Gerrard: ég hafði rangt fyrir mér!

Helgin búin og Liverpool er enn á toppnum. Svo virðist sem ansi margir séu að éta ofan í sig orðin varðandi Rafa Benítez og kunnáttu hans í deildarkeppnum, og nú hefur fyrirliðinn okkar stigið fram fyrir skjöldu og viðurkennt eigin vankunnáttu.

Fyrir þá sem ekki muna, þá kvartaði Gerrard yfir því sl. vor að hann þyrfti oft að líða fyrir það að vera góður í nokkrum stöðum því fjölhæfni hans ylli því að Benítez og landsliðsþjálfarar Englands notuðu hann aldrei á miðri miðjunni, sem hann segir vera sína bestu stöðu. Nú virðist hins vera komið annað hljóð í kappann.

Hann segir í viðtali við Daily Mail:

“I’ll play wherever the manager wants me to play and not worry about it.”

Lesið allt viðtalið. Gerrard hrósar Rafa í hástert, talar um gott samband þeirra á milli og segir þann spænska vera einn besta framkvæmdarstjórann í bransanum í dag. Hann viðurkennir að hafa verið sjálfselskur á síðustu árum varðandi það að vilja spila á miðri miðjunni og segist njóta þess jafnvel enn meir að fá að spila í holunni, sérstaklega fyrir aftan Torres.

Í fullkomnum heimi myndu svokallaðir „sérfræðingar“ í fjölmiðlum á Englandi og víðar hér með hætta að skamma Rafa fyrir að nota Gerrard ekki á miðri miðjunni í hverjum einasta leik. Tölfræðin talar sínu máli, hann er enn áhrifameiri á kantinum eða í holunni og liðinu gengur nær alltaf betur þegar hann er ekki á miðri miðjunni. Eins og Keane er að leika í holunni þessa dagana, og með sjóðheitan Xabi Alonso og hinn óviðjafnanlega Mascherano til taks á miðri miðjunni, gæti Rafa gert margt verra en að hafa Gerrard í holunni næstu vikurnar … fyrir aftan Kuyt, ekki Keane, þar til Torres kemur inn aftur.

Einnig: Sjeik Mouhammed bin Rashid al-Maktoum er ENDANLEGA hættur við að kaupa Liverpool FC. Honum leiðist biðin (orðin 2 ár núna sem hann hefur reynt) auk þess að vera orðinn pirraður á því að Kanarnir skuli ekki lækka kaupverðið úr 600m punda í kreppunni.

Það er því allt útlit fyrir að Kanarnir sitji uppi með klúbbinn eitthvað áfram, hvort sem þeir vilja selja hann eða ekki. Það verður hins vegar áhugavert að sjá í janúar hvað gerist, skyldi svo fara að Royal Bank of Scotland neiti þeim um framlengingu á lánum sem þeir tóku til að fjármagna klúbbinn í fyrra. Ef RBS neitar þeim um lánið og neyðir þá til að selja hæstbjóðanda, og það eru engir alvöru kaupendur til staðar, hvar endar klúbburinn þá?

11 Comments

  1. Búinn að óska mér nýrra eigenda að Liverpool FC frá jólasveininum.

    Mér finnst samt Gerrard alltaf leika best sem fremsti miðjumaður með nokkurn veginn frjálst hlutverk sem gengur vel upp þegar mannæta eins og Mascherano lúrir fyrir aftan hann að vinna skítaverkin.

  2. Góður KAR að koma með pistil núna enda stefndi umræðan í ógöngur í þeim síðasta 😉

    Varðandi Gerrard þá finnst mér ljómandi að sjá þessi ummæli, hann á að spila mun framar á meðan hann hefur kraft til heldur en á miðri miðjunni, miðað við hvernig Rafa leggur leikinn upp. Hann hefur verið frábær í holunni og ég hefði ekkert á móti því að sjá hann í free role aftur út frá hægri kannti í einhverjum leikjum. Hann nýtist liðinu einfaldlega ekki best þegar hann spilar á miðri miðjunni, mikið til vegna þess að við erum sterkir þar fyrir.
    Er auðvitað alls ekki sammála samt að vilja sjá hann spila fyrir aftan Kuyt (frekar Keane eða Babel) í holunni en með t.d. Torres fær hann heilmikið pláss til að sækja og eins öflugan mann til að finna með sínum öflugu sendingum.

    Í eigendamálunum þá tel ég einhvernvegin að heimurinn sé svo skrítinn að við séum engu fjær því að fá nýja eigendur á klúbbinn heldur en við vorum, þrátt fyrir þessa frétt. Yrði ekkert hissa ef klúbburinn yrði seldur. Vona annars bara að kanarnir lifi þessa kreppu af og klúðri ekki klúbbnum. Þeir hafa allavega ekki hljómað svartsýnir í fjölmiðlum.

  3. p.s. já og til hamingju með brúðkaupið í gær KAR.

    Veist það líklega núna afhverju þetta dót er venjulega haft á sumrin, vonlaust að hafa þetta svona á leikdegi ;)……….. mannst það “næst” hehe

  4. Ég held að það séu engar líkur á því að þeir félagar missi klúbbinn í janúar. Ef það eru engir kaupendur við borðið þá eru allar líkur á að RBS framlengi lánið þeirra fram í júní eins og samningar segja til um. Ég skil eiginlega ekkert í DIC að hafa ekki smá þolinmæði ef þeim virkilega langar að eignast klúbbinn. Þeir hljóta að vita að lán Hicks og Gillett lendir bráðum á gjalddaga og þeir gætu auðveldlega sett þrýsting á RBS og hugsanlega neytt þá félaga til að taka 500m punda tilboði. Spurning hversu mikinn áhuga DIC hafa virkilega á klúbbnum.

  5. Fyrst, þá er gott að sjá að Gerrard er búinn að átta sig á hvers vegna Rafa var að færa hann til. Ég hef alla tíð verið innilega sammála tilfærslum á leiðtoganum því mér finnst hann ekki njóta sín nándar eins vel sem hreinn og klár miðjumaður. Second striker eða frjáls kantstaða þýðir að hann fær að sækja af fullum krafti og nákvæmlega þannig virkar hann langbest!

    Hef líka verið að ræða það hér og annars staðar að aðdáun lykilleikmanna félagsins á stjóranum, þ.e. Reina, Carragher, Gerrard og Torres á auðvitað að benda okkur hinum á mikilvægi þess að sá verði áfram við stjórnvölinn. Finnst makalaust að heyra það að stjórnendur félagsins hafi setið undir gagnrýni fyrrum leikmanna LFC og blaðamanna um liðna helgi, það á þeim degi þegar liðið situr efst í deildinni!

    Svo að eigendamálum. Ljóst að efnahagskreppan er að fara víða. Nú til Dubai líka þar sem veruleg lækkun á olíu er að valda talsverðum vanda. Það held ég að sé fyrst og fremst ástæðan fyrir þessu útspili hjá DIC mönnum, miklu frekar en eitthvað annað. Skulum t.d. líta á Roman karlinn og hans sparnaðaraðgerðir sem eru komnar á fullt. Peningar í heiminum virðast vera að þorna upp og ljóst að boltinn mun dragast inn í þá staðreynd. Ég held því miður að langt sé að bíða nýs leikvallar í Liverpoolborg og ljóst að fá lið munu eyða yfir 20 milljónum punda í framtíðinni. Manchester City munu hugsanlega gera það, en það verður bara eins og hjá Chelsea, stendur stutt og skilur félagið eftir á brauðfótum.

    Það yrði það versta ef LFC yrði í þeim sporum, en vegna skynsamrar stefnu í leikmannakaupum undanfarin ár held ég að við séum ekki brennandi flak. RBS yrði auðvitað versti eigandinn, því þegar banki eignast fyrirtæki er algengast að þeir selji það sem hægt er að selja. Í okkar tilviki eru það lykilleikmenn…..

  6. Hef samt enga trú að Gerrard og Alonso byrji þennan leik. Hvílir líklegast Carragher einnig.

  7. Tek undir ummæli Magga, virðing leikmanna fyrir stjóranum virðist óendanleg. Varðandi eigendamálin þá eru þetta mjög slæmar fréttir því nú er komið að sama tíma og í fyrra þegar þeir Hicks og Gillett byrjuðu að fríka út og það kom án efa niður á liðinu. Ég veit ekkert um það hvort eða þá hverjir geta verið mögulegir kaupendur að klúbbnum. Ef RBS tekur klúbbinn yfir þá verður hann að hluta kominn í hendur vinar okkar Alistair Darling því breska ríkisstjórnin eignaðist (þjóðnýtti) stóran hlut í bankanum í sumar ef ég man rétt. Þá verður allavega komin upp mjög svo forvitnileg staða í breskum stjórnmálum. Það verður allavega klárt mál að stjórinn mun ekki fá pens framyfir það sem hann selur til leikmannakaupa ef breska ríkið ætlar að hluta að reka klúbbinn. Enda væri það algjörlega óverjandi gagnvart breskum skattborgurum.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  8. Maggi góður póstur hjá þér, það sjá það allir að Rafa er að gera góða hluti og að hann nýtur fullrar virðingar leikmanna. En eitt er að fara í taugarnar á mér og það er að eigendurnir buður Rafa samning til 2012 og 3,5 milj punda í árslaun á meðan Wenger og Ferguson eru með 4,5 millur, Rafa hafnaði tilboðinu og segist vilja nálgast hina stjórana og fá fimm ár til viðbótar við núverandi samning… DIC hafa gefið út að þeir ætli ekki að kaupa neitt lið eins og staðan er í peningaheiminum í dag, en hvað verður síðar veit maður ekki en ég vona bara að þeir kaupi Liverpool og það sem allra fyrst, því þessir jólasveinar sem eiga liðið eru bara baggi á félaginu, ég sem hélt að jólasveinarnir væru 13, nei þá eru þeir bara 15 (smá grín). Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef RBS eignast félagið það þíðir bara niðurrif og það er eitthvað sem við viljum ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvað Janúar ber í skauti sér eða verður það kanski bara sorglegt það vona ég bara ekki… Ég held að það verði ekki keyptir leikmenn nema að selja leikmenn og það hefur líka verið talað um að Wenger vilji fá Alonso fyrir 12 millur punda, það væri nú alveg eftir því að hann yrði látin fara til að næla í Barry, eitthvað sem RB er spentur fyrir… og eitthvað sem ég skil ekki heldur, enda Alonso einn allra besti leikmaur liðsins það sem af er liktíðinni… Nú er bara að kroslegja fingur og vona þaðbesta með hagsmuni Liverpool nr 1… Áfram Liverpool…

  9. LOL:
    Why did Steven Gerrard agree to having his name on a new £150m Dubai residential block – ‘the Steven Gerrard Tower’? Was it a) The £1m penthouse the developers gave him in return for the endorsement? or b) The pioneering vision and quality of the brand?

    ‘I’m truly privileged to be part of such a pioneering project,’ says Gerrard. ‘Azizi Investments is fast becoming one of the top developers in the UAE. The vision and quality of the Azizi brand was what inspired me to be a part of this.’

Blackburn 1 – Liverpool 3

Upphitun: PSV – Liverpool