Liðið gegn Preston

Rafa Benítez stillir upp mjög sterku liði gegn Preston í 3. umferð FA Cup. Ég átti von á aðeins færri stjörnum í byrjunarliðinu en eftir að ég sá viðtal við Rafa fyrir leikinn þá skil ég þetta. Þar sagði gamli að hann vildi spila sterku liði í þessum leik og halda lykilmönnum í besta mögulega leikforminu og halda þessu títtnefnda “momentum” gangandi. En liðið er eftirfarandi:

Cavalieri

Carragher – Hyypia – Agger – Insúa

Mascherano – Alonso
Babel – Gerrard – Riera
Keane

Bekkur: Reina – Torres – Aurelio – Lucas – Ngog – El Zhar – Skrtel.

Ég hef enga trú á öðru en að þetta Liverpool lið sigri þennan leik nokkuð örugglega og ætla að spá 0-3 sigri. Ég bið til Guðs um að við skorum snemma, ef svo gerist, þá gengur spá mín eftir 🙂

16 Comments

  1. Þetta er virkilega sterkt lið. Ég spyr mig þó, þarf Carragher aldrei frí? Gæjinn er alltaf í liðinu, alveg sama hver mótherjinn er. Ekki að ég vilji Carra út, en ég hefði samt verið til í að sjá Darby í dag.

  2. Benni, Carra myndi sennilega tuska þig til ef þú segðir honum að hann þyrfti frí. 😉

    Annars, verulega sterkt lið. Kemur aðeins á óvart verð ég að segja, en miðað við orð Rafa í gær var kannski við þessu að búast. Einnig grunar mig að kallinn vilji forðast óvænt tap eða jafntefli og aukaleik, sem gætu allt saman drepið niður móralinn í liðinu eins og hefur gerst undanfarin ár.

  3. Kuyt fær allavega hvíld í dag sem er gott. Finnst samt alltaf nokkuð kjánalegt að hvíla Reina, við höfum dottið úr bikarkeppnum vegna varamarkmannsmistaka á síðustu árum. Væri gaman að sjá Torres og Skrtel hlaupa smá í lokin og jafnvel að gefa Aurelio eða El Zhar tækifæri.

  4. Ef við eigum að vinna þrennuna þá þarf að klára þetta dæmi 🙂

  5. Vó, miðað við að Torres er meiddur þá er þetta ansi mikið sú sóknarlína sem ég hef lengi viljað sjá. Lucas hefði kannski mátt fá þennan leik á kostnað JM og einhver annar en Carra í bakverði, held bara að KAR sé með þetta, það hefur enginn haft það í sér að segja honum að hvíla.
    Ég hef svo fulla trú á Cavallieri og sérstaklega með alvöru lið fyrir framan sig, hann þarf að fá nokkra leiku til að vera nothæfur ef á þarf að halda og ef ekki núna þá hvenær?

    Torres á bekknum og rauði herinn í stúku sem heitir eftir Shankly, það bara má ekki klikka.

  6. Flott byrjunarlið, er sammála mönnum að ég hefði bara viljað sjá Reina, en það á ekki að skipta lykilmáli í dag. Spái sigri, 1-3 eða 2-4. Preston er dúndur sóknarlið.

  7. Miðað við að Aurelio, Skrtel og Torres séu allir á bekknum….eru þá bara Degen og Kewell meiddir?

    (hljótum að fá Kewell lánaðann til að styrkja FC Hospital)

  8. Virkilega ánægður með liðið sem stillt er upp í dag!
    tjelskí – southend 1-1
    man.cit – nott.for. 0-3.
    Hartlepool – Stoke 2-0.
    Vonandi föllum við ekki í þessa gryfju líka!

  9. Hey! Við erum löngu búnir að selja Kewell. Þarft aðeins að kíkja á rosterinn endrum og sinnum.
    Djók, fannst bara eins og einhver þyrfti að segja þetta. Væri ekki internet spjall án þess.

  10. Óttalega er Kean eitthvað klaufalegur í dag, maður var að vona að hann væri að hrökkva í gang, vonandi kemur það í seinni. Annars var maður einnig að vona að Babel gripi gæsina og sýndi meira. Annars er þetta frekar solid…

  11. Ein pæling.

    Hvað er í gangi með að vera að væla stanslaust yfir óöryggi hjá Keane í þessum leik? Hann spilaði ekki með gegn Newcastle OK. en það þýðir samt ekki að hann gráti sig í svefn og hafi ekki trú á því sem hann gerir.
    Þegar hann t.d. gaf á A. Riera í lok fyrri hálfleiksins var hann Riera í miklu betra færi, samt er strax farið að segja að þetta sé skortur á sjálfsöryggi.

    Viðurkenni samt fúslega að Keane á að vera búinn að skora 2-3 mörk.
    Er þetta bara að fara í taugarnar á mér?

  12. Mikið rosalega er Ryan Babel að spila fullkomlega hörmulega þessa dagana. Þegar hann er ekki með sjálstraustið himinhátt í skýjunum þá hrynur hans leikur. Þá sýnir hann ákvarðanatöku á við Paris Hilton og fótboltaskilning á við hreyfihamlaðan kaktus. Er þessi leikmaður með 3 vinstri fætur?

    Hann er grínlaust farinn að minna mig á Heskey þegar hann var uppá sitt versta. Spurning að gera sama og við Dossena að selja þessa menn á meðan Liverpool fær enn eitthvað fyrir þá.

    Aðeins 0-1 fyrir Liverpool og við skorum sennilega 2.markið í kringum 60.mín til að klára leikinn. Gerrard on a mission og er bara kóngurinn í þessum ham. Ef hann spilar svona út leiktíðiina þá eigum við frábæran séns á að vinna deildina.

    • Hann er grínlaust farinn að minna mig á Heskey þegar hann var uppá sitt versta.

    Rólegur í ruglinu

One Ping

  1. Pingback:

Preston á morgun!

Preston 0 – Liverpool 2