Liverpool í Stokkhólmi

Jæja, ég ætla aðeins að misnota aðstöðu mína hérna…

Ég er í vandræðum þar sem ég er í Stokkhólmi og mér sýnist leikurinn í kvöld hvergi vera sýndur. O’Learys, sem að flestir mæla með, sýnir Chelsea-Hull og Arsenal-Tottenham (svo sem skiljanlegt val). En veit einhver hvort að það sé til bar, sem er sérstaklega líklegur til að sýna Liverpool leiki í þessari borg (kannski þar sem að LFC aðdáendaklúbbur er með aðsetur eða eitthvað slíkt?)

Ef ekki, er hægt að horfa á þetta einhvers staðar á netinu í þolanlegum gæðum (helst á Mac)?

20 Comments

 1. City: Stockholm
  Name: The Dubliner
  Address: Smålandsgatan 8
  Website: http://www.dubliner.se/
  Remarks: Traditional pub with excellent food and service. The owner is an great guy, brilliant if you are a Red. Service is great. Loads of TVs, and a big HD screen. Favours the Liverpoolgames and have a separate section for booking if you are a lot of people. Great atmosphere on the CL nights, unforgettable noise and taunting when we beat Inter at San Siro.

 2. Ef allt klikkar og þarft að horfa á leikinn á netinu er þessi síða best http://www.myp2p.eu Þar er hægt að horfa á þá leiki sem eru í Media Player formati á Apple. En gæðin eru oft ekki neitt bilað góð.

 3. Ég myndi mæla með Veetle, sem þú færð fyrir makka. Var að horfa á leikinn um helgina með link sem ég fékk á myp2p.eu frá ESPN sem var að keyra útsendinguna 600K og ég gat alls ekki kvartað yfir þeim gæðum.

 4. Ég verð nú að segja að ég kom með fyrirspurn þegar ég var úti í Strasbourg um hvort einhver gæti aðstoðað mig um að sjá Liverpool vs. Everton leikinn og fékk ekkert svar, að ég var frekar óánægður með viðbrögð ykkar svokallaðra Liverpool aðdáenda… Það skiptir greinilega máli hvort það sé Jón eða séra Jón sem spyr.

 5. Hmm einhver paranoja í gangi. Það er nú ekki víst að það séu jafn margir sem þekkja til í Strassborg og í Stokkhólmi.
  Gæti ýmindað mér að það séu fleiri sem búa eða hafa búið í Svíþjóð..

 6. Er Kleinfeld að grínast?
  Líklega fleiri sem þekkja Stokkhólm en Strasbourg fyrir það fyrsta.
  Held að menn séu engu minni Liverpool aðdáendur þó þeir svari ekki pósti frá þér um efni sem þeir þekkja líklega ekki og þú getur googlað alveg eins og þeir.

 7. Þar sem ég er veikur heima og leiðist þá googlaði ég þetta fyrir þig Kleinfeld.

  Þetta settir þú í færslu sem fjallaði um að liðið væri komið, gegn Man City reyndar (ekki Everton þ.e.)

  • Býr einhver svo vel að búa yfir þekkingu hvar hægt sé að sjá liverpool leikin í Strasbourg… ?

  Ég veit ekki með þig, en ég tek það ekki sem svo að fólk sé að velja á milli ykkar og segja EÖE þetta frekar og halda því leyndu fyrir þér……….mikið líklegra held ég að það sjái þetta fleiri í sérþræði sem settur er inn hálfum sólarhring fyrir leik heldur en í kommenti tæpum klukkara fyrir leik og þrír kommenta á eftir þér fram að leik!!

  Svo held ég bara að fleiri hérna viti meira um Liverpool pubana í Svíþjóð heldur en Austurríki!!
  Ekki þennan biturleika 😉

  p.s. ég tékka nú ekki reglulega á því en það skapaðist ansi oft umræða um þetta á liverpool.is spjallinu rétt fyrir leiki (í upphitun)

 8. Á myp2p virðist vera að það sé hægt að horfa á útsendinguna frá Setanta. Hún er í 800K og mjög góðum gæðum, allavega þegar ég hef horft á þessi Setanta stream áður þá hafa þau virkað mjög vel.

 9. Jæja það er ágætt að menn skuli hafa hugsað til mín þarna í Strasbourg. Ég skal ekki erfa þetta við neinn. Og bara til að leiðrétta þá er Starsbourg í Frakklandi.

  No hard feelings og Áfram Liverpool

 10. heh, ég er í sömu vandræðum hérna í DK…. bý hérna og venjulega eru allir liverpool leikir sýndir á öllum aðal sportbörunum, en það er einfaldlega engin rás sem sýnir liverpool v. portsmouth í kvöld hérna í DK/álaborg, ekkert smá fucked up…

 11. Ok, takk kærlega allir.

  Það lítur út fyrir að leikurinn sé hvergi sýndur hérna í Stokkhólmi. Sem sýnir kannski hvað maður er góðu vanur af því að vera Liverpool aðdáandi á Íslandi.

  Og Kleinfeld, það er eðlilegt að ný færsla á forsíðunni vekji upp sterkari viðbrögð en komment við færslu stuttu fyrir leik. Það er einn af kostunum við það að vera einn af ritstjórum þessarar síðu að maður getur nýtt sér aðstöðuna á svona ögurstundum. 🙂

  • Og bara til að leiðrétta þá er Starsbourg í Frakklandi.

  (slær sjálfan sig utanundir og segir f***i)

 12. Canal+ 199 krónur á mánuði. Mjög ódýrt ef maður fær ekki greitt í Davíðsdollurum.

 13. http://www.football4less.com/schedules/schedules_29102008.html

  Hérna er listi yfir hina ýmsu spilara sem hægt er að downloada og svo er bent á hvaða stöðvum á viðkomandi spilara leikirnir eru sýndir. Ég bý á Spáni og hef séð nánast alla leiki með Liverpool á annað hvort TVU player eða Sopcast. Oftast ágætis gæði og enskir þulir. Ég veit hins vegar ekki hvernig þetta virkar með Mac enda PC notandi.

 14. Kleinfeld, ég hef nú komið til Strassborgar í Frakklandi og man þar eftir ágætum írskum pöbb sem ég get ómögulega munað meira um nema hvað hann var ekki langt frá dómkirkjunni. Þar var altént stór skjár og ég held þeir hafi verið með skypakkann.

Portsmouth á morgun

Liðið er komið…..