Benitez nálægt framlengingu á samningi

Þetta eru góðar fréttir: Rick Parry segir Rafa Benitez vera nálægt því að framlengja samning sinn við Liverpool. Núverandi samningur gildir til 2010 en bæði eigendur og Rafa vilja framlengja hann.

Þetta eru góðar fréttir, sérstaklega þar sem að Real Madrid eru enn einu sinni í vandræðum með þjálfara sinn.

Ég var að ræða við vin minn um Benitez á föstudagskvöldið og þar vorum við að spjalla um það hversu fljótir við Liverpool aðdáendur erum að gleyma ágæti Benitez. Mér fannst eitt besta dæmið um það vera þessi færsla um skoðanakönnun um það hverjum við vildum mæta í Meistaradeildinni. Fyrir einhverjum árum hefðum við sennilega beðið til guðs um að sleppa við að mæta stærstu liðunum strax í 16 liða úrslitum. En í dag hefur frammistaða okkar manna gert okkur það cocky að við heimtum að fá stærstu lið í heimi strax í fyrstu umferð og helst öll stærstu liðin á leið okkar í úrslitin.

Þetta er gríðarleg breyting frá því sem var áður en að Benitez kom til liðsins.

Þrátt fyrir að ég pirri mig á því að Kuyt spili frammi og Hyypia í vörninni, þá þarf maður stundum að horfa aðeins á heildarmyndina. Benitez er ekki fullkominn, en ég get hreinlega ekki séð hvernig við gætum mögulega fengið betri framkvæmdastjóra fyrir Liverpool.

4 Comments

  1. Skil nú ekki hvers vegna þú ert að pirra þig á Hyypia hann hefur spila eins og engill að undanförnu. Annars fagna ég þesum fréttum ekkert sérstaklega þar sem að ég er ekki mikill aðdáandi hr Benitez. Hefði klárað tímabilið og séð til með uppskeruna þá. En ekki samið við hann á miðju tímabili þó að við séum á toppnum í augnablikinu

  2. Alveg sammála Þórhalli. Ég hefði viljað klára þetta tímabil og sjá til eftir það. Þó hann hann hafi náð að stýra okkur í efsta sæti eftir hálft tímabil í sinni fimmtu tilraun, þá þýðir það ekki að allt sé orðið gott. Lamaður sóknarleikur okkar bendir til þess að við munum ekki verða lengi á toppnum. Ef Rafa gerir okkur að meisturum núna mætti framlengja samningin hans, en ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert undanfarið og förum að detta niður töfluna og endum ekki nálægt titli þá á hann að taka pokann sinn í sumar. Það er allavega mín skoðun. Rafa er svo langt frá því að vera heilagur hjá mér eins og svo mörgum öðrum. Þetta snýst um árangur liðsins. Ef hann nær honum, þá á hann að vera áfram, ef ekki, þá á hann að fara. Simple as that.

  3. Ég tók þessu Hyypia dæmi þannig að hann ætti frekar að spila frammi en Kuyt þar sem hann er hættulegri fyrir framan mark andstæðinganna en Kuyt.

Arsenal á morgun.

Liðið gegn Arsenal