Pennant í stuði, Keane og Benitez

Það er gúrkutíð og eilífð í næsta leik…..

Þegar Jermaine Pennant var keyptur 15 ára gamall til Arsenal voru þar líklega menn á borð við Tony Adams, Ray Parlour, Paul Merson og fleiri góðir sem líklega hafa haft einhver áhrif á piltinn. Mest allann sinn feril síðan hefur hann verið kallaður vandræðagemsi og glaumgosi, stundum réttilega og stundum ekki.

Satt best að segja hélt ég að hann hefði þroskast eitthvað með árunum og yrði klárlega þakklátur Rafa Benitez fyrir að veita sér tækifæri til að spila aftur fyrir stórlið, sem og hann var. Að spila úrslitaleik meistaradeildarinnar er ekki endilega eitthvað sem maður bjóst við af Pennant en hann fékk tækifæri til þess hjá Liverpool og nýtti vel.
En eitthvað hefur það verið meira heldur en getuleysi sem hefur verið að skemma fyrir Pennant undanfarið ár eða svo. Hann hefur fengið færri og færri tækifæri hjá Liverpool þrátt fyrir furðu litla samkeppni um þá stöðu sem hann spilar og nú er svo komið að Benayoun og El Zhar fara frekar á hægri kanntinn heldur en Pennant, þrátt fyrir að Kuyt sé færður úr stöðu og að Gerrard spili þar nánast aldrei.

Sögusagnir hafa verið upp víða í bresku pressunni um að Benitez sé að frysta hann vegna þess að hann neitaði að fara til minni liða fyrir tímabilið og sé að freista þess að selja hann í janúar. Fyrir mér er það auðvitað ekkert óhugsandi, þetta er harður heimur og Benitez virkar ekkert gríðarlega miskunsamur. En hvort sem það sé eitthvað til í því að Pennant sé kominn í ónáð fyrir að vilja ekki fara þá er líklega alls ekki rétt að nýta sér tveggja daga frí á sunnudegi og mánudegi með því að hegða sér eins og ég um helgar og alls ekki gefa svona færi á sér á tímum myndavéla og myndavélasíma.

Auðvitað eiga þessir kappar rétt á að lifa sínu lífi og lyfta sér upp eins og við hin, en það er líklega ekki nein tilviljun að við sjáum afar sjaldan myndir af svonalöguðu hjá leikmönnum sem standa sig undir stjórn Benitez.

Þó fréttir séu á þá leið að hann neiti að fara í janúar er ég nokkurnvegin alveg viss um að við höfum séð hans síðasta leik í Liverpool búning. Ég hef verið að furða mig á fjarveru hans af og til enda oft pirraður á þessari stöðu í liðinu, en ég held að ég hætti að spá i þessu núna og fari að vonast eftir að einhver kanóna sé nú þegar í sigtinu í staðin fyrir Pennant.

 –

Aðrar fréttir í dag herma að Mark Lawrenson telji að Robbie Keane gæti jafnvel verið á förum bara núna strax í janúar. Aðrir miðlar hafa það eftir honum að hann hafi á spjalli við Steven Gerrard hlerað það að framtíð Keane hjá Liverpool líti ekki vel út og að þar sem klúbburinn hafi einungis borgað 5.milljón pund af verðmiðanum gæti það reynst auðvelt að semja við Tottenham um að þeir fengju hann bara aftur.

Þetta þykir mér auðvitað vægast sagt langsótt, fyrir það fyrsta efa ég að Gerrard hafi verið að tjá sig mikið um mál Robbie Keane og ennþá ólíklegra tel ég að Mark Lawreson fari að stinga fyrirliðann í bakið með því að leka þessu í fjölmiðla. En þetta er allavega sagan í dag og ég efa ekki að menn hafi einhverja skoðun á því.

Sjálfur hef ég enga trú á því að Keane sé að fara, trúi ekki að Rafa gefi 20.m.p. kaup upp á bátinn á hálfu ári og ég vil gefa honum meiri séns, t.d. með því að hafa hann frammi í öllum tilvikum frekar heldur en Kuyt og hinn 19 ára N´gog. Þar að auki hefur akkurat ekki neitt reynt á það hvort samvinna Keane og Torres virki.

ATH: ekki traustir miðlar kannski sem ég er að vitna í en set þetta inn þar sem Lawrenson ætti að vera aðeins tekinn til greina.

Að lokum má geta þess að  Sammy Lee og co hafa séð um Melwood undanfarið þar sem kallinn í brúnni gekkst undir minniháttar aðgerð vegna nýrnasteina vandamála, en það er nýjasta tískan í boltanum.

p.s. bendi svo á þetta vilji menn vera hip og kúl í kommentakerfinu

16 Comments

  1. Set þetta svona upp þar sem við SSteinn erum ansi samstíga í færsluskrifum í dag
    Sry annars Steini fyrir að riðjast svona yfir þig á skítugum skónum 😉

  2. ATH: ekki traustir miðlar kannski sem ég er að vitna í en set þetta inn þar sem Lawrenson ætti að vera aðeins tekinn til greina.

    Hefði haldið að Liverpool Daily Post ætti að heyta sæmilega traustur pappír auk þess sem þetta er komið inn á Stetanta

    Er algerlega sammála því að Pennant hefur spilað sinn síðasta leik. Ég var ósáttur við þau kaup frá fyrsta degi. Vandamálið er bara að Pennant virðist hafa þannig klausu í samningnum sínum að ef hann spilar ekki 15 leiki á tímabilinu þá renni samningurinn hans út næsta sumar þannig að við getum væntanlega ekki búist við að fá margar kúlur fyrir hann í janúar, því miður.

    Að lokum óskar maður Benitez að sjálfsögðu skjóts bata.

  3. Ég var nú frekar að meina daily mail og independent sem ég linka á líka. Liverpool Daily Mail þekki ég reyndar ekki neitt gríðarlega, er það ekki einhverskonar systurblað Liverpool Echo?

  4. Og hvað á Keane bara að fara aftur til Tottenham, þegar reglurnar banna það?

    Shit. Þetta internet maður.

  5. magggi: Af hverju eiga reglurnar að banna Keane að fara til Tottenham?

    Hann hefur bara verið með keppnisleyfi hjá einu liði svo að það er ekkert sví til fyrirstöðu, ákveði Rafa að losa sig við hann, að gera svo.

  6. Ég hef heyrt af þessari reglu, að hann megi ekki fara aftur til sama liðs innan 12 mánaða. Svo ma 3x g i er hugsanlega ekki að rugla.
    Hef sjálfur enga trú á að Keane sé að fara eitthvað á næstunni, ekki nema ástæðan fyrir kaupunum á honum til að byrja með hafi verið eitthvað fishy.

  7. Þetta með sama liðið á bara við um lánssamninga, eftir því sem ég best veit.

  8. Las í gær að Harry Rednap gæti vel hugsað sér að fá Pennant.Væri þá ekki bara möguleiki að skipta á honum og Lennon (held að 7an hjá Spurs heiti það)
    Það er leikmaður sem mörgum þykjir góður og ábyggilega betri heldur en hinn duglegi Kyt og hinn horaði Yossi.

  9. Þetta Lawrenson-Keane mál að skýrast. Hann sagði frá þessu Gerrard samtali í írskum útvarpsþætti. Núna bakkar hann með þetta. http://www.football365.com/story/0,17033,8652_4657165,00.html

    Alveg ótrúlegt hvað Lawrenson getur aldrei hætt að tuða neikvætt um Liverpool. Hann var frábær varnarmaður en er alger trúður í dag. Af hverju geta þessar gömlu kempur ekki talað upp leikmenn liðsins í stað þess að koma af stað illdeilum?

    Annars eru fréttir um einhverja uppreisn hjá Chelsea. Lykilleikmenn óánægðir með passívar innáskiptingar gegn West Ham og Arsenal, að Deco sé ofdekraður og æfingarnar hjá Scolari séu alltof linar og þeir í slöku líkamlegu formi.
    Chelsea eru að brotna strákar. Nú er bara að Man Utd fari yfirum útaf frekjuköstum C.Ronaldo og innbyrðis deilum Tevez og G.Neville um hvor þeirra sé ljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

    Torres að koma tilbaka eftir áramót og allir verða voða happy eftir flottan útisigur gegn Arsenal. Titillinn er í augsýn.

  10. Að vanda hefur nú pressan að öllum líkindum sagt frá þessu eins og þeir hefðu viljað heyra þetta, sem er allajafna ekki sannleikurinn:

    “I’m sorry if it caused any aggravation but it wasn’t meant to. Steven Gerrard’s name should never have come up in terms of Robbie Keane going in January. It wasn’t Steven saying that it was me saying it.

    “The only connection I was making between the two was that they have the same agent and I have had a hunch for a while that Keane could go.

    “But that is my opinion and nothing whatsoever to do with any conversations I had with Steven Gerrard.

    “I happened to mention I spoke to him on Saturday night but I didn’t mean for that to come across in the way that it has been interpreted.”

    Fyrir mér hefur Lawrenson alveg rétt á sinni skoðun eins og aðrir, ég skal úthúða honum ef hann er að fara með einkasamtöl við Gerrard í fjölmiðla, en ég trú honum vel þegar hann segir að hann hafi bara ekkert verið að því. Trúi honum betur heldur en manninum sem skrifaði fréttina upphaflega.

  11. “Chelsea eru að brotna strákar. Nú er bara að Man Utd fari yfirum útaf frekjuköstum C.Ronaldo og innbyrðis deilum Tevez og G.Neville um hvor þeirra sé ljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar”

    Snilld:)

  12. Þröstur #2 – ja mig minnti að það væri eitthvað þannig ákvæði í samningnum hans. En gerði hann ekki bara þriggja ára samning sem hvort eð er rennur út næsta vor? Ég man það ekki alveg.

    Annars fíla ég alltaf Pennant, hann leggur upp venjulega haug af færum og mörkum þegar hann spilar og hann var að mínum dómi sjaldnast lakasti maður liðsins og oftar en ekki með þeim betri í leikjum liðsins. Hann skorti samt aðallega fannst mér líkamlegann styrk og hraða en bætti það upp með góðri sendingargetu og tækni. Ef við erum að geta fengið ágætis pening útúr honum og einhvern betri í þessa stöðu þá er ég alveg tilbúinn að selja hann en ég vona að Benites kaupi þá í staðinn alvöru kantara en ekki senter sem hann spilar útúr stöðu á hægri kannt.

  13. Mjög ánægður með að sjá þetta Ásgeir. Rosalega mikið svekk að Agger hafi ekki náð að grípa þetta tækifæri. Lýtur allt út fyrir það að Skrtel gangi beint inn í byrjunarliðið þegar hann verður tilbúinn.

Leikjatörnin framundan

Fréttir dagsins…