Everton í bikarnum á morgun.

Á morgun mætir Everton aftur á Anfield á innan við viku og trúi ég því ekki að við getum spilað eins illa tvisvar sinnum á svona skömmum tíma. En þetta er nýr leikur og reyndar ný keppni þar sem þetta er 4. umferð FA Cup. Í vikunni hefur mikið verið rætt um hugsanlega sölu á Liverpool til einhverra olíufursta frá Kuwait (sem reyndar neyta öllu saman) sem og vitanlega að Gerrard hafi mætt í réttarsal á föstudaginn og lýst yfir sakleysi sínu.

Ég vona að menn hafi nú samt getað einbeitt sér að æfingunum og undirbúið sem fyrir þessa viðureign því. Talið er næsta víst að Everton stilli upp sama liði og á mánudaginn var á meðan Liverpool er líklegt til að gera einhverjar breytingar. M.a. er rætt um að Cavalieri muni leysa Reina af í markinu sem og að Mascherano komi inn aftur. En ég ætla að spá þessu liði:

Cavalieri

Arbeloa – Skrtel – Carragher – Dossena

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Bekkur: Reina, Aurelio, Hyypia, Keane, Riera, Lucas, Benayoun.

Ég gef mér það að Arbeloa sé klár og að Dossena fái tækifæri í fjarveru Insúa. Hyypia fái kærkomna hvíld á meðan Skrtel þarf að sanna sig hið fyrsta eftir vondan leik á mánudaginn og að Babel fái tækifæri frá upphafi. Hugsanlega byrjar Keane í stað Torres en eitthvað segir mér að Fernando Torres þurfi einnig að spila sig í gang. Spurning hversu mikla áheyrslu Rafa leggur á bikarkeppnina.

Ég trúi því ekki að Liverpool geti spilað tvo vonda leiki í röð gegn Everton og þar með verði sigur reyndin á morgun þótt hins vegar ég hefði frekar kosið sigur í deildarleiknum. Það eru allir klárir hjá Liverpool nema hvað Insúa er að spila með yngri landsliði Argentínu og Agger er ennþá meiddur.

Keane gæti haft gott af því að spila í þessum leik og vonandi skora þar sem hann virðist rúinn öllu sjálfstrausti á meðan kantmennirnir okkar eru misjafnir. Arbeloa er vonandi kominn á fullt skrið og er það mikilvægt því Carragher – Kyut hægra megin er ekki optimal lausn.

Ég spái okkur að sjálfsögðu sigri og það nokkuð öruggum, 3-0. Ég hef trú á því að menn eins og Torres, Gerrard, Keane, Babel, Skrtel o.s.frv. vilji bæta um fyrir slakan leik um daginn og að allt liðið er 110% klárt í þessa baráttu. Ég sé Skrtel og Gerrard skora í fyrri hálfeik á meðan Torrres setur eitt rétt áður en hann er tekinn útaf fyrir Keane.

Áfram Liverpool og njótið þangað til leikurinn hefst að lesa viðtal við Mr. Liverpool!

42 Comments

 1. Mér er nokkuð sama um þessa bikarkeppni í ár, vona að Babel fái sénsinn og það gangi eitthvað upp hjá honum. Væri fínt að fá hann í gang. Sama með Keane.
  Er búinn að hugsa það fram og til baka af hverju það gengur svona illa hjá Keane en fæ enga niðurstöðu, væri fínt ef hann gæti byrjað nýtt líf á morgun.

 2. Ég ætla að vera ósammála hérna, aldrei þessu vant. Ég efast reyndar um að Benítez sé sammála mér, en ég held að Liverpool ætti að leggja hvað mesta áherslu á bikarinn að þessu sinni. Sérstaklega þegar um er að ræða derby-leik. Kemur ekki til greina af minni hálfu annað en að hafa Reina í markinu og Torres frammi. Það á einfaldlega ekkert að gefa einhverjum séns sem eiga hann ekki skilinn. Sumsé sterkasta mögulega lið, sem þýðir Keane út, Mascherano inn. Arbeloa inn ef hann er heill. Hyypia og Carragher í haffsentinum. Ég vil sjá do or die attitude hjá mínum mönnum, brjálaða baráttu, tæklingar og fjör.

 3. Ef að Kuyt byrjar inná.. þá þarf Benitez pott þétt að fara í aðra aðgerð!

 4. Flott upphitun Maggi Aggi Maggason (frumlegt) ;p

  Ég held og vona að Keane byrji þennan leik, líklega í 4-4-2 kerfi með Torres frammi eða þá í 4-2-3-1-1 á kostnað Gerrard/Torres.
  Það er samt töluvert erfitt að geta sér til um byrjunarlið þar sem Keane, Lucas, JM, Benayoun og Babel gera allir tilkall til að byrja þennan leik ásamt Cavallieri.

  p.s. og Grétar farðu nú að róa þig í þessu Kuyt röfl og taktu þátt í því með okkur að reyna að lyfta commenta-kerfinu upp aftur. Það vita flestir þitt álit á Kuyt og mjög margir eru sammála þér upp að vissu marki (þó þú sért einn um að kalla hann fokkings fávita ef ég man rétt), en það er leiðigjarnt að fara alltaf út í svona óþroskaða umræðu.
  Þegar ég er kominn með leið á Kuyt umræðu þá er nú mikið sagt 😉

 5. Grétar, eins “skemmtilegt” umræðuefni og Dirk Kuyt er, eigum þó ekki að reyna halda því frá þessum þræði?

  Ég vil þetta byrjunarlið á morgun:

  Cav
  Arbeloa-Skrtel-Carra-Aurelio
  Mascherano-Gerrard
  Babel-Keane-Rieira
  Torres.

  Cavalieri virkar á mig sem ágætur markmaður og ég vil sjá meira af honum. Reina hrósar honum í hástert og segir að hann eigi skilið séns. Markmaður sem kostar 4m hlítur að geta eitthvað. Þó mér finnist Pepe Reina besti markmaður í heimi(telst þetta ekki sem jákvætt Maggi?:p) þá vil ég samt sjá Cav fá séns. Ég vil Keane í gang og vill því að hann fái nokkra leiki með Torres. Þetta er deadly leikmaður ef hann kemst á skrið og hann hefur ekki ennþá fengið alvöru séns með Torres, ég vil að hann fá það í næstu leikjum. Ástæðan fyrir því að ég er ekki með Alonso inni, eins mikill aðdáandi Alonso og ég er, er einfaldlega sú að ég vil Keane inn og þá þarf Gerrard að fara niður og ég vil sömuleiðis Masch í þennan leik til að éta þessa bláu aula…Alonso gæti þó hugsanlega komið inn fyrir hann. Alonso hefur gott af því að fá hvíld einn leik, hann var einnig ekkert sérstaklega góður á móti Everton um daginn, but then again, það var enginn neitt sérstaklega góður í þeim leik. Alonso er þó klárlega í mínu sterkasta X1 þó hann ég seti hann ekki í óskaliðið mitt fyrir morgundaginn.

  Babel/Kuyt skiptingin held ég að þarfnist lítillar útskýringar. Okkar kantmenn eiga fyrst og fremst að halda bakvörðum Everton við efnið, ekki að reyna halda þeim í skefjum.

 6. Spurning hvað Rafa ætlar að leggja mikla áherslu á bikarinn ? Common ef þetta á að kallast stórlið þá eiga þeir að stefna að sigri í öllum keppnum. Ekki bara einblína á eitthvað eitt. Það kallast metnaðarleysi…………

 7. hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik :S eitthvað segir mér að það verður hörð báratta og leikurinn endi 1-0 fyrir öðru hvoru liðinnu, ég hafði virkilega góða tilfinningu fyrir síðasta leik svo kannski rættist eitthvað úr þessu, Blessunarlega séð þá er ég ekki með stöð 2 sport þannig að ég þarf láta leikinn hafa áhrif á skapið mitt:D

 8. Við þurfum að stilla upp okkar sterkasta liði. Það þýðir ekkert annað gegn Everton sem verða, eins og alltaf gegn Liverpool, alveg dýrvitlausir. Ég vil gjarnan sjá Liverpool fara alla leið í bikarnum en það er ekki síður mikilvægt að koma liðinu aftur á sigurbraut eftir jafnteflin í deildinni að undanförnu.

  Ég fékk mjög sterkt á tilfinninguna eftir 1-1 leikinn gegn Everton að Liverpool væri að fara að gefa eftir í toppbaráttunni. Það má alls ekki gerast. Ég vil sjá liðið í baráttunni fram í apríl hið minnsta og helst auðvitað ná sigri í deildinni þó að ég hafi reyndar alltaf verið vantrúaður að það. Hver leikur skiptir máli og við eigum að nota þennan bikarleik til að gíra menn upp í baráttunni sem framundan er. Og hvað er betra til þess en að rúlla yfir helv&#%# Bláliðana!

 9. Sælir félagar
  Fín upphitun og góð spá.
  Mér líst vel á uppstillingu Benna Jóns. Þrátt fyrir leiðinlega Kuyt umræðu verður að segja að það er allt í lagi að prófa einhvern annan. Þó Babel hafi ekkert sýnt í vetur verður að láta drenginn leika eitthvað og reyna að koma honum í gang. Það sama á við um Keane.
  Ég hefi góða tilfinningu fyrir þessum leik og styð pistilhöfund í spá hans. 3 – 0
  Það er nú þannig.

  YNWA

 10. Þetta verður höruleikur. Everton skorar bara á einn veg, það er úr föstum leikatriðum. Þar af leiðandi verður Liverpool að forðast að gefa hornspyrnur og aukaspyrnum í kringum teiginn.
  Það verður ekki mikið af mörkum 1-0 öðruhvoru meginn eða 1-1 gætu verið sennileg úrslit.
  Kemur ekkert annað til greina en að stilla upp því allra sterkasta. Vil sjá Babel byrja á kostnað Riera eða Kuyt. Gerrard og Alonso á miðjunni. Arbeloa inn – Skrtel út. Keane frammi með Torres.

 11. ókei þá.. Kuyt er frábær leikmaður! þriðji besti leikmaður liverpool í fyrra.. alveg einstakur!

 12. Síðasti leikur var nú svo lélegur að þetta hlýtur að verða skárra núna. En ég vona að Agger komi inn í staðinn fyrir Skrtel sem mér fannst vægast sagt lélegur á móti Everton og svo verður að hafa Alonso og Meshcerano saman og Gerrard frammi með Torres sem verður að fara að skora til að liðið byrji að vinna leiki aftur.

 13. Rafa er að rústa Keane, búinn að brjóta hann niður og skemma leikgleðina hjá honum. Vill sjá 11 bestu inná. Reina,Arbeloa,Carra,Agger,Aurelio,Babel,Gerrard,Alonso,Riera,Keane,Torres…. Þá verður þetta Easy, en ef Kuyt,Skrtel,Dossena,Cavalieri,N’Gog,Lucas og fleiri verða með að þá held ég að Everton fari í 16-liða úrslitin.

 14. Verð að segja að ég treysti Cavalieri alls ekki til þess að spila þennan leik er frekar slakur grejið eins og reyndar allir Brasilískir markmenn. Svo er ég sammála Rush að láta Keane spila næstu 5-6 leiki. ekki taka hann alltaf af lífi andlega ef vel gengur. Verðum að vinna svo einfalt er það þó að ekki væri nema bara til að fækka löngum og leiðinlegum commentum hér ; ) er bjartsýn eins og ávalt. Áfram Liverpool

 15. Henda varaliðinu í þennan leik, skiptir engu máli og óþarfi að láta trítilóða Everton-menn tækla lykilmenn í meiðsli.

  Auk þess legg ég til að öll komment sem innihalda orðið “Kuyt” verði sjálfkrafa moderate-uð….

 16. Komin með nóg af þessari svartsýni, þetta verður öruggur 2-0 sigur þar sem við spyrjum okkur “Af hverju spiluðu þeir ekki svona í deildarleiknum”.

  Torres og Riera með mörkin

 17. Tek undir með Eyþóri, full ástæða til bjartsýni. Ég spái 2-0 í hörkuleik. Gerrard skorar úr víti sem Torres fiskar, og Kyut skorar svo seint í seinni hálfleik til að loka dæminu..

 18. Við bara hljótum að skulda þessu Everton-liði ærlega refsingu eftir að hafa álpast til að leyfa þeim að stela stigum af okkur á mánudaginn. Það bara verður að hefna fyrir það …

  Meira hef ég ekki um þennan leik að segja. Drullustressaður en hlakka jafnframt til. Bikarleikir gegn Everton eru bara ávísun á styrjöld.

 19. Þettað er alvöru bikarinn og þá eiga alvöruleikmenn að spila, tökum þettað 3-0 og hana nú. 🙂 :0)

 20. Hiddink góður.

  Við vinnum þennan leik, spái því að Keane fái séns og nýti hann. Menn mæta vonandi dýrvitlausir til leiks eftir aukaspyrnuslysið í lok síðasta leiks. Rafa ætti að stilla upp nákvæmlega sömu vörn og þá og láta menn bæta fyrir mistökin. Annars býst ég ekki við mikið af færum í leiknum svo menn verða að nýta það sem gefst, þetta verður stríð!!

 21. Eg vona ad hann spili ekki tetta 4-4-2 kerfi sem hann notadi i sidasta leik. leyfa gerrard ad vera i holuni fyrir aftan torres og ad hann turfi ekki ad vera mikid i varnarhlutverki. Svo vil eg sja babel a haegri og riera a vinstri.

  Eg spai 3-1 fyrir liverpool.

 22. Sælir félagar
  Eru menn ekki komnir með uppstillinguna á liðinu? Það verður fróðlegt að sjá hana. Ars í vandræðum með Cardiff enda með tóma kjúklinga í byrjunarliðinu. Þeir eru samt byrjaðir að skipta kanónunum inná.
  Í okkar leik vil ég fá sóknar- og siguruppstillingu.

 23. Með fullri virðingu fyrir Arsenal en ef maður miðar við lið þeirra síðustu ár að þá er varla hægt að tala um að þeir eigi einhverjar kanónur í dag.

 24. The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Skrtel, Mascherano, Alonso, Kuyt, Babel, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri,Hyypia, Riera, Aurelio, Benayoun, Lucas, Ngog.

 25. liðið komið:
  The Liverpool team in full:
  Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Skrtel, Mascherano, Alonso, Kuyt, Babel, Gerrard, Torres.
  Subs: Cavalieri,Hyypia, Riera, Aurelio, Benayoun, Lucas, Ngog.

  Lítur vel út. Keane ekki í liðinu einu sinni.

 26. Keane ekki í hópnum -.- Vona að hann sé meiddur, trúi ekki að Ngog sé komin framar í röðina… Annars sterkt lið, að Dossena frátöldum

 27. Sælir félagar
  Takk Páló. Menn eins og Adebajor (hvernig svo sem á að skrifað það) eru auðvitað kanónur á allra mælikvarða.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 28. Ég var að lesa það á einhverri Everton síðu að Arteta væri ekki í hóp vegna meiðsla. Vona að það sé satt (ekki það að ég voni einhverjum meiðslum, er bara alltof hættulegur í þessum leikjum).
  Áfram Liverpool.

 29. Þó Adebayor sé vissulega nothæfur sóknarmaður að þá er þetta lið ekki svipur hjá sjón miðað við það sem Arsene hafði áður úr að moða. Persónulega finnst mér þessi “kjúklingastefna” hans ekki vera að skila nærri nógu til þess að hafa verið dásömuð svona í gegnum tíðina.
  Þó ber að geta þess að þessir drengir eru enn ungir og hafa flestir möguleika á að verða betri, bara spurning hvort að það væri ekki árangursríkara að blanda þessum kjúklingarekstri með reynslu.

Nýir Arabar hugsanlega að kaupa klúbbinn?

Liðið gegn Everton