Liverpool með 2 af 10 bestu leikmönnum í heimi

Samkvæmt France Football, þá á Liverpool **tvo af tíu bestu leikmönnum í heimi** í kjöri blaðsins á Balon D’Or.

**Fernando Torres** lenti í þriðja sæti í kjörini og Steven Gerrard í 10. sæti. Liverpool er eina liðið sem á og Barcelona eru einu liðin sem eiga tvo leikmenn á meðal 10 efstu. Frábær árangur það.

Ég skil ekki frönsku, þannig að ég sá ekki hver vann þetta kjör.

Já, og við erum líka efstir í deildinni.

26 Comments

  1. Ég skil ekki heldur frönsku en ég skil tölustafi og Ronaldo vann þetta kjör;)

  2. Ég vona að þú hafir skilað þessa gargandi kaldhæðni Brynjar?

    Kallast framúrskarandi björgun 🙂

    Heyrði að Ronaldo var heiðraður af leiklistarfélagi Portúgals í verðlaunaafhendingunni í gær og var hann í skýjunum með það.

  3. Frábær heiður fyrir Gerrard og meistara torres.
    Ronaldo verðskuldað valinn sá besti, enda frábær leikmaður sem hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn enska boltans.

  4. Já Binni, viltist þú inn í úritan deildina? Þú talar eins og United maður þarna!!! 🙂

  5. Ekki það að ég vilji gera lítið úr þessari viðrukenningu okkar manna sem er algerlega verskulduð, en er ekki full mikið sagt þegar fullyrt er að LFC sé eina liðið sem á tvo leikmenn á meðal 10 bestu?

    Ég sé ekki betur en að Barcelona sé með tvo á Top 5 (Messi nr. 2 og Xavi nr. 5).

  6. Ég hefði nú viljað sjá Gerrard 3-4 sætum ofar á þessum lista, en annars nokkuð sammála þessu kjöri.

  7. Haha Babu það komst sennilega uretan maður í tölvuna mína!
    (held reyndar að þetta grín sé of local) 🙂

  8. Engin huggun og engar fréttir. Breytir ekki staðreynd… Stoke – Fullham – West Ham. 0 – 0 Allt á heimavelli. 6 stig farin í klósettið. Ég er enn í fýlu og ætla að vera það áfram. Kv. Fúll á móti.

  9. getur einhver sagt mér hvað Andrei Archavine er að gera á þessum lista. Hann hefur ekki afrekað neitt í líkingum við aðra á þessum lista. Hann spilaði vel í nokkrum leikjum á em í sumar, búið. Gat ekkert í úrslitaleiknum. Fylgist ekki með rússnesku deildinni en það er ekki nóg að spila vel þar. Er það enginn nema ég sem sé one hit wonder slím leka af þessum gæja.
    hvort mynduð þið frekar vilja sjá Archavine eða Joe Cole í liverpool eða Danni Alves eða Berbatov eða Lahm eða kaka eða bara einhverja fullt af öðrum gæjum sem eru að spila í miklu sterkari deildum.

    Veit ekki afhverju þetta er að pirra mig yfir þessu.

  10. Hann var geggjaður í Zenit sem vann evrópukeppni félagsliða, m.a. með því að snýta Bayern.

    Svo var hann öflugur á EM

    Skil fullkomlega veru hans á þessum lista allavega.

    og milli J. Cole og Arsharvin þá vel ég rússann anytime

  11. Jón H.
    Hættu að væla erum í 1.sæti. Ekki vera með þessa neikvæðni hér.

  12. Svona listar eru alltaf álíka mikið kjaftæði og vellur uppúr seðlabankastjóra í kastljósviðtali. Hvernig menn geta borið saman markmann og sóknarmann að getu, fæ ég aldrei skilið. Þar að auki á að leggja menn inn sem segja að Andy cantwritehisnamevin sé betri fótboltamaður en Stevie Gerrard…

  13. Líka stórkostlegt að það þarf 30 manna shortlista fyrir þetta dæmi. Hvaða önnur verðlaun þurfa virkilega 30 tiltefnda? Farsakennt drasl.

  14. Það er enginn að tala um að Arshavin sé betri fótboltamaður en Gerrard. Það er heimska. En staðreyndin er sú að hann afrekaði meira og átti betra ár fótboltalega séð heldur en Gerrard. Hann átti stóran þátt í að Zenit vann Euro cup og síðan spilaði hann fanntavel með Rússum á EM auk þess sem Zenit vann síðan deildina heima fyrir þetta tímabil. Ef að þetta væru verðlaun fyrir besta knattspyrnumann síðustu 5 ár þá væri Arshavin vitanlega ekki á topp 30 en Gerrard væri í topp 10.

  15. Það getur vel verið að rússinn hafi afrekað meira með liði sínu en Gerrard á síðasta tímabili. En allt lið hans á líka hrós fyrir sína framgöngu. Arshavin afrekaði þetta neflilega ekki einsamall. Varðandi EM, þá spilaði hann, hvað, tvo leiki ?

    Ég gef bara ekkert fyrir það að Arshavin hafi verið betri en Gerrard í fyrra, þó svo hann hafi unnið eitthvað með Zenit en Gerrard ekkert með Liverpool.

    Fyrir mér er málið einfalt. Gerrard er þrisvar sinnum meiri fótbolta maður en hann og þá skiptir engu máli hvort þessi einstaklingur hafi unnið til verðlauna með sínu liði eða ekki.

    Svona listar geta einfaldlega ekki orðið gáfulegir…

  16. Vá ég er með annað nafn heima en í vinnuni…

    …breyti þessu snöggvast.

  17. Sé að Valencia rambar víst á barmi gjaldþrots þessa dagana. Hefði verið gráupplagt að næla okkur í Silva og Villa ef við sjálfir værum ekki í svipaðri stöðu… 🙁

    • Óhugnaleg þessi nasistakveðja hans Gerrards.

    Sérð líka að Torres er brjálaður og ræðst þarna á Gerrard

  18. Mér sýnist reyndar Gerrard vera að undirbúa sig að flengja Torres. Eitthvað sem þeir félagar eru að stunda í sturtunni á Melwood…

Liverpool 0 – West Ham 0

Á köldum miðvikudegi…..