Landsliðakvöld

Gærkvöldið fullt af landsleikjum.

Reyndar byrjaði fjörið á þriðjudagskvöld þegar Andrea Dossena kom inná fyrir Ítali í hálfleik gegn Brössum. Brasilía átti allan leikinn fannst mér og Dossena komst ekki í takt þann tíma sem hann spilaði. Martin Skrtel lék svo þá allan leikinn fyrir Slóvaka sem töpuðu 2-3 fyrir Úkraínu í undanúrslitum “Kýpurmótsins”. Þeir lentu þá í að keppa um þriðja sætið í gærkvöldi og töpuðu þá aftur 2-3, nú fyrir Kýpur en ég finn hvergi upplýsingar um hvort hann lék þann leik líka.

Daniel Agger (sem virðist vera orðinn leiður á bekkjarsetu) spilaði í 90 mínútur fyrir Dani gegn Grikkjum í 1-1 jafntefli og Hyypia spilaði allan leikinn í 0-1 tapi Finna í Portúgal.

Yossi Benayoun heldur áfram að vera í fínu formi, hann skoraði sigurmarkið fyrir Ísrael í 1-0 sigri þeirra á Ungverjum. Dirk Kuyt og Ryan Babel skiptu með sér jafnteflisleik gegn Túnis (1-1), Dirk tók fyrri og Ryan þann seinni.

Javier Mascherano var svo fyrirliði Argentínu og lék 90 mínútur í öruggum 2-0 sigri í Frakklandi.

David Ngog skoraði fyrir U-21s árs lið Frakka og fjölmargir yngri mannanna aðrir léku líka.

En stærsti leikurinn var auðvitað í Sevilla þar sem Spánverjar kjöldrógu Englendinga í 80 mínútur en unnu ekki nema 2-0 sigur. Xabi stjórnaði ferðinni allan tímann, átti frábæran leik! Torres fór útaf á 60.mínútu, Arbeloa og Reina komu inn í hálfleik. Allir skiluðu sínu í leik sem leit vandræðalega út fyrir varnarsinnað trukkalið enskra. Væri algerlega til í að fjölga spænsku sveitinni á Anfield um tvo leikmenn. Sergio Ramos sýndi hvernig á að spila bakvörð í 4231 kerfinu og David Villa er frábær og vinnur gríðarlega vel með Torres.

Í enska liðinu léku 2 vel. Wright-Phillips kom ágætlega út og Glen Johnson átti fínan leik, sérstaklega sóknarlega.

En auðvitað mikilvægast. Engin meiðsli!

Myndin kemur frá World Soccer

36 Comments

 1. Gleymdir alveg Robbie Keane…. nei alveg rétt, hann spilar með Tottenham.

 2. Sælir félagar
  Glen Johnson er maður sem við áttum að kaupa í janúar glugganum. Ramos væri fínn en er örugglega kki til sölu við vitrænu verði. David Villa væri náttúrulega glæsileg kaup í sumar og Johnson að auki. Þvílíkt drulluflott lið værum við þá með. Á það ber að líta að Villa kæmi líklega ekki nema Rafa væri við stjórnvölinn. Og það fyrir metfé. Johnson mundi kosta 12 – 15 millur nema hann sé með 9 eða 10 millu ákvæði í samningi sínum sem mig minnir að hafa séð einhverstaðar.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. Sæl veriði.. Hvernig finnst ykkur með Agger, ætlum við bara að missa miðvörð sem við erum bunir að train-a upp í world class utaf samnings bulli og að hann fái ekki að spila, finnst Ageer personulega besti miðvörður liverpool. Benitez verður bara að láta agger, carra og skrtel skiptas á… við megum ekki missa agger sko, ekki gleyma þvi að okkar astkæri carra verður ekkert yngri sko.

 4. Sammála þér Sigkarl. Johnson væri flottur í Liverpool treyju, svo ég tali nú ekki um Villa. En ég er nú ansi hræddur um að Villa sé of dýr fyrir okkur því miður, en Johnson er alveg raunhæfur möguleiki.

  En mikið er ég feginn að enginn meiddist í gær. Svo eru 10 dagar í næsta leik þannig að menn ættu að vera úthvíldir og í standi til að flengja City… Bíð spenntur eftir þeim leik.

 5. Sammála Sigkarli um Johnson og Villa á sumardiskinn minn takk!!!
  Varðandi Agger er ég rosalega svekktur ef að hann ætlar að verða enn einn “grátkórsleikmaðurinn”. Að mínu mati hefur Skrtel spilað frábærlega í vetur og Carragher er auðvitað bara sjálfvalinn í liðið, svoleiðis er það bara. Vandi Agger er að komast í liðið og sýna það að hann sé í topp 2 sem hafsent. Enginn vafi að þar er frábær leikmaður, og morgunljóst að Rafa vill hafa hann, en við búum gríðarlega vel með hafsenta og það er raunveruleikinn.
  Kannski skiljanlegt þegar maður er í þeirri stöðu og AC Milan lofar manni byrjunarliðssæti að maður hugsi það, en ég vona að hann fái samning og svo sýni að hann sé maðurinn í hafsentastöðuna.
  Nema kannski að Rafa bara stilli upp þriggja manna varnarlínu…..

 6. Það er ekkert flókið, ég við höfuð Parry á silfurfati ef hann klúðrar því að bjóða Agger samning.

  Það er nú þannig 🙂

 7. Mér finnst að SSteinn eigi að fá hausinn á Parry hvernig sem fer með Agger og fleiri. 😉
  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Þetta er bara að mér finnst svo gaman að myndinni af mér svo ég set eina enn 🙂

 9. Sá nú ekki þessa leiki og er því með tvær fyrirspurnir.
  Hvernig spiluðu Torres og Villa saman í 4231? Sumsé hvar á vellinum spiluðu þeir? Og eru menn að sjá Glen Johnson fyrir sér í hægri bakverði eða hægri kanti? Ég persónulega sé ekki að hann sé betri kantmaður en t.d. Pennant og sé heldur ekki að hann sé betri en Arbeloa. En það er þegar hann spilar fyrir Portsmouth.

 10. Horfði á Spánn-England en missti þó af fyrsta korterinu. Torres spilar fremstur og Villa aðeins fyrir aftan. Torres er oft að taka hlaup til hliðanna (oftast vinstri) dragandi menn í sig og þá skýtur Villa sér inn að teignum um leið. Ef það koma stungur inn fyrir vörnina þá er Torres að elta þær. Reyna báðir að vera hreyfanlegir og opna svæði fyrir hvorn annan.

  Glen Johnson er með töluvert meira potential heldur en Arbeloa. Hann er hraðari, ákafari og á betri sendingar. Ég vil samt auðvitað fá Sergio Ramos í þessa stöðu en það er bara óskhyggja. Ef við fáum Glen Johnson á 7-8m punda yrðu það stórfín kaup og bættu liðið, gefandi meiri sóknarkraft og hraða á hægri kantinum.

  Englendingar spiluðu ekkert illa í gær en þeir mættu bara einni bestu miðju heims. Xavi stýrir þessu klukkuverki þeirra eins og úbersvalur hershöfðingi. Alveg ótrúlegt hvað þeir eru yfirvegaðir á boltanum og finna menn alltaf í fætur.

 11. Ef litið er fram hjá öllum sentimentalisma þá er það ekkert sjálfgefið að Carra sé byrjunarliðsmaður. Staðreyndin er einfaldlega sú að í meirihluta leikja þá höfum við ekkert með 4 varnarmenn að gera. Þar sem við vitum öll að það verður aldrei fækkað í vörn í þannig leikjum þá verður mjög mikilvægt að miðverðirnir séu vel spilandi. Það er Carra ekki, en Agger er það hins vegar mjög.

 12. Já, ég kýs að nýta mér þann rétt, að líta bara ekkert fram hjá neinum “sentimentalisma” þegar kemur að Carragher. 😉

  Insjallah…Carl Berg

 13. Þá þýðir heldur ekkert að væla þegar illa gengur ef menn ætla ekki einu sinni að velja í liðið á faglegum forsendum 🙂

 14. Það er tær geðveiki að missa Agger. Hann er fjölhæfur leikmaður sem er virkilega góður í fótbolta. Hugsanlegur millileikur í stöðunni er að láta hann spila vinstri bakvörð. Vandaðir miðverðir eru vandfundnir og það er glórulaust að missa kappann.

 15. Já, Kjartan, hefur þú mikið heyrt mig vera að væla þegar illa gengur ?

  Ég tel mig fyrst og fremst vera STUÐNINGSMANN Liverpool…ekki bara áhangandi… ég er stuðningsmaður, og það er mér til efs, að nokkur hér, hafi heyrt mig væla eða skíta yfir liðið þegar illa gengur.. þá finnst mér einmitt þvert á móti, tími til að þjappa sér saman og fylkjast um liðið. Ég hef ekki lagt mikið til málana hér, undanfarið, og það er af sérstökum ástæðum….en ég segi yfirleitt afskaplega fátt neikvætt um þennan klúbb, og styð klúbbinn hvort sem það er rigning eða sól… nú eða rigning eða súld, eins og verið hefur síðustu ár.
  Carragher er bara mænan í þessu liði að mínu mati, og það kemur bara knattspyrnuhæfileikum hans afskaplega lítið við.
  En ég geri mér þó grein fyrir því að Carra verður ekki þarna endalaust, og því finnst mér afskaplega mikilvægt að ná samningi við Agger, því fyrir mér er framtíðar miðvarðarparið okkar, Skrtel og Agger.
  En á meðan að Carragher spilar eins og han spilar, og hefur þessi áhrif á liðið, sem hann ennþá hefur… þá er hann fyrst maðurinn í liðið hjá mér…

  Ég kýs að útskýra það ekkert nánar.. enda eflaust ekkert hægt… Carragher er bara holdgervingur hins ekta Liverpoolmanns og berst til síðasta dropa.. og þó svo að hann komi boltanum ekki eins vel frá sér og margir aðrir í deildinni, þá kemur hann með vinkil inní liðið, sem ég vildi ekki vera án….
  Insjallah…Carl Berg

 16. Það hefur oft verið sagt að ef Gerrard er hjartað í Liverpool-liðinu er Carra sálin. Það þykir mér góð lýsing á mikilvægi hans (og þeirra beggja) fyrir klúbbinn. Það er líka mín skoðun að þegar þú ert á leiðinni í orrustu í do-or-die leik gegn einhverju af betri liðum álfunnar myndi ég engan leikmann í heiminum frekar vilja hafa í mínu liði en Carra. Engan. Mikilvægi hans í slíkum leikjum er svo mikið að þegar ég las fyrst að Gerrard væri meiddur og myndi mögulega missa af leiknum við Real á Santiago Bernabeau hugsaði ég fyrst með mér, „betra hann en Carra“.

  Hins vegar er það einnig staðreynd, eins mikilvægur leikmaður og hann er fyrir klúbbinn, að bæði Skrtel og Agger eru miklu betri boltamenn og spilarar upp völlinn en Carra. Carra er engan veginn lélegur í þessum hlutum, þótt háu sendingarnar hans undir pressu pirri mig endalaust mikið á köflum, en hinir tveir myndu einfaldlega teljast stórgóðir í þessu atriði á meðan hann er einungis ‘viðunandi’. Fyrir vikið vil ég alls ekki missa Agger og helst sjá hann og Skrtel fá að byrja að feta sig áfram smám saman og þróa með sér leikskilning. Öðlast reynslu saman sem okkar framtíðar miðvarðapar.

  Góður samanburður gæti verið t.d. hlutverk Gary Neville hjá United. Hann er enn fyrirliði klúbbsins en bæði meiðsli og aldur hafa tekið sinn toll svo að nú notar Ferguson Wes Brown (þegar hann er heill) og Rafael da Silva meira en fyrirliðann sinn, ef eitthvað er. Neville veit og skilur sitt hlutverk og heldur áfram að vera mikilvægur leiðtogi liðsins innan og utan vallar, þótt hans hlutverk sem spilari í liðinu hafi dvínað.

  Ég sé Carra fyrir mér í svipaðri stöðu hjá okkur. Að við eigum hann þegar á þarf að halda en eftir því sem næstu 1-3 árin líða muni hlutverk hans minnka smám saman. Það meikar líka mest sens að minnka leiðtogahlutverk hans á vellinum hægt og bítandi svo það sjokkeri ekki liðið of mikið þegar hann hverfur alveg af grasinu og leggur skóna á hilluna. Þess vegna væri að mínu mati algjört glapræði að ætla að leyfa Agger að fara núna af því að Carra og Skrtel verða að spila alla leiki.

  Ég myndi t.d. vilja sjá Rafa splitta næstu tveimur leikjum okkar. Ég myndi vilja sjá hann nota Skrtel og Agger saman gegn City á heimavelli í deildinni, þar sem við fáum væntanlega að sjá enn einn varnarmúrinn reistan gegn okkar mönnum, en svo að sjálfsögðu yrði Carra fyrsta nafn á blað fyrir útileikinn gegn Real.

  Mikilvægur leikmaður, sál liðsins og leiðtogi innan og utan vallar, en okkur hefur gengið illa að vinna minni liðin sem reisa varnarmúr og bíða eftir að Carra dæli háu boltunum fram á við. Það má alveg leyfa Agger að koma með sína spilamennsku inn í slíka leiki.

 17. #17
  Ekkert skot á þig ætlað í því sem ég sagði. Enda man ég ekki hverjir eru “neikvæðir” og hverjir “pollýönnur” af öllum sem kommenta hér 😉

  #18
  Í engu sem ég sagði fólst neitun á að Carra væri mikilvægur fyrir liðið. Ég myndi t.d. stilla honum upp í do-or-die stórleik í meistaradeild eða í stórum deildarleik. Hins vegar, eins og kom fram í fyrsta kommenti mínum, þá myndi ég sjaldan stilla honum upp gegn minni liðunum af sömu ástæðum og þú svo tiltekur. Þannig kemst ég að þeirri niðurstöðu að Carra eigi ekkert að vera sjálvalinn í byrjunarliðið.

 18. #19 til þess að carra geti leikið þessa 6 – 10 do or die leiki á ári á fullum krafti og eins og við viljum hafa hann, þá þarf hann líka að spila þessa minni leiki. Einfaldlega til að halda sér í leikæfingu.

  En mikið er ég sammál ádáðun á Sergio Ramos. Ég segi, engan Glen Johnson, engan Villa heldur eyða bara öllum peningnum í Ramos. Hann gæti sótt eins og hann vildi með Kuyt á kantinum hjá sér. En Vill myndi bara vera fyrir Gerarrd eins og Keane.

 19. #20
  Þetta er ekki tvíundarkerfi, on eða off, 0 eða 1, allt eða ekkert. Ég er ekki að tala um að Carra eigi ekki að spila neina leiki nema 6-10 þesslags leiki á ári. Það sem ég sagði var að hann ætti ekki að vera sjálfkrafa byrjunarliðsmaður undantekningalaust.

 20. Ætli það sé séns að fá David Villa í sumar? Hann virðist vera the real deal þessi náungi, sýndi það gegn Englendingum og myndi sennilega bara smellpassa eins og Torres í deildina.
  Þó það kæmi enginn nema hann í sumar væri ég ánægður, en Villa + Glen Johnson eins og nefnt var að ofan væri ennþá betra.

 21. Auðvitað væri Sergio Ramos betri en Glen Johnson en ég held að hann sé bara ekki í boði fyrir neitt lið.

 22. Takk fyrir þetta Sölvi.
  Varðandi Carragher þá hefur Kjartan greinilega hætt sér á sund á meðal hákarla. Að minnast á að Carragher sé tekinn út úr liðinu hljómar eins og guðlast meðal margra Liverpoolmanna. En ég tek samt sem áður undir skoðanir hans. Carragher hefur á köflum ekkert leikið allt of vel í vetur, það sama má segja um Agger og Skrtel. Bara kalt mat. Og Agger er mun betri en hann í að bera upp boltann og gefa góðar langar sendingar, ekki lélegar langar sendingar. Þess vegna má alveg hvíla Carragher í, ja…kannski 5-6 deildarleikjum á heimavelli þar sem við þurfum meiri hæð í horn og aukaspyrnur og ekki er þörf á baráttuanda hans en frekar tækni Agger.
  Hins vegar er alveg ljóst að hann er okkar besti og stabílasti varnarmaður, hann drífur menn áfram og er ómetanlegur móralskt. Þess vegna er hann yfirleitt fyrsti maður á blað og á að vera það. En stundum má hann hvíla.

 23. Sælir félagar
  En talar Carl Berg út úr mínu hjarta. Tek að fullu undir með honum og KAR. Við vitum auðvitað að Carra er ekki ailífur – því miður. Og að því mun koma að hann yfirgefur sviðið – því miður.

  En það er engin tilfinningasemi að átta sig á hversu mikilvægur leikmaður hann er. Og enn sem komið er getur enginn komið í hans stað. Vælið í Agger vegna þess að hann fær ekki að spila nóg, sýnir að mínu mati að hann er ekki komandi staðgengill Carra.

  En Skrtel gæti orðið það. Hann er ódrepandi og veit ekki hvað það er að væla. Ég tel að hann verði ævarandi þakklátur og hamingjusamur fyrir að hafa fengið tækifæri til að spila hjá besta klúbbi í heimi. Þar af leiðandi gæti hann orðið með tímanum nýr Carra.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 24. Dóri # 20. Þú segir “En Villa myndi bara vera fyrir Gerarrd eins og Keane”.

  Ertu sem sagt að segja að Keane og Villa séu í sama gæðaflokki?

  Ég get lofað þér því að ef Villa væri í Liverpool væri hann ekki fyrir neinum. Þetta er einn af betri strikerum í boltanum í dag og við gætum virkilega notað hann. Auk þess smella hann og Torres mjög vel saman, eins og við höfum séð með spænska landsliðinum.

  En hvort við höfum efni á honum er annað mál, ég efa það því miður. Chelsea, United, Real, City og fleiri fara létt með að yfirbjóða okkur launalega séð. En það má vona

 25. Og ég tek heilshugar undir með Carl Berg, Krisjáni Atla og Sigkarli með Carra. Vörnin er aðalsmerki Liverpool, og hann sér um að stjórna henni. Því er hann að mínu mati einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. En hitt er líka rétt að hann á ekki mörg ár eftir og þess vegna finnst mér mikilvægt að halda í Agger, sem hefur alla burði til að verða lykilmaður í þessu liði.

 26. Má ég spyrja þig Kristján Atli, hvort heldurðu að sé verra að missa Carra eða Gerrard í meiðsli í heilt tímabil? Heldurðu að Liverpool sé líklegra til að vinna deildina eða CL þegar Carra er heill en Gerrard meiddur, en þegar dæminu væri snúið við? Telurðu að það sé miklvægara fyrir Liverpool að hafa Carra að tuddast vörninni í staðinn fyrir Gerrard á miðjunni með sín 20 mörk og annað eins af stoðsendingum? Nei, ég bara spyr. Hvort ætli það veiki liðið meira á móti Real Madrid að henda Carra á bekkinn og setja Agger eða Skrtel inn í staðinn, eða henda Gerrard á bekkinn og setja Masch eða Lucas inn í staðinn?

  Stuðningsmenn annara liða segja oft að við púllarar séum blindir á getur Jamie Carragher. Þvílík fjarstæða!

 27. #25 og 27

  Sé ekki að hvorugur sé ósammála því sem ég og nokkrir aðrir vorum að segja.

  “Vörnin er aðalsmerki Liverpool, og hann sér um að stjórna henni. Því er hann að mínu mati einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins.”

  Einmitt, þess vegna er sérstaklega búið að tala um að hann sé mikilvægur í stórum leikjum þar sem mun liggja á okkur eins og núna á móti Real, Chelsea, United etc.

  “Vælið í Agger vegna þess að hann fær ekki að spila nóg, sýnir að mínu mati að hann er ekki komandi staðgengill Carra. ”

  Er ekki skiljanlegt að Agger væri ósáttur þegar hann sér að Carra er valinn í liðið sjálfkrafa nánast óháð aðstæðum og hvernig hann er að spila? Og fyrst það er verið að tala um væl, erum við þá að tala um sama Jamie Carragher og hætti með landsliðinu því honum fannst hann ekki metinn að verðleikum þar?

  Ég elska Carragher fyrir allt sem hann hefur gert og eiginleika hans sem leikmanns og persónu innan vallar sem utan. Hins vegar þá er ég nógu raunsær til þess að láta það ekki blinda mér sýn á galla hans og hvernig sé hægt að bæta liðið, með eða án hans.

 28. Frekar undarlegt að menn séu að rífast um Carra, af öllum leikmönnum. Ojæja.

  Halli (#28) – ég var alls ekki að gefa í skyn að Carra væri mikilvægari leikmaður en Gerrard, og þá síst af öllu yfir heilt tímabil. Ég var einfaldlega að segja að leikir eins og t.d. útileikir í útsláttarumferðum Meistaradeildarinnar eru sniðnir að eiginleikum Carra sem knattspyrnumanns og að mínu mati er hann okkar mikilvægasti leikmaður í slíkum leikjum. Auðvitað er Gerrard ekki síður mikilvægur og ég var ekki að gefa það í skyn að hann væri það ekki, ég sagði bara mína skoðun sem er sú að ef ég gæti aðeins valið annan þeirra í mitt lið fyrir leikinn á Santiago Bernabeau yrði Carra fyrir valinu og Gerrard hvíldur. Við þurfum bardagamanninn í orrustuna.

  Bara mín skoðun.

 29. Fair enough Kristján. Ég þori samt að fullyrða það að Juande Ramos og félögum væri slétt sama þó Carra væri meiddur, en þeir yrðu gífurlega sáttir ef Gerrard myndi ekki geta tekið þátt í þessum leikjum. Ég er nokkuð viss um að Huntelaar og Raul sjá nákvæmlega engan mun á því að þurfa að kljást við Skrtel, Agger eða Carragher, enda ekki mikill styrkleikamunur á milli þeirra að mínu mati. Hinsvegar væru varnar og miðjumenn Madrid dauðfegnir að sleppa við að mæta Gerrard, enda himin og haf á milli þess að hafa Lucas eða Masch á miðjunni í stað hans. Mikilvægi Carra fyrir Liverpool er mikið, en það er ekki einu sinni sambærilegt við mikilvægi Gerrard eða Torres. Mín skoðun.

 30. Maður þarf að fara á leik með Liverpool t.d á Anfield til að átta sig á mikilvægi Carra í þessu liði. Hann stjórnar leikmönnum frá öftustu línu til þeirrar fremstu, öskrar leikmenn í stöður allan leikinn og lætur engan komast upp með að slæpast inn á vellinum. Auk þess er Carra með gríðalega góðan leikskilning og staðsetur sig frábærlega, hvað oft höfum við séð hann koma á ferðinni og redda bakvörðum okkar, mjög oft.

  Það getur verið að Gerrard sé með fyrirliðabandið en hinn raunverulegi leiðtogi inn á vellinum er Carra, hann er fyrstu til að láta dómarann heyra það ef hallar á Liverpool á dómgærslu, hann er fyrstur til að bakka um sína leikmenn ef þeir lenda upp á kant við mótherjana. Hann gefur 120% í hvern leik og gefur ekki tommu eftir fyrr en heim er komið (vonandi).

  Það er ekki að ástæðulausu sem menn eins og Terry eru að hrósa Carra og talandi um hversu vanmetinn hann er sem fótboltamaður. Leikmanni eins og Carra sem eru líf og sál liðsins er ekki hent inn og út úr liðinu. Það myndi eins og bent hefur verið á hér að framan skapa mikinn óstöðuleika í varnarleik liðsins því hver á þá að stjórna varnarfærslum þess.

  Að auki finnst mér Carra hafa verið að bæta leik sinn í uppspilinu, en í hnotskurn er hann breskur varnarmaður að bestu gerð og þeir eru nú fæstir þekktir fyrir mikla boltalipurð.

  Kv
  Krizzi

 31. Halli, Huntelaar er eitthvað lítið að fara kljást við Carragher eða aðra varnarmenn í meistó

 32. Góður punktur hjá #33 enda Huntelaar ekki skráður í CL 🙂
  Lítur jafnvel út fyrir að hann verðir seldur strax aftur.
  Real Madrid=best rekni klúbbur í heimi…

 33. Ég vil bara minna menn á að það hefur enginn leikmaður LFC skorað fleiri sjálfsmörk heldur en Carragher ,svo að sumir hér mættu nú aðeins kæla á sér hausinn áður en þeir ausa hann lofi. DAgger er einfaldlega langbesti hafsentinn til að sækja fram á völlinn hjá LFC síðan Alan Hansen spilaði þarna svo að ég skil það vel að hann sé hundfúll með sína stöðu og segist vera búinn að fá nóg. Hann veit eins og aðrir sem fylgjast með LFC að stjórinn er þrjóskari en andskotinn og mun ekki líða þetta komment svo að nú fer hann alveg örugglega í vor til Milan og það er slæmt fyrir klúbbinn. En sýnir okkur að Agger er með kúlurnar á réttum stað.

 34. Eru menn eitthvað ruglaðir hérna tala um að taka carra úr liðinu til að koma agger inn í liðið.En ég er alveg sammála um það að við eigum að gera allt til að halda agger en þá á kostnað skirtel þeir geta bara skipt tímanum á milli sín. Og Tommi það skiptir engu máli hvað carra er búin að skora mörg sjálfsmörk það vita allir mikilvægi hans í liðinu og mér finnst þessi umræða alveg fáranleg, carra og gerrard eru lang mikilvægustu menn liðsins meira segja mikilvægari en besti framherji í heimi hann torres okkar.

  Og liverpool eiga að gera allt til að reyna ná í villa því það er maður sem mundi smellpassa inn í liðið. Þó maður haldi hann sé allt of dýr fyrir okkur
  en segjum að Benitez fái að eyða peningunum fyrir keane og kannski selja dossena, degen og bæti við svona 15mills eigum við möguleika að fá villa það er díll sem ég mundi glaður vilja sjá.

Ýmislegt

Bleeeeh