Landsliðsmennirnir okkar á fullri ferð!

Alls voru það 12 leikmenn liðsins sem léku með landsliðum sínum í gær.

Helst ber þar að nefna að Daniel Agger lék í 90 mínútur og skoraði í 3-0 sigri Dana á Möltu og sama gerði Yossi Benayoun, fyrirliði Ísraels gegn Lúxembúrg í 3-1 sigri. Riera kom inná fyrir Spánverja eftir langa fjarveru og Dossena virðist nú vera orðinn bakvörður Ítala nr. 1, spilaði enn á ný allan leikinn fyrir þá.

Í nótt bættist svo Mascherano í hópinn þegar hann lék allan leikinn fyrir Argentínu í 2-1 sigri á Úrúguay og svo er spurning hvort Lucas fær mínútur fyrir Brassana í Venesúela í kvöld.

En kannski mikilvægast, engin meiðsl!

8 Comments

  1. nákvæmlega.. er ekki alveg að skilja þetta! Babel er fastamaður hjá einu sterkasta landsliði heims, en svo fær hann varla sénsinn með Liverpool! Eru fleiri sem eru ekki að skilja hr.benitez?

  2. Er ekki bara nóg að benda á að liðið hefur verið að standa sig með mikilli príði Grétar Örn?
    Af hverja að reyna að laga eitthvað sem er ekki bilað?

  3. Svo finnst mér skemtileg fréttin um þáttöku Messi í vináttulandsleikjum. Þar segir að hann hafi fengið leyfi frá Barcelona til að taka þátt í ÓL 2008 gegn því að frá frí í vináttulandsleikjum í vetur. Þetta mun vera sameiginleg ákvörnun félags og landsliðs í að vernda leikmanninn. Ætli þetta sé þróun sem við eigum eftir að sjá á næstu árum, í auknu samstarfi félags og landsliðs?

Alonso of hægur? – Pongolle hlakkar til

Carra, basic drengur!