Gerrard og Torres í liði ársins hjá FifPro

FifPro, sem eru samtök atvinnumanna í fótbolta hefur valið heimsliðið fyrir árið 2008.

Það gleðilega við það lið er að í því eru tveir Liverpool leikmenn. Fólk fær engin verðlaun fyrir að giska hverjir þeir eru. Liðið lítur svona út:

Iker Casillas

Ramos – Ferdinand – John fokking Terry – Puyol

Xavi – STEVEN GERRARD – Kaka

Ronaldo – TORRES – Messi

Af þessum mönnum var C. Ronaldo valinn sá besti. En mjög ánægjulegt að þeir Torres og Gerrard séu í svona miklum metum hjá öðrum knattspyrnumönnum.

13 Comments

  1. Ætli einhverjir af þessum leikmönnum fari allir til Manchester City í Janúar ??? Þegar maður hugsar það þá er frekar sérstakt að Chelsky sé bara með einn leikmann miðað við fjárútlát seinustu ára 🙂

  2. .#2 – “Ætli einhverjir af þessum leikmönnum fari allir til Manchester City” ?? ???

    Áttu við að einhverjir leikmenn geti farið hálfir eða að hluta til ?? 😉 Útúrsnúningur af bestu gerð….

    Annars er ég gríðarlega ánægður með gælunafnið sem Terry hlýtur í þessari myndrænu uppstillingu á liðinu 😉

    Carl Berg

  3. Það er bara tvennt sem ég er ekki sammála með þarna…
    Puyol… ég get ekki skilið hvernig hann getur verið þarna, fyrir utan það að hann er miðvörður en ekki bakvörður.
    Xavi… ég hefði persónulega sett Iniesta þarna frekar, finnst hann hafa verið betri seinasta árið…

    Annars er þetta mjög sterkt og mjög sóknarsinnað lið… og schnilld að sjá tvo Liverpool menn þarna 🙂

  4. Já, alltaf frekar dodgy svona lið sem valin eru. John fokking Terry er búinn að vera síðri en félagi hans í vörn Chelsea síðasta árið og talsvert meiddur. Ferdinand finnst mér líka hafa verið síðri en Vidic. En þetta sýnir bara svo ekki verður um villst að verið er að velja nöfn fyrst og fremst. Hvað Puyol er svo að gera í vinstri bakverðinum er svo spurning sem erfitt er að finna rökrétt svar við. Ekki nóg með að hann sé að mínu mati stórlega ofmetinn varnarmaður, þá er hann bara akkúrat enginn vinstri bakvörður. Kaka er svo síðasti maðurinn á þessum lista sem er þarna bara út af nafninu, því síðasta tímabil var nú ekki upp á marga fiska hjá kall greyinu, þrátt fyrir að allir viti vel hvað kappinn er fær fótboltamaður.

  5. ég hefði sett Evra (þó mér líki það ekki) í vinstri bakvörð þessa liðs.

  6. Var kannski að búast við meiri viðbrögðum við Ashley Cole, einfaldlega léleg kaldhæðni hjá mér. Þó hann sé góður og allt það þá skemmir karakter mannsins einfaldlega fyrir honum. Vitna t.d. í leiðinlegasta dómara sem hefur dæmt á Englandi: http://www.dailymail.co.uk/sport/article-1078649/Its-time-stood-objectionable-Cole.html sem lætur hafa eftir sér að Ashley Cole sé ofdekraður og fái öllu sínu fram.

    En aftur að liðinu svo að maður kommenti eitthvað af viti hérna. Mörgu leyti (öllu leyti) sammála #5 um að Carvalho spilaði betur en Terry og eins með Vidic að hann hafi spilað betur en Ferdinand. Maður sem ég hefði viljað sjá í vinstri bakverðinum er hins vegar Gael Clichy, þó á hann það ekki skilið sökum frammistöðu Arsenal á síðustu leiktíð, en ég er að meta hann sem besta vinstri bakvörð í deildinni (Evra rétt á eftir). Svo til þess að vera ennþá meira sammála SSteini þá hefði ég viljað sjá Iniesta fyrir Xavi. Báðir góðir kostir en held að Iniesta sé búinn að spila betur. Frammistaða Xavi á EM réttlætir sennilega valið á honum þó.

  7. VILL BENDA GAGNRÝNENDUM MÍNUM Á STAÐREYNDIR SEM ÉG BENNTI Á Í GÆR OG VIÐ HÖFUM HÉR FENGIÐ STAÐFEST !!!!!

    TORRES LANG BESTI FRAMHERJINN
    GERRARD LANG BESTI MIÐJUMAÐURINN !!!!

    OG HELD ÉG AÐ ÞAÐ SÉ ÓHÆTT AÐ FULLYRÐA AÐ MENN ERU EKKI SAMMÁLA VALI Í HINAR STÖÐURNAR, LJÓST AÐ ÞAÐ VANTAR FLEIRI POOLARA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    SVARIÐ ÞESSU Í LJÓSI NÝRRA FRÉTTA EINAR ÖRN OG FÉLAGAR??

  8. Ekki að ég vilji á nokkurn hátt að Dresi hafi rangt fyrir sér, í neinu bara…. þá held ég að því miður hafi lítill vælukjói frá Portúgal verið áberandi bestur sl. ár.

    <

    En þetta er þokkalegasta lið alveg, hefði sjálfur sett þetta svona:

    Van Der Sar

    Ramos – Rio – John fokking Terry – Evra

    Essien – STEVEN GERRARD – Iniesta

    Ronaldo – TORRES – Messi

    Svo ég er sáttur við valið enda bæti ég bara við United og Chelski mönnum ásamt Iniesta sem mér fannst betri en Xavi, af því sem ég sá Barca.

  9. Babu, já þetta er fínt lið hjá þér en gmg Van Der Sar í markinu þú hlýtur að vera að spauga. Til dæmis er Reina þó nokkru betri en hann

  10. Vá, ég var nú í smá tíma að fatta þetta, þ.e. muna þetta.

    En já ég er svosem ekkert á móti því og myndi klárlega setja þetta upp miðað við þetta tímabil, en Van Der Sar var ekki beint slappur í fyrra og vann vissulega tvo bikara sem ég man ekki í augnablikinu hverjir voru.

    gmg er annars skemmtileg nýjung fyrir mér sem gæti jafnvel komið inn fyrir OMG héðan í frá :p

Svona rétt til að velta okkur áfram upp úr sigrinum….

Portsmouth á morgun