Landsleikir miðvikudagskvölds

Þrátt fyrir að fyrirliðarnir Gerrard og Keane hafi ekki leikið landsleiki í kvöld vegna lítilsháttar meiðsla voru ansi margir félagar þeirra frá Anfield Road sem stóðu í ströngu. Förum aðeins yfir gang mála hjá þeim…..

Spánn – Chile = 3-0


Spánverjar enda árið 2008 taplausir!!! Í kvöld voru allir Spánverjarnir í LFC í hópnum. Riera og Alonso spiluðu allan leikinn, Reina kom inná í hálfleik og Torres og Arbeloa eftir um 60 mínútur. Riera fiskaði vítaspyrnu, Fernando Torres skoraði og þeir enduðu allir heilir samkvæmt fréttum. Er ekki viss um að það hafi oft gerst í sögu liðsins okkar að fimm leikmenn þess hafi leikið leik með sama landsliðinu eins og var síðustu 30 mínúturnar í kvöld. Og það spænskt landslið!!!! Gaman væri ef einhver söguskoðari nennti að kíkja á það…..

Skotland – Argentína = 0-1

Javier Mascherano lék allan leikinn fyrir Argentínumennina hans Maradona, sem fyrirliði. Fékk góða dóma fyrir leik sinn. Til hamingju með að vera orðinn fyrirliði landsliðs Javier. Er að verða ágætur hópur okkar manna sem bera, eða hafa borið, fyrirliðaband landsliða sinna!

Holland – Svíþjóð = 3-1

Dirk Kuyt lék allan leikinn og skoraði þriðja mark Hollendinga á 90.mínútu. Var fremstur í 4231 kerfi og Babel á vinstri vængnum. Ryan Babel var skipt útaf á 65.mínútu.

Ísrael – Fílabeinsströndin = 2-2

Fyrirliðinn Yossi Benayoun lék afar vel í 90 mínútur í kvöld. Lagði upp bæði mörk heimamanna sem svo glutruðu niður forystunni, m.a. létu þeir Drogba skora hjá sér!

Danmörk – Wales = 0-1

Sviss – Finnland = 1-0

Ákvað að draga þessa tvo leiki saman, ákaflega svipuð útkoma hjá Hyypia og Agger. Spiluðu báðir allan leikinn, Hyypia sem fyrirliði í landsleik hans númer 95, og auðvitað báðir í hjarta varnarinnar. Báðir lentu í því að lið þeirra fékk á sig mark í lokin, en skv. fréttum var lítið við þá að sakast í þeim mörkum!

Grikkland – Ítalía = 1-1

Dossena á bekknum allan leikinn.

El Zhar var valinn í hóp Marokkó sem vann Zambiu 3-0 og Lucas var í hóp Brasilíu sem hóf leik gegn Portúgal á miðnætti. Bæti inn upplýsingum á morgun þegar eitthvað fréttist af þeim…..

Til gamans má geta að fyrrum Liverpoolvinirnir Bellamy og Riise áttu ólíkri gleði að fagna í kvöld, Bellamy gerði sigurmark Wales í Kaupmannahöfn en Riise var rekinn útaf í tapleik í Úkraínu. Ekki batnar lífið hjá rauðhærða karókítröllinu……

22 Comments

  1. Voðalega þurftu þeir að taka mikið 90.mín okkar menn!

    Annars öflugt að eiga fimm spanjóla núna þegar það er heitasta landsliðið!

    Og með fullri virðingu fyrir manninum (honest) hvurn fjandan er Kuyt að gera einn uppi á toppi hjá HOLLANDI!!? Ertu viss um að hann hafi ekki verið í sinni hægri kannts/sóknarmannsstöðu?

    Allavega, vonum að leikmenn Fulham verði líka þreyttir eftir þetta landsleikjahlé 🙂

  2. Mörk og sigrar leikmanna Liverpool eru litlir vinningar miðað við meiðslalaust landsleikjakvöld. Vill bara votta samúð mína með Arsenalmönnum og Theo. Mest spennandi leikmaður Arsenal verður sennilega meiddur í þrjá mánuði og þetta hlítur að minka möguleika Arsenal á bikar.

  3. Agger átti solid leik með Dönum en Bellamy var maður leiksins, virkilega ógnandi allan leikinn og skoraði fallegt sigurmark fyrir Toshack, Evans og félaga.

  4. Babu, Kuyt var settur uppi á topp á Gamecastinu hjá FIFA, með Van Persie fyrir aftan sig, Babel og Sneijder á köntunum. Veit svosem ekki meir um það……
    Var einmitt að spá í að skoða Fulham, en er eiginlega á því að bara Nojarinn í hafsentinum hafi verið að spila í Úkraínu.
    Hef trú á því að bara Sami karlinn lendi í hvíldinni um helgina, hef ekki trú á að Rafa láti hann byrja eftir 3 x 90 mínútur síðustu 10 daga…..
    En allir virðast koma ómeiddir heim…..

  5. Af hverju er Torres ekki kominn á sjúkralistann eftir þennan leik?????

  6. Fulham á nú nokkra landsliðmenn en hvort þeir spiluðu allir í gær veit ég ekki.
    Það sem ég veit er að Zoltan Gera skoraði eitt mark fyrir Ungverja gegn Norður Írlandi en með tapliðinu spilaði Chris Baird einnig.
    Brede Hangeland spilaði fyrir Noreg í tapleik gegn Úkraínu.
    Leon Andreasen kom inná fyrir Danmörku í gær en hann hefur lítið spilað það sem af er tímabilinu með Fulham.
    Jimmy Bullard sat á varamannabekk enska liðsins í gær og kom ekkert við sögu.
    Frederik Stoor kom inná í hálfleik fyrir sænska liðið sem tapaði 1-3 gegn Hollandi.
    Ég veit ekki hvort Toni Kallio spilaði með finnska liðinu.

  7. Gaman að sjá þessa samantekt Maggi fyrir okkur sem misstu af landsleikjunum. Maður er mest sáttur með að fá meiðslafrítt landsleikjahlé, langt síðan það hefur gerst.

    Tek undir með Friðgeiri hér að ofan að ég votta Arsenla mönnum samúð með Theo, einn þeirra bestu manna frá í þennan tíma eftir meiðsli áður en leikurinn hefst, þetta hefði svo auðveldlega getað verið einn af fjöldmörgum leikmönnum okkar sem voru að spila í þessu landsleikjahlé að lenda í slíkum meiðslum en ég er feginn að svo var ekki.

  8. Svo má nú til gamans geta að Brasilíumenn sigruðu frændur sína Portúgali 6-2! Alltaf gaman að vita til þess að crybaby hafi verið tekinn í nefið.

  9. Þess má til gamans geta að Fernando Torres var fyrirliði spænska landsliðsins síðasta hálf tíma leiksins og skoraði gott mark. Það var ansi hreint magnað að sjá 5 leikmenn Liverpool spila á sama tíma. Til samanburðar eru aðeins tveir leikmenn Real Madrid í spænska hópnum og þrír frá Barcelona eftir því sem ég best veit. Þetta kannski skýrist af því að eru fleiri Spánverjar í byrjunarliði Liverpool heldur en hjá Spánarmeisturum Real Madrid.

  10. Frábært að sjá að dossena spilaði ekkert því þá verður hann ferskur um helgina. Stórkostlegar fréttir.Þær bestu á tímabilinu það sem af er að mínu mati.

  11. Ég er nú ekki mikill söguskoðari en ég man að Owen, Heskey, Gerrard, Carragher og Barmby spiluðu allir í 1-5 sigri Englands á Þýskalandi 2001.

    • Ég er nú ekki mikill söguskoðari en ég man að Owen, Heskey, Gerrard, Carragher og Barmby spiluðu allir í 1-5 sigri Englands á Þýskalandi 2001.

    …..og Liverpool vann þrjá 2,5 nokkuð stóra bikara það ár 😉

    btw. Ég sem meiri stuðningsmaður þjóðverja heldur en tjallana þreytist svo seint á því að benda á að Þjóðverjar fóru alveg jafn mikið í úrslitaleikinn í þeirri keppni árið eftir, þrátt fyrir þennan glæsilega sigur Liverpool í Þýskalandi :p

  12. Agger var mjög slakur fanst mér. Greinilega ekki kominn á sitt strik ennþá.

  13. Ég verð að viðurkenna að ég hef pínu áhyggjur af Agger, hann hefur þvert á spár margra ekki verið að sýna að hann geti haldið Skrtel fyrir utan liðið.
    Hann þarf að bæta sig verulega ef hann ætlar að tryggja sér plássið við hlið Carra.
    Annars eru það auðvitað gleðifréttir að Skrtel ætlar sér að spila fyrir jól.

  14. Já hann hefur greinilega verið alveg ömurlegur undanfarið!!!

    Klárlega ekki eitthvað sem ég hef áhyggjur af hjá okkar mönnum, frábært að hafa hann til taks núna strax þegar eins stór partur af liðinu og annar miðvörðurinn (Skrtel) dettur út. Þar að auki finnst mér hann bara alls ekkert hafa verið neitt ofsalega slæmur heilt yfir síðan hann komst aftur í liðið…..og hann á bara eftir að verða öflugri

  15. Hafliði var ekkert að segja að Agger hefði verið arfaslakur. Ég er hins vegar á því (og ég trúi varla að ég sé að segja þetta þar sem ég er mikill Agger fan), en mér finnst hann ekki hafa staðið undir væntingum í vetur og ég sé ekki alveg hvernig hann á að halda Skrtel fyrir utan liðið.

    Vissulega er Agger miklu betri að koma upp með boltann, en mér finnst einhvern veginn einsog við séum að gera fleiri mistök í vörninni en þegar að Skrtel var þarna. Til dæmis í Wigan leiknum, Altetico Madrid á útivelli og í báðum Tottenham leikjunum.

  16. Agger er nátturulega ný farinn að spila aftur eftir að hafa verið frá allt síðasta tímabil.Þar er nú kannski ekkert skrýtið að hann sé ekki alveg upp á sitt besta núna..En hann mun verða öflugri og öflugri með hverjum leiknum sem hann spilar og fá að finna fyrir traustinu frá samherjunum og fá trúnna 100% upp á nýtt

  17. Þegar að Skrtel kemur til baka, þá má fastlega búast við því að hann verði ekki srtax eins og hann var, og þannig er það hjá Agger núna. Alonso var heilt tímabil að vera eins og hann er núna, það verður bara gaman að sjá þá félaga saman (Agger og Skrtel) þegar að Carr fær smá frý.

Þessi Dossena….

Fulham á morgun.