Liverpool – Marseille 1-0

Það var ljóst fyrir þennan leik að jafntefli og/eða sigur myndi tryggja Liverpool áfram uppúr riðlakeppninni og leikurinn gegn PSV myndi þá ekki hafa neina þýðingu. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta raunveruleikinn núna eftir að Liverpool vann leikinn 1-0 þar sem Gerrard skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Ok þetta var vinnslu sigur og ekki krónu meira en það því það var alls ekki gaman að horfa á þennan leik og hafði Babu meðal orð á því í hálfleik að hann hefði dottað yfir fyrri hálfleiknum. Ég var ekki langt frá því í þeim seinni!

Þetta var byrjunarliðið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt -Gerrard – Riera
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Dossena, Benayoun, Lucas, Babel, Keane, Kelly.

Í fyrri hálfleik voru bæði lið þokkalega ógnandi en munurinn var kannski sá að Liverpool nýtti færin en gestirnir hinum megin við sundið ekki. Í þeim seinni sóttu Frakkarnir meira en án árangurs en segjst verður eins og er það þeir voru oft nálægt því.

Heilt yfir var þetta bragdaufur leikur þar sem ég þakka guð fyrir að hafa Gerrard í liðinu þar sem hann skoraði markið sem skipti máli. Agger sagði í viðtali eftir leikinn að þetta hefði ekki verið nógu gott og allir í liðinu hefðu viðurkennt það í búningsklefanum eftir leikinn hins vegar hefðu þeir náð að sigra og það skiptir máli (þótt ALLIR geta verið sammála um að það mætti vera smávegis öruggara og/eða fallegra).

Ég skal alveg viðurkenna það að Marseille hefðu alveg geta skorað í þessum leik og þar með náð í jafntefli en þeir gerðu það ekki. Ein kilsjan er sú að þetta sé meistaraheppni og önnur segir að það sé styrkur að spila illa og vinna samt. Þetta á bæði við en lykilatriðið er kannski það að liðið klárið verkefni kvöldsins en það er enginn að tapa sér og allt liðið veit að þeir spiluðu ekki vel.

Heilt yfir fannst mér svo sem enginn bera sérstaklega af en ég ætla að leyfa mér að velja Reina mann leiksins þar sem hann hélt markinu ennþá einu sinni hreinu!

Við erum komnir áfram í Meistaradeildinni 2008-09 og núna getur Rafa leyft sér að hvíla menn í leiknum gegn PSV sem er frábært mál því nóg verður um leiki í desember!

Þetta var verkefni sem þurfti að leysa og það var leyst. Nothing more, nothing less.

43 Comments

 1. Er ekki frá því að Rafa hafi skipt inn á þrem óvinsælustu mönnum liðsins. Undirtektirnar voru ekki góðar í það minnsta á Allanum hér á Akureyri. En ekki var þessi seinni hálfleikur mikið fyrir augað, en sigur hafðist og ég er glaður með það.

 2. Stjörnumark hjá Gerrard, Torres fékk úr engu að moða, sendingar drullu lélegar, við vorum heppnir og Mars, óheppnir, einhver andleysa hjá Liv þessa dagana, en gott að komast áfram..

 3. Mascerano að spila sinn lélegasta leik í Liverpool búning.
  Riera og Kuyt ekkert að gera á könntunum. Samt sigur og það er eina sem skiptir máli.

 4. Ojæja.
  Fannst liðið leika vel fyrstu 25 mínúturnar, að því leyti til að hápressa liðsins leyfði Marseille ekki að spila sinn sóknarleik. Eftir þann kafla dró nú úr og seinni hálfleikurinn var týpísk LFC frammistaða í CL leikjum sem þarf að klára með sigri.
  Þeir vissu örugglega að jafntefli dugði og því fannst mér lítill áhugi í seinni, en fyrri fannst mér allt í lagi, ekki síður því Marseille kom, eins og Fulham, til að halda jafnteflinu….
  Er reyndar ekki sammála #5 með Riera, fannst hann koma ágætlega út úr þessum 60 mínútum sem hann spilaði.
  En frábært að vera búnir að klára þennan riðil þegar einn leikur er eftir og við getum látið lykilmennina okkar anda í viku 6 í CL. Það er bara flott að vera komnir áfram í CL og í efsta sæti deildarinnar í lok nóvember, ég veit ég er eins og plata EN, liðið á margt inni.
  Hef áhyggjur af tvennu. A, meiðsli Aurelio vonandi ekki alvarleg. Þó Dossena hafi bjargað tvisvar mjög vel þá er varnarleikur hans ennþá ákaflega óstöðugur. B, Javier Mascherano. Fannst hann mjög dapur gegn Fulham og afar dapur í kvöld. Sendingarnar eru eitthvað sem maður er vanur að hann lendi í, en í kvöld fannst mér hann oft missa sinn mann illa, varnarsvæðið á miðjunni var ekki að virka og hann braut illa af sér.
  En í kvöld er það “Mission Complete”.

 5. Hvernig stendur á því að Babel kemur ekkert við sögu í svona leik?

  Ok, Dossena inná fyrir meiddan Aurelio, ekkert að því … en að taka Benayoun og sérstaklega Lucas fram yfir Babel finnst mér skrítið. Því ekki að setja Babel inná í stað Riera?

  En burtséð frá því, þá var dæmið klárað í kvöld og ég er kátur með það.

 6. Enn einn hundleiðinlegi og lélegi leikurinn sem Liverpool spilar, en samt dettur sigurinn okkar megin – þetta hefur verið sagan meira og minna hingað til og ljóst að betur má ef duga skal , það mun koma að því að þetta detti ekki fyrir okkur, við verðum einfaldlega að fara að spila betur.

 7. Sammála bæði Agga og Magga, enda mundar bara einu M-i á þeim.
  Af óáberandi leik held ég að Reina eigi MOM bara alveg skilið og svo held ég að Maggi segi flest allt það sem ég hefði viljað sagt hafa.

  Liðið virkar þreytt og það vantar einhverja gleði í þetta. Líklega er gott að losna í bili við CL, landsleiki og auðvitað deildarbikarinn. Næsti leikur er á mánudag (man ekki eftir Liverpool leik á mánudegi í afar langan tíma) og það er fínn tími fyrir liðið til að sleikja sárin.

 8. Sko, ég verð bara að vera ósammála pistlahöfundi á valinu á manni leiksins. Jamie Carragher var að spila óaðfinnanlega að mér fannst, missti reyndar af nokkrum mínútum og finnst mér ólíklegt að hann hafi klúðrað einhverju stórkostlegu á þeim tíma. Fannst líka gaman að sjá Gerrard í þessum fílíng, ekki hans besti leikur en hann var samt alveg að hlaupa uppi leikmenn og tækla þá, láta finna fyrir sér eins og honum einum er lagið. Mascherano var ekki að finna sig og Kuyt er alltof hægur fyrir skyndisóknir, dó oft hraðinn þegar hann fékk boltann en hann er samt alveg solid í varnarvinnunni 😀

 9. Mashareno átti alltof slappan leik.. Gerrard að skora mikilvæg mörk að venju en verð að segja að Dossena sem átti ömurlegasta leik sem ég hef séð á móti tottenham um daginn nýtti tækifærið svo sem ágætlega í dag.. of hægur í vörninni en gerði enginn stórvægileg mistök í þetta skiptið 😛
  en sigurinn er það eina sem skiptir máli! við erum komnir áfram..

 10. Dossena slapp alveg ágætlega frá þessu, Ben Arfa var settur á hann (sem fór framhjá Arbeloa undantekningarlaust í fyrri) svo það má gefa honum smá sjens þó hann hafi verið tekinn upp úr skónnum einstaka sinnum. Þessi arfi er bara svona seigur á bakverðina.

 11. Jahá, hundleiðinlegur leikur einsog flestir leikir hjá Liverpool undanfarið. Ekki nógu gott, enda steinrotaðist ég frá 30 min yfir á 60 min, það leiðinlegur leikur. Af því sem ég sá allavega fannst mér Carragher bestur, arfaslakir voru þeir Dossena (kemur eitthverjum á óvart?), Agger og Mascherano. Leiðinlegt að sjá Torres ekki en vera búinn að finna sig, og djöfull leyst mér vel á þennan Ben Arfa.

 12. Svo sem ekki hægt að vera neitt pirraður yfir frammistöðunni í þessum leik, bara dæmigerður Liverpool-skyldusigur.
  Dossena ætlar samt ekki að nýta sénsana sína, greyið. Hann var átakanlega slakur. Benayoun kom vel inni í þetta í lokin.

 13. Enn… Job done, eins og Benítez orðaði það….. Fínt, en ekkert spes !

 14. Ég er ekki alveg að skilja þetta væl í mönnum hérna. Við erum ásam Chelsea númer eitt í PL, við erum komnir áfram í CL sem að ég held sé í fyrsta skifti áður en við spilum síðasta leik.

  Hættið að skæla þetta er besti árangur í áratugi reynum nú að njóta þess.

 15. Jæja, þetta hafðist þó það hafi nú ekki verið mikill glæsibragur yfir því en gleymum því þó ekki að önnur lið sem við berum okkur saman við voru nú kannski ekkert að brillera heldur. Chelsea gerði jafntefli við Bordeaux sem er neðar Marseille í frönsku deildinni, Man Utd gerði hundleiðinlegt 0-0 jafntefli við Villarreal, Arsenal rétt mörðu Dynamo Kiev á heimavelli. Svo eru lið eins og Inter sem tapar á heimavelli fyrir Panathinaikos og Celtic sem tapar fyrir Álaborg þannig að það var eitthvað skrýtið í loftinu þessa vikuna 🙂

  Ég verð líka að fá að nefna það að ég var ánægður með Dossena í þessum leik. Hann byrjaði vissulega frekar sjeikí og lét Ben Arfa fífla sig upp úr skónum og átti eina frekar skrautlega tæklingu þarna en svo var það oftar en ekki hann sem var að bjarga okkur á síðustu stundu. Nú vil ég sjá þennan lansliðsbakvörð Ítala nýta tækifærið ef Aurelio verður frá í einhvern tíma. Eftir það getum við svo myndað okkur endanlega skoðun en ég verð að vera sammála flestum að hann hefur ekki heillað mig upp úr skónum.

  Án þess að setja neitt út á val pistlahöfundar á manni leiksins þá fær Carragher mitt atkvæði. Enn einn klassaperformansinn hjá Carra þegar aðrir í liðinu eru á rassinum.

 16. Þetta var náttúrulega dapurt – kannski kom markið of snemma. Mér fannst Alonso með þeim betri ásamt því sem kemur hér að ofan – Carra og Reina. Gerrard er líka óvenju snöggur að stimpla sig inn eftir meiðsli. Ég skil svosem alveg þá ákvörðun að setja Lucas inn, til að þétta miðjuna síðustu mínúturnar. Jákvæðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir misjafna spilamennsku síðustu vikurnar þá er liðið á toppnum í deild og komið áfram í Meistaradeildinni. Ég bendi á að Chelsea eru ekki að knýja fram eins góð úrslit og okkar menn.

 17. Mér finnst rafa vera að eyðileggja Babel. Hvers vegna er hann ekki notaður meira??

 18. Fínn sigur og job is done.

  Það er alveg klárt að Benitez er á góðri leið með eyðileggja Babel með langvarandi bekkjarsetu. Drengurinn er nákvæmlega með ekki neitt sjálfstraust eftir. Miðlungskunkar teknir framfyrir hann trekk í trekk, þar á meðal einn sem var nýbúinn að vera væla í fjölmiðlum.
  Dossena náði að sýna það á 45 mín að hann mesta 7 mill. punda eyðsla sögunnar. Holdgervingur efnahagshrunsins.

 19. Sammála með Babel að mörgu leiti, það bara hlítur að vera erfitt að komast ekki í lið þar sem menn eins og Benayoun og Kuyt virðast vera framar í goggunarröðinni og hafa verið svo mánuðum og jafnvel árum (ári) skiptir.

  En við getum hætt að hafa áhyggjur af því að rembast við að finna jákvæðar hliðar á leik Dossena í upphafi ferils hans hjá Liverpool, það er kominn nýr vinstri bakvörður. Þessi er þýskur (hefur vantað þjóðverja í þennan hóp), hann var samningslaus og kostaði svona 70 – 150 þús.

 20. Ég er þenkjandi mjög í anda Benna Jóns núna 🙂 en legg áherslu á það að fókusinn er á “job done”. Eða eins og Rafa segir sjálfur: hann er ánægður með stigin en ekki spilamennskuna.

  Við vorum félagarnir á Mongó í gærkvöldi og miðað við það sem við sáum, þá vorum við á því að Kuyt og Carra hefðu verið að gera bestu hlutina. Við töldum fimm skipti þar sem barátta Kuyt í boltann skilaði sér í feilsendingum Marseilles og einnig náðum við einu hálffæri upp úr slíkri baráttu. Svo í seinni hálfleik var Kuyt kominn í vörnina og sýndi góða takta þar. Get því ekki tekið undir mann leiksins hjá skýrsluhöfundi, en Kuyt eða Carra mega eiga það.

  Seinni hálfleikur var hræðilegur hjá okkar mönnum. Eins og þulirnir á Sky Sport sögðu: Liverpool var á köflum yfirspilað. Og það skein “ég nenni þessu varla” út úr andlitinu á alltof mörgum Liverpool spilurum. Ég hefði viljað sjá Liverpool senda skilaboð: hey, rústum þessu liði og sýnum liðunum að okkur ber að óttast. Spekingarnir í stúdíóinu hjá SkySports (Jamie Redknapp, Ruud Gullit og Graeme Souness) virtust vissir á því að mörkin yrðu fleiri í seinni hálfleik. En ég nennti ekki að sjá þá eftir leik, dreif mig heim.

  Varamennirnir voru bara ekki að gera neitt í gær og mér fannst skiptingarnar skrítnar. Sessunautur minn talaði um að Benayoun væri svona wild card: stundum næði hann að gera frábæra hluti með innkomu … stundum alls ekki. Í gær fannst mér hann ekki gera neitt. Dossena … úff.

  En þrátt fyrir þetta, þá unnum við. Erum komnir áfram og miðað við spilamennsku liðsins upp á síðkastið, þá finnst mér staða liðsins ótrúlega góð. Og við erum jú alltaf betri eftir áramót … ergo: við erum í góðum málum (so far so good).

 21. Þegar ég segi að Kuyt hafi komið í vörnina, þá meina ég að hann hafi birst þar með baráttunni, ekki verið þar allan tímann.

 22. Væri ekki rétt hjá RB að athuga hvort hann gæti skipt á Dossena og josemi………..nú eða Kronkamp.

 23. Hvernig í ósköpunum finna menn það út að Dossena hafi verið arfaslakur? Hann bjargaði okkur tvisvar og hann lenti einu sinni í vandræðum með Ben Arfa, sem er gríðarlega leikinn og fljótur kantmaður.

  Við megum alveg slaka á því að gera einsog Arnar Björnsson að dæma Dossena áður en hann labbar inná völlinn.

 24. Sammála Einari Erni varðandi Dossena, þetta var sko alls ekki alslæmur leikur, utan heimskulegrar tæklingar var hann nú ekki að gera stór mistök, bjargaði marki og stóð sig fínt gegn Ben Arfa.
  Gullit og félagar voru alls ekki neikvæðir, þó auðvitað helst Souness, voru allir inni á sömu nótum, í seinni hálfleik hafi LFC dregið sig til baka sem hefði kannski ekki verið óeðlilegt miðað við stöðuna í riðlinum. Þeir töluðu um að Benayoun hefði komið inná til að styrkja miðsvæðið um leið og bakverðirnir hafi verið hnýttir niður, Babel gæti ekki leyst það hlutverk og því kom Yossi inn, sama hugsun hafi svo verið með Lucas. Ég er nú nokkuð sammála þeim skilningi þeirra þó ég sé ekki endilega sammála því vali þjálfarans.
  Þeir m.a. sögðu “Dossena showed glimpses of his quality”, og töluðu líka um að verið væri að senda Keane mestu skilaboðin í gær….
  En við unnum og það gæti vel hafa verið út af skiptingum, hver veit. Allavega þá unnum við leikinn og þá á maður að þakka það líka þjálfaranum!!!!!

 25. þessi frammistaða hevði ekki dugað gegn smáliði frá rwanda, þið voruð bara hepnir og manshester unided mun rústa þessu og deildini líka.
  Augljóst stúlkur.

 26. Sammála #29.

  Dossena átti í raun alveg fína innkomu. Missti Ben Arfa einu sinni klaufalega framhjá sér en bjargaði okkur fyrir horn í það minnsta 2svar sinnum.

  Mér fannst líka hálf pínlegt að heyra í Arnari Björnssyni gera lítið úr Dossena, trekk í trekk. “… og það er Dossena af öllum mönnum sem bjargar …” o.fl. í þeim dúr. Arnar var greinilega búinn að dæma hann og drepa fyrirfram.

 27. Jeiii, það eina sem vantað í þessa umræðu var komment frá 10 ára gömlum ‘glory hunting scum fan’.

 28. Ég ætla ekki að segja að Dossena hafi verið hræðilegur en hann var heldur ekkert sérstaklega góður í gær. Kom inná og sinnti sínu hlutverki ágætlega. Vandinn var hins vegar að Aurelio var að eiga stórleik í fyrri hálfleik – lokaði algjörlega á Ben Arfa og var hættulegur fram á við (meiddist einmitt í teig andstæðinganna þegar hann var við það að komast í dauðafæri) – og því virkaði “venjuleg” frammistaða Dossena sem slappur leikur í samanburði.

  Þetta var samt betra en oft áður frá Dossena og kannski getur hann stigið enn meira upp ef hann fær fleiri leiki á næstunni, ef ske kynni að Aurelio sé að fara að missa úr einhverja leiki.

  Annars finnst mér þessi umræða um frammistöðu liðsins í gær vera frekar skrýtin. Jú, liðið yfirspilaði Marseille ekki og þetta var bara nokkuð jafn leikur – við betri í fyrri hálfleik, þeir betri í seinni – en þetta er Meistaradeildin. Þetta er ekki deild með Liverpool og þremur liðum frá Grænlandi. Mótherjarnir okkar í ár eru Marseille – markahæsta lið frönsku deildarinnar í vetur, unnu okkur á Anfield í fyrra – margfaldir Hollandsmeistarar PSV og stórlið Atletico frá Spáni. Að menn nenni að mála skrattann á vegginn af því að Liverpool-liðið vogar sér að yfirspila þessi lið ekki í hverri umferð skil ég ekki.

  Leikurinn vannst, liðið hélt hreinu og er komið áfram með einn leik til góða. Job done og ef þið skoðið frammistöðu hinna þriggja stórliðanna í deildinni og Meistaradeildinni í síðustu umferðum sjáið þið að það eina sem er “að” er að deildin er jafnari í ár en oft áður og okkar menn eru jafnvel að spila best ensku liðanna í Meistaradeildinni.

  Slökum á. Það er enn bara nóvember og liðið er á toppnum ALLS STAÐAR.

 29. Ég held að það sé öllum ljóst sem hafa eitthvað vit á fótbolta að Dossena er alls ekki góður varnarbakvörður. Getur vel verið að hann sé ágætur sóknarbakvörður þótt að hann hafi nú ekki náð að sýna það með Liverpool en varnarlega séð er maðurinn skelfilega slakur, maður getur bara séð á því hvernig hann stendur þegar að hann fær sóknarmennina á sig, hann selur sig alltaf, er langt frá mönnum, situr eftir í vörninni (hljóta vera sömu rangstöðureglur í englandi og á ítalíu). Svo eru einhverjir menn að tala um að hann hafi bjargað okkur í tvígang, í annað skipti náði hann að redda sjálfum sér þar sem hann var búinn að missa manninn allt of langt frá sér. Ég er ekkert búinn að dæma manninn áður en hann gengur inn á völlinn, allar hans aðgerðir dæma sig sjálfar!!

 30. Dossena var bara alls ekki góður í gær, skánaði aðeins þegar leið á leikinn en maður er alls ekki öruggur með hann þarna í vörninni. Ég hef samt trú á að hann komi til og réttlæti það að hafa verið keyptur. Hann var allavega að bæta sig gríðarlega frá því síðast þegar við sáum hann spila, en það var líklega ekki annað hægt.

  Varðandi Arnar þá fannst mér hann ekki nógu fagmannlegur þegar hann talaði um Dossena, mætti sýna aðeins meira hlutleysi fyrir utan að það hefur sjaldan verið talið snjallt að gera lítið úr Liverpool leikmanni á meðan verið að er að lýsa leik sem aðallega Liverpool menn eru að horfa á!!
  (Viðurkenni þó að Dossena hefur aðeins unnið sér þetta inn með byrjun sinni hjá klúbbnum).

 31. Vandinn var hins vegar að Aurelio var að eiga stórleik í fyrri hálfleik – lokaði algjörlega á Ben Arfa og var hættulegur fram á við (meiddist einmitt í teig andstæðinganna þegar hann var við það að komast í dauðafæri) – og því virkaði “venjuleg” frammistaða Dossena sem slappur leikur í samanburði.

  Kristján Atli, ég er nokkuð ósammála þessu. Í fyrri hálfleik spilaði Bakary Kone mest megnis á hægri kantinum og Hatem Ben Arfa á þeim vinstri. Án þess að gera neitt lítið úr Kone (nógu lítill er hann nú samt, vá vondur djókur) þá verður að segjast eins og er að það er himinn og haf á milli þessara manna, mér fannst Ben Arfa margfalt sprækari og því verður að segjast að verk Fabio Aurelios (sem ég er ekki að gera lítið úr) var nokkru auðveldara en það verk sem Dossena fékk. Ben Arfa fór nokkrum sinnum illa með Arbeloa í fyrri hálfleik og fannst mér Dossena ekkert koma illa út í samanburði við Arbeloa.

  Og vá hvað það fer í taugarnar á manni þegar lýsendur eins og Arnar Björnsson eru svona svakalega hlutdrægir og með fyrirfram myndaðar skoðanir eins og á Dossena.

 32. Mér fannst leikurinn bara nokkuð fjörugur. Bæði lið að reyna að sækja, hraðar og hnitmiðaðar sóknir á báða bóga, glæsilegt mark fá Gerrard og það sem mestu skiptir sigur. Hef svo sem ekkert meira að segja um leikinn nema:

  Dossena. Kom inn á fyrir Aurelio sem er búinn að vera sterkur upp á síðkastið og lét salta nokkrum sinnum en bjargaði líka tvisvar frábærlega. Var nokkurn veginn á pari.

  Annars er ég bara orðinn rosalega þreyttur á þessari keppni, eða öllu heldur riðlakeppninni. Hún er einfaldlega bara hönnuð til að stóru liðin slátri litlu liðunum og komast áfram í peningapottinn. Drepleiðinlegir leikir í nánast hverju tilfelli, t.a.m leikir Villareal og United. Reyndar hefur mér fundist leikir Liverpool vera allajafn skemmtilegastir, enda í eina erfiða riðlinum þar sem liðin eru actually að sækja. Annars einkennist þetta af því að litlu liðin mæta á stóru vellina, reyna ekki einu sinni að sækja og tapa eitt eða tvö núll.

  Vona að menn fari að dæmi Famagusta frá Kýpur og bjóði stóru liðunum byrginn. Eftir allt er fótbolti afþreying og ég kýs allavega frekar að sjá Liverpool vinna 4-3 eftir stórskemmtilegan leik en að sjá þá taka PSV 2-0 áí hlutlausum. Þannig að ég auglýsi eftir skemmtanagildi í keppni sem er rotin að innan allt fram að útsláttarkeppninni. Skemmtilegasta deild í heimi my ass

 33. Ég held að það sé öllum ljóst sem hafa eitthvað vit á fótbolta að Dossena er alls ekki góður varnarbakvörður

  Hvernig veist þú það? Ég hef kannski ekki nóg vit á fótbolta, en ég er alls ekki til í að fallast á þá fullyrðingu að Dossena sé “alls ekki góður varnarbakvörður”. Vissulega hefur frammistaða hans í leikjum Liverpool ekki gefið góða mynd af honum, en bæði hann sjálfur sem og Rafa hafa talað um að hann sé ekki að spila á sína eðlilega level-i af getu.

  Dossena er búinn að spila 13 leiki fyrir Liverpool. Til samanburðar þá er Aurelio búinn að spila 69 leiki og Arbeloa 75. Það er fráleitt að afskrifa Dossena eftir svo stuttan tíma.

 34. Þessi “frábæra” björgun hjá Dossena kom uppúr atviki þar sem hann missti af varnamanni sínum og hefði þetta endað sem mark þá hefði Dossena verið sökudólgurinn. Staðreyndin er bara að hann er ekki nógu góður. Hann er of þungur, gefur slakar sendingar og gerir sig sekan um slæmar dekkningar.
  Það er ekki hægt að verja hann vegna þess að hann var með fljótari mann á sér. Hann var tvisvar sinnum tekinn illa uppí horninu. Í annað skiptið fíflaði kantmaðurinn hann fjórum sinnum, með sömu gabbhreygingunni áður en hann kom boltanum fyrir!!!,,,
  Þó svo menn séu hægir þá geta menn bætt það upp með því að vera klókir og það er Dossena ekki.

 35. einare, þú áttar þig á því að Arbeloa féll fyrir þessu alveg jafn oft.. ef ekki oftar. Bara svona til að fá smá yfirsýn á málin. 🙂

 36. Þá er það orðið ljóst að Torres verður frá í 2-3 vikur 🙁

 37. Já, mjög svekkjandi fréttir af Torres.
  Hann er nýstiginn upp úr sömu meiðslum og hafa hrjáð hann á þessu ári og í fyrra og Benitez hefur mikið verið að væla yfir því að hann sé að meiðast með landsliðinu…..samt er hann látinn spila fullar 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum.
  Ég var alltaf að bíða eftir því að hann yrði tekinn af velli í gær því ég hélt að Benitez væri skynsamari en þetta.

Liðið í kvöld…

Skemmtileg lesning.