Liðið gegn Newcastle

Jæja góðan daginn og gleðileg litlu jól. Liðið fyrir Newcastle leikinn er komið inn og eins og oft á þessum tíma árs er það þó nokkuð fróðlegt.

Reina

Carragher – Hyypiä – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Babel

**Bekkur:** Subs: Cavalieri, Keane, Riera, Alonso, Ngog, El Zhar, Skrtel.

Keane er refsað fyrir góða frammistöðu undanfarið og hent á bekkinn í stað Babel sem verður mjög fróðlegt að sjá ef hann fær að byrja upp á topp. Verstu tíðindi dagsins eru samt að Xabi Alonso er ekki í byrjunarliðinu sem þýðir bara að þetta er afar stór leikur fyrir Lucas sem væntanlega kemur til með að stjórna umferðinni. Benayoun heldur áfram á kanntiinum eftir stórgóðan leik í síðusu umferð og Dirk Diggler bara hreinlega verður að vera í liðinu hjá Benitez og er því frammi eða á hægri kanntinum að vanda. Frétt dagsins er svo að Skrtel er kominn á bekkinn sem eru mjög góðar fréttir.

Þetta fer 2-3 i klassískum Newcastle – Liverpool leik

Olli kemur svo með skýrluna á eftir, hann er í ferjunni núna líklega á leið frá æskustöðvunum, ég varð næstum því sjóveikur bara á því að heyra það, maður fer ekkert á sjó svona á sunnudegi nema snemma i águst.

16 Comments

  1. ég er mjööööög ósáttur með það að þegar Keane er loksins kominn í gang að honum sé hent á bekkinn

  2. sæll babú!
    Samkvæmt uppstillingu á soccernet þá er keane á bekknum, babel er á vinstri, benayoun á hægri,lucas og javier á miðjunni og gerrard í holunni, svo er smalahundurinn hann kátur frammi.

  3. Ég held ég treysti Rafa og co bara alveg fyrir þessu, það er afar stutt milli leikja núna og hann hefur klárlega skýrari koll til að taka þessar ákvarðanir heldur en ég akkurat núna :p

    Addi: Já uppstillingin hjá mér var líklega óskhyggja, ég skil ekki lið með Kuyt einan upp á topp og var/er að vona að Babel verði mjög framarlega í það minnsta

  4. Er þetta ekki líklegra?

    Reina

    Carragher – Hyypiä – Agger – Insúa

    Benayoun – Mascherano – Lucas – Babel
    Gerrard
    Kuyt

  5. Á maður að trúa því að Rafa sé byrjaður á gömlu vitleysunni: standi maður sig vel í leik þá fer hann á bekkinn í næsta? Á nú strax að brjóta Keane niður þegar hann er loksins að vakna til lífsins?

  6. Ertu að horfa á leikinn Helgi?
    Það er völtun í gangi og menn eru búnir að míga á sig vegna þess að Keane er á bekknum!
    Það er bara einum manni að kenna að við erum ekki 5-0 yfir og sá maður er í marki Newcastle.

  7. Keane var farinn að haltra dáldið undir lok seinasta leiks, var kominn með krampa…
    Ég myndi halda að Rafa vilji einfaldlega halda honum heilum, frekar en að keyra hann alveg út, bara af því hann er farinn að skora.

    En vá hvað Given er að fara á kostum í þessum leik!!!

  8. Ég er að horfa á leikinn en Given er ekki endilega í stuði af því að Keane situr á bekknum. Þetta er einstefna, satt er það.

  9. Strákar mínir. Stefán Geirharðsson var bara að stilla skotfótinn áðan og er búinn að koma okkur 0-1 yfir.

    Það verða þá jól eftir allt saman.

  10. Klassaframmistaða hjá okkar mönnum. Ekki veikan hlekk að finna (nema í vörninni þegar markið kom hjá Nc.) Maður leiksins hingað til, klárlega Given.

  11. Skelfilegt er að horfa á tölfræðina: 17:3 í skotum í fyrri hálfleik og staðan er bara 2:1. En Newcastle hefur yfir í vörðum skotum 7:0. Ef allt væri í lagi í framlínunni ætti staðan að vera 5:0.

  12. Það er bara ekkert að framlínunni, það eru skot að skila sér á ramman og N castle eru búnir að verja á línu tvisvar og given er búin að verja 7 bolta þar af nokkra meistaralega.
    Við þurfum bara meira af þessu og þá hljóta 2-3 boltar að detta inn hjá okkur.
    Þetta Ncastle lið er alveg skelfilega lélegt, og stemmningin á vellinum minnir mig á fótboltalandsleik hérna heima, það er meiri stemmari í jarðaför!

    Við ættum að jarða þá!

  13. Að öðru leyti er ég mjög sáttur við liðið, það sýnir baráttuanda sem er mér að skapi, það ætlar sér ekkert annað en sigur en þarf bara að hafa óþarflega mikið fyrir því. Eitt mark enn og þá getur maður farið að anda með nefinu.

  14. Jæja… þetta er allt að fara vel. Komst því miður ekki að horfa. Oooo hvað þetta lýsir upp áramótin. Liverpool enn efstir… :-).

    Var skíthræddur við þennan leik. Hélt að þetta gæti orðið leikurinn sem Newcastle ljónið hefði vaknað til lífsins. En miðað við lýsingar þá virðist Shay sá eini í Newcastle með rænu!!

    Bara gaman gaman fram undan … Er óhætt að byrja að láta sig dreyma núna… 🙂 Vorið 2009! Verður þetta árið okkar?

Newcastle á morgun!

Newcastle – Liverpool 1-5