Uppfærsla – Myndir

Var að uppfæra í WordPress 2.7. Er aðeins að skoða nýjungarnar og mun kannski bæta einhverju við síðuna. Látið vita ef eitthvað virkar ekki.

**Uppfært (EÖE)**: Ok, ég bætti inn stuðningi við Gravatar. Það þýðir að ef þú skráir þig á Gravatar.com, sem tekur um 2 mínútur og setur inn mynd af þér þar, þá mun hún líka birtast við hvert komment þitt á þessari síðu og öllum þeim síðum, sem styðja Gravatar (sem verða sífellt fleiri).

Þið sjáið í kommentum við þessa færslu (mínu kommenti) hvernig þetta lítur út. Þið getið líka sleppt þessu og þá kemur bara standard mynd.

Endilega notið þessa færslu til að prófa þetta.

45 Comments

  1. Einar þú ert svo klár … er ekki málið að redda bara f-connect .. (facebook) dæminu líka 🙂 ?

  2. Ok, og hvernig tengi ég þetta við bloggið?

    Ég er að pakka og hef ekki mikinn tíma til að lesa á netinu um þetta núna.

  3. Gísli þannig að það sé hægt að tengja færslur við facebook? Það er nýmóðins, hip og kúl.

    græja myndadót seinna á minn profile

  4. Sælir félagar.

    ég er svo hip og cool 🙂 .. ég reyndar hef ekki hugmynd hvernig þetta fúnkera.. bíst við að wordpress plugin hrynji inn bráðlega.. http://www.techcrunch.com/

    bara benda þér á Einar.. 🙂 góða ferð annars.

  5. Skrítið Gísli að inní Dashboard í WordPress, þá kemur skjaldamerki en hérna í kommentunum kemur andlitsmynd hjá þér. Veistu af hverju það er?

  6. Sælir drengir, bara að athuga hvort að myndin af mér komi ekki örugglega. Verður gaman að sjá andlit á bakvið kommentin hérna í nánustu framtíð:)

  7. Eg aetladi ad fara ad kommenta um ad einfaldleikinn vaeri nu bara bestur og tetta yrdi tom steypa en tetta er alveg andskoti flott finnst mer. Stilhreint og kemur vel ut.

    Kvedjur fra Tekklandi, sa kaldi.

  8. Eg aetladi ad fara ad kommenta um ad einfaldleikinn vaeri nu bara bestur og tetta yrdi tom steypa en tetta er alveg andskoti flott finnst mer. Stilhreint og kemur vel ut.

    Kvedjur fra Tekklandi, sa kaldi.

  9. Eina við þetta er að það virðast fleiri komment festast í spam síurnar. Þannig að ef kommentin ykkar koma ekki strax inn (og eru með mörgum tenglum) þá eru þau að öllum líkindum í spam síunni. Við reynum að samþykkja það sem fyrst, en oft erum við ekki við tölvu.

  10. Ummæli # 24 , ég skil ekki hver er að blogga með sama nafni og ég, ég er á íslandi en ekki í tékklandi. Ef einhver er að grýnast þá á hinn sami að gera grýn að sjálfum sér en ekki að ljúga hér á blogginu. Ég vona að þeir sem sjái um þessa síðu, sjái hver þettað er, ég er ekki sáttur með þettað, og ef stjórnendur sjá að þettað er vittleysa þá eiga þeir að sjálfsögðu að eyða þessum ummælum….P:S ,Akvað að skoða hvernig þettað kæmi út með mynd, og sá þá þessi ummæli frá ” 24 sem ég kannast alls ekki við. Ég færi aldrei svo niður að skrifa undir öðru nafni, og ég vona að sannleikurinn komi í ljós…..

  11. Nr. 40 einsi kaldi

    Án þess að ég hafi hugmynd þá tel ég það nú ekkert með öllu óhugsandi að tveir aðilar kalli sig einsi kaldi!!! Ég hef nú bara sjálfur verið kallaður þetta af og til í gegnum tíðina!!

    Er bara að spá í þessu þar sem ummæli 24. eru ekki á neinn hátt þessleg að þar sé á ferðinni aðili sem er að gera lítið úr eða grínast í einhverjum með því að skrifa undir sama notendanafni. Er þetta ekki bara tilviljun?

    Annars er aldrei nóg af mönnum sem heita því æðisgengna nafni, Einar, hérna 😉

  12. Babu, ég hef yfirleitt skoðað bloggið hér og tekið þátt í umræðum, en þó ekki alltaf og þettað er í fyrsta sinn sem ég sé ummæli sem ég hef ekki skrifað undir þessu nafni. En þettað er í lagi þar sem ekki er verið að skaða einn eða neinn…. koma svo LIVERPOOOOOOOOOL

One Ping

  1. Pingback:

Aðeins um Meistaradeildina

Sókn er besta vörnin?