Atletico Madrid 1 – Liverpool 1

Ef við vorum í einhverjum vafa hvaða keppni er nr. 1 hjá Spánverjanum knáa í stjórastöðunni þennan vetur er ég allavega á því að við höfum séð í kvöld hver sú er. Ekki Meistaradeildin…..

En fyrst að byrjunarliðinu:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Mascherano – Alonso
Benayoun – Gerrard – Riera

Keane

bekkurinn: Cavalieri – Aurelio – Lucas – Kuyt – Babel – Darby – Pennant.

Í stuttu máli sagt stjórnuðu okkar menn fyrstu 40 mínútunum ALGERLEGA. Atletico báru gríðarlega virðingu fyrir Liverpool og leyfðu okkur að stjórna ferðinni. Við náðum nú ekki að skapa okkur mörg færi og það var í raun fyrsta færið sem við nýttum til að skora á 14.mínútu. Alonso missti boltann á miðjunni, vann hann aftur og sendi á Gerrard sem þræddi boltann milli varnarmannanna. Þar tók Robbie Keane vel við honum, fékk vafann frá aðstoðardómaranum og setti hann flott framhjá Franco í markinu, 0-1 og vel að verki staðið. Robbie fékk svo upplagt færi stuttu síðar en virtist misreikna boltann og klaufaleg hælspyrna til að redda málunum tókst illa!

Atletico sýndu smá lífsmark undir lok fyrri hálfleiksins, fyrst og fremst kom hætta þeirra upp vinstri kantinn, gegn Arbeloa sem alls ekki réði við Simao! En 0-1 í hálfleik og allt í góðu.

Strax í upphafi síðari hálfleiks komu fyrstu dómaramistökin þegar Benayoun skoraði mark sem átti að standa. Strax á 53.mínútu kom svo fyrsta skipting, Keane út og Kuyt inn. Þá spáði maður í hvort um meiðsl væri þar að ræða……

Á 57.mínútu komu svo mistök dómara nr. 2 þegar Maniche var rændur jöfnunarmarki á fáránlegan hátt! Þarna var Atletico farið að stjórna leiknum og við eilítið með bakið upp við vegginn. Arbeloa karlinn var eins og vængjahurð og Simao hló að honum trekk í trekk. Í einu slíku hláturkasti átti hann hörkuskot sem Reina varði í stöng. Þá önnur skipting. 61.mínúta, Gerrard út og Babel inn. Verið að hugsa um Chelsea?????

Leikurinn að sofna hægt og rólega og þá þriðja skipting. Alonso út og Lucas inn. Klárt. Verið að hugsa um Stamford Bridge á sunnudag! Þegar þarn ar komið sögu var bara spurning hvort við héldum út, en á 83.mínútu uppskáru heimamenn sanngjarnt jöfnunarmark.

Hár svifbolti virtist hættulítill, Carra misreiknaði hann illilega og Arbeloa hljóp út úr stöðu til að hjálpa, Forlan stimplaði þá báða og sendi á Simao sem kláraði færið vel. Skelfileg, agaleg varnarvinna félaganna tveggja þar.

Það sem eftir lifði leiks bökkuðu Atletico og við fengum eina færið, sannkallað dauðafæri hjá Babel sem skallaði framhjá eftir flotta sendingu Dirk Kuyt. Uppskeran 1 stig eftir 1-1 jafntefli.

Fyrri hálfleikur þessa leiks var að mörgu leyti fínn, sanngjarnt við værum yfir og liðið að tikka fínt. Skiptingar Benitez í seinni drógu auðvitað úr þunganum en að mínu mati eigum við ekki að vera að svekkja okkur á því að gera jafntefli á þessum erfiða útivelli þegar ljóst var að þjálfarateymið var með eitt auga á Stamford.

Neikvæðast í leiknum fannst mér hægri vængurinn. Benayoun sýndi lítið og Arbeloa átti aldrei séns í Simao, sem ég vill enn sjá í okkar treyju! Agger og Masch eru ryðgaðir og liðið átti erfitt með að halda boltanum. Þó verðum við að verja drengina okkar aðeins, því völlurinn var slakur og mikill vindur.

Jákvæðast var að taka þetta stig og geta nú allt að því klárað riðilinn með sigri á Anfield gegn Atletico eftir tvær vikur. Mér fannst miðjan spila vel og vinstri vængurinn stöðugt að verða sterkari.

Þegar kemur að því að velja mann leiksins er ég ákaflega glaður. Þeir sem hafa séð mig skrifa pistla hér hafa örugglega tekið eftir því að ég vildi Barry og var tilbúinn að fórna ákveðnum miðjujaxli. Hann átti að mínu mati mjög góðan leik og er nú kominn í það form sem hefur gert hann að hetju á Anfield. Minn maður leiksins var Xabi Alonso.

Svo er bara að sjá hvort að taktík Benitez gengur upp og við sjáum árangurinn í næsta leik sem er SVAKALEGUR. Chelsea á Stamford næstkomandi sunnudag. Takið daginn frá……..

60 Comments

  1. Hvað var Carragher að spá í markinu? Sanngjörn úrslit samt eftir að línuvörðurinn rændi Atletico. Slappt að við skiljum ekki skapa fleiri dauðafæri í leiknum en Babel átti nú að setjan hann þarna í restina. Benayun og Riera voru vonbrigði í þessu leik, þannig að þetta er erfitt ef kantarnir eru báðir í óstuði. Vonandi voru menn bara að spara sig fyrir sunnudaginn á móti Chelsea, eigum við ekki bara að segja það.

  2. Þetta var mjög slakt Liverpool lið sem mætti til leiks í dag (að Reina undanskildum).
    Enginn að sýna neina alvöru takta og Benayoun lélegastur að mínu mati…

    Það sem mér fannst þó skemmtilegast við þennan leik er hvað menn báru mikla virðingu fyrir hvorum öðrum, varla eitt brot sem þar sem menn báðust ekki afsökunar eftirá. Og svo að sjá áhorfendur eftir leikinn… svona á þetta að vera, ekki endalaust skítkast og væl.

  3. Ég get nú ekki sagt að ég sé neitt himinlifandi með þetta jafntefli. Við vorum mun sterkari heilt yfir og gerðum nóg til að “klára” leikinn. Dómaratríóið skemmir þetta þó heilmikið með afleitum leik sem kemur niður á báðum liðum. Bendi þó á að við hefðum komist í 2-0 ef rétt hefði verið dæmt.

    En hvernig maðurinn fékk það út af hafa Aguero og Raul Garcia á bekknum í upphafi, I´ll never know!!

    En annars mjög fínn leikur hjá okkar mönnum, Gerrard var öflugur í holunni og Keane hættulegur, átti reyndar eitt klaufalegt klúður sem hefði á móti verið “flott hefði það heppnast” Í seinni voru reyndar allar skiptingarnar með þeim hætti að þær veiktu okkar lið og styrktu Madríd gríðarlega mikið og því eðlilega komust þeir vel inn í leikinn. Það var því alveg eftir því að þeir skildu fokkings jafna leikinn.

    Þannig að ennþá bíðum við eftir því að Liverpool klári leik sannfærandi, en þeir hefðu með réttu átt að ná því í þessum leik.

  4. Fínn fyrri hálfleikur en sá seinni mun slakari af okkar hálfu. Það var haft eftir Rafa í hálfleik að hann væri ekki ánægður og leikmenn orðnir mjög þreyttir. Ótrúlegt klúður hjá Keane við fyrigjöf Gerrards í fyrri hálfleik, mark þar hefði klárað leikinn. Mér fannst mark Benayoun vera löglegt og eins mark AM. Hraður og mjög skemmtilegur leikur í heildina og marktækifæri þónokkur:-)

    • Þetta var mjög slakt Liverpool lið sem mætti til leiks í dag (að Reina undanskildum).
      Enginn að sýna neina alvöru takta og Benayoun lélegastur að mínu mati…

    Ertu ekki að grínast? Við vorum mun sterkari en mjög gott Madríd lið á þeirra heimavelli á löngum köflum í leiknum. Vorum kannski ekki á fullu gasi en þetta var alls ekki lélegt Liverpool lið í kvöld, þvert á móti.

  5. Livepool var sterkara liðið og við áttum allan fyrri hálfleik. Dossena var alls ekki slæmur, en Rafa var of fljótur að skipta mönnum út af. En við erum í góðum málum…..

  6. Sælir félagar
    Ég er sáttur með þetta þó við hefðum átt að fá víti og svo að skora úr amk. 2 dauðafærum og löglegt mark dæmt af. AM fékk líka á sig ömurlega dómgæslu en samt … Erfiður leikur um næstu helgi og því fór sem fór. Svona nokkuð sanngjarnt jafntefli eins og einhverjir spáðu 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Neinei ég var ekkert að grínast… mér fannst Liverpool liðið ekki vera með hugann við leikinn og þeir voru bara betri á þeim köflum þar sem að þeir nenntu að reyna aðeins á sig og á þeim köflum þar sem að A.M. bökkuðu frá okkar mönnum og leyfðu þeim að spila sín á milli…
    Og mér finnst líka full sterkt að segja að við vorum “mun sterkari” en þeir… en það er bara mitt mat.

  8. Reina maður leiksins að mínu mati. Ég var alveg handviss um að þeir myndu ná að jafna þarna undir lokin og því miður varð raunin sú.

    En ….. ég sætti mig við jafnteflið, ágætis úrslit.

  9. Fín úrslit.
    Dómaratríóið hafði þó óþarflega mikil áhrif á úrslit leiksins. Hefði verið ljúft að fara með 3 stig úr þessum leik. Úrslitin í heildina sanngjörn og bæði lið greinilega sátt við þau úrslit. Vinnum bara Madrid á Anfield og tryggjum okkur þá áfram. Það verður að teljast stórslys ef þessi lið fara ekki bæði uppúr riðlinum.

  10. Fannst Dossena bara stannda sig mjög vel og vonandi gerir hann það áfram. Sammála þér með vali á mann leiksins og Benayoum fær verðlaun fyrir að vera slakastur. Missti nánast alla bolta og náði aldrei að komast frammhja Lopez og drap allar sóknir Liverpool.

    En fín úrslit og ég sáttur. Tökum næstu 2 og leyfum þeim sem spila minna að taka seinasta leikinn þ.egar við erum öruggir upp.

  11. Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, voru þéttir og stjórnuðu leiknum. Enn með innkomu Aguero í seinni hálfleik þá lifnaði heldur betur yfir sóknarleik Madridinga. Þeir tóku í raun öll völd og hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk. Í sjálfu sér ekki slæm úrslit en þó alltaf svekkjandi að fá á sig mark svona seint og missa leik niður í jafntefli. Fannst Pepe og Xabi vera bestu menn liðsins.

  12. Fannst Keane hefði alveg mátt sleppa því að ætla að taka bolann á hælinn og skora, þegar að hann var í dauða færi. Allt í lagi að gera þettað þegar að Liv er 4-0 yfir. Liv var betra liðið, og ekki orð um það meir

  13. Ég verð að vera algjörlega ósammála lýsingunni hér fyrir ofan því það var Agger sem var algjörlega út úr stöðu. Arbeloa færði sig inn til að hjálpa Carra sem var eitthvað óákveðinn með þetta. Agger á stóran þátt í síðustu 3 mörkum sem við höfum fengið á okkur og ég sakna Skrtel mjög mikið í vörninni. Agger bara má ekki hlaupa svona út úr vörninni nema að Massi detti strax niður í hans stað…..en það hefur ekki verið að gerast. Vörnin hefur veikst mikið með brotthvarfi Skrtel.

    Eins fannst mér Gerrard mjög slakur í dag og hann virtist áhugalaus…..eins og reyndar allt liðið. Riera var góður í fyrri hálfleik en ég er sammála því að Xabi hafi verið bestur í kvöld.

    Mjög góð úrslit og við erum í góðum málum í riðlinum. Á sunnudaginn er þó mikilvægasti leikurinn hingað til á þessu tímabili og legg allt mitt traust á að taktíkin hans Rafa skili okkur stigi eða stigum.

  14. Ég tek undir með Júlla hér að ofan nema að mér fannst Gerrard ekki eins slakur og hann vill meina. Reina var mjög góður en Xabi var yfirburðamaður og það er gaman að sjá hann nálgast sitt besta form, er mun hraðari og ákveðnari í öllum aðgerðum heldur en á síðasta tímabili og kannski hafa tilraunirnar með að fá Barry gefið honum spark í rassgatið.

  15. Já, ég verð að segja að ég er nú bara ansi hreint sammála honum Júlla hér að ofan með flest. Mér finnst skýrslan taka full hart á Arbeloa á meðan aðrir varnarmenn sleppa vel. Agger og Carra voru þeir aðilar að mínum dómi sem gáfu hættulegustu færin í leiknum, og Arbeloa leit verr út fyrir vikið því hann var að reyna að koma þeim til hjálpar.

    Mér fannst Dossena fínn í leiknum, jafn fínn og mér fannst Benayoun slakur. Einn slakasti leikur hans í Liverpool treyju. En þá kemur að þætti fyrirliða vors. Hann átti góða sendingu á Keane í markinu, það skal ekki af honum tekið. Þar fyrir utan fannst mér hann næst slakasti maðurinn á vellinum. Mér fannst hann þungur, áhugalaus og almennt ekki up for it og fannst því skiptingin á honum “meika sens” og fín sem slík þótt ekki væri leikur gegn Chelski framundan.

    Hvað var Keane annars að spá með að reyna að taka hann með hælnum í þessu dauðafæri sínu? Simple tap in og málið var dautt! Annars kostaði dómaratríóið okkur 2 stig í leiknum, það er ekkert flókið. Skelfilega dapurt, en svona er boltinn, stundum dettur dómgæsla með þér og stundum á móti. Dómarinn var jafnlélegur fyrir bæði liðin, en þar sem hann kom í veg fyrir að við kæmust í 2-0 þá kostaði hann okkur stigin. Hvernig hann fékk það út að spjalda Riera þegar hann átti klárlega að fá víti?? You win some you loose some, Mancs fengu fyrstu 2 mörkin sín skráð sem góð og gild mörk (bæði ólögleg) en þessu er öfugt farið hjá okkur. Vonandi snýst þetta bara við um helgina, þá væri ég sáttur 🙂

    Það kom mér mjög á óvart hversu skelfilega lélegur völlurinn var. Þetta var eins og illa plægður kartöflugarður. Það kemur jafnt niður á báðum liðum, en það kemur klárlega niður á fótboltanum sem spilaður er. Annars er ég sammála skýrslunni í því að Xabi var maður leiksins. Ekki sammála að skiptingarnar hafi við fyrst og fremst með Chelski í huga. Keane kenndi sér meins og var tæpur á meiðslum. Gerrard var bara skugginn af sjálfum sér, virkaði ferlega þreyttur og áhugalaus. Xabi fór svo útaf rétt í restina og það er kannski eina skiptingin sem ég gæti flokkað beint sem hvíldarskiptingu fyrir helgina.

    Agger og Carra þurfa að girða sig í brók fyrir helgina, sömu sögu má segja um Gerrard. Ég vil sjá menn koma dýrvitlausa inn í þann leik. Sigur á Stamford Bridge myndi skipta alveg gríðarlegu máli fyrir tímabilið hjá okkur. Geri mér litlar vonir með það, en vil allavega sjá okkur ná góðu jafntefli þar.

  16. Það virðist vera að þessar skiptingar hjá Rafa hafi verið vegna meiðsla. það er vonandi að Gerrard, Xabi og Keane verði heilir fyrir brúnna.

  17. Þetta var nú frekar bragðdaufur leikur, hvernig svosem á það er litið. Ég er ekki sammála því að Xabi sé maður leiksins, og vil þakk Reina fyrir það að við náðum yfir höfuð stigi í þessum leik.
    Persónulega fannst mér einhverjir look a likes vera komnir í grænu treyjurnar í gær í seinni hálflleik, þeir voru ferlega slakir allavega. Vantaði bit, metnað og dug í þessa dengi.
    Algjörlega sammála svo mönnum að Aggerinn er greinilega ekki í sama klassa núna og maður er vanur að sjá Skrtel og núna skil ég af hverju Skrtel var látin leika en ekki Agger. Þess vegna er ég ekki stjórinn í Lpool.
    Anyhow, lélegur leikur en samt stig á erfiðum útivelli. Sunnudagurinn er rosalegur. Vonandi verða þessi “meiðsli” á Gerrard, Keane og Xabi að trufla okkar menn. BRING ON CHELSEA !!!!!

  18. Reyndar fannst mér Riera og Bennayoun annaðhvort láta bakverði A.Madríd líta mjög vel út eða þá að bakverðir A.Madríd eru bara þræl góðir. Ég held að það sé eitthvað til í báðum staðhæfingum. Þeir hafa allavega betri bakverði en við, bæði hægra og vinstramegin (hafa þeir ekki báðir orðið EM meistarar sl. tvær keppnir?).

    Riera virtist ekkert komast áleiðis líkt og hann hefur verið að ná á Englandi og Bennayoun átti alls ekki góðan leik og sannaði enn einu sinni að hann er ekkert kanntmaður. Hann reyndar skoraði gott mark í leiknum sem hefði líklega aðeins hjálpað umfölluninni um hann og sjálfstraustinu hefði það fengið að standa.

    Hvað okkar bakverði og vörn í leiknum varðar þá fannst mér við fyrir það fyrsta bara nokkuð solid í fyrri hálfleik, þeir komust ekkert áleiðis. Í seinni þegar þeir byrja að sækja að einhverju viti fannst mér Arbeloa sérstaklega eiga slappan leik og hann var í tómu basli með Simao. Dossena var þó mun skárri í gær heldur en á móti Wigan. Þar fyrir utan hefur A.Madríd bara yfir að ráða hrikalega sterku sóknarliði, sérstaklega á heimavelli.

  19. Sammála mörgum, ósammála sumum.

    Það eru nokkur atriði sem standa uppúr í þessum leik :

    • Völlurinn var hræðilegur, og menn voru alltaf á hausnum.
    • Dómaratríóið var aðhlátursefni, þeirra sem húmor hafa fyrir svona fíflagangi
    • Keane vann sér ekki inn nein prik hjá mér, með því að reyna einhvern sirkus í staðin fyrir að pota boltanum bara inn með “hefðbundnum” hætti.
    • Skrtl er sárt saknað.
    • Það var skelfilegt að horfa uppá Madridinga henda sér niður líkt og skotnir væru, trekk í trekk.
    • S.Gerrard var rétt tæplega skugginn af sjálfum sér,og klárlega ekki uppá sitt besta.
    • Ég held að menn hafi löngu verið farnir að hugsa um sunnudaginn, og það er synd að svona skemmtilegur útileikur í CL skuli falla svona í skuggann.

    – Alonso er að vaxa mikið um þessar mundir og ég kvarta ekki undan honum þessa stundina.

    Fátt annað um þennan leik að segja…. Ég hef engu að síður gríðarlega trú á liðinu, og ég held í alvöru að við tökum þrjú stig á Brúnni, og verðum fyrsta liðið til þess að ná þeim árangri síðan konur fóru að raka á sér fótleggina !!

    Insjallah…Carl Berg

  20. Ég get ekki verið sammála um að Agger hafi verið að klikka í markinu, að hann hafi verið kominn úr stöðu. Ég var á því fyrst að svo hafi verið en þegar maður skoðar markið betur þá er Agger að dekka sinn mann upp við miðju, sem by the way var Aguero sem ekki má láta einann, þegar sendingin kemur yfir hann og í átt að Forlan sem Carra var að passa. Carra klikkar í að hreinsa boltann í burtu og Arbeloa reynir að aðstoða hann og skilur á um leið sinn mann frían, sem náttúrulega fékk boltann og skoraði. Spurning um hvort Arbeloa hafi ekki átt að láta Carra einan um Forlan og halda sinni stöðu og dekka Simao. En eins og við vitum öll þá væru engin mörk skoruð í fótbolta ef engin mistök væru gerð.
    Hér er slóðin á markið, skoðið vel staðsetningu leikmanna eins og t.d. Aggers.
    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/1690594/
    kv.
    Ninni

  21. Ég get ekki verið sammála um að Agger hafi verið að klikka í markinu, að hann hafi verið kominn úr stöðu. Ég var á því fyrst að svo hafi verið en þegar maður skoðar markið betur þá er Agger að dekka sinn mann upp við miðju, sem by the way var Aguero sem ekki má láta einann, þegar sendingin kemur yfir hann og í átt að Forlan sem Carra var að passa. Carra klikkar í að hreinsa boltann í burtu og Arbeloa reynir að aðstoða hann og skilur á um leið sinn mann frían, sem náttúrulega fékk boltann og skoraði. Spurning um hvort Arbeloa hafi ekki átt að láta Carra einan um Forlan og halda sinni stöðu og dekka Simao. En eins og við vitum öll þá væru engin mörk skoruð í fótbolta ef engin mistök væru gerð.
    Hér er slóðin á markið, skoðið vel staðsetningu leikmanna eins og t.d. Aggers.

    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/1690594/

    kv.
    Ninni

  22. Ég er ekki sammála mönnum hér að Agger hafi verið sökudólgur í jöfnunarmarkinu. Carra misreiknar og Arbeloa fer úr sinni stöðu í aðstoð, ÁN ÞESS ÞÓ að gera einhverja árás sem hindrar Forlan. Ég nefni í skýrslunni að Agger og Masch voru ryðgaðir, nokkuð sem ég held að sé málið. Í raun kæmi mér ekkert á óvart þó við sjáum Sami karlinn með Carra á sunnudag.
    Varðandi Arbeloa almennt var hann auðvitað á móti langhættulegasta manni Atletico Madrid, en að mínu viti réð hann alls ekki við það verkefni, enda var Mascherano að eiga þokkalegan leik bara af því að hann reddaði Alvaro karlinum oft. Það kom ekkert út úr honum sóknarlega, örugglega skiljanlega því hann þorði ekki mikið frá Simao, en varnarlega gerði hann að mínu viti ekki gott og margar, margar sendingar rötuðu ekki rétta leið. Ég stend því við það að hægri vængurinn okkar var arfi í gær og þarf að verða betri. Reyndar er það eina leikstaðan þar sem bara einn leikmaður er heill, svo að kannski er karlinn bara pínu þreyttur.
    En ég er enn mjög sáttur við úrslitin. Annað finnst mér óþarfa hroki, það eru flott úrslit að gera jafntefli á Spáni, gegn svona liði. Það að við höfum gert það án þess að liðið hafi leikið vel og lykilmenn fjarverandi af líkamlegum eða andlegum orsökum er enn betra. Skulum ekki gleyma því að Atletico Madrid hefur ALDREI tapað á heimavelli fyrir ensku liði og þetta var aðeins annað stigið frá upphafi sem fer með til Englands…..

  23. Sáttur við úrslitin verð ég að segja, og annað, ég er bara ekki að meika þessa grænu búninga, alveg hræðilegir, hvernig er hægt að ætlast til að Liverpool spili vel í svona klæðnaði?
    Burt með græna gallann og það strax!

  24. Lalala leikur og eitt stig.
    Keane fínn meðan það var.
    Okkur vantaði trúna eftir að Gerrard og Xabi fóru útaf.
    Miðjan var bara ekki söm. Kyut vann vel en mér fannst vanta sóknarmann, skrítið að segja það bæði með Babel og Kyut inná? Okey Babel átti eitt færi sem taldi en það vantaði í miðjuna og þar að leiðandi var þetta hálf bitlaust síðustu 15 mín.

    Fréttir að Gerrard, Keane og Alonso hefðu meiðst, þetta var bara taktíst fyrir helgina enda á að vera meiri áhersla á deildina en meistardeildina af mínu mati.

    “Góðu” fréttirnar í dag eru það að kanarnir eru að fara að selja. Vonandi að einhver með Liverpool hjarta kaupi félagið.

  25. Svo sammála nr.25

    Hverjum datt í hug að koma með þessa hugmynd af Liverpool búning og hver í andskotanum samþykkti þessa hugmynd!! Er ekki frekar að reyna hanna flotta og söluvæna búninga.

  26. Ég skil bara ekki af hverju það eru ekki alltaf hvítir eða svartir varabúningar. Lang flottastir alltaf.

  27. Aðalbúningurinn á að vera rauður. Varabúningurinn á að vera hvítur, og þriðji búningurinn á að vera Gulur.. gömlu góðu liverpool litirnir. Reyndar heppnaðist svarti búningurinn einkar vel. En ég er sammála mönnum með að þessi græni búningur er engan veginn að gera sig.

    Carl Berg

  28. Já og leikmenn fíla örugglega ekki að spila í þessum ljóta búning. Vinstri grænir kjaftæði

  29. Mér finnst Dossena, Arbeloa og Mascherano djöfullega töff í þessum búning, en menn eins og Benayoun og Agger taka sig ekki nógu vel út í honum. Þetta er svona harðnaglabúningur. Maður þarf að vera með smá skeggrót ef maður ætlar að spila í honum.

  30. Hver sá sem hélt því fram hér að Liverpool hefði getað komist í 2-0 ef það hefði ekki verið fyrir dómarann þarf aðeins að taka niður Liverpool gleraugun. Keane var klárlega rangstæður í sínu marki og í raun voru tvö mörk dæmd af Atleti ranglega. Getum prísað okkur sæla með að hafa sloppið með jafntefli, sérstaklega þar sem Benítez var að kippa Gerrard, Keane og Alonso út af til að forða frekari meiðslum.

  31. Okkar menn réðu leiknum allan tímann, en eitthvað kæruleysi í lokin varð til þess að madrid jafnaði. Við þurfum bara betri varamenn, það er ofmikið af miðlungsleikmönnum í hópnum.
    En þetta er allt að fara í rétta átt.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  32. Kjartann minn, Keane var samsíða og því aldrei rangstæður, hann þurfti ekki einu sinni að njóta vafans því hann var samsíða aftasta varnarmanni. Þarna er staðan orðin 1-0. Skömmu síðar sleppir dómarinn augljósri vítaspyrnu ákveður frekar að spjalda Rieira fyrir leikaraskap, algjörlega óskiljanlegt. Síðan er löglegt mark dæmt af Benayoun.

    Við stjórnuðum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik, en mættum ekki til leiks í þeim síðari. Það má kannski segja að við vorum heppnir á köflum í siðari hálfleik eins og með rangstöðurnar sem þeir fengu dæmdar á sig, en það breytir ekki þeirri staðreynd að við áttum að fá víti í stöðunni 1-0 og svo var löglegt mark tekið af okkur, einnig í stöðunni 1-0.

  33. ok. mér fannst skiptingarnar hans rafa eðlilegar. keane var e-ð slappur og átti í vöðvavandræum að eigin sögn eftir leik. svo er hann væntanlega að fara að spila erfiðar 90 mín á sun.
    alonso fékk högg á hnéð og þurfti að fara útaf.
    gerrard var ekki góður en hvað er svona skrýtið við að skipta honum út af???? hann lagði upp markið, markið sem tryggði okkur stig út úr þessum leik. hann spilaði í holunni og er því ekki tæklandi útum allan völl eins og óður maður. hann gerði það sem hann átti að gera, skapa færi og mörk. hættulegustu færin komu eftir sendingar hans, ekki kvarta ég. og þótt hann hafi ekki átt neinn stjörnuleik (þótt hann sé lykilmaður í okkar hættulegustu sóknum í leiknum) þá er mjög eðlilegt að hvíla besta manninn okkar fyrir chelsea leikinn. menn geta ekki alltaf átt 100% leiki. og það þýðir ekki að hann verði “slakur” í þeim leik eins og í gær.

    er ósammála því að arbeloa hafi verið slakur, ssteinn rökstyður það nákvæmlega eins og ég hefði gert í kommenti hér aðeins ofar.

    annars fannst mér við spila vel á erfiðum útivelli, við erum klárlega að fara að vinna þetta lið á anfield. ég bjóst við mun sterkara liði atl. madrid og varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þá.

    en maður leiksins eru xabi og pepe, 2 frábærir leikmenn.

  34. Rangstaða is in the eye of the beholder…
    Held að flestir hlutlausir myndu segja að þetta hafi verið rangstaða.

  35. Keane var klárlega sjónarmun fyrir innan en var ekki einhvern tíma sagt að það þurfi að sjást á milli manna …?

  36. Kjartan. Hvaða flestu hlutlausa ertu að tala um? Mátt gjarnan benda á einhverja aðra en blinda LFC-hatara í því sambandi

  37. Ég var búinn að gleyma hvað ég var ánægður með það hvernig Riera brást við spjaldinu….var ekkert að væla heldur hljóp bara til baka kom sér í sína stöðu jafnvel þó að þarna hafi greinilega verið snerting og líklega víti.

    Það er hægt að ímynda sér hvað Rooney eða Ronaldo hefðu grenjað mikið. Grenjusvipurinn á Ronaldo getur gert mig gráhærðan á nó tæm.

    Síðan með Dossena og Keane…..þetta eru auðvitað hörkuleikmenn en virðast ekki alveg vera búnir að finna taktinn og færsluna á liðinu. Gefum þeim nokkra leiki í viðbót…..þá er hægt að gráta þessar upphæðir sem hefði kannski verið hægt að eyða betur.

  38. Þetta atriði var sýnt margoft á SKY í gær. Þetta er ekki einu sinni vafamál, hann var ALDREI rangstæður.

  39. þessar rangstöðureglur eru ekkert flóknar.
    Það þarf að sjást á milli manna til þess að rétt sé að dæma rangstöðu. Það er ekki nóg að maður sé með skítinn af tánöglunum sínum fyrir innan kúkaklebrana á afturendanum á varnarmanninum.!!! Samhliða er ekki rangstaða. Ef þú sérð ekki á milli mannanna tveggja þegar sendingin fer af stað, þá er ekki rétt að dæma rangstöðu.

    það skal þó tekið fram, að dómarar leiksins hafa augljóslega ekki guðmund um hvað hugtakið rangstaða merkir, því þeir voru svo gersamlega út úr kú, í sínum dómum hvað það varðaði.

    Carl Berg

  40. Mátt gjarnan benda á einhverja aðra en blinda LFC-hatara í því sambandi

    Þetta komment er frekar fallegt í einfeldni sinni. Ef það á að taka að svara þessu þá held ég að Gummi Ben hafi nú hallast að því að þetta hafi verið rangstaða.

    þessar rangstöðureglur eru ekkert flóknar.
    Það þarf að sjást á milli manna til þess að rétt sé að dæma rangstöðu. Það er ekki nóg að maður sé með skítinn af tánöglunum sínum fyrir innan kúkaklebrana á afturendanum á varnarmanninum.!!! Samhliða er ekki rangstaða. Ef þú sérð ekki á milli mannanna tveggja þegar sendingin fer af stað, þá er ekki rétt að dæma rangstöðu.

    Þær eru greinilega flóknari en svo að menn ráði við að skilja þær. Það er einmitt nóg að vera með “skítinn af tánöglunum” fyrir innan “kúkaklebrana” eins og hér er komist svo ljóðrænt að orði.

    Í skilgreiningunni á rangstöðu leikmanns þýðir “nær marklínu mótherjanna” að einhver hluti höfuðs, búks eða fóta hans sé nær marklínunni en bæði knötturinn og næst aftasti mótherji. Ekki er miðað við handleggi í þessari skilgreiningu.

    Þetta stendur á heimasíður KSÍ: http://www.ksi.is/knattspyrnulogin/11gr-rangstada/

  41. Vertu ekki með þennan rembing Kjartann, þetta var margoft sýnt á sky, hann er aldrei rangstæður, ALDREI.

  42. Fyrir þá sem vilja halda áfram að deila um þetta þá er hér mynd af atvikinu þar sem ég frysti af video-i af markinu:

    Smellið á myndina til að fá hana í aðeins betri upplausn.

    Ég er á því að þetta sé rangstaða því eins og Kjartan bendir réttilega á þá er nóg að smá hluti af líkama sóknarmannsins sé nær endalínu en varnarmaðurinn.

  43. Ef menn fá einhverja fróun úr því að kalla það “rembing” að benda á að sennilega 90% af þeim sem tjá sig um rangstöðudóma kunna ekki rangstöðuregluna þá skiptir það mig ekki miklu. En hér að ofan hafa menn regluna svart á hvítu og óþarfi að deila frekar um hvað felst í rangstöðu.

  44. Jæa þettað er nú orðið gott um rangstöðu og mistök sem dómarar gera. Veit nokkur um Torres, hvort hann verður með á sunnudag, það er málið

  45. Hann hefur ekki tekið þátt í æfingum með liðinu síðan að hann meiddist, þannig að ég held að það sé útilokað.

    Keane var ekki heldur með í dag, en eitthvað segir mér samt að hann verði tilbúin (eða gerður tilbúin) fyrir leikinn. Því Rafa vill (að mínu mati) stilla upp 5 manna miðju með Kuyt á hægri kannti og Keane á toppnum.

  46. kommon drengir, hættið þessu rugli. Veit ekki hvort sé verra, þessi blinda ást svokallaða á LFC eða þessi ofurást Kjarra á spænska boltann 🙂

    Það er ekki geranlegt fyrir Línuvörð að greina rangstöðuna á þessu sekúndubroti sem atvikið gerist á. Þ.a.l. er ekki séns fyrir hann og beinlínis rangt að dæma rangstöðu, burtséð frá því hverju menn halda fram eftir ða hafa legið yfir videói og fryst myndir. Línuvörðurinn býr ekki við þann lúxus og veitir því réttilega þann efa sem hann á að gera. Punktur.

    Hvernig væri svo að ræða næsta leik, Gerrard og Alonso klárir, óvíst með Keane. Erum við að fara taka stig eða sigur? hvað segja menn?

  47. Tökum 1 ef ekki 3 stig. En getur ekki verið (please) að Torres sé að æfa á leyndum stað, og komi svo sjóðheitur á sunnudag, allt getur gerst í boltanum. 🙂

  48. Ingi spyr #53 erum við að taka stig. Engin svarar. Ég spyr eru menn að sökkva sig niður í það sem fjölmiðlar eru að búa til, og sega að allt sé neikvætt. Verum ekki að láta einhverja draga okkur niður, og hugsum jákvætt. KOMA SVO LIVERPOOOOOOOL

  49. Hættið að velta fyrir ykkur þessu rangstæðurugli …. Ætla að vitna í fyrrum liðsfélaga Keane… Berba… “Mitt hlutverk er að skora mörk…ekki dæma rangstæður” Auðvitað er leiðinlegt þegar dómarar eru alveg úti á þekju kannski heilu leikina… en skiptir þá litlu hvort þeir dæma rangstöðu þegar hún á við og ekki við, gefa spjöld þegar það á í raun að gefa spjald eða sleppa mönnum fyrir alvarleg brot…( Sem by the way geta haft áhrif á leikinn) A.m.k. höfum við nýtt okkur það að undanförnu að vera leikmanni fleiri. Að fá gefins víti og verða rændir vítum… Allt hefur þetta áhrif á leikinn… Málið er að þetta er bara partur af leiknum.. og þó sumir viðurkenni það ekki þá er leikurinn skemmtilegri fyrir vikið…:)

    En auðvitað verður maður pirraður ef maður veit það fyrir leik að dómgæslan verður í ruglinu… En maður vonar þá bara að okkar menn nái að yfirstíga dómgæsluna og vinna helv. leikinn!:)

    Leikurinn um helgina verður svakalegur! Einu orði sagt.. og finnst mér svakalega furðulegt hvað menn virðast lítið vera spjalla um leikinn… við erum að fara spila á móti CHELSEA! Erum jafnir þeim á toppnum… EF við vinnum verðum við einir á toppnum eftir 9 umferðir og þá búnir að mæta Manjú og Chelsea…

    Við erum að tala um að þetta er Svakalegur leikur.. og ég er orðinn SPENNTUR!

    YNWA

  50. Rólegur hvað væri gaman að taka þetta f****** Chelsea lið maður. Búndrandi standpína í svona viku eða tvær. Fullt af gelum, kóki, limósínum, gullkeðjum og allt maður, shit.

  51. YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!
    Rafael Benitez er guð! Nýjan samning til minnst fimm ára fyrir manninn!!!!!!
    Meira seinna…….

Liðið komið!

Uppeldi