boltan aftur til eigendanna í viðræðum um nýjan samning? Skil bara ekki hvernig það hjálpar liðinu á nokkurn hátt að leka því að hann hafi fimm sinnum ekki samþykkt nýjan samning.
    Það er ekki eins og hann renni út á morgun neitt.

  8. flottur pistill, min skodun er ad vid turfum annan Torres, mann sem getur klarad leiki, ekki menn eins og keane sem eru keyptir til ad leggja upp mork heldur mann sem getur SKORAD i hverjum leik … YNWA

  9. Góð grein

    Brúsi þú hittir naglan á höfuðið, Rafa og Agger eru þeir sem við þurfum að hlda, eins og það væri nú ekki nær að losa okkur við Dossena og Deggen, samt getur verið gott að hafa Deggen sem æfinga brúðu fyrir lækna liðið, það þarf jú að halda öllum í æfingu…. en svona án gríns það þarf að láta Rafa hafa 100 % yfirráð í leikmannakaupum og sölum ekki einhvern frímúrara (Rick Parry). Og svo er það með þessa kana bjána, geta þeir ekki drullast til að selja klúbbinn svo við getum farið að vinna titla og hætt að vera sífelt á forsíðum blaðanna….

  10. Sammála mörgu.
    Mér finnst þó á köflum þið og ég vera að gera of miklar kröfur til liðsins. Það er fyndið að fara núna yfir komnir/farnir listann og sjá að í raun erum við með sama liðið +Riera sem viðbót. Liðið er búið að losna við þennan fjórðasætis stimpil og er búið að bæta sig verulega í því að vinna stóru liðin. Og á næstum því sama mannskap sem þýðir að liðinu er að fara fram !
    Að vísu er “downsideið” af því að jafnteflisdraugurinn hefur gert vart við sig vegna þess að það vantar þennan annann stræker sem greinilega átti að vera í mr. 7 (Keane).
    Í öllu eðlilegu ástandi ættu Torres og Gerrard að vinna leiki en þó ekki þar sem þeir hafa verið meiddir til skiptis í vetur. Þessir tveir eru X factor gaurar sem geta upp á sitt einsdæmi klárað leiki sem þarf til. Og það verður að hafa þá báða inni 100% ef X faktorinn á að virka.
    Hafandi sagt þetta þá er það líka kostur finnst mér að Rafa er að sækja drengi í unglingastarfið (Leto, Plesis og El-Zar) og það verður að sækja menn þangað.
    Mitt mat er því: liðinu er að fara fram sem lið, þjálfunin er að virka og skipulagið að batna. Þetta er bara spurning að halda áfram, titillinn kemur e.t.v. ekki á þessu seasoni en það styttist í það.

  11. Ekki eyða krónu í leikmenn, heldur styrkja rannsóknir til að klóna fólk svo hægt sé að búa til 11 stk af Carra.

  12. Vel mælt!

    Ég tel að lykilatriði fyrir LFC sé að losna við Parry (sem virðist vera orðin staðreynd skv. frétt The Times Online).

    Ennfremur væri ekki verra að annað hvort núverandi eigendur selji eða láti þá sem eitthvað vit hafa á rekstri knattspyrnufélaga reka félagið.

    Hvað varðar leikmannakaup þá væri nú ekki leiðinlegt ef Rafa myndi einu sinni fá það back up sem hann þarf á leikmannamarkaðnum þe. fái leyfi (fjármagn) til að kaupa þá leikmenn sem hann telur vantar t.d. Barry í fyrra, Alves þar á undan o.s.frv.

    Við erum sterkari en í fyrra og ef ró myndast um félagið, Rafa kaupir þá leikmenn sem hann vill og við náum að halda þeim leikmönnum sem Rafa vill þá erum við klárlega tilbúnir í baráttuna á öllum vígstöðvum á næsta tímabili. Þetta eru mörg ef en hvað er annað hægt en að halda í vonina?

  13. Loksins. Vonandi er e-ð til í þessum skrifum. Parry er kýli sem þarf að stinga á.

  14. Ef að Rick Parry fer frá Liverpool í lok tímabilsins þá verður sá dagur jafn mikill gleðidagur og þegar dóttir mín fæddist.

    Maðurinn er krabbamein klúbbsins!

  15. Ekki get ég nú jafnað þetta við gleði fæðingu dóttur minnar en engu að síður þá eru þetta frábærar fréttir..

  16. Jæja þá er það staðfest og official síðunni, Rick Parry er á leiðinni útúr klúbbnum.

    Ohhhh Happy day!!!!!!

  17. Ehh, ég fékk gæsahúð þegar ég sá fréttina á official síðunni rétt í þessu. Lofar vonandi góðu m.t.t. Benitez og hans vinnu. 🙂

  18. Nú sannast hið fornkveðna….
    At the end of the storm
    Is a golden sky!!!

  19. Eigum við að ræða tímasteninguna eitthvað frekar ? :p

    Sannar það sem ég hef aldrei nokkurntíma haldið fram, kanarnir lesa síðuna :p

    Núna er bara að vona að þetta sé einhver lausn, þ.e. hvort Parry hafi verið eins slæmur og af hefur verið látið og hvort eftirmaður hans (eða nýtt skipulag) komi til með að reynast betur, ég hef trú á því.

  20. Góður pistill !!!
    Ég er sammála því að leikmannakaupin hafa verið frekar slök upp á síðkastið svo ekki sé meira sagt. Annars hef ég óskað eftir brotthvarfi Parry í langan tíma og get því ekki verið annað en verið himinlifandi yfir þeim fréttum sem er að berast frá Liverpool núna. Maðurinn hefur staðið sig svo illa í starfi að það mætti halda að hann sé á launum hjá Manchester United. T.a.m. markaðsetningin síðastliðin milljón ár. Ótrúlegt að sögufrægasta lið á Bretlandseyjum með aðdáendaklúbba í hundrað og áttatíu og eitthvað löndum komist ekki nálagt Real Madrid í sölu á varningi. En nóg af neikvæðni, verð reyndar að benda fólki á að ef ég man rétt þá sat Gillett hliðiná Peter Kenyon á leik Liv. og Chel. á Anfield um daginn, bara svona að rifja það upp. Smá samsæriskenning á föstudegi 🙂 alltaf gaman af þeim

    YNWA

  21. Sælir félagar.
    Góður pistill Babu og svo vildi ég bara óska mönnum til hamingju með brotthvarf Parrys. Farið hefur fé betra. Fussum svei bara 😉
    Það er nú þannig.

    YNWA

  22. Nú þarf bara nýja eigendur…….
    Það er kannski að verða sama hreinsun hjá Liverpool og í embættismannakerfinu á Íslandi:)

  23. Eins og allir varð ég fyrir vonbrigðum með Keane. En ég held að hann hafi sjálfur gefist upp á liverpool og viljað fara aftur til Tottenham. Þar með varð Rafa að láta hann fara. Það er ekkert gagn af leikmanni sem vill vera annars staðar.

Real Madrid 0 – Liverpool 1

Rick Parry hættir!