Dregið í 32-liða úrslit: EVERTON!

Nú rétt í þessu var að hefjast dráttur í 32-liða úrslit enska bikarsins og fyrstu tvö nöfnin sem komu upp úr hattinum voru eftirfarandi:

* Liverpool
* Everton

Jamm. Við eigum Everton á Anfield í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Skemmtilegt. 🙂

**Uppfært:** Mér skilst að leikdagur sé laugardagurinn 24. janúar, en við eigum Everton einmitt á Anfield í Úrvalsdeildinni mánudaginn 19. janúar kl. 20:00. Okkar menn fá því að rassskella þá bláu tvisvar á Anfield með aðeins fimm daga millibili. Það ætti að verða athyglisverð vika.

17 Comments

  1. Get nú ekki sagt að ég sé ánægður með þann drátt, altaf skíthræddur við stór meiðsli þegar við spilum við Everton. Setja varaliðið í FA cup. Og einbeita sér af PL & CL

  2. Algjör snilld að fá derby leik á Anfield í bikarnum! Verður erfitt en þeim mun skemmtilegra að vinna bikarinn í maí.

  3. YNDISLEGT… get varla beðið eftir þessum leikjum 🙂 Verð í Houston Texas, ætla rétt að vona að ég geti séð þá BÁÐA ho ho ho

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

  4. Miðað við mannskapinn sem var að spila leikinn í gær á móti Preston, þá held ég að við séum ekki að fara spila með varaliðið þegar loksins kemur virkilega verðurgur andstæðingur í Fa 🙂 hef ekki miklar áhyggjur af þessum leik. það hvíslaði lítil fugl í mig að Steven Gerrard á eftir að verða brjálaður í þessum leik og sína allar sínar bestu hliðar og gott betur.

    Eina sem ég hef áhyggjur eru meiðsli sem geta komið eins og í leiknum í gær :S Alonso og ökkli ég er ekki bjartsýn með það. þegar ég sá hann labba á hliðaralínunni og í þessum spelkum hugsaði ég með mér 6 vikur á versta tíma vonandi rættist þessi svartsýnisspá mín ekki alla vega hörku mánuður framundan :D:D:D

  5. Jahá!
    Tveir derbyleikir á viku, það er alvöru vika! Fínt að fá heimaleik, en hvað er málið með Chelsea og endalausa heimaleiki við lið úr neðri deildum???

  6. Er það bara ég, eða gerist svona lagað mjög oft ?!?
    Þ.e.a.s. að dragast gegn liði sem við erum að spila við á svipuðum tíma.

  7. Mér líst vel á þetta. Everton leikirnir eru alltaf stríð og bara gaman að fá einn til viðbótar og spila þrjá leiki við þá bláu. Ég er líka að vona að Liverpool – Chelsea leikirnir verði ekki fimm þessa leiktíðina eins og síðustu 3-4 tímabil 🙂

  8. Á milli þessara leikja eða 23 Jan. þá á STEVEN GERRARD að mæta fyrir rétt!! Gaman fyrir hann að mæta erkióvinunum fyrir og eftir að réttað verður yfir honum.

  9. Johnny (nr. 13): ég held að þetta gerist ekki oft, en samt finnst mér ég hafa séð þetta ágætlega síðustu ár. Man t.d. eftir þriggja leikja seríunni við Arsenik í fyrra á… hvað var það … sex dögum?

    Annars líst mér vel á þetta. Liverpool borg verður spennandi staður til að vera á þessa daga og það verður gaman að sigra Everton tvisvar … hlakka mikið til!

  10. Doddi: Ég skoðaði þetta aðeins á official síðunni og komst að því að þetta er 4 tímabilið í röð sem við lendum í því að spila amk 2 leiki í röð gegn sama liðinu í mismunandi keppnum:

    2005-2006
    28 Sep, 2005 Chelsea CL Group Phase H 19:45 0-0
    02 Oct, 2005 Chelsea Barclays Premiership H 16:00 1-4

    2006-2007
    06 Jan, 2007 Arsenal FA Cup 3rd Round H 17:15 1-3
    09 Jan, 2007 Arsenal Carling Cup 1/4 final H 19:45 3-6

    2007-2008
    02 Apr, 2008 Arsenal C L Quarter Final (1) A 19:45 1-1
    05 Apr, 2008 Arsenal Premier League A 12:45 1-1
    08 Apr, 2008 Arsenal CL Quarter Final (2) H 19:45 4-2

    2008-2009
    19 Jan, 2009 Everton Barclays Premier League H 20:00
    24 Jan, 2009 Everton FA Cup H

    Þannig að það var e-ð til í þessu hjá mér. Annars man ég eftir því að í gamla Champa (hef ekki spilað CM í háa herrans tíð) gerðist þetta líka fulloft til að vera tilviljun. 😀

Preston 0 – Liverpool 2

Nokkrar mánudagsfréttir